Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 Ævisaga baráttukonunnar Sigríðar Rósu á Eskifirði: Réðst í útgerð með kaupmennskunni - og lét sig ekki muna um að festa kaup á báti Hjónin Sigriður Rósa og Ragnar. Þú gefst aldrei upp, Sigga! nefnist ævisaga baráttukonunnar Sigríðar Rósu Kristinsdóttur á Eskifirði sem Elísabet Þorgeirsdóttir hefur skráð. Sigríður Rósa er löngu orðin þjóð- kunn fyrir útvarpspistla sína en í þeim hefur hún sagt skoðanir sínar á mönnum og málefnum umbúðlaust og þykir oft kveða fast að orði. Þaö er bókaútgáfan Fróði sem gefur bók- ina út. Útgerð Það er ekki nóg með að Sigríður Rósa hafi verið kaupmaður í níu ár. Hún lét sig ekki muna um að gerast útgeröarmaöur á sama tíma. Henni hefur alltaf verið einkaframtakið í blóð borið enda hluti af lífinu til sveita að vera sjálfs sín herra. Hver var aðdragandinn að því að þið réðust í útgerð? „Ragnar talaði oft um hvað þaö hlyti að vera miklu betra að vinna hjá sjálfum sér en öðrum. Ég var sammála því enda alin upp við það og mundi hvað pabba var mikið í mun að vera eigin herra. Ég ræddi við tengdason minn Helga Jónsson, smið á Vopnafirði, sem er maður Sigrúnar, um að það gæti verið gott fyrir fjölskylduna að eiga triUu sem hægt væri að framfleyta sér á. Mitt hlutverk yrði þá að koma þessu í kring og sjá um rekstrarþáttinn, eins og ég var vön á heimilinu og í versl- uninni, og karlmennirnir sæju um sjómennskuna. Þó að ég væri með búðina og yngstu bömin væru aðeins 10, 8 og 6 ára, fannst mér ég hafa nógan tíma og vel geta bætt á mig umsjón með útgerð á litlum báti. í heimsókn hjá bankastjóra Þessar umræður komust á það stig í fjölskyldunni að við Helgi ákváðum að leita eftir lánum til að láta smíða trillu. Við vorum með sex tonna bát í huga sem við töldum okkur ráða við að kaupa og í verslunarferð til Reykjavíkur, í lok ágúst 1969, heim- sótti ég bankastjóra til að biðja um lán fyrir framkvæmdinni. Ég fór til Jóns Axels Péturssonar, sem var yf- irmaður Austurlandsdeildar Lands- banka íslands, og bar upp erindið. Hann var áhugasamur um máliö og líklega hefur það stafað af því aö það var kerling sem sat fyrir framan hann og var að biðja um lán til smíða á báti. Það var áreiðanlega óvenju- legt. Eftir að ég var búin að reifa málið sagði hann að svona litlir bátar væru manndrápsfleytur. Hann vildi ekki stuðla að því að menn legðu líf sitt í hættu á svo litlum bátum. „Af hveiju læturðu ekki smíða 50 tonna bát? Þá skal ég lána þér,“ sagði Jón Axel. Ég horfði fyrst á hann hissa en tók hann svo á orðinu. Því ekki að hafa bátinn það stóran að hann nýttist allt áriö? Við fengum góð meðmæh frá bankastjóranum á Eskifirði og það stóð því ekki á láninu ef við vildum fara út í þessar framkvæmdir. Viö sendum umsögn bankastjórans líka til sjóðanna fyrir sunnan og sagði Sverrir Hermannsson, sem þá var alþingismaöur Austfirðinga og hafði milligöngu fyrir okkur hjá Fisk- veiðasjóði, að við þyrftum enga aðra umsögn því bankastjórinn heföi gull- tryggt lánstraust okkar. Miní-togari Þá var ekki til setunnar boðið og við sömdum við Vélsmiðju Seyðis- fjarðar, fóstudaginn 23. október 1970, um smíði á 50 tonna báti sem átti að kosta um 12 milljónir. Ég vildi hafa hann frambyggðan því mér fannst miklu skynsamlegra og fallegra að hafa stýrishúsið fremst á bátnum og fá þannig meira vinnupláss á dekk- inu. Stefán Jóhannsson, forstjóri Vélsmiðju Seyðisfjarðar, teiknaði bátinn. Þetta var fyrsti frambyggði stálbáturinn með gafl af þessari stærð sem smíðaður var hér á landi. Hann var svona einskonar mini- togari en gat einnig veitt með nót, línu og færi. Þetta var í raun lítil gerð af fjölveiðiskipi. Föstudaginn 23. apríl 1971 stofnuð- um við hlutafélagið Trausta hf. um kaup og rekstur á bátnum. Hlutaféð var 420.000 krónur og hluthafar við hjónin, Helgi tengdasonur og synir okkar Kristján og Kristinn. Ég var stjómarformaður félagsins og stærsti hluthafi því ég lagði fram 100.000 krónur á móti 80.000 krónum frá þeim hveijum fyrir sig. Ég átti enn afganginn af happdrættisvinn- ingnum frá því um árið og notaði hann í þetta. Smíði bátsins tók um niu mánuði og henni lauk í lok júlí 1971.11. júní var hann sjósettur og ég gaf honum nafnið Víðir Trausti. Síðasta hálfa mánuðinn fyrir afhendingu fór ég á hverjum morgni til Seyðisfiarðar til að fylgjast með verkinu. Ragnar var úti í Norðursjó en Helgi og Kristján lögðu fram sína vinnu við smíðina. Ég varð of sein að athuga um breyt- ingu á staðsetningu eldavélarinnar en hún var sett fram í stefni, fremst í káetunni. Mér leist ekki á þaö enda héldust engir pottar á eldavélinni þegar vont var í sjóinn. Bíllinn laskaðist Daginn sem átti að prufukeyra bát- inn tók ég inn sjóveikipillur til að 24 ára gömul og nýtrúlofuð á leið austur á Eskifjörð í febrúar 1947. verða mér nú ekki til skammar með að verða sjóveik. En það varð ekkert úr sjósetningu þann daginn og sjó- veikipillumar urðu mér til vand- ræða. Það hjálpaði heldur ekki til að það fauk í mig við umboösmann Heklu hf., Kristófer Magnússon, og hefur það hvort tveggja líklega oröið til þess aö ég gleymdi að taka bensín á bílinn áður en ég hélt af stað heim. Það varð mér örlagaríkt því þegar ég uppgötvaði að bensínið myndi ekki duga upp í Egilsstaði ákvaö ég að snúa viö tfi Seyðisflarðar. Ég var þá neðst í Stöfunum sem eru brekkur neöan við Fjarðarheiðina. Kona, sem var með mér, fór út úr bílnum því hún þorði ekki að vera inni á meðan ég bakkaöi tfi að snúa við. Það var líka ágætt því ég ók út af og gat rétt forðað því að lenda í ánni undir foss- inum með því að snúa stýrinu á síð- ustu stundu í rétta átt. Annars væri ég varla tfi frásagnar nú. Og við þess- ar tilfæringar lenti bíllinn á eina steininum sem var þarna á löngum kafla og afturbrettið eyðfiagðist. Eftir lögregluskýrslutöku gisti ég heima hjá löggunni á Seyðisfirði um nótt- ina. Þegar báturinn var tilbúinn sigldu Kristinn, Helgi og Kristján honum heim til Eskifiarðar og ég ók heim á löskuðum bílnum. Skráö var fyrsta áhöfnin á bátinn fostudaginn 23. júlí 1971. Það voru bræðumir og Helgi og reru þeir með nót og reyndu fyrir sér norður á Vopnafirði og víðar úti fyrir Austur- landi en líklega hafa þeir ekki verið nógu kunnugir á miðunum. Aflinn var tregur í nótina og við ákváðum að fá línu. Um haustið var ég stödd í Reykjavík og þeir voru á Víöi Trausta í Þorlákshöfn. Þá sagði Jón bróðir mér frá manni sem ætti línu- útgerð í Sandgerði sem væri að fara á hausinn. Ég hafði samband við manninn og keypti af honum helm- inginn af línunni. á góðum kjörum. Hinn helminginn keypti Stefán Pét- ursson, útgerðarmaöur á Húsavík. Ég hringdi tfi Stefáns og spurði hvort hann vildi ekki koma suður í Sand- gerði til þess að við gætum skipt lín- unni á mfili okkar. „Taktu bara þinn part,“ sagði hann. „Þurfum við ekki að meta það sam- an?“ spurði ég. „Nei, nei, taktu bara það sem þér líst á,“ sagði karlinn í sinni göfugu trú á að kvenmaður hefði ekkert vit á veiðarfærum. Ég fór svo og valdi bestu balana og bestu línuna og setti á vörubíl sem flutti góssið um borð í Víði Trausta í Þorlákshöfn. Jóhannes bróðir þekkti Stefán og hitti hann skömmu seinna. „Laglega fór hún með mig hún systir þín,“ sagöi Stefán. „Hún hirti alla bestu línuna." En ég hafði aöeins gert eins og hann sagöi mér og það var hans glapræði en ekki mitt að trúa því að ég hefði ekkert vit á útgerð. Eg þurfti þó að eyða hálfum mánuði tfi þess að stokka línuna og rífa af henni gamla beitu. Það var heldur óþrifalegt verk. Haustið 1971 gekk Helgi, tengda- sonur minn, út úr hlutafélaginu og Kristinn og Kristján fóru tfi náms á Akureyri; Kristján í Vélskólann og Kristinn í Stýrimannaskólann en hvorugur þeirra gat hugsað sér að fara í skóla í Reykjavík. Ragnar var enn vélstjóri á Jóni Kjartanssyni og sá ég því ekki annað ráð vænna en að gera bátinn út í samvinnu við Hafólduna hf. á Eskifirði sem var með áhöfn því þeir voru að bíða eftir báti. Eiríkur Bjarnason, bókari hjá Jóni Kjartanssyni hf., var þar í fyrir- svari og gerðum við bátinn út í sam- einingu þetta haust. Hann aðstoðaði mig við bókhaldið fyrst um sinn og var góður félagi. Það var mikfi eftir- sjá að Eiríki þegar hann fórst í Reyð- arfirði 1979, í aftakaveöri viö fimmta mann, á báti sínum Hrönn. Við hjálparstörf Á þ’essum tíma kom báturinn tvisvar að góðum notum við aðstoð á sjó. í fyrra skiptið, 5. desember, þegar Svanur SU 6 sökk við löndun- arbryggju síldarverksmiðjunnar á Eskifirði, varð Víðir Trausti og áhöfn til að draga hann í land undan sjó en gat hafði komið á bátinn. Þann 10. desember bilaði svo gír í Guðfinni NK 78 um 22 sjómílur út af Gerpi og var Víðir Trausti fenginn til að draga þær lóðir sem Guöfinnur átti í sjó. Dró hann Guðfinn síðan til Norð- fiarðar og gekk það vel. Það var ekki hægt að gera Víði Trausta út á vetrarvertíö héðan frá Eskifirði, tfi þess var hann of lítill. Á vertíðinni 1972 gerðum við hann því út frá Vestmannaeyjum og réð ég Rafn Helgason frá Eskifirði sem skip- stjóra. Ragnar var vélstjóri og gekk þessi vertíð prýðfiega. En þegar véhn bfiaði þurfti ég að gera mér ferð aust- an af Eskifirði til að útvega vara- hluti í bátinn. Ragnar hafði verið vélstjóri á stórum bátum í áraraðir og var vanur að kvabba í útgerðar- manninum þegar eitthvað kom upp á. Hann hélt því svo áfram þegar ég var orðin útgerðarmaður og fannst mér það bera vott um að hann væri nú ekki alveg upplagður tfi að vera sjálfstæður atvinnurekandi. Ég var hissa á því hvað sjálfsbjargarvið- leitnin var lítil; áhuginn virtist minni en þegar rætt var um þaö í upphafi hvaö það hlyti að vera gott að vinna hjá sjálfum sér. Eftir Vestmannaeyjavertíðina gerðum við út á humar og var Rafn áfram skipstjóri. Þeir lögðu upp á Hornafirði og var humrinum síðan ekið tfi vinnslu á Stöðvarfirði. Þetta sumar kom ágætlega út en um haust- ið var ég með áhöfn sem gerði nán- ast ekki neitt. Ragnar var þá farinn aftur á Jón Kjartansson og strákarn- ir dóluðu með bátinn á línu, m.a. frá Djúpavogi, ásamt þremur öðrum og höfðu lítið upp úr því; fimm menn sem þurftu að skipta á milli sín allt of litlum afla. Jól í Noregi Við miðuöum við að gera aftur út frá Vestmannaeyjum á vetrarvertíö- inni 1973. Um haustið var Ragnar á síldveiðum á Jóni Kjartanssyni í Norðursjónum og eftir vertíðina, í desember, fóru þeir til Noregs þar sem skipt var um ljósavél og unnið að ýmsum lagfæringum á Jóni Kjart- anssyni í bænum Egersund sunnan viö Bergen. Útgerðin bauð mér til Egersund og ég gekk frá öllu áður en ég fór, gerði upp við áhöfnina, borgaði af lánum o.fl. Það var ótrú- lega mikil pappírsvinna í kringum rekstur á einum litlum báti og lítfili búðarholu. Ég sá um daglegt bókhald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.