Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993 15 Hin daglega glíma á almannafæri Hverfum um stund inn í íþrótta- hús og fylgjumst með keppni í júdó. Keppendur ganga inn á völlinn, Yakamoto, Asíubúi með rautt belti, og Jón, íslendingur með hvítt belti. Sérstakar leikreglur eru í gildi, sá með rauða beltið á að fylgja leik- reglum íþróttarinnar, en sá með hvíta beltið hefur frjálsar hendur. Glíman Glíman hefst, Yakamoto gengur fram með útréttar hendur og leitar eftir tökum á Jóni. Jón hleypur út undan sér og sparkar í Yakamoto. Dómarinn fylgist með en gerir eng- ar athugasemdir. Áfram heldur leikurinn, Yakamoto beinn í baki reynir að ná taki á Jóni sem spark- ar til baka, kýlir ef hann sér færi á. Ghman hefur heldur leiðinlegt yfirbragð, allur virðuleiki er horf- inn úr íþróttinni. Loks nær Yaka- moto taki á Jóni og fellir hann með fallegu taki. Hann skorar hálft stig, reynir að halda Jóni niðri á gólfinu til að ljúka glímunni. Áhorfandi stekkur inn á völhnn og ræðst aftan að Yakamoto og sem fipast og missir tökin. Saman ráð- ast nú Jón og áhorfandinn að Yaka- moto og ganga í skrokk á honum. Yakamoto hörfar, virðing hans fyr- ir íþróttinni kemur í veg fyrir að hann svari fyrir sig. Dómarinn stöðvar loks leikinn, mjög er af Yakamoto dregið. Tíminn rennur út, Yakamoto hefur sigrað á stig- um. Hann hneigir sig virðulega fyr- ir keppinaut sínum og dómara. Jón fussar og sendir Yakamoto óvið- KjaUaiinn Jónas Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna kunnanlegt fmgurmerki. Glíma sem þessi er háð daglega á almannafæri á íslandi. Lögreglan í hlutverki Yakamoto og Jón er sam- ur við sig, reglur samfélagsins eiga ekki við hann. Áhorfandi tekur málstað Jóns og leggur honum hð. Dómarar götunnar fylgjast álengd- ar með en hafast ekki að. Lögreglan hefur skyldum að gegna og verður að starfa innan ramma þeirra laga sem henni er gert að starfa eftir. Jón, sem hvort eð er virðir ekki reglur samfélagsins, hhtir engum lögmálum þegar hann hefur farið yfir strikið. Hann hefur frjálsar hendur. Hvort lögreglumaður meiðist skiptir ekki máh, hann verður að „Lögreglan í hlutverki Yakamoto og Jón er samur við sig, reglur samfélags- ins eiga ekki við hann. Ahorfandi tekur málstað Jóns og leggur honum lið.“ halda reisn sinni, starfa í anda lag- anna. Meiðist Jón hefur hann áfram frjálsar hendur til að úthúða lögreglunni í fjölmiðlum sem oftar en ekki taka fréttinni fegins hendi. Frétt um „lögregluofbeldi" er frétt sem selst. Lögreglumaðurinn verð- ur að sitja á strák sínum. Hann er bundinn þagnarskyldu við störf sín og þau afskipti sem hann hefur af einstakhngum. Hann getur ekki varist óhróðri eða níðskrifum. Loks þegar dómur gengur er upp- hafið gleymt. Hinn gullni meðalvegur Við shkar aðstæður getur menn borið af réttri braut. Þrátt fyrir að Jón hafi sýnt af sér það hátterni að lögreglunni hafi borið að hand- taka hann meiddist Jón þegar verið var að færa hann í fangaklefa. Lög- reglan hélt honum í viðurkenndum lögreglutökum en það giltu engar reglur um hvernig Jóni bæri að haga sér við slíkar aðstæður. Jón glotti þegar handleggur hans brotnaði, hann hafði náð undirtök- unum. Dómsorð Jón sýndi af sér það hátterni að lögreglunni bar að handtaka hann og færa hann á lögreglustöð. í þágu rannsóknar verður einnig að telja eðlilegt að vista hann í fanga- geymslu og verður ekki annað séð en rétt hafi verið staðið að verki við að færa hann þangað. Þrátt fyr- ir að Jón hafi með eigin hátterni að hluta valdið þeim skaða sem hann varð fyrir þegar hann brotn- aði í höndum lögreglunnar verður að telja að lögreglan hafi við þessar aðstæður beitt meira harðræði en nauðsynlegt var. Lögreglan greiði Jóni skaðabætur og málskostnað. - Þetta er ójafn leikur. Jónas Magnússon Þetta má nú „interlina" Eitt sandkornið í DV19. nóvemb- er sl. sýndi lesendum inn í furðu- legan málheim sem sandkornsrit- ari haíði rekist á í bréfi frá Flug- leiðum. Var hann að vonum fullur örvæntingar því að þarna ægði saman hreinum enskuslettum, óskiljanlegum skammstöfunum og ensk-íslenskum kynblendingum, sbr. fyrirsögn þessarar greinar. Öllu þessu tókst að koma fyrir í örfáum setningum og ekki fyrir nokkurn venjulegan mann að skilja merkingu bréfsins. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst, og því er hér vakin athygh á hjálparriti fyrir ráðvillta blaöamenn og svo auðvitað þá sem starfs síns vegna þurfa að skrifa bréf fyrir Flugleiðir. Hér er átt við Flugoröasafn, sem kom út fyrir KjaUarmn Jónína M. Guðnadóttir ritstjóri Flugorðasafns Með lagfæringum Bréfstúfurinn úr bréfi Flugleiða, sem vitnað var til í Sandkomum, hljóðaði svo: „Saga Business Class tilboði Flugleiða hefur verið breytt. Frá og með deginum í dag er „Open jaw/Circle trip“ heimilt, einnig er heimilt að stoppa á leiðinni, ef um FI/SK flug er að ræða, t.d. að stoppa í Kaupmannahöfn á leið til/frá Hamborg. Þetta er og verður Nor- mal fargjald. Þetta má nú interhna á fleiri borgir en Scandinavíu með SAS sjá meðfylgjandi Usta.“ Með því að fletta upp í Flugorða- safni er unnt að gera úr þessum merkingarlausu boðum svohljóð- andi klausu, með smálagfæringum undirritaðrar, samhengisins vegna: Tilboði Flugleiða um Saga-vUd- arfarrými hefur verið hreytt. Frá og með deginum í dag veitir það heinúld til lykkjuferða eða hring- ferða og einnig er heinúlt að stoppa á leiðinni ef Uogið er með sam- tengdu flugi til Flugleiða og SAS. TU dæmis má stoppa í Kaupmanna- höfn á leið tíl eða frá Hamborg. Þetta verður eftir sem áður selt á fastafargjaldi. Einnig er hægt að skipta yfir í flug með SAS tfl borga utan Skandinavíu, sjá meðfylgj- andi Usta. Líklega munu flestir hvá yfir sumum orðunum sem hér koma fyrir, s.s. lykkjuferð, hringferð og fastafargjald. Þarna eru á ferð dæmigerð íðorð úr flugmáli og ekki von að almennir lesendur skUji þau við fyrstu sýn. Þá kemur Flugorða- safn aftur að notum, því að þar er að finna skUgreiningar sem upp- lýsa aö lykkjuferð merkir flugferð „sem er hagað þannig að áfanga- staðir þurfa ekki að vera hinir sömu á báðum leiðum og komu- staður þarf ekki að vera hinn sami og upphaflegur brottfararstaður", og á sama hátt má fletta upp merk- ingum orðanna hringferð og fasta- fargjald. Til brýningar Þetta greinarkom er skrifað um- ræddum sandkomsritara og öðr- um lesendum tfl hughreystingar og brýningar. Viö eigum nú yfir hjálpartæki að ráða á sviði flug- málsins sem tekur jafnt tfl þess orðaforða sem notaður er í farþega- þjónustu og tæknilegs búnaðar flugvéla auk ýmissa annarra sviða sem fluginu tengjast. Það er búið að leggja margra ára vinnu í að gefa þetta orðasafn út. Nú þarf að- eins að nota það. En við megum ekki umgangast móðurmáUð okkar með þeim mál- farssóðaskap og metnaðarleysi sem fram kemur í þessu bréfl. Jónina Margrét Guðnadóttir „Við eigum nú yfir hjálpartæki að ráða á sviði flugmálsins sem tekur jafnt til þess orðaforða sem notaður er í far- þegaþjónustu og tæknilegs búnaðar flugvéla... “ skemmstu hjá íslenskri málnefnd, heití. um þau íðorð sem þama er en þar er einmitt að finna íslensk blygðunarlaustskeUtinnáensku. til þingílokka Nauðsynlegt „Það kostar aUtafeitthvað að halda uppi lýðræðiskerf- hiu í landinu. Það þýðir ekkert annað en að viður- kenna þá staðreynd að Ragnar AmaWs ai- þingflokkarn- þlnglsmaöur. ir eru megin- stoðir þessa lýðræðiskerfis. Þess vegna verður ríkið Uka að taka einhvern þátt í því að auðvelda þingmönnum að sirrna sínu starfi. Þingmenn þurfa að fá ýmislega þjónustu og öU sUk þjónusta kostar peninga. AJþing- ismenn þurfa að fá ráðgjöf við samningu fi-umvarpa og láta út- vega sér upplýsingar um eitt og ■ annað varðandi þingstörfin. Til þessa hafa þeir fengið þetta fé og til að hafa fastan starfsmann sem í flestum tilfellum þjónar þá flokksstarfinu um leið. Þetta er því eixtfaldlega það sama og gert er í öllum lýöræöislöndum og þykfi- sjálfsagöur hlutur. Ég hygg ef menn skoða aðbúnaðað þing- manna í nálægum löndum hvað þetta varðar áð menn muni hvergi finna jafn fátæklega þjón- ustu við þingmenn og einmitt hér á landi. Menn benda á að nú sé tími niðurskurðar á flestum svið- um. Þaö er alveg rétt. En þá verða mcnn Uka aö athuga það að greiðslur til þingflokka hafa lítið sem ekkert hækkað í mörg ár. Og það liggur í augum uppi að einhvern tímann verður aö gera bigfæringu á þessu. Þá vil ég líka benda á að hér er ekki um stórar upphæðir að ræða." Úr takti við annað í þjóð- félaginu „Að minum dómi er hér mn að ræða fjárveitingu sem er úr takti við allt það sem er að gerast í þjóð- fólaginu. Að hækka fram- Kristján Hotfmann, lag til þing- starfsmaður Dags- flokkannaum brúnar. : 11 milljónir og að auki að veita peninga I blaðakaup málgagna þingtlokkanna er fráleitt nú á tímum samdráttar á öUum svið- um í þjóðfélaginu. Og á sama tíma sem fréttir af þessu berast út í þjóöfélagið, þáberast Uka um það fréttir aö veriö sé að setja á 6 prósent skatt á blaöberabörn, sem eru að ná sér í vasapeninga með námi. Þeir skattpeningar duga eftir viil fyrir þessari hækk- un til þingflokkanna. Þetta hljómar bara ekki saman. Lögin um bamaskattinn voru aö vísu sett fyrir mörgum árum en það hefur enginn lagt í að fram- kvæma þetta fyrr en nú. Ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki andvígur því að þingflokkarnir séu styrktir af ríkinu. Það þarf að jafna aðstöðu tjársterkra flokka og lnnna fátækarL Það er eðlilegt og yið höfum fordæmi fyrir því úr lýðræðislöndunum í kringum okkur aö ríkið taki þátt í þeim kostnaði. En að hækka þessa upphæð á sama tíraa og verið er aö skera niður á öUum sviðum í þjóðfélaginu er að míh- um dómi út í hött. Ég tel þaö sýna fullkomiö dómgreindarleysi hjá þeim sem fyrir þessu standa." -S.dór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.