Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993 13 Neytendur Hvemig á að umgangast jólatré: Saga stofninn og passa vökvun í dag rennur stóra stundin upp, í það minnsta hjá yngri kynslóðinni, þegar jólatréð er skreytt en algengt er að fólk miði þá athöfn við Þorláks- messu. Tréð hefur væntanlega staöiö úti fram að þessu, þ.e.a.s. ef búið er að kaupa það, og þvi full þörf á að dekra við þau tré sem ekki eru barr- heldin svo þau standi vel yfir jóhn. Ef þið eigið eftír að kaupa tré eru hér þrjú góð ráð við val á jólatijám: 1. Strjúkið hendinni undir stofninn. Ef hann er rakur er tréð enn ferskt. 2. Beygið nálamar. Ef þær rétta úr sér aftur er tréð enn ferskt. 3. Látið tréö falla á stofninn. Ef nálarnar detta ekki af er tréð enn ferskt. Norðmannsþinur fellir ekki barr, enda er hann dýrasta tréð, og sömu sögu er að segja um stafafuruna sem mörgum finnst þó ekki nógu jólalegt tré. Þegar þessi tré eru tekin inn þarf að saga neðan af þeim áður en þeim er komið fyrir í jólatrésfætin- um. Gott er að úöa þau með vatni og forðast að láta þau standa við ofn eða aðra hitagjafa eða þar sem drag- súgur er. íslénska rauðgrenið er mjög fíngert tré og fellir barr. Best er að saga u.þ.b. 5 sm neðan af stofninum þegar það er tekið inn og búið er að taka neðstu greinamar af til að koma því fyrir í fætinum. Þetta er gert til að fá ferskt sár. Síðan er trjáendanum dýft í sjóöandi vatn og haldið þar í 10 mínútur til að opna vatnsæðamar í stofninum sem lokast þegar tréð er höggvið. Notast má við hraðsuðuket- 11 eða pott en ekki er þörf á að vatnið buhsjóði ahan tímann. Eftir suðuna er tréð sett í fótinn og búast má við að það þurfi 3-7 htra af vatni yfir hátíðimar. Vatnsmagnið fer eftír stærð trésins og hitanum innanhúss. Ef passað er að vökva tréð á barrheldni þess að vera miklu meiri. -ingo Mikil sala í kalkúnum: Nóg til fyrirjólin - segir Guðmundur Jónsson að Reykjmn „Salan hefur veriö umtalsvert meiri í ár en í fyrra en það verður þó enginn fyrirsjáanlegur skortur á kalkúnum fyrir þessi jól,“ sagði Guðmundur Jónsson á Fuglakyn- bótabúinu að Reykjum í samtali við DV. Guðmundur sagði fuglana hafa farið hratt undanfama daga og að allir stærstu fuglarnir væru búnir, þ.e. 8-10 kg fuglar. „Meðalþyngdin er í kringmn 4-5/4 kg og við eigum nóg af þeim. Mest fer þetta fyrir jólin þó ég geri mér ekki grein fyr- ir þvi hvort fólk er að kaupa þá í jólamatinn eða fyrir áramótin. Reynslan er sú að það er borðað meira af kalkúni um áramót en um jól,“ sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að mesta salan væri yfirleitt í vikunni fyrir jól en þó kæmi kippur á milh jóla og ný- árs. Kaupmenn reyndu hvað þeir gætu að koma fuglunum út fyrir jólahátíðina því það væri slæmt að sitja uppi með þá. Aðspurður hvort ekki hefði stað- ið til að markaðssetja kalkúnana í hlutum sagði Guðmundur að þegar hefði verið gerð tilraun með að selja kalkúnahluta í verslunum í Reykjavík. „Reynslan af þvi er ekk- ert of góð, mér finnst ég ekki fá nógu gott verð fyrir þá. Salan hefur byggst á því að selja þá hluta sem eftir eru þegar veitingahúsin hafa keypt bringurnar. Við leggjum lík- lega meiri áherslu á þetta eftir ára- mótin, nú einbeitum við okkur að sölunni á heilum fuglum þar sem eftirspurnin hggur." -ingo Rjúpudeilan stendur stál í stál: Verða lík- lega frystar til næsta árs „Ég hefði getaö selt mörg hundruð rjúpur en seldi einungis 40 stykki. Eg neita að kaupa þær á 800 krónur og þurfa að selja þær á yfir þúsund krónur stykkið," sagði kaupmaður í Reykjavík í samtali við DV. Rjúpudeilan er enn í hámarki þar sem veiðimenn neita að selja ijúpuna undir 800 krónum og kaupmenn neita að greiða meira en 5-600 krónur fyrir hana. „Það var gangverðið í fyrra og mér finnst ekkert hafa gerst í milhtíðinni sem réttlætir þessa hækkun," sagði kaupmaðurinn. Oft er vandað mjög til verks þegar jólatrén eru valin en ekki er síöur mikil- vægt að vanda sig þegar kemur að því að setja þau upp innandyra. DV-mynd S Búið til rasp Kokkurinn okkar ráöagóði, sem hringt hefur til okkar og gef- iö góö spamaðarráð, vildi að þessu sinni benda fólki á hversu auðvelt það væri að búa til rasp. Sneiöið niöur aht afgangsbrauö og safniö brauðsneiðunum í skál eða á fat inni í skáp eða á borö- inu. Setjið ekki neitt utan um brauöið og passið aö loftí vel um það svo að það haröni bara en mygli ekki. Þegar kominn er stafh er hann settur í hakkavél- ina á hrærivéhnni. Til að fá rasp- ið fínna er hægt aö sigta það í önu sigtL Þetta er ólíkt ódýrara en að kaupa tilbúiö rasp í pakka. Hann kom ennfremur með gott ráö til að búa til marengs og svo heppilega vill til að það sparar orku. Þú hitar ofhinn í 100'C, set- ur botninn inn og lætur hann vera þar i 10-15 mínútur. Þá slekkurðu á ofhinum án þess að opna hann og leyfír marengsin- um að kólna þar rólega í minnst 6 klukkutima, upplagt yfir nótt. Þannig þomar marengsinn hægt og rólega eins og hann á aö gera. Ef verið er að baka marengs- toppa má slökkva á ofninum um leið og toppamir eru settir inn. Takið botninn eða toppana svo út að morgni. Gúrkutíð Kokkurinn okkar vildi lika benda þeim sem kaupa súrar gúrkur á einfalda spamaöarað- ferö. Þegarbúiö er úr kmkkunni má skera ferskar gúrkur niður í sneiöar og setja í sama löginn. Þær verða orönar súrar eftir 1-2 daga. Ekki er gott að blanda saraan keyptum súrum gúrkum og þeim fersku svo klára veröur úr krakkunni fyrst Hins vegar má nota löginn svo lengi sem hann endist og jafnvel bæta smáediki og vatni út í til að drýgja hann. Hann sagðist hafa lúmskan gran um aö veiðimenn ætluðu sér frekar að frysta ijúpumar og selja á næsta ári en að selja þær undir 800 krónum núna. „Þeir eru enn að hringja og bjóða mér ijúpu en lækka sig ekk- ert. Þeir era því aö brenna inni með fuglana því fólk bíður ekki fram á síðustu stundu með að kaupa í jóla- matinn. Það færir sig frekar yfir í gæs eða hreindýr. Ég kaupi í það minnsta ekkert magn af rjúpunni héðan af.“ -ingo Skveytinguna á leiðið fævðu í Gavðshovni 4 i ÚTIKERTI, pTi ra; LUKTIR 0G 1 1W iLÆ KR0SSAR *K i miklu urvali Krossar kr. 1.950 Leiðisgreinar kr. 1.250 Leiðisvendir kr. 950 Rafljós í luktir með venjulegum rafhlöðum - loga í 3-5 vikur Afgreiðslutími um hátíðirnar: Þorláksmessa kl. 9-23 Gamlársdagur kl. 9-16 Aðfangadagur kl. 8-16 Nýársdagur lokað Jóladagur lokað Frá 2. janúar kl. 10-19 Annar í jólum kl. 13-19 alla daga 27.-30. des. kl. 10-19 GARÐSHORN v/Fossvogskirkjugarð, simar 40500 og 16541
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.