Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 8
PIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 199»: Stuttarfréttir HiojriHBiHin ¥oii Áæöun Breta og íra um frið á Norður-írlandi er ekki vel tekið afháifu Sinn Fein, pólitísks arms IRA. Sérfræðingar SÞ spá 2,5 pró- senta hagvexti í heiminum á noocfíi ^rl IWöW éUi. Radovan Karadzic, leið- togi Bosníu- Serba, og aðrir foringjar þjóð- arbrota sítja | fiiðarfund í dag til að reyna aðbinda endaá átökin í lýðveldinu fyrir jól. Serbar og múslímar borðust við Sarajevo í morgun, KpaKnn hrAkcrar . ■ IWCSUIt^l MiVlWJIfli..:.;;;:;:;:;:;:;:::.:;::::;;: Paul Keating, forsætisráöherra Ástralíu, hefur gert breytingar á stjórn sinni. Öryggisráð SÞ ætlar að senda 50 eftirlitsmenn til viöbótar til Georgíu. Jacksontadar Michael Jackson sagði í gær að hann værí sakiaus af kynferðis* legri misnotkun á ungum dreng. Jettsin dregur i land Borís Jeltsin Rússlandsfor- seti gaf til | kynna í gær að 1 hægt yrðí á umbótastefn- unni til að friöa Rússa sem kusu þjóðem- isöfgamenn i kosningunum dögunum. Drottnéng færgjafir Silvia Svíádrottning fékk um 70 milijónir íslenskra króna í fimm- tugsafmælisgjöf frá þjóðinni. DanadrottningáOL Margrét Danadrottning ætlar á vetraróiympíuleikana í Lille- hammer. Lögregla í Eystrasaltsríkjum hefur samhæft aögerðb gegn Nordmaðuríhættu Svartabrasksmafían í Saraievo hefur hótað norskum lögreglu- manni sem tletti ofan af smygli, Lorents! Hondúras Nýkjörinn forseti Hondúras hefur boðiö leikkonunni Soffiu Loren til embættistökunnar. Simon Peres, utam-íkisráö- herra ísraels, sagöi í morgun aö friðarvið- ræður ísraeis og PLO myndu halda áfram í Kaíró í næstu viku. Ekkert gokk í Versaifíes. Tiinef ndar myndir Kvikmyndimar Schindler’s List, Píanóið og Dreggjar dagsins hafa verið tilnefndar til Golden Globe verðlaunanna. Náungi á leið úr jólaboði svaf úr sér brennivínlð á hraðbraut i Engiandi. Eeuter, TT, Ritzau, ETA, NTB Utlönd Bandaríkjaforseti svarar ásökunum um kvennafar: Clinton þverneitar að haf a gert neitt rangt Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann hefði ekki gert neitt rangt þegar hann svaraði spumingum fréttamanna um ásak- anir um kvennafar, misbeitingu valds og gmgguga fjármálasamninga á meðan hann var ríkisstjóri í Ark- ansas. Clinton var í vamarstöðu þegar hann ræddi við fréttamenn á skrif- stofu sinni og neitaði að segja nokkuð um ásakanir tveggja fyrrum lífvarða hans um að hann hefði haldið fram- hjá konu sinni í Arkansas. Hann þrætti þó fyrir að hafa notað stöðu sína sem ríkisstjóri til að fela fram- hjáhaldið fyrir konu sinni og al- menningi. „Auðvitað hefur þetta ekki verið neitt skemmtilegt, sérstaklega svona rétt fyrir hátíðarnar," sagði Clinton um ásakanir lífvarðanna fyrrver- andi. „Ég tel ekki rétt í stööu sem þessari að ég aðhafíst meira en ég geri nú. Þaö virðist sem hlutir sem þessir geti gerst í þessum heimi." Annars fór brodduiinn nú aðeins úr ásökununum þegar annar lífvarð- anna, Larry Patterson, og sá þeirra sem segist hafa séð forsetann halda framhjá konu sinni, sagði í gær að atburðimir, sem hann varð vitni að, hefðu gerst fyrir tveimur eða þremur árum. „Eftir að hann hóf kosningabarátt- una fyrir forsetakosningamar varð ég ekki vitni að neinu framhjá- haldi,“ sagði Patterson á fundi með fréttamönnum í Little Rock í Arkans- as. Patterson og félagi hans, Roger Perry, sögðust standa við staðhæf- Roger Perry og Larry Patterson, fyrrum lífverðir Bills Clinton úr Arkansas, koma með lögfræðingum sínum til fundar við fréttamenn til að svara spurningum um kvennafar forsetans. símamynd Reuter ingar sínar og lýstu sig reiðubúna til að gangast undir lygamælispróf. Að- spurðir viðurkenndu þeir báðir að hafa haldið framhjá eiginkonum sín- um. Lögfræðingur þeirra, Lynn Davis, sagði að vegna játningar þeirra væri ekki hægt að fjárkúga þá. „Ef forset- inn gerði slíkt hið sama ætti hann ekki á hættu að reynt yrði að kúga út úr honum fé,“ sagði Davis. Þeir félagar vísa á bug að þeir hafi gert samning um útgáfu bókar. Reuter Aðskilnaðarstefnan jarðsett í Suður-Afríku: Höf um lagt upp í nýja langferð - segir F. W. de Klerk forseti Þing hvítra manna í Suður-Afríku, líklega þaö síðasta sem á eftir að sitja þar, jarðsetti kynþáttaaðskilnaðar- stefnuna í gær þegar það samþykkti með 237 atkvæðum gegn 45 bráöa- birgðastjómarskrá sem á að gilda þar fyrstu kosningamar með þátt- töku allra kynþátta sem verða haldn- ar í apríl á næsta ári. „Við höfum lagt upp í nýja lang- ferð,“ sagði F. W. de Klerk forseti í lokaræðu sinni í þinginu. „Með því að samþykkja sljórnarskrána fómm við með Suður-Áfríku yfir þröskuld sögunnar inn í nýtt tímabil með öll- um sínum hættum." Come Mulder, leiðtogi íhalds- flokksins, sagði að stjómarskráin F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku. Símamynd Reuter myndi ræna þrjár milljónir hvítra manna af Búaættum frelsi sínu. „Frelsisbaráttan verður verri en nokkru sinni fyrr og við munum halda áfram þar til við veröum frjáls- ir,“ sagði Mulder. Hvítir öfgamenn hafa hótað að berjast þar til yfir lýkur ef Afríska þjóðarráðið verður í fomstu nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningamar, eins og fastlega er gert ráð fyrir. Þingmenn íhaldsflokksins, 35 að tölu, og tugir hægrisinna á áheyr- endapöllum stóðu upp og sungu þjóð- sögn hvítra manna, Die Stem, sem blökkumenn líta á sem tákn kúgun- ar. Reuter Kaupntennvið Oxfordstræti í Kaupmenn við Oxfordstræti og nærliggjandi verslunargötur í Lundúnum, svo sem Bondstræti og Regentstræti, em komnir í jólaskap enda salan meiri en fyrir síðustu jól. Þá settu sprengingar írska lýðveldishersins strik í reikninginn svo og lieljargreipar efnahagskreppunnar. Eitthvað hefur rofað til í efna- hagslífi Breta upp á síðkastið og hefur það, auk feröalanga í versl- unarhugleiðingum, lyft brúninni á kaupmönnum. Talskona stórverslunarinnar Seifridges sagði að fleiri legðu leið sína þangað inn en á síðasta ári. Reuter Rússneski þjóðermssinninn Vladímír Zhirínovskí leikur tveim skjöldum: Gyðingur sem berst gegn þjóð sinni Rússneski þjóðemissinninn Vladímír Zhírínovskí heillaði landa sína með áróðri gegn gyðing- um í nýafstöðnum kosningum en gleymdi aö geta þess að hann er sjálfur gyðingur og stjómaði um tíma gyðinglegum menningarsam- tökum í Moskvu. Samtökin vom stofnuð árið 1989 en pólitískt minni flokkast víst með skammtíma- minni og þess naut Zhírínovskí. Viöurkennt er að móðir Zhír- ínovskís er Rússi og í sjálfsævisögu sinni fjallar hann í löngu máli um ætt hennar. Föðurættin er hins vegar utan- garðs í bókinni og Zhírínovskí nefniraðeinsað nafn föður hans, Volf, sé ekki mjög rúss- neskulegt. Volf fórst 1 bílslysi skömmu eftir að Vladímír fæddist. Zhírínovskí hefur verið þrá- spuröur um uppmna sinn á blaða- mannafundum undanfarið. Hann hefur yfirleitt ítrekað yfirlýsingar um að í æðum hans renni aðeins rússneskt blóö. Þó hefur hann stundum viðurkennt að í fóöurætt- inni kunni að vera vottur af þýsku blóði en af því sé hann stoltur. Gyðinga í ættinni vill hann ekki nefna þótt sannað sér að faðirinn hafi átt ættir að rekja til þýskra gyðinga. Menningarsamtökin vom upp- haflega stofnuö af kommúnistum til að vinna gegn óháðum samtök- um gyðinga. Zhírínvoskí á að hafa beitt sér fyrir sjálfstæði samtak- anna og látið reka komma grunaða um gyðingahatur, úr þeim eftir því sem fram kemur fyrir skömmu í dagblaöinu Herald Tribune. Eftir að Zhírínovskí ákvaö að ger- ast rússneskur þjóðemissinni hafnaði hann gyðinglegum upp- runa sínum og hefur aukið andgyð- inglegum slagorðum við skrautlegt slagoröasafn Frjálslynda lýðræðis- flokksins, Sagan um sjálfsafneitun gyðings- ins Zhírínovskís þykir dæmigerð fyrir mglandann í málflutningi hans. Leiðtoginn ekur jafnan segl- um eftir vindi og skipar sér þar í flokk sem mest er von um fylgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.