Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 Sigurður Jónsson, fótboltakappi á Skaganum, í hrossarækt: Mér var bannað að fara í hesthúsið - átti að verða knattspyrnumaður hvað sem tautaði og raulaði „Pabbi var alltaf með hesta, en ég kom þó sama og ekkert nálægt hesta- mennsku þegar ég var lítill. Bræður mínir fóru hins vegar í hesta- mennskuna. Þar eru þeir enn en ég fór í fótboltann," segir knattspurnu- kappinn góðkunni af Skaganum, Sig- urður Jónsson. Það hefur spurst út og þykir sæta nokkrum tíðindum að Sigurður sé kominn í hestamennskuna. Ekki nóg með það, það er sagt að hann sé far- inn að rækta hross. Allt mun þetta satt og rétt. Hann er búinn að koma sér upp fyrsta vís- inum, fáeinum hryssum, og hyggur á frekari landvinninga í þeim efnum. Hann var léttur í máli þegar DV ræddi við hann á dögunum, áhuginn leyndi sér ekki og ýmsar áætlanir eru á prjónunum. Fótbolta- og hestaáhugi Sigurður er fæddur og uppalinn á Akranesi, ásamt fimm systkinum sínum. Honum er fótboltaáhuginn í blóð borinn því að faðir hans er bróð- ir gömlu kempunnar Ríkharðs Jóns- sonar. En hestamannsblóðið rennur einnig í æðum Sigurðar því að faðir hans hefur haldið hesta í gegnum tíðina og verið mikill áhugamaður um allt sem lýtur að hestamennsku. Skagapilturinn var því ahnn upp við hesta og allt þaö umstang sem fylgir þeim í orði og á borði. „Bræður mínir voru alltaf að hjálpa pabba,“ segir Sigurður og heldur áfram að rifja upp bernskuár- in á Skaganum. „Þeir fengu aö fara meö honum upp í hesthús, stússa í hrossunum og fara á bak. Þetta voru þeir Albert og Jón Ægir. Sá síðar- nefndi þótti einkar efnilegur í fótbolt- anum. Hann var að spila héma og gekk bara vel - en hann fór í hestana. Svo kom ég, svolítiö yngri, og hugs- aði mér gott til glóðarinnar í hesta- stússinu. En pabbi var búinn að ákveða að ég fengi ekkert að koma nálægt því svo að ég héldist í fótbolt- anum. Ég á tvíburasystur og hún fékk alltaf aö fara í hesthúsið þegar hún vildi. Hún var þá að hjálpa til við að moka út og hiröa. En það kom aídrei til greina með inig - ég fékk bara ekkert að fara. Ég var síðasta hálmstráið og það átti að halda mér í boltanum. Hestaáhuginn leyndist þó alltaf með mér en það náði aldrei lengra. Ég var ekkert í þessu eins og krakk- ar eru núna.“ í kúrekaleik En þótt Sigurður væri á bólakafl í fótboltanum þegar hann var lítill, þá kom þó fyrir að hann kæmist á hest- bak. „Ég minnist þess að ég hafi farið tvisvar, þrisvar sinnum á bak. Ein- hverju sinni fengum við að fara tvö ein, ég og systir mín, þegar pabbi var ekki heima. Það var bróðir minn sem stóð fyrir þeim útreiðum. Við vorum með byssubelti og þóttumst vera í villta vestrinu. Það voru einhveijir algjörir jálkar sem við höfðum verið sett á og þeir rétt mjökuðust úr stað. Ég man eftir því að annar hesturinn var hvítur og þetta var alveg rosaleg- ur bófahasar á fetinu. Okkur þótti þetta óskaplega gaman og líklega „Eg hef stritt Guðjóni þjálfara og sagt honum að nú hafi ég verið á þessari eða hinni ótemjunni og að þetta sé stórhættulegt því að þessi villidýr geti fleygt mér og þá sé tímabilið búið fyrir mér. Hann hristi bara hausinn og bölvaði." hefur þessi minning aldrei horfið úr huga mér..“ Bræður Sigurðar, þeir Albert og Þórður, lögðu hestamennskuna fyrir sig. Albert býr í Votmúla, skammt frá Selfossi, þar sem hann ræktar iross, temur og selur. Þórður er ný- Dúinn að kaupa sér hrossabúgarð *étt hjá Billund í Danmörku þar sem íann temur, þjálfar og selur íslenska íesta. Jón Ægir var í hestamennsk- mni lengi framan af en skreppur nú itöku sinnum á bak. Systur Siguröar ;ru nokkurn veginn lausar við bakt- iríuna. „Sú eldri, Petrína, hefur ekki verið nikið í hestum. Henni finnst þó gam- in að skreppa á bak þegar hún fer il Alla bróður, en það eru aldrei angir útreiðartúrar. Það er nú saga ið segja frá því, en við látum hana iggja milli hluta,“ segir Sigurður og ikelhhlær að einhverju atviki sem ;kki veröur gert opinbert í þessu viö- ah. „Ég held að hin systirin, tvíbura- lystir mín, hafi fengið nóg þegar hún iar lítil. Hún sneri sér alla vega að ötboltanum, var í landshðinu, en er íú komin út til Danmerkur að læra ðjuþjálfum." ril Englands Þegar Sigurður var innan við tví- ugt fluttist hann út til Englands þar em hann var í atvinnumennsku í Þannig þekkja hann flestir, í miklum ham á fótboltavellinum. Hér er hann i hinum eftirminnilega leik Skagamanna við Feyenoord. DV-myndir Brynjar Gauti knattspymu í sjö ár. Nú var hugsað um bolta en ekki hross. Sigurði gekk aht í haginn fyrstu 2-3 árin, en svo fóru meiðshn að hrjá hann. „Ég var á góðum launum úti, gerði mjög góða samninga við félögin tvö, sem ég lék með, Sheffield Wednesday og Arsenal. Síðan hætti ég með Ars- enal vegna meiðslanna og fékk út úr því tryggingafé." En skyldi hann hafa verið ríkur maður þegar hann kom heim frá Englandi? „Það var alltaf hægt að verða rík- ari, en ég átti ágætis pening eftir þetta allt saman. Ég lenti að vísu í því eins og fleiri að ég keypti hús í Englandi. Það tók tvö ár að selja það. Tvö, þrjú sl. ár hafa verið mjög slæm efnahagslega séð þar í landi, þannig að ég tapaði á þessum húsakaupum. En ég er laus við kofann. Þetta var virkhega skemmtilegur tími, úti í Englandi. Ég sakna hans alltaf þegar ég er að horfa á ensku knattspymuna á laugardögum. Þá sé ég unga stráka sem vom ekki komnir á völlinn, þegar ég var að spila, en em nú komnir upp. Ég hef veriö að vinna mig upp vegna bakmeiðslanna sem ég hlaut úti í Englandi. Það krefst mikihar vinnu, bakæfmga og ýmissa sér- hæfðra æfinga. Ég er mjög góður eins og er, sjö-níu-þrettán. Og svo er það auðvitað mjög gott við bakmeiðslun- um að sitja á góðum töltara."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.