Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993
Fréttir
Fangelsi fyrir að
rústa sumarbústaði
- en eigendumir fá engar bætur fyrir stórfellt tjón
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi
í gær tvo pilta, 17 og 18 ára, í 12
mánaða og 8 mánaða fangelsi, m.a.
fyrir að hafa unnið spjöll á þremur
sumarbústöðum og umhverfi þeirra
við norðanvert Meðalfellsvatn í mars
síðastliðnum. Ungmenni, sem voru
með þeim í stolnum bíl þegar atburð-
imir áttu sér stað, voru ekki dæmd
þar sem þau voru ósakhæf.
Ungmennin stálu bíl við Hjaröar-
haga og óku honum upp á Kjalames
en síðan sem leið lá að sumarbústað
sem er við norðanvert Meðalfells-
vatn. Jarðvegur, fánastöng og tré
skemmdust á lóðinni og verönd bú-
staðarins laskaðist einnig. ARt plast-
gler í veröndinni var hrotið svo og
nær allar rúður í bústaðnum. Úti-
hurð var sömuleiöis skemmd og
brotin en innandyra var allt lagt í
rúst. Allar hurðir, ljós, salemi, skáp-
hurð, sturtuklefi, nokkur borð, stól-
ar, sjónauki, útvarpstæki, loftvog,
leirtau, ísskápur, sængurföt og eld-
húsinnrétting var skemmt þegar að
var komið. Auk þess vom ofnar rifn-
ir lausir í svefnherbergi og á baði.
í öðrum bústað var rúða brotin og
ruslað til innandyra. í skúr við bú-
staðinn voru hurðir eyðilagðar með
vélsög en í þriðja bústaðnum var
rúða brotin í stofuglugga og tæmt
úr slökkvitæki yfir hluta bústaðar-
ins.
Kröfum frá eigendum eins sumar-
bústaðanna um skaðabætur vegna
tjónsins var vísað frá dómi.
Eldri pilturinn var einnig dæmdur
fyrir að hafa stobð þremur biffeiðum
aðfaranótt 13. febrúar. Fyrsta bif-
reiðin var tekin þar sem hún stóð
við Flyðrugranda. Var henni ekið aö
Kaplaskjólsvegi þar sem hún var yf-
irgefin. Næsti bíU var tekinn á Meist-
aravöllum og honum ekið upp í Mos-
fellsbæ en þar var hann yfirgefínn
og þriðji bíllinn tekinn traustataki.
Honum var ekið sem leið lá að Botns-
skála í Hvalfirði en þar festist hann.
Framangreindir piltar vora dæmd-
ir fyrir fleiri brot á hegningarlögun-
um og vora eldri refsidómar teknir
með þessum dómi. Ingibjörg Bene-
diktsdóttirkvaöuppdóminn. -Ótt
Opna LA. Café
íTaflandi
„Við ætlmn að opna L.A. Café úti
í Pattaya í TaUandi. Þetta verður
matsölustaður með ákaflega líku
sniði og L.A. Café í Reykjavík og
einnig hótel með 20 herbergjum til
útleigu," sagði Jósteinn Kristjáns-
son, einn eigenda L.A. Café við DV.
„Meiningin er aö vera með bar og
diskótek á efri hæð staðarins og 20
herbergi til útleigu með öllum hótel-
þægindum en veitingastaðurinn
verður á neðri hæðinni. Við erum
að vinna að breytingum á staðnum
um þessar mundir og opnum hann
síðari hluta janúarmánaðar. Pattaya
er í um klukkustunda keyrslu frá
Bangkok. Staðurinn verður rekinn
héðan frá Reykjavík og verður með
tveimur íslenskum starfsmönnum,
íslenskum kokki og þjóni. Einnig er
líklegt að sá sem sér um lagavalið á
diskóteki staðarins verði íslenskur."
„Það var ekkert mál að fá leyfi fyr-
ir opnun staðarins í Tailandi. Ég
þurfti að sækja um atvinnuleyfi fyrir
íslensku starfsmennina og það gekk
eins og skot. Annað starfsfólk verður
tælenskt. Matseðillinn verður fyrst
og fremst evrópskur en einnig verð-
ur boðið upp á taílenska rétti.
Ég hef undanfarið fundað með SAS
sem era mjög jákvætt á samvinnu
við okkur. Það er stefnt að því að
auka mjög ferðamannastraum ís-
lendinga til Taílands og þá verður
boðið upp á pakkaferðir, meðal ann-
ars á þetta hótel. Við hjónin höfum
oft komið til Taílands og það er al-
gjör paradís að vera þama. Ég hef
trú á því að L.A. Café geti gert góða
hluti þama úti,“ sagði Jósteinn. -ÍS
Útvarpsstöð hættir:
Sólinni lokað
með lögbanni
Útvarpsstöðinni Sóhnni var lokað
undir hádegi í gær þegar sendir
stöðvarinnar var tekinn úr sam-
bandi. Lögbann var sett á útsending-
ar Sólarinnar vegna 1,8 milljóna
króna sem stöðin skuldar Sambandi
tónskálda og höfunda flutningsrétt-
ar.
„Ég hef ekki sagt mitt síðasta orð
í þessu máh. En það er mjög dular-
fullt hvemig staðið var að þessari
lokun á sendinum. Mér var sagt að
Póstur og sími hefði tekið hann úr
sambandi. En ég vil ekki halda þess-
um rekstri áfram í óbreyttri mynd,
ég vil að fleiri komi inn í þetta," sagði
Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri
Sólarinnar, í samtali við DV. -Ótt
Datt í
hálkunni
Mikil hálka var á götum og gangstéttum i gær eftir að snjóað hafði ofan á
klaka sem myndast hefur á undanförnum dögum. Eldri maður féli á hálku-
bletti vlð biðstöö SVR á Kleppsvegi og rotaðist. Hann var fluttur á slysa-
deild og reyndist ekki alvarlega slasaður. Mikið annríki var á slysadeild í
gær að sögn læknis sem DV ræddi við. Fjöldi fólks, sem hafði skrikað fótur
í hálkunni, leitaði þangað, flestir með mar og beinbrot. DV-mynd Sveinn
Stuttar fréttir dv
Kárigefurkjöt
Kári Þorgrímsson, bóndi í
Garði, og aðrii’ sem segjast vera
í sérvitringaklúbbi íslenskra
bænda hafa ákveðið aö senda
Mæðrastyrksnefhd kjöt. Nefndin
mun síðan sjá um úthlutun, sam-
kvæmt frétt Alþýðublaðsins.
Heilsufélagið við Bláa lónið hef-
ur fengið starfsleyfi frá áramót-
unum til aö reka meðferðarþjón-
ustu fyrir psoriasissjúklinga.
Grímur Sæmundsen fram-
kvæmdastjóri segir að meðferðin
verði ódýr en formaöur samtaka
psoriasis- og exemsjúklinga seg-
ist vonast til að leyfið þýði að
samningar náist við Trygginga-
stofun um niðurgreiöslu kostnaö-
ar. Þetta kemur frara í Tímanum.
Skrappíll skipti
Um 20 gráða frost hefur veriö á
veðurathugunarstöðinni Hvera-
: völlum á Kili undanfarið. Svo-
kallaður Hveravallaskreppur fór
þangað í siðustu viku og færði
Kristni Gunnarssyni og Jónu
Björk Jónsdóttur jólakostinn.
Þetta var í ellefta skipfið sem
„skreppurinn" færir jólakost á
Hveravelli.
ocmcimivcfKSinNqan
tapar
Gert er ráð fyrir að tap Sem-
entsverksmiðju ríkisins verði um
70 miiljónir króna í ár, þar af er
helmingur tapsins rakinn til
gengistaps. Rætt er um að segja
upp fólki á næsta ári enda hefur
veriö ákveðið að loka bræðslu-
ofni yfir hluta ársins.
Mtnní halli
Samkvæmt nýju8tu útreikning-
um fjármáiaráðuneytisins er gert
ráö fyrir að tekjur ríkissjóðs
verði heldur meiri en gert var ráö
fyrir fyrr á árinu. Hér mun vera
um að ræða hundruð milljóna
króna en ljóst hefur verið að hall-
inn mun engu að síður verða á
annan tug milljarða króa.
Nuddíhálkunni
Aö sögn lögreglunnar í Reykja-
vík uröu á þriðja tug árekstra í
borginni í jólaumferðinni í gær.
i langfæstum tilfellum urðu slys
á fólki enda var ökuhraöí í fæst-
um tilfellum mikill. Færðin var
þannig aö svell eða hálkublettir
leyndust undir mjöll sem gerði
það að verkum að bílar jafnt sem
gangandi vegfarendur rannu til.
Einhver slys urðu á fólki þegar
þaö hrasaði á gangstéttum.
Verkfallsákvörðunar
beðið
Álit verkalýðsforingja á Suður-
og Vesturlandi er aö atvinnuleysi
eigi eftir að aukast verulega ef til
sjómannaverkfalls kemur. Hins
vegar skapi lækkandi vextir og
lág verðbólga möguleika fyrir því
að hægt veröi að byggja upp
sterkt atvinnullf á næstunni.
Þetta kemur fram í Morgunblað-
inu. -ótt
Jólakort með fjölskyldmnynd til ættingja á kostnað Alþingis:
Sendi kort gegnum þingið eins og aðrir
- segir Einar K. Guðfinnsson - skoðum ekki í hvert bréf, segir skrifstofustjóri Alþingis
Að sögn Einars K. Guðfinnsson-
ar alþingismanns hefur það tíðkast
að þingmenn sendi a.m.k. hluta af
persónulegum jólakortum sínum í
gegnum póstþjónustu Alþingis á
kostnað ríksins. Einar sendi hluta
af símun persónulegu jólakortum
frá Alþingi - kort með mynd af fjöl-
skyldu sinni tfi skyldmenna með
stimph þingsins. Ólafur Ólafsson,
skrifstofustjóri Alþingis, segir það
fátítt að þingmenn misnoti aðstöðu
sína en það sé þó ljóst að ekki sé
skoðað í hvert bréf sem sent er frá
þinginu.
„Eg held að ég hafi ekki staðiö
að þessu öðravisi en flestir aðrir
þingmenn,“ sagði Einar. „Máhö er
að ég sendi auðvitað jólakort eins
og aðrir þingmenn og ég veit ekki
annaö en að þetta sé sá praksís sem
hefur viðgengist. Ég hef ekkert
skorið mig úr að því leytinu. Eg
held að þetta sé nú líka hluti af því
að þingmenn rækti samþand sitt
við umbjóðendur sína meðal ann-
ars. Þess vegna hefur það tíðkast
að þingmenn sendi jólakort að ein-
hveiju leyti í gegnum þingið. En
það er afis ekki að öUu leyti hjá
mér. Ég hef sent hluta af þessu
þannig og hluta af mínum jólapósti
hef ég farið með sjálfur í gegnum
pósthúsið eins og hver annar mað-
ur. Ég tel að þetta sé ekkert óeðU-
legt því þetta er m.a. hluti af því
að rækta samþönd sín við umþjóð-
endur.“
- VUtu meina aö fjölskyldan sé
hluti af því?
„Þaö getvu’ verið að það hafi
slæðst eitt og eitt kort með öðra.
Að öðra leyti finnst mér þetta smátt
mál og Utið tílefni til umíjöUunar
þó einhver kort mín tíl fjölskyldu-
meðUma, sem kostar 30 krónur aö
senda, hafi slæðst með jólapósti
Alþingis,“ sagði Einar.
Olafur skrifstofustjóri sagði jafn-
framt vegna þessa máls að þing-
menn komi „yfirleitt" með sínar
persónulegu sendingar þegar þær
hafa veriö útbúnar og greiði fyrir
sendingarkostnað ef um einka-
sendingareraðræða. -Ótt