Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993 Dagur í lífi herra Ólafs Skúlasonar: Gleðistundir á aðventu DV-mynd GVA Himinlifandi að klukkan skyldi vera orðin sjö þegar ég glaðvaknaði og bjó mig undir daginn að hefð- bundnum hætti. Þá fagnaði ég ekki síður yfir því þegar ég óð snjóinn á stéttinni fyrir framan húsið að dóttursonur minn mundi búinn að moka þegar ég kæmi heim. Og enn eitt gleðiefnið að nýju tröppumar fyrir framan skrifstofuna voru ekki aðeins fagrar á að líta, heldur bræddu þær allan snjó jafnóðum og hann féll til jarðar, svo þurrum fótum var gengið inn. Við skiptumst á um að lesa og leiða í bæn við upphaf morguns á aðventu og lönguföstu og sitjum í kringum fundarborð í skrifstofu minni. Þetta eru góðar stundir og yfir kaffibolla er rætt um það sem framundan er sem og hitt sem efst hefur verið á baugi. Nú var það vitanlega helgin. Ég sagði frá ánægjulegu samstarfi við katólska í tveimur messum. Minnt- umst við ekki aðeins 800 ára frá andláti Þorláks biskups Þórhalls- sonar, heldur fundum við enn áhrif hans á samtímann, með því að þessi aldaminning hans varð okkur hvati til að skoða samstarf þessara kirkjudefida og leita fleiri leiða í þá átt. Einnig sagði ég frá einstak- lega ánægjulegri aðventusamkomu í hinni nýju Grafarvogskirkju á sunnudagskvöldið, þar sem kirkju- málaráðherra flutti áhrifamikla ræðu, og í ávarpi sóknarprests og formanns sóknarnefndar kom ekki aðeins fram þakklæti vegna þess að nýja kirkjan er komin, heldur djörf framtíðarsýn meö auknu starfi og þjónustu. Hlýttáþingmenn Biskupsritari hefur haldið sig meira niðri í Alþingishúsi en á biskupsstofu síðustu daga vegna tveggja frumvarpa, sem snerta kirkjuna og rædd hafa verið und- anfarið. Hann sagði frá ræðum þingmanna og viðtölum sínum við þá um þessi mál og ég hef hka leit- ast við að fylgjast með málunum í beinum útsendingum á Sýn. Verð- ur að viðurkennast að ekki var allt uppörvandi eða traustvekjandi sem þar kom fram. En frumvörpin voru samþykkt á laugardaginn og valda töluverðri breytingu í kirkj- unni. Og fræðslustjóri skýrði frá fundi sem hann sat að beiðni biskups með stjóm og fulltrúaráði Sól- heima þar sem fulltrúar félags- málaráðuneytisins voru einnig og málin voru rædd. En fullur hugur er hjá mönnum að sjá til þess að starfið á Sólheimum, sem hefur skilað góðum árangri, megi halda áfram. En einna sérstæðastur þeirra þátta sem komu fram yfir kaffibolla eftir morgunlesturinn var nýstár- leg guðsþjónusta á sunnudags- morgninum. Þá predikaði verkefn- isstjóri safnaðaruppbyggingar og þykja ekki fréttir nema fyrir þær sakir að guösþjónustan fór fram í heitu pottunum í Sundlaug Garða- bæjar og presturinn var engu skrýddur utan sundskýlu. Var þetta engu að síður áhrifamikil stund og táknræn fyrir hinar marg- víslegustu boðunarleiðir sem kirkj- an þiggur og býður upp á á sjálfri aðventunni. Fjölskyldu- vinur kvaddur Það höfðu aðeins tveir beðið um viðtal þennan morgun hjá mér, sem er óvanalegt, og síminn var ekki krefiandi heldur. En ég hélt í Fossvogskapelluna til þess að vera þar með fjölskyldu sem ég hef lengi sinnt sem prestur og ég tel meðal Herra Ólafur Skúlason, biskup Islands. minna góðu vina. Fjölskyldufaðir- inn var dáinn og kistulagningin fór fram í hinni fogru kapellu þar sem allt laðar fram helgi og lotningu og umhverfið áhrifamikið, ekkert síð- ur þótt snjór hvíli á hverri trjá- grein. Er aðstaöan mikið breytt frá því ég byriaði prestsþjónustu og kistulagningar fóru fram í litlu herbergi inn af forstofu við hliðina á skrifstofu útfararstjóra. Fleiri breytingar hafa hka átt sér stað í starfsemi Fossvogskirkju- garðs eftir aðskilnað útfararþjón- ustunnar frá öðru starfi. Lá við að ég rataði ekki milli skrifstofa en hin sama viðleitni er við lýði um að taka sem best á móti aðstand- endum í hlýlegu umhverfi og búa svo undir kveðjustund að ekki þurfi að óttast neitt óvænt. Aðventugleði Ræddi síðan við skrifstofustjóra embættisins um þær breytingar sem verða 1. janúar í krafti frum- varpanna tveggja en þá kemur for- sjá og stjóm prestsetra m.a. hingaö á skrifstofuna. Fleiri þættir breyta hka og umsvif vaxa, svo að það er eins gott að undirbúningur sé í lagi. Jarðarfor í Víðistaðakirkju, þar sem mikil sæmdarkona var kvödd, ættmóðir í bestu merkingu og hafði að mörgum hlúð, fyrrverandi skólastjórafrú í Vestmannaeyjum. Og enn komu í hugann breytíngar frá þvi að vera prestur fyrir altari eða kirkjugestur í bekk. Og ég minntí mig enn á ný á að ræða það við prestana hversu nauðsynlegt það er að við sem sitjum í kirkj- unni fáum tækifæri til þess að standa á fætur í það minnsta þrisv- ar sinnum meðan á athöfn stendur. En vitanlega hafði ég ekki gert mér grein fyrir því að á þessu væri nokkur þörf meðan ég var sjálfur að embætta! Ánægjulegt var það fyrir okkur Ebbu að að bjóða starfsfólk bisk- upsstofu og annarra kirkjulegra stofnana í borginni velkomið í Bergstaðastrætí til aðventugleði. ^Þarna komu um fimmtíu manns sem sýnir umfangsmikið starf bæði á skrifstofu biskups hjá hjálpar- stofnun og fjölskylduþjónustu og Kirkjuhúsinu Skálholti. Nutu gest- ir sem gestgjafar ánægjulegra sam- vista sem eru mjög nauðsynlegar þar sem bein samskipti eru ekki greið á mörgum og dreifðum vinnustöðum. Ráðherrann ráðþægi í Sjónvarp- inu veitti gott tækifæri til hvíldar er síðustu gestir kvöddu og sýnir kaldhæðni ekki aðeins í stjórnmál- um heldur á mörgum sviðum mannlegs lífs og viðfangsefna. Og hygg ég ekki aðeins þægilegt að hlæja að þeim kumpánum, heldur megi margt af þeim læra. Vitanlega er þama bragðið upp spéspegh en stundum þarf ýkta mynd til þess að ýta við okkur, svo raunveruleik- inn verði betur skilinn. En raunveruleiki aðventu sem undirbúningstími fyrir helg jól verður ævinlega betur skihnn af þorra manna. Er það ekki htið þakkarefni. Með það í huga bið ég aö lesendur, íslensk þjóð og ahur heimur megi njóta friðar á hátíð og um framtíð aha. Finnur þú finun breytingai? 237 Bragðlaukarnir eru að leika á yður, herra. Þetta er ekki Chateau Lafitte Nafn:..... 1959, sem þér pöntuðuð, heldur vatn. Ég kem með vínið á eftir...! , Heimilisfang: Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimUisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Rummikub-spil- ið, eitt vinsælasta Qölskyldu- spil í heimi. Það er þroskandi, skerpir athyglisgáfu og þjálfar hugareikning. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Mömmudrengur, Þrumu- hjarta, Blóðrúnir, Hetja og Banvæn þrá. Bækumar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytíngar? 237 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundr- uð þrítugustu og fimmtu get- raun reyndust vera: 1. Elfar Dúi Kristjánsson, Vestursíðu 38, 603 Akureyri. 2. Svanhildur Guðlaugsdóttir Kirkjubæjarbraut 3,900 Vest- mannaeyjum. Vinningarnir verða sendir heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.