Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993 Vísnaþáttur_________ Víst er mörgum vandi á höndum Sigurður Júlíus Jóhannesson frá Læk í Ölfusi (1868-1956), læknir og skáld í íslendingabyggðum og síð- an í Winnipeg í Kanada, yrkir svo og nefnir Sögu stjórnmálanna: Einn á verði ungur stóð hann yfir heillum fósturlands, þjóðina varði þrælatökum - þá voru aUir féndur hans. Seinna virðing fé og frægðir fann í sporum svikarans, þjóðina beitti þrælatökum - þá voru allir vinir hans. Til eru þeir sem skipta um skoð- un og flokka eftir hentugleikum, halda sig þar sem mest er hagnað- arvonin. Þeir gætu sem best tekið undir meö manninum sem sagði: „Gef mér í dag mína daglegu skoð- un og fyrirgef þá sem ég hafði í gær“. Það kynni að hafa átt við um manninn sem vildi fyrir hvem mun komast í hreppsnefnd og fékk þessa einkunn hjá Halldóri Snæ- hólm fyrir bragðið: Enginn þokki eða trú að þér lokkar hylh. Þriggja flokka þú ert hjú, þeirra brokkar milli. Stjómmálaflokkar, ekki síður en einstakhngar, geta vikið af þeim vegi sem stuðningsmenn þeirra ætlast til að þeir fari. Þegar Hannibal Valdimarsson kom með lið sitt til hðs við Sósíahstaflokkinn var ýmsum flokks- og stuðnings- mönnum þar nóg boðið. Einn þeirra, Kristján frá Djúpalæk, orkti: Hljóður reikar hugurinn heiðar fram í dölum. Finn ég ekki flokkinn minn fyrir Hannibölum. Oft hendir það stjómmálamenn að brjóta þau lög sem þeir sjálfir hafa sett, sem er engin furða, það er varla á nokkurs manns færi að muna allan þann grúa laga og laga- breytinga sem samþykktar em á ári hverju. Hitt er öllu verra að þeir skuli láta það átölulaust að hann við auglýsingu áfengra drykkja sé æ ofan í æ brotið í Sjón- varpi „allra landsmanna", og auk þess sýndir þar heilir þættir frá bjórstofum Reykjavíkur, sem eru í raun ekkert annað en auglýsing fyrir þá sem framleiða og selja bjór. Ríkisstjóm, sem lætur slíkt átölu- laust, getur ekki ætlast til þess að farið sé að lögum yfirleitt. Kristjón Jónsson frá Skarði hefur sennilega haft þetta afskiptaleysi löggjafanna í huga þegar hann kvað: Eykst nú lagaleysi mjög, lög em fæst til bóta. Semja þeir lög og setja þeir lög, sem þeir fyrstir bijóta. Þaö er ekki alltaf auövelt fyrir „háttvirta kjósendur" að átta sig á vitsmunastigi þeirra sem fara fram á stuðning þeirra til að komast í þingsæti. Þó hefur einhver hagyrð- ingur, sem ég veit því miður ekki hver hefur verið, á þingmálafundi eystra gert svofellda tilraun til þess að skilgreina það sem fyrir augu hans bar: Flutti ræður fjölmargar fram á nóttu rauða. Fundinn sóttu fulltrúar Fjarða- og Héraðssauða. Dáhtið á drýldni bar, á dirfsku heldur minna, einhver svipur á þeim var umbjóðenda sinna. Bjami Jónsson frá Gröf í Víðidal, úrsmiður á Akureyri, bráðsnjah hagyrðingur, gæti hafa haft eitt- hvað svipað í huga, eftir að hafa hlustað á þingmenn reifa sjónar- mið sín, og það sem bandaríski leikarinn WiU Rogers orðaði svo: „Ekkert er jafn skammsýnt og stjómmálamaður, nema ef vera kynni heUl ílokkur slíkra manna,“ þegar hann kvað: Ég þingmenn háa heyrði þar halda ræður dagsins. Ég held þeir séu homsteinar í heimsku þjóðfélagsins. Þegar Guðmundur Sigurösson annaðist hinn vinsæla vísnaþátt í útvarpinu ásamt snillingum sínum forðum daga, sendi hann tveimur hagmæltum „byltingarsinnum" á Akureyri eftirfarandi vísu, eflaust tU að særa þá tU yrkinga: Magnast heimsins myrkravöld mjög tU aUra fanga. Starir á oss stjörf og köld Stalins afturganga. Mér er ekki kunnugt um hvort nokkurt svar hafi borist tíl hans, viti einhver betur þætti mér gott að frétta af því. Um það leyti sem Stahn féU frá kvað Lúðvík Kemp vegaverkstjóri: Nú er engu gefið grið, göfugmennskan laus í vistum. Sjálfur Stahn fær ei frið fyrir gömlum kommúnistum. Það var fyrir kosningar í júní 1967 að Guðmundur Sigurðsson lagði svofellt mat á hina póhtísku Torfi Jónsson stöðu (sem gæti á vissan hátt átt við ástandið eins og það er í dag): Vefjast fyrir valdsins herrum vandamáhn fom og ný, póhtískum flokkum íjölgar og frambjóðendum samkvæmt því. Víst er mörgum vandi á höndum, valið erfitt fyrr og nú, fáir virðast hafa haldið hreinni sinni bamatrú. Yst til vinstri kunnar kempur kjörorð hafa valið sér: sundraðir tfi sigurs göngum, sameinaðir fohum vér. HeimUisástæður stjómmála- flokka, ekki síður en fjölskyldna, era á stundum bágbornar, og af- leiðingar þess oftsinnis allalvarleg- ar. Grímur Sigurðsson frá Jökulsá á Flateyjardal í S-Þing. lýsir því þannig: Veröir sofna - dáðir dofna, dólgar stofna - klíðir mis -. Flokkar klofna - ríki rofna, roðna ofnar helvítis. Séra Sigurður Norland í Hindis- vík nefnir eftirfarandi stöku Öngþveiti: Þingið kannar þjóðarfóng, þvinga annir lands um hring. Kringum mann er khpitöng, khngir bann og formæhng. „Annmarki póhtískra brandara er sá að sumir þeirra ná kosn- ingu,“ sagði einhver vitur maður einhverju sinni en það hefur verið og er kannski enn sönnu nær.Síð- asta stakan að þessu sinni er að sögn Sigurdórs Sigurdórssonar blaðamanns gamaU húsgangur en gmnur minn er sá að hún sé nokkru yngri en Sigurdór sjálfur: Þægileg er þjóðarsátt þótt í reipum syngi. Við munum bara hafa hátt og hamast fram að þingi. Ég tel það eiga vel við að ljúka þessum þætti með orðum spekings- ins Salon Gahlin: „Þaö sem maður dáist mest að í fari hans sem stjóm- málamanns er það, að þegar hann hefur einu shrni tekið ákvörðun getur ekkert á jarðríki fengið hann til að halda fast við hana“. Torfi Jónsson Matgæðmgnr víkurmar_____dv Góður ís með Toblerone - og bakaðnr kartöfluréttur Ingibjörg Hafstað, matgæðingur DV. U.þ.b. 20 g smjör salt og pipar Kartöflumar eru flysjaðar og skornar í sneiðar. Laukurinn er einnig skorinn í sneiðar og kartöflur og laukur sett í eldfast mót. Rjóma og ijómaosti er bland- að saman og hellt yfir og salti og pipar stráð yfir. Ostur- inn er rifinn og settur ofan á ásamt smjörkhpunum. Bakað á neðstu rim í ofni við 175-200° í u.þ.b. eina klukkustund. Gott með öllum kjötréttum. Ingibjörg skorar á Önnu Rósu Skarphéðinsdóttur heimihsfræðakennara á Sauðárkróki. Hinhliðin Ég er alltaf hress . - segir Einar Öm Benediktsson framleiðslustjóri Uppáhaldsmatsölustaður: Frábær staður í San Diego þar sem boðið er upp á ekta Ceasars-salat. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Bogomil Font. Uppáhaldsleikari: John Malkovich. Uppáhaldsleikkona: Hulk Hogan. Uppáhaldssöngvari: Hafþór Olafs- son. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ron- ald Reagan. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Swamp Thing. Uppáhaldssjónvarpsefni: Hús- bændur og hjú. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Ahdvíg- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Vitleysa FM. Uppáhaldsútvarpsmaður: As- mundur Jónsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég er ekki með Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður?Magn- ús Magnússon. Uppáhaldsskemmtistaður: Baðher- bergið heima hjá mér. Uppáhaldsfélag í íþróttum: KR. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Heimsmeistaratithn- um í þungavigt í hnefaleikum. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Búa mig undir heimsmeistara- keppnina í hnefaleikum. „Ég er alltaf hress. Fólk heldur að ég sé rosalegur fýlupúki en það stafar af því að þaö misles svohtið það sem ég er að segja. Ég þyki hið mesta gerpi í umgengni en er hinn blíðasti maður undir niðri,“ segir Einar Örn Benediktsson, fram- leiðslustjóri hjá Japis, sem sýnir á sér hina hhðina að þessu sinni. Einar Öm hefur haft umsjón með jólaútgáfu fyrirtækisins auk þess sem hann hefur séð um að kynna hinar nýju hljómplötur og koma þeim á framfæri. „Þetta er mjög athyghsvert starf. Núna sit ég héma og tel mig hafa kenrit þessum börnum að synda. Nú fylgist ég með því hvernig þeim reiðir af í þeirri ormagryíju sem hljómplötuútgáfa á íslandi er. Eftir áramótin held ég áfram að skrifa fyrir hin ýmsu tímarit og vonandi gefst mér tækifæri til aö vinna aðeins með Hilmari Emi Hilmarssyni í hljómsveitinni okk- ar, „Frost Bite“. Fullt nafn: Einar Öm Benedikts- son eða Adler Papafoti. Fæðingardagur og ár: Sjá þjóðskrá. Maki: Sigrún Guðmundsdóttir. Börn Hrafnkeh Flóki, 17 mánaða. Bifreið: Suzuki Swift, jeppi, ’91. Starf: Fjölmiðlafáfræðingur. Laun: Alveg einstök. Áhugamál: Hnefaleikar, húðflúr, vond veður. Einar Örn Benediktsson. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Eina. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Sofa. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vaka. Uppáhaldsmatur: Líbanskur. Uppáhaldsdrykkur: Aht sem renn- ur, nema skíði og skautar. Hvaða iþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Mike Tyson. Uppáhaldstimarit: Piercieng Int- emational. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka Drag- drottningin Mrs. Baldursson. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Andvígur. „Hér eru ahir komnir í jólaskap. Það er vetrarlegt yfir að hta, mikið frost og svolítil snjókoma. Vonandi verða hvít jól. Þaö var svo vont veður hér um jólaleyt- ið í fyrra að maður verður öhu feginn," sagði Ingi- björg Hafstað, kennari í grannskólanum í Vík í Skaga- firði og matgæðingur vikunnar. Ingibjörg sagði að jóla- matseðilhnn á hennar heimih væri hefðbundinn, ham- borgarhryggur og ijómarönd með karamehusósu á aðfangadagskvöld og á jóladag hangikjöt með tilheyr- andi. Þá fer fólk gjarnan í jólaboð th ættingja og vina og þar em náttúrlega krásir á borðum. Ingibjörg kvaðst ætla að byrja á því að gefa upp- skrift að ís sem þætti mjög góður og gæti aht eins verið eftirréttur á jólum eða áramótum. Það sem þarf: 5 egg 125 g púðursykur 1 pk. Toblerone súkkulaði, u.þ.b. 100 g 'Á l ijómi ísinn er búinn þannig tfi að egg og sykur eru þeytt saman þar til hræran er ljós og létt. Tobleronið er brætt og hrært saman við eggjahræruna. Rjóminn er þeyttur og settur varlega saman við hræruna. Sett í form og fryst. Gott með öllu kjöti Ingibjörg kvaðst viss um að fólk væri yfirleitt búið að ákveða hvað það ætlaði að hafa í jólamatinn þann- ig að hún hefði ákveðiö að gefa uppskrift að góðum kartöflurétti sem bragðaðist vel með hvaða kjötrétti sem væri. í kartöfluréttinn þarf eftirfarandi. 1 kg kartöflur 1 púrrulaukur eða 3 hthr laukar 1-2 rif hvítlaukur, má sleppa ef vih 1 bolh feitur ostur 4 dl rjómi 'A askja hvítlauks- og dhlijómaostur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.