Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993 55 Nökkvi læknir hafði aldrei orðið var við margrómað atvinnuleysi þjóðar sinnar. Eins og sumir starfs- bræðranna stundaði hann vinnu afmiklummóð. „Migvantarmeiri tíma,“ sagði hann oft við Bergdísi, konu sína, og börn þegar þau kvörtuðuundanlítilhathyghog s stuttri viðveru í glæsilega einbýhs- húsinu. „Þú vinnur of mikið,“ sagði konan hans ásakandi. „Ég verð að vinna," sagði Nökkvi, „starfsævi lækna er stutt, námið dýrt, húsið er stórt og þú ert kvenna eyðslusömust." Hann gleypti í sig brauðsneið á hlaupum gegnum eldhúsið og talaði við grát- andi konu í þráðlausa símanum. Hún hafði hringt í morgunsárið til að ræða um yfirvofandi sjálfsmorð: „Ég stend uppi á stól með snöru um hálsinn, rakvélarblað á púlsi og pilluglas í hendi. Hvað á ég að gera?“ Eftir miklar fortölur tókst Nökkva að telja henni hughvarf. „Þú sýnir svona kelhngum meiri athygh og umhyggju en mér,“ sagði Bergdís eitraðri röddu þegar sam- talinu var lokið. „Þetta er ekki rétt,“ sagði Nökkvi og skehti í sig stórum kaíHfanti. „Ég verð að sinna starfi mínu eins og hver ann- ar. Hættuþessufjasi." „Hvarverð- ur þú í dag,“ sagði Bergdís. „Ég verð á spítalanum mestahan dag- inn en auk þess þarf ég að skreppa á stofuna, sifja fund í stjóm styrkt- arfélags líffæraleysingja, ganga Önnum kafinn læknir á jólum stofugang á elliheimihnu, mæta á fund í ráðuneytinu, hitta form- ann kynskiptingafélagsins, halda fyrirlestur í sjúkrahðaskólanum, stjórna fundi í Vísindaráði hons- manna og komast á bókasafnið. Þetta er ósköp venjulegur dagur. Bless, bless! Kysstu bömin frá mér. Segðu þeim að mér þyki vænt um þau!“ Ráðvillt kona Nökkvi æddi af stað mót nýjum degi. Konan stóð eftir, ráðvillt á svip eins og venjulega. MikU um- ræða hefur verið á Uðnum dögum um óeðhlegt vinnuálag lækna. Shkt tuð þreytti Nökkva lækni. „Ráðherra skUur ekki launakerfi og vinnutíma lækna,“ sagði hann í matsal stóra sjúkrahússins. „Máhð er að skipuleggja sig vel. Með góðri nýtingu tímans er hægt að vera á nokkrum stöðum samtímis. Mér veitist ekki erfitt aö stunda spítala- vinnu meðan ég sinni sjúkhngum mímun á stofu. Á sama tíma tekst mér að halda einu eUiheimih gang- andi. Þetta er ástæða þess að mér reynist ókleift að nota eina stimpU- klukku. Ef vel ætti að vera þyrfd ég margar stimpilklukkur tíl að stimpla mig inn og út á mörgum stöðum í einu. En þetta skhja póU- tíkusar ekki, enda hafa þeir aldrei þurft að vinna ærlegt handtak." Hann þurrkaði sér um munninn og hljóp í símann th að svara tveim- ur kaUtækjum sem píptu samtímis í bijóstvasanum. „Læknisstarfið er fómarstarf en ekki eitthvert bölvað 9-4 skrifstofublókarstarf," sagði hann við sjálfan sig og stundi. Nökkvi læknir flýtti sér af stað á stofuna þar sem nokkrir sjúkhngar höfðu beöiö eftir honum drykk- langa stund. Á leiðinni út af spítal- anum afgreiddi hann tvo lang- þreytta aðstandendur á ganginum. Nökkvi notaði tímann í bílnum vel og hringdi nokkur samtöl í apótek Á læknavaktinni Óttar Guðmundsson læknir og til póhtískra samherja. „Þú ert orðinn aUtof seinn," sagði mót- tökuritarinn á stofunni þegar Nökkvi hljóp inn um dymar. „Fólkið er farið að ókyrrast." Nökkvi sletti í góm. „Ekki skU ég svona óþolinmæði. Þar sem ég var úti í Svíþjóð beið fólk dögum saman eftir viðtah við lækni án þess að kvarta eða kveina. Þetta er sérís- lensk heimtufrekja og tilhtsleysi við lækninn sinn.“ Hann tók til starfa af venjulegum krafti og af- greiddi sjúklinga sína miUi símtala við aUan heiminn. í kaffftímanum skrapp hann á elhheimilið tU að tala við gamla konu með bijóst- verki. Aftur á stofuna, nokkur símtöl, fleiri fundir, fyrirlestur, skrepp á spítalann og loks var kom- iðkvöld. Ávallt upptekinn Nökkvi kom of seint í matinn. Börnin vom búin að borða en kon- an stóð við uppþvottavéhna súr á svipinn. „Þú ert alveg hættur að koma heim á réttum tíma,“ sagði hún dapurlega. „Bömin eru hætt að þekkja þig. Þau spurðu í morgun hvort ég ætlaði að leita á náðir mæðrastyrksnefndar. Þeim finnst ég vera eins og einstæð móðir.“ Nökkvi lét faUast niður í stól. „Þú ert farin að minna mig á þennan hafnfirska heUbrigðisráðherra. Þú skUur ekki að læknisævin er stutt og ég verð að vinna fyrir okkur öUum.“ Hann þagði smástund en sagði svo. „Um þessi jól ætlum við strákamir í klúbbnum að leika jólasveina í stórmörkuðunum tU að aílafjár til byggingar félags- heimihs fyrir atvinnulausa lækna í Svíþjóð." „Hefur þú tíma til þess?“ sagði Bergdís. „Þetta er spurning um skipulagningu," sagði Nökkvi læknir og andvarpaði yfir skUn- ingsleysi samfélagsins. „Það er enginn vandi að vera á tveimur stöðum í einu ef enginn veit hvar maður er. Þá er aUtaf hægt að vera á leiðinni á hinn staðinn og jafnvel skreppa á þann þriðja. Þannig má sinna þremur til fjórum störfum í einu. Eg er hættur að þola svona tuð.“ Hann sofnaði yfir sjónvarp- inu og dreymdi um 72ja klukku- stunda sólarhring þar sem tíminn væri ekkert vandamál. Þá gæti hann sinnt öUum störfunum sínum í einu án árekstra við eiginkonu, böm og ráðherra. Þá mundi heim- inum skUjast að hann væri ómiss- andi; hann væri sá ás sem heU- brigðiskerfið snerist um. Svidsljós Sýningarkonurnar Ingibjörg Ólafsdóttir, Lilja Ingimarsdóttir og Guðrún Adolfsdóttir. DV-mynd Sigurður Akranes: Eldri borgarar sýna tískufatnað Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Það er ekki lognmoUan að Dvalar- heimiUnu Höfða á Akranesi í jóla- mánuðinum fremur en endranær. Tískusýningar á þeim bæ em ekkert nýnæmi og tvær slíkar vom haldnar nýveriö, eins hjá hvoru kyni. Konumar riðu á vaðið og sýndu fatnað frá Versluninni Perlu og karl- arnir létu heldur ekki sitt eftir Uggja viku síðar er þeir sýndu fatnað frá versluninni Bjargi. Meðfylgjandi myndir vom teknar af tískusýning- arfólkinu, sem óneitanlega tekur sig glæsUega út á þessum myndum. Helgi Júlíusson, Vigfús Sigurðsson og Hermann Gunnarsson. Blóðbankinn sendir öllum blóðgjöf- um og velunnurum sínum bestu jóla- og nýársóskir með þökk fyrir hjálpina á liðnum árum. JÓLATRÉSSKEMMTUN VR ANNAN í JÖLUM Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrés- skemmtun fyrir böm félagsmanna sunnudaginn 26. desember nk. kl. 15.00 í Perlunni, Öskjuhlíð. Miðaverð er kr. 600,- fyrir böm og kr. 200,- fyrir fullorðna. Miðar em seldir á skrifstofu VR í Húsi verslunarinn- ar, 8. hæð. Nánari upplýsingar í síma félagsins, 687-100. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur SMÁAUGLÝSINGADEILD Þverholti 11, sími 632700. . L'\ Lokað: Opið: aðfangadag jóladag og annan í jólum Síðasta blað fyrir jól kemur út fimmtudaginn 23. des. Fyrsta blað eftir jól kemur úl mánudaginn 27. des. fimmtudaginn 23. des. kl. 9-18 mánudaginn 27. des. kl. 9-22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.