Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993
Spumingin
Borðar þú skötu á Þorláks-
messu?
Lesendur
Hinir ríku Islendingar
henda matnum
Byggingarnefnd Fjölbrautaskóla
Suðurlands á Selfossi vill koma eftir-
farandi á framfæri vegna umfjöllun-
ar um bilun á sólskermum í húsi skól-
ans:
Á síðastliðnu sumri losnaði einn
sólskermur af limingu og féll niður.
Að öryggisástæðum voru þá allir
skermarnir teknir niður áður en
skóli hófst.
Skermar þessir eru gerðir á hlið-
stæðan hátt og venjulegar innihurð-
ir, þannig að tréplata er límd beggja
vegna á timburramma. í ljós kom að
líming miUi plötu og ramma hafði
losnað sundur. Athugun leiddi í ljós
að líming var víða gölluð og verða
því allir skermarnir gerðir að nýju.
Ekki liggur ennþá fyrir hvað veldur
galla í límingu en næsta óþekkt er
að límning af þessu tagi gefi sig. -
Við athugun kom einnig í ljós að
nokkuð skorti sums staðar á full-
nægjandi nákvæmni við uppsetn-
ingu flekanna.
Ekkert hefur komið fram sem
bendir til að hönnun skermanna sé
ábótavant né að minnsta hætta geti
stafað að þeim, sé gerð þeirra í sam-
ræmi við forskriftir. Bæði við dag-
lega notkun og hugsanlegan jarð-
skjálfta var við hönnun þeirra gert
ráð fyrir margfóldu öryggi.
Atvik af þessu tagi eru að sjálf-
sögðu alltaf alvarleg auk þess að
hafa í for með sér bæði kostnað og
óþægindi fyrir notendur hússins.
Það þjónar hins vegar engum að
rangfæra staðreyndir og reyna að
vekja upp ástæðulausan ótta.
Þórir Hrafnsson: Nei, því miður.
Athugasemd frá Fjölbrautaskóla Suöurlands:
Bilun á sólskermum - ástæðulaus ótti
Hans Jakob Beck: Já, núorðið geri
ég það.
Þórdís Hreggviðsdóttir: Já, það geri
ég svo sannarlega.
Auður Valgeirsdóttir: Nei, það geri
ég ekki.
Okkar Las Vegas verður að daf na
Gunnar Páll Pálsson: Nei, mér finnst
hún vond.
Erla Ólafsdóttir: Já, ég reyni það allt-
af.
; Gísli Óskarsson, Þórshöfn, skrifar:
1 Skinkumálið margumtalaða er eitt
. þeirra mála sem hvað mest hefur
farið í mig. Hygg ég að svo sé um
fleiri. - Ég var alinn upp við að virða
allan mat, borða allan mat, fá mér
ekki meira á disk en ég borðaði,
skemma ekki mat en nýta hann sem
best.
Þegar ég var á árum áöur að vinna
sem ökumaður vörubíls hjá Eimskip
kom það nokkrum sinnum fyrir að
ég var látinn fara upp á öskuhaugana
í Gufunesi með fullfermi af bönunum
sem átti að henda. Ekkert var að
þessum bönunum, nema að þeir voru
orðnir of gulir, þannig að geymslu-
þolið var of lítið til að selja þá í versl-
unum. Um leið og ég var búinn að
sturta hverju hlassi var drifið í að
ryðja jarðvegi yfir og þess gætt að
enginn gæti náð sér í kippu.
Þama hugsaði ég hve Islendingar
væru nú ofboðslega ríkir að geta
hent matvælum þannig. Sama hugs-
un kom upp í hugann vegna skink-
unnar sem flutt var inn ekki fyrir
löngu. - Eggert Haukdal alþingis-
maður lýsir því yfir í fjölmiðlum að
þetta sé „bölvaður innfluttur
óþverri". Halldór Blöndal ráðherra
var óhagganlegur í afstöðu sinni og
Egill Jónsson alþingismaður segir í
DV 26. nóv. „ólöglegt".
; Mér finnst sannarlega að þesssir þre-
menningar ættu fyrir því að kynnast
því hvað það er að skorta mat. Ég
þori að ábyrgjast að Eggert þingmað-
ur hefði ekki fengið matareitrun eða
um sem staðsettar eru í hvaða spila-
víti sem er í heiminum.
Að vísu var Rauði krossinn með
spilakassa líka og byggist á sams
konar tækni eða svipaðri og Háskól-
inn er nú með. Ég get ekki séð mik-
inn mun á þessu tvennu, spilaköss-
um H.í. og Rauða krossins og legg
þetta nokkuð að jöfnu. Aðalatriðið
er að hér eru spilakassar á almanna-
færi líkt og gerist í spilavítum erlend-
is.
Mest ber auðvitað á þessu hér í
höfuðborginni og fer hún nú brátt
að líkjast þeirri frægu og ljósum-
prýddu borg, Las Vegas í eyðimörk-
inni í Nevada í Bandaríkjunum. Ég
segi fyrir mitt leyti að úr því sem
komið er og ríkið telur rétt að leyfa
þessa spilamennsku þrátt fyrir að
lagabókstafurinn segi annað, þá eigi
að gera þetta með „stæl“ eins og sagt
er og leyfa okkar Las Vegas að dafna
vel og ríkulega.
Þetta má auglýsa í bæklingum fyr-
ir ferðamenn og setja inn í landkynn-
ingarstarf okkar út uiji víða veröld.
Aðalatriðið er að menn séu með og
spili fyrir „gott málefni". Aðeins eitt
vantar: Fínt og ríkulega búið spila-
víti þar sem þeir með alvörupeninga
í erlendum gjaldeyri geta lagt hönd
á plóginn. Þetta má flokkast undir
átakið „íslenskt, já takk“.
Erlendri skinku brennt í nafni laganna.
magakveisu, þótt hann hefði smakk-
að á skinkunni, en hitt er alveg á
hreinu í mínum huga; hún hefði ver-
ið of góð í hans munn.
í DV 26. nóv. sl., í dálkinum Með
og móti, þar sem Egill Jónsson al-
þingismaður er á móti og Óskar
Magnússon, framkv.stj. Hagkaups,
er með, get ég verið Óskari sammála
í hvívetna. - Matvæli sem á annað
borð eru komin til landsins, annað-
hvort á þennan hátt eða vegna
smygls, á að nýta, en ekki eyðileggja.
Skítt með allar reglugerðir. Það má
gefa þurfandi fólki þennan mat, fólki
sem að öðrum kosti neytti hans ekki.
Við hendum verðmætum í stórum
stíl, ferðumst til útlanda, berjum
okkur á brjóst og segjum: „I’m an
Icelander". - Ja, svei.
Einar Guðmundsson skrifar:
Það er nú orðið aðhlátursefni
hvernig við íslendingar förum í
kringum lög og reglur sem við setjum
okkur. Alltaf er hægt að hliðra til,
einkum og sér í lagi ef hið opinbera
á í hlut eða stofnanir á þess vegum.
- Nú hefur t.d. Háskóla Islands verið
leyft að setja upp spilamaskínur sem
eru í engu frábrugðnar þeim maskín-
„Aðeins eitt vantar: Fínt og ríkulega búið spilavíti," segir m.a. í bréfinu.
Hildur Guðnadóttir skrifar:
Áslæða þessara skrifa er inni-:
; hald jólapakka sem börnin á leik-
skólanum Hálsaborg fengu frá
jólasveininum (Foreldrafélagi
Hálsaborgar) á jólaballi sl. föstu-
dag. í pakkanum reyndist vera
litapenni, blaðra með auglýsingu
um sparibaukinn Georg og síðast
en ekki síst þaö sem varð kveikj-
an að þessum skrifum, hvítur
T-bolur með stórri auglýsingu:
„TOYOTA - Mest seldi bíll á Is-
landi" og það að framan. Að aftan
stendur „Ég er í Hálsaborg" og
verður það eíns og hvert annað
aukaatriði í þessu samhengi. Ég
skil reyndar þær hvatir Foreldra-
félagsins sem hljóta að liggja að
baki að ná niður kostnaði. En
hvar er velsæmið?
Ámót
endurvinnslu?
Magnea hringdi:
Mér finnst skjóta skökku við
þegar fámennur hópur hér (milli
30 og 40 mamis) ryðst fram og
afhendir breska sendiherranum
hér mótmælaskjal gegn byggingu
breskrar endurvinnslustöðvar í
SheUafield. Sjónvarpið var kallað
tii og gert úr þessu „frétt". Veit
þetta fólk nokkuð um hvaö er að
gerast i Thorp endurannslustöð-
inni? Eða hvar á að endurvinna
úrgangsefni eldsneytis fyrir
kjarnorkuver? Kannski hvergi?
Hefur þetta fólk ekki sífellt kraf-
ist endurvinnslu og eyðingar úr-
gangsefna? Vill það e.t.v. fá svona
endurvinnslustöð hér á Iandi?
Þingheimur
hlóíiokin
B.K.P. hringdi:
Ég horfl nokkuð á sjónvarps-
stöðina Sýn sem sýnir manni imi
í heim löggjaíárvaldsins. Þetta er
góð dægrastytting og oftar en
ekki spaugileg. í gærkvöldi
(mánudagskv. 20. des.) var mikið
lagt upp úr málþófl og komust
víst færri að en vildu. Einkum
kom Ólafur Þórðarson alþm. við
sogu undir miðnættið. Hann
skemmti mönnum að sinum
hætti og var ekki annað að heyra
en þingheimur skemmti sér vel
undir ræðu hans og hló hann
kannski mest sjálfur. Þetta var
ágæt uppákoma í lok þinghalds.
Bílageymslanvið
Vitatorg
Jón Björnsson hringdi:
Ég nýlega las í DV kvörtun um
bílageymsluna við Vitatorg.
Miðakassinn væri þannig stað-
settur aö bakka þyrfti og nota
talsverðar tilfásrslur í aksturlagi
áður en maður gæti ekiö inn í
geymsluna. - Ég var þarna fyrir
nokkrum dögum og tek undir
þessa kvörtun. Ég skil ekki verk-
fræðihönnunina á aðkeyrslunni.
Það er ekki nema von að fólk fari
í burtu þegar svona er staðið að
fyrirkomulagi. Og þessu þarf að
breyta, það er ekki mikið mál,
Færa miðakassann inn í að-
keyrsluna.
Plötukynning
Sjónvarpsins
Hermann skrifar:
Ég get ekki orða bundist og er
furðu lostinn yfir því að Ríkis-
sjónvarpið okkar skuli yfirleitt
láta búa til heilan dagskrárþátt
til að styrkja plötusölu þing-
manns sem er í þessu tilviki Árni
Johnsen. Á sama tíma og fjölda-
margir ágætir sólóistar okkar geíá
út prýðilegar plötur sínar og fá lít-
inn sem engan stuðning frá rík-
isapparatinu fær þingmaðurinn
heilan þátt á besta tíma á sunnu-
dagskvöldi. Ekki getur það verið
fyrir sönginn, ekki fyrir lögin, að
mínu mati. - Og hvað er þá eftir?