Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Side 20
20 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 Kvikmyndir Það sem eftir lifir dags Það eru þau Emma Thompson og Anthony Hopkins sem fara með aöalhlutverkin. Það hafa fáar kvikmyndir heillað íslendinga jafnmikið og HowardsÞ End sem var jólamyndin í Háskóla- bíói í fyrra. Þessi stórkostlega mynd, sem byggð var á samnefndri bók E.M. Forsters, haíöi allt það til að bera sem þarf til að útkoman verði heillandi mynd. Það voru valdir leik- arar í hverju rúmi, handritið og efn- isþráðurinn góðrnr og fágaður leik- stjóri við stjómvölinn. Enda fór það svo að myndin var sýnd langt fram eftir árinu í Háskólabíói. Það voru þeir félagamir James Ivory og Ismael Merchant sem stóðu að gerð myndarinnar. Þeir hafa skýra verkaskiptingu á milli sín þar sem Merchant er framleiðandinn en Ivory leikstjórinn. Þeir hafa starfað saman í yfir 30 ár og hafa skapað sér mjög persónulegt handbragð sem endurspeglast í myndum þeirra. Þeir hafa unnið sjálfstætt og ekki viljað starfa mikið með stóm kvikmynda- verunum. Myndir þeirra hafa verið fábrotnar á mælikvarða Hollywood, en hafa hins vegar sannað að kostn- aður við gerð kvikmyndar er ekki í réttu hlutfalli við gæði hennar. Hins vegar gerðu þeir samstarfssamning við stórt kvikmyndaver eftir vel- gengni Howard’s End til að tryggja góða dreifingu á myndum sínum. Það á hins vegar eftir að koma í Ijós hvort þessi ákvörðun eigi eftir að hafa áhrif á kvikmyndastíl þeirra félaga. Japönsk verðlaunabók Þegar htið er yfir hstann af kvik- myndum sem þessir heiðursmenn hafa látið frá sér kannast líklega fiestir við einhveijar myndanna. Þama má sjá Heat And Dust (1983), Bostonians (1984), A Room With a View (1985), Maurice (1987), Mr. & Mrs. Bridge (1991) og svo Howard’s End (1992). það er því ekki nema von að beðið hafi verið með óþreyju eftir nýjustu mynd þeirra félaga, The Remains of the Day sem var frum- sýnd fyrr á árinu. Myndin hefur hlot- ið mikið lof á aha bóga og unnið hægt og sígandi á eins og raunar Howard’s End á sínum tíma. Það er því næsta víst að þeir Ivory og Merc- hant hafa ekki gleymt neinu. The Remains of the Day byggir á samnefndri bók eftir japanska rithöf- undinn Kazu Ishiguro sem hlaut bresku Brooker bókmenntaverð- launin 1989. Handritahöfundinum, Ruth Prawer Jhabvala, sem hefur lengi unnið með þeim félögum, hefur tekist á snihdarlegan hátt að um- breyta þessu japanska verki yfir í mynd með dæmigerðu bresku yfir- bragði. Myndin fylgir þó bókinni vel eftir og fjallar um þjón sem hefur engan annan thgang í lífinu en aö þjóna húsbónda sínum. James Ivory segir söguna með því að nota mynd- skeið og bréf úr þátíðinni th að rifja upp minningar þjónsins. Breskir siðir Myndin hefst þegar hinn aldni Ste- vens (Anthony Hopkins) er á ferða- lagi í Bretlandi th að hitta fyrrver- andi samstarfsfélaga sinn, Miss Ken- ton (Emma Thompson). Stevens er nú starfandi sem þjónn fyrir fyrrver- andi bandarískan þingmann í Darl- ington Hah. Meðan á ferðinni stend- ur koma upp í huga hans minningar frá þeim tíma þegar Darhngton Hall var miðpunktur thverunnar. Áhorf- endur fá að vita að Stevens starfaði þá sem yfirþjónn hjá breskum lá- varði sem er leikinn af James Fox. Þá var gaman að lifa, aht í röð og reglu og farið eftir breskum siðum og venjum í aha staði. Stevens þjón- aði húsbónda sínum af mikihi alúð og líf hans snerist um ekkert annað en vinnuna. Jafnvel dauði foður hans raskar ekki ró Stevens enda ber andl- átið upp á mikhvægan póhtískan fund sem húsbóndi hans stóð fyrir. Ástir og örlög En þá kemur til sögunnar Miss Kenton, hin unga og ákveðna ráðs- kona. Þar er komin andstæða hins fullkomna herramanns sem hefur aldrei á ævinni lært að tjá sig við aðra. Það tekst vinátta mihi þeirra og smátt og smátt fer Stevens að átta sig á því að lífið snýst um meira en að þjóna öðrum og að húsbóndi hans sé ekki jafn fullkomin og hann hafði haldið. í ellinni áttar hann sig einnig á því að Miss Kenton var ástfangin af honum en vegna skilningsleysis og þrjósku hans sjálfs neyddi hann stúlkuna th að giftast öðnun. The Remains of the Day spannar því mannlegt líf á breiðu sviði og lætur áhorfendur líta í sinn eigin Umsjón Baldur Hjaltason barm þegar sýningu myndarinnar er lokið. Það má ekki gleyma frábær- um leikurum myndarinnar sem eru þau Anthony Hopkins og Emma Thompson. Þau fara á kostum enda varla hægt að hugsa sér betri leikara í þessi hlutverk. Oh umgerð myndar- innar er th fyrirmyndar og hefur verið lögð mikh vinna í áö skapa sem eðlilegast andrúmsloft í myndinni. Raunar er athyglisvert að The Rema- ins of the Day kemur fram á sjónar- sviðið á líkum tíma og The Age of Innocence sem Martin Scorsese leik- stýrir. Myndimar eiga nokkuð margt sameiginlegt hvað varöar umgjörð og efnisþráð þótt þær beri mismun- andi yfirbragð leikstjóra sinna. Það væri skemmthegt ef The Remains of the Day gæti orðiö jóla- myndin í einhveiju kvikmyndahús- anna í ár þar sem ár er síðan How- ard’s End heihaði kvikmyndahúsa- gesti því aht bendir th þess að þessi mynd vekji upp sömu viðbrögð áhorfenda. i essinu smu Fallhamarinn Sylvester Stallone. Sylvester Stahone virðist aldeh- ist hafa náð sér á strik eftir leik sinn í myndinni Clifihanger. Eftir erfiö ár þar sem hver myndin á fætur annarri sem hann lék í komst varla á blað yfir vinsælustu mynd- imar, virðist sem hann hafi fundið aftur þann sth sem áhorfendur vora að leita eftir. Nýja myndin hans Demohtion Man er um þessar mundir ein vinsælasta myndin vestan hafs og má segja með réttu að Stahone hafi a.m.k. tímabundið slegið sjálfum Schwarzenegger við hvað varðar vinsældir. Demohtion Man gerist í Los Angeles 1996. Það ríkir öngþveiti og stjórnleysi í borginni. Stahone leikur lögregluþjóninn John Spart- an sem gengur undir gælunafninu „fahhamarinn". Dag einn þegar Spartan er að reyna að bjarga 30 gíslum, sem hryöjuverkamaðurinn Phoenix heldur í vel varðri bygg- ingu, verður mikh sprenging og eldhaf sem leiðir th þess að fjöldi fólks lætur lífið. Spartan er dæmd- ur fyrir manndráp og í 70 ára end- urhæfingu. Hér er ekki um neina venjulega endurhæfingu að ræða því hún felst í því að Spartan er frystur og síðan geymdur í fljótandi köfnunarefni. SanAngles Næst er farið með áhorfendur th ársins 2032. Phoenix, sem einnig hafði verið handtekinn og frystur, er nú þíddur þar sem hann á rétt á að fara fyrir áfrýjunardómstól. Hann flýr hins vegar og kemst að þvi að hann er nú staddur í draumaborginni San Angles, borg þar sem aht er í röð og reglu, ekk- ert ofbeldi og alvarlegustu glæpim- ir em veggkrot. Fólkið lifir fyrir- myndarlifi, ekkert kjöt, bannað að reykja og stunda kynhf. Þetta er draumaborgin fyrir Phoenix. Þegar lögreglukonan Lenina Huxley áttar sig á því hvað hefur gerst sér hún að eina leiðin th að handsama Phoenix aftur er að þíða John Spartan og láta hann glíma við glæpamanninn. Þessi efnisumgjörð býður upp á skemmthega útfærslu á sambandi þeirra Spartans og Huxley svo og glímu þeirra við Phoenix. Utkoman er spennandi, skemmtileg og mátu- lega vitlaus mynd, sem skhur ekk- ert eftir en skemmtir þó áhorfend- um ágætlega. Er það ekki einmitt þess vegna sem margir fara 1 kvik- myndahús?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.