Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Side 50
58 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 Afmæli Sæmundur Sæmundsson Sæmundur Sæmundsson verslun- armaöur, til heimilis aö Skarði á Landi, varð áttatíu og fimm ára í gær. Starfsferill Sæmundur fæddist í foreldrahús- um að Lækjarhotnum í Landsveit. Hann var hálfs árs er faðir hans lést og nokkru seinna brá móðir hans búi og flutti með hann til Reykjavíkur en eidri syskinum hans var komið í fóstur austan fjails. Á unglingsárunum fylgdi Sæ- mundur móður sinni við ýmis störf, m.a. á síld til Siglufjarðar og viö umönnun sjúkra í spænsku veik- inni. Um tvítugt hóf hann verslun- arstörf í Liverpool og Aðalbúðinni og síðar í Kiddabúð í Garðastrætí þar sem hann starfaði í hálfan ann- an áratug eða þar til hann stofnaði verslunina Lögberg. Síðustu tutt- ugu ár starfsævinnar starfaði hann í Járnsteypunni hf. í Ánanaustum viö skrifstofustörf. Fjölskylda Sæmundur kvæntist 9.11.1930 Helgu Fjólu Pálsdóttur, f. 11.11.1909, d. 30.11.1990, húsmóður. Hún var dóttir Páls Friðrikssonar, verka- manns í Reykjavík (Bergsætt), og konu hans, Margrétar Árnadóttur, hreppstjóra á Meiðastöðum í Garði, Þorvaldssonar. Böm Sæmundar og Helgu Fjólu era Sigríður Theódóra, f. 10.7.1931, húsfreyja í Skarði á Landi, gift Guðna Kristinssyni hreppstjóra og eiga þau tvö börn; Margrét, f. 16.11. 1937, hjúkrunarframkvæmdastjóri í Reykjavík, gift Jóni Marvin Guð- mundssyni kennara og eiga þau þrjá syni; Sæmundur, f. 18.11.1946, vél- stjóri í Reykjavík, kvæntur Elísa- betu Kristjánsdóttur húsmóður og eiga þau fjögur börn. Foreldrar Sæmundar voru Sæ- mundur Sæmundsson, bóndi á Lækjarbotnum á Landi, og kona hans, Sigríður TheódóraPálsdóttir húsfreyja. Ætt Systir Sæmundar, b. á Lækjar- botnum, var Guðrún, húsfreyja í Króktúni, móðir Guðlaugs í Tryggvaskála, afa Guðlaugs Tryggva Karlssonar, hagfræðings og hestamanns. Önnur systir Sæ- mundar var Katrín í Austvaðsholti, amma Signýjar Sæmundsdóttur óperusöngkonu. Bróðir Sæmundar var Guðbrandur, b. í Ölversholtí, afi Hauks Morthens söngvara og langafi Bubba Morthens söngvara. Annar bróðir Sæmundar var Jó- hann, b. á Lækjarbotnum, afi Magn- úsar barnalæknis, fóður Guðmund- arþjóðminjavarðar. Sæmundurvar sonur Sæmundar, hreppstjóra á Lækjarbotnum og ættföður Lækjar- botnaættarinnar, Guðhrandssonar, bróður Guðbrands, langafa Guð- mundar Daníelssonar rithöfundar. Móðir Sæmundar Sæmundssonar, b. á Lækjarbotnum, var Katrín ljós- móðir Brynjólfsdóttir, b. á Þingskál- um, Jónssonar, vinnumanns á Geld- ingalæk, Ólafssonar. Móðir Brynj- ólfs var Guðrún Jónsdóttir frá Vestri-Kirkjubæ. Móðir Katrínar var Sigríður Bárðardóttir, b. í Króktúni, Sigvaldasonar, og Katrín- ar Sigurðardóttur frá Kálfafellskoti. Sigríður Theodóra var dóttir Páls, hreppstjóra á Selalæk á Rangárvöll- um, bróöur Jóns, á Hlíðarenda í Ölfusi, afa Jóns Helgasonar, skálds og prófessors í Kaupmannahöfn. Systír Páls var Ingiríður, langamma Sigurðar í Selsundi, afa Þórðar, for- stjóra Þjóöhagstofnunar, og Lýðs Árna, svæðisstjóra Coca Cola í Suð- ur-Evrópu, Friðjónssona. Önnur systir Páls var Júlía, móðir Soffiu, ömmu Sveinsbjöms I. Baldvinsson- . ar dagskrárstjóra, og móður Helga yfirlæknis, fóður Sigurðar sýslu- manns, Lárusar yfirlæknis, Guð- rúnar Kvennaskólastjóra og Ing- vars stórkaupmanns, fóður Júhusar Vífils söngvara. Páll var sonur Guð- mundar, hreppstjóra og ættfóður Keldnaættarinnar, Brynjólfssonar, Sæmundur Sæmundsson. b. á Vestari-Kirkjubæ, Stefánssonar, b. á Árbæ, Bjamasonar, b. á Vík- ingslæk, Halldórssonar, ættföður Víkingslækjarættarinnar. Móðir Sigríðar Theodóru var Þuríður Þorgilsdóttir, h. á Rauðnefsstöðum, Jónssonar, bróður Guðrúnar, ömmu Eyjólfs Guðmundssonar, „landshöfðingja" í Hvammi á Landi. Þorbjörg Kjartansdóttir Þorbjörg K. Kjartansdóttir lyfja- fræðingur, Hléskógum 17, Reykja- vík, er fimmtug í dag. Starfsferill Þorbjörg er fædd á ísafirði og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá MR1963, námi í meinatækni 1966 og cand. pharm.-prófi í lyfjafræði frá Háskóla Islands 1987. Þorbjörg starfaði á Landspítlan- um til 1970 og á Landakotsspítala til 1982. Hún starfar nú á rannsóknar- stofu Háskóla íslands í lyfjafræði og hefur jafnframt verið aðjúnkt við Læknadeild HÍ frá 1990. Fjölskylda Maður Þorbjargar er Guðmundur I. Bjömsson, f. 23.6.1942, aðstoðar- póst- og símamálastjóri. Foreldrar hans: Bjöm Jónsson, framkvæmda- stjóri Tónlistarfélagsins og kaup- maður, og Ingibjörg Sveinsdóttir. Böm Þorbjargar og Guðmundar: Kjartan Ingi, f. 11.10.1968, bygginga- verkfræðingur; Ingibjörg Jóna, f. 4.10.1973, læknanemi. Systkini Þorbjargar: Kjartan Birg- ir, f. 5.1.1932, d. 3.5.1966, læknir í Reykjavík, hann var kvæntur Sig- ríði Þórarinsdóttur, þau eignuðust þrjú böm; Ingvar Ernir, f. 25.3.1933, læknir í Gautaborg, kvæntur Elínu Ámadóttur, þau eiga fjögur börn; JóhannÁrmann, f. 26.6.1939, starfs- maður hjá póstþjónustunni í Gauta- borg, kvæntur Birgittu Soderlid; Kristjana Sigrún, f. 26.1.1949, lækn- ir í Kópavogi, gift Björgvini Bjarna- syni, þau eiga þijá syni. Foreldrar Þorbjargar: Kjartan J. Jóhannsson, f. 19.4.1907, d. 7.1.1987, læknir og alþingismaður, og Jóna B. Ingvarsdóttir, f. 28.12.1907, hús- móðir. Þau bjuggu á ísafirði lengst af en í Kópavogi frá 1963. Ætt Kjartan var sonur Jóhanns Ár- manns Jónassonar frá Drangshlíð undir Eyjafiöllum, úrsmiðs í Þorbjörg K. Kjartansdóttir. Reykjavík, og Ólafar Jónsdóttur frá ÁlftanesiáMýrum. Jóna er dóttír Ingvars Pétursson- ar, sjómanns frá Tumakoti í Vogum, og Þorbjargar Guðmundsdóttur Breiðfiörð frá Marteinstungu í Holt- um. Þorbjörg tekur á móti gestum í Golfskálanum í Grafarholti kl. 17. Kristmann H. Jónsson Kristmann Hreinn Jónsson, starfs- maður hjá Sigurði Ágústssyni hf., Höfðagötu 27, Stykkishólmi, verður sextugur á morgun. Starfsferill Kristmann er fæddur að Efra-Hóli í Staðarsveit á Snæfellsnesi og ólst þar upp. Kristmann stundaði búskap með foreldram sínum um nokkurra ára skeið og fór síðan jafnframt að vinna á þungavinnuvélum, stórum sem smáum. Hann hætti síðan búskap með foreldrum sínum og fluttí að Slítandastöðum í Staðarsveit og bjó þar 1973-83 og stundaði þar líka búskap og vann á þungavinnuvél- um og við akstur. Kristmann flutti þá til Stykkishólms og hefur búið þar síðan og unnið ýmis störf. Hann er nú starfsmaður hjá rækju- og skelfiskfyrirtækinu Siguröur Ag- ústssonhf. Fjölskylda Kona Kristmanns er Ámý M. Guðmundsdóttir, f. 15.1.1943, starfs- maður á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi en þau hófu sambúð 1972. Foreldrar hennar: Guðmund- ur Gíslason og Hólmfríður Magnús- dóttir, bændur að Uxahrygg í Rang- árvallasýslu. Dóttir Kristmanns og Árnýjar er Edda Sóley, starfsmaður hjá Sigurði Ágústssyni hf., maki Jón Ingi P. Hjaltalín stýrimaður. Þau eiga eina dóttur, Örnu Dögg J. Hjaltalín. Stjúpsynir Kristmanns og synir Ámýjar: Kristján V. Auðunsson, starfsmaður hjá Þórsnesi, maki Hildur K. Vésteinsdóttir; Þröstur I. Auðunsson, sjómaður og rafvirki. Bróðir Kristmanns er Friðjón H. Jónsson, f. 27.10.1931, búsettur á Sauðárkróki. Foreldrar Kristmanns: Jón Krist- jánsson, f. 24.2.1899, d. 9.7.1959, bóndi, ogUnaKjartansdóttir, f. 19.5. 1895, d. 1973, húsfreyja, ábúendur að Efra-Hóh í Staðarsveit. Ætt Jón var sonur Kristjáns Sigurðs- sonar og Þóra Jónsdóttur en þau Kristmann Hreinn Jónsson. vora ábúendur að Efra-Hóli í Stað- arsveit. Una var dóttir Kjartans Magnús- sonar og Jónfríðar Jónsdóttur ljós- móður en þau voru ábúendur að Neðra-Hóh í Staðarsveit. Kristmann tekur á móti gestum á heimih sínu laugardaginn 27. nóv- ember. DV . . GRÆNI VA ^ SÍMINN -talandi dæmi um þjónustu! Til hamingju með afmælið 28. november Jón Jónsson, Túngötu 15, ísafirði. Leifur Pálsson, Skólavegi 13, ísafirði. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, húsmóðirog verkakona, Skólavegi 76a, Fáskrúðsfiröi. Eiginmaður hennarer Gunnþór Guð- jónssonverka- maður. Sigurbjörg tekur á móti gestum á heíraili dóttur sinnar og tengdason- ar að Austurvegi 6 í Grindavik laugardaginn 27. nóvember kl. 17. Heiöargerði 40, Reykjavík. Birna Bertha Guðmundsdóttir skrifstofustjóri, Sólvangsvegi 9, Hafnarfirði. Hún tekur á móti gestum frá kl. 16-19. Inga Haraldsdóttir, Brekkukoti, BessastaðahreppL Jórunn G. Saemundsdóttir afgreiðslumað- ur, Móasíðu 4c, Akureyrí. Eiginmaður hennarerJón ÆvarÁsgráms- son verslunar- stjóri. Þaueruaðheiman. Sigurjón Þórarinsson, Háaleitisbraut 15, Reykjavík. Sigurður S. Bjaroason, Hringbraut 62, Hafnarfirði. Sambýhskona hans er Margrét Geírsdóttir leikskólakennari. Þau eru stödd í Las Vegas i Banda- rikjunum. Ragnar Friðbjörn Jónsson, Krossholti 2, Keflavík. Kristján Sutnarlidason, Móabaröi 34, Hafnarfirði. Gunaar Albertsson, Brekkubyggð 17, Garöabæ. Hermann Sigurðsson, Höíðavegi 13, Húsavik. Anna Lovísa Jónsdóttir, Arnarsíðu 12c, Akureyri. Ásta G. Ingvarsdóttir, Snorrabraut 85, Reykjavik. Svava Eiriksdóttir, Kambahrauni 47, Hveragerði. Sesselja Einarsdóttir, Vogabraut 34, Akranesi. Inga Dagbjartsdóttir, Sólbakka 10, Breiðdalsvík. Eygló Eyjólfsdóttir, Rósa Kristín Marinósdóttir, Bergstaðastrætí 42, Reykjavík. Guðrún Jóhannesdóttir, Skarðshlíð25e, Akureyri. Kolbeinn Hlöðversson, Hjallahrauni 8, Hafnarfirði. Friðrik Ottó Ragnarsson, Þingási 14, Reykjavik. Þorsteinn J. Tómasson, Strandgötu 19a, ísafirði. Rannveig Friðriksdóttir, Hallveigarstíg 4, Reykjavík. Markús Guðjónsson, Hlíðartúni 11, Mosfellsbæ. Tómas Jóhannesson, Túngötu 27, Grenivík. SigurbjörgS. Magnúsdóttir, Neðra-Ási 2, Hólahreppi. Lára Kristín Sigfúsdóttir, Þórunnarstræti 87, Akureyri. V SMÁAUGLÝSINGASÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA: 1 99-6272 2 -— TRESMIÐAVELAR - TRÉSMÍÐAVÉLAR Vegna endurnýjunar eru til sölu spónlímingarpressa, fjölblaðasög, standandi plötusög, borðsög, kantslípi- vél með framdrætti og spónsaumavél. Vélarnar eru í gangi og verða seldar á mjög hagstæðu verði. Til afgreiðslu strax. Til sýnis á Trésmíðaverkstæði Magnúsar Guðmunds- sonar, Dalshrauni 12, Hafnarfirði, laugardag, sunnu- dag og mánudag kl. 9-16 S. 674800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.