Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993 Hljómplötur Ómar Ragnarsson - Ómar finnur Gáttaþef ★ y2 Stef nulaus samsuða Ómar skiptir plötunni í tvennt eftir efni. Fyrri hlut- inn er ætlaöur börnum og virðist á einhvem hátt vera tengdur leit að jólasveininum Gáttaþefi. Sú leit er hins vegar þokukennd og svo losaraleg að hún er ekki nema nafnið tómt. Seinni hluta plötunnar virðist ætlað að höfða til fullorðinna. Lögin tengir Ómar með kynning- um í þeim tilgangi að gefa plötunni einhvers konar kvöldvökublæ. En því miður gengur dæmið ekki upp. Plottið virðist ekki hafa verið hugsað nógu skýrt. Ómar hefur kannski verið samhliða hljómplötugerð- inni að skrifa bók, vinna sjónvarpsþátt, mynda hálend- ið eða bara verið með hugann viö fréttir dagsins. En þótt grindin sé ekki markvisst byggð er eitt og annað á plötunni sem gleður eyrað. Stjama plötunnar er Lilja Sóley Hauksdóttir sem er ógleymanleg í laginu Á hverjum degi jólasveinn. Þá stendur Helga Möller sig vel í gömlu bandarísku flugunni Angel on My Shoulder sem hefur hlotið nafnið Jólaengill. Og Guð- rún Grétarsdóttir syngur ágætlega lagið Elsku Stúfur sem hingaö til hefur verið best þekkt með Erthu Kitt eða Madonnu og kallast Santa Baby. Pálmi Gunnars- son syngur ágætlega íslenska konan en maður hefur á tilfinningunni að lagið hafi óvart villst á plötuna af lill ll/íltYllí If 1' ITTUil ffmWmlfMm » 11 /1/1 einhverri aUt annarri. Það er að minnsta kosti ekki í neinu samhengi viö annað efni á henni. Ásgeir Tómasson Stuðmenn - Stuðmenn ★ ★ Sæmilegt saf n Eflaust hefðu engar tvær plötur orðið eins ef svo sem fimmtíu manns hefðu verið beðnir um að velja sextán lög af öllum aragrúanum sem Stuð- menn sendu frá sér á löngum ferli. Sú sem Skífan sendi frá sér á dögun- um er ósköp viðunandi en ekkert meira. Mikil áhersla virðist lögð á tón- list úr kvikmyndinni Með allt á hreinu (fimm lög) en fyrstu tvær breiðskífur hljómsveitarinnar, Sumar á Sýrlandi og Tívolí, virðast njóta lítfilar hylli .einhverra hluta vegna. Af þeirri síðarnefndu er raunar ekkert lag en tvö af Sumr- inu, einu plötu Stuðmanna sem hiklaust má telja til tímamóta- platna. Þá ratar lítið af lögum af plötun- um Gráa fiðringnum, Kókostijám og hvítum mávum og í góðu geimi inn á safnplöfima. Þar er lagið Blindfullur að vísu en einhverra hluta vegna hefur laginu Það jafnast ekkert á við djass verið sleppt. Það var þó síst vinsælla en Blindfullur. Nú, en svona mætti sjálfsagt endalaust rekja raunir sínar. Safnplatan með Stuðmönnum er komin út og henni verður ekki breytt. Hún á von- andi eför aö rata ofan á geislann í fjölmörgum samkvæmum á komandi árum þar sem fólk vill tralla í bláum skugga, Leysum vind, Popplag í G-dúr og alla hina gleðipoppsmellina. Ásgeir Tómasson Ymsir flytjendur - Lagasafnið 4 ★ ★ La la lagasafn Enginn hörgull virðist vera á hstamönnum sem vfija koma tónlist sinni á framfæri og velja lagasafnsútgáfu upptökuversins og plötuforlagsins Stöövarinnar tfi að miðla henni til almennings. Eitt og annað forvitnilegt hefur borið fyrir eyru á fyrri lagasafnsplötunum og er svo enn hér. Fyrst ber að fagna því að lagið Ljós og skuggar eftir Þormar Ingimarsson er loksins komið út. Þaö var um skeið tfi á útvarpsstöðvum og virtist njóta vinsælda en fékkst ekki á almennum markaði. Hér er hins veg- ar um glaðlegt sumarpopp að ræða sem hljómar hálf- ankannaiega í svartasta skammdeginu. Það hefði því sómt sér betur á einhverri sumarsafnplötunni. Annað lag á Lagasafninu 4 sem fékk mig til að sperra eyrun var Víg eftir Rúnar Þór Guðmundsson. Þá á Ingvi Þór Kormáksson þama ágætt lag, reyndar ódæmigert fyr- ir hann. Gott ef það kom ekki fyrst fram í einhverri; söngvakeppninni. ' Hefidaryfirbragðið á Lagasafninu 4 er annars fremur ráðsett. Ungir, vfiltir og kannski eilítið reiðir tónlistar- menn hafa ekki ratað inn á það aö þessu sinni. Þeir hefðu þó sómt sér vel innan um hina sem em orðnir sáttir við lífið og tilvemna. Platan hefði að visu orðið sundurlausari en ella en ef einhverjar plötur mega vera sundurlausar þá em það lagasafnsplötumar. Ásgeir Tómasson Halldór Pálsson - GuUinn sax ★ ★ Lög Jóhanns G. Á geislaplötunni „Gullinn sax“ leikur saxófónleikar- inn og flautuleikarinn Halidór Pálsson 12 lög eftir Jóhann G. Jóhannsson í útsetningum Bengts Lind- kvist. Hér er að finna mörg af betri lögum Jóhanns en einnig nokkur rétt í meðallagi. Útkoman er nokkuð misjöfn. Halldór kemst þó mjög vel frá sínu. Það er ekki beinlínis við hann að sakast þótt hendingar í sumum lögunum séu hálfvandræðalegar í instrúmen- tal-útgáfu, þrátt fyrir að þær hafi hljómað ágætlega sungnar. Fyrsta lagið, „Eina ósk“, er gott dæmi um- þetta. í lok þess lags tekst Halldór hins vegar á flug í góðum spunakafla og þannig er það yfirleitt þegar hann leikur af fingrum fram. Hann lyftir líka vel und- ir laglínumar með tfifinningaríkum leik sínum. „Dont Try to Fool Me“ er hér í tveimur útgáfum og syngur hinn ágæti söngvari Nils Landgren í þeirri síð- ari. í bæði skiptin kemur lagið vel út, þó að sungna útsetningin hæfi því betur. Hér er vel að verki staðið, enda lagið gott. Sama má segja um „Watch’a Gonna Do“ sem Landgren syngur frábærlega vel. Halldór fer á kostum í smekklegri útsetningu á laginu „Ég er að tala um þig“. Þessi þijú em bestu lög plötunnar. í laginu „Ef ekki er tfi nein ást“ eiga sér stað afleit mistök í tölvuútsetningu og trommuleik, sem hlýtur að hafa mátt lagfæra. Reyndar gera útsetningar óþarf- lega oft lítið fyrir lögin. Má nefna „Ef ‘ og „Við eigum samleið" sem dæmi þar um. Tölvuspil í „Islenskt sum-! arkvöld" er til að mynda svo jólalegt að minnir fremur á desemberkvöld. í sumum tilfellum er hljómum eitt- 1 Ú jCiff/ttlHI W l ' 'S'Cf'V 0 . ■ il%lf t Í 1 A y> leikin !ög eflir _,3T Jóhonn G. Jóhannsson 1” Útsetning; Bengt líndkvist 'y >s lög sungin nf Hils Londgren hvað breytt frá uppranalegri útgáfu en ekki alltaf til bóta. Hljómur tölvuhljóðfæra eða hljóðgervla er ekki alltaf skemmtfiegur og í húkklínunni í „Eina ósk“ hreinlega hallærislegur. Útsetjarinn Lindkvist leikur þó prýðilega á flygil og hljómborð. Þaö er fyrst og fremst vinna tölvuforritarans Anders Hellegren sem er óinnblásin, því aö hlutur Halldórs er með ágætum. Ingvi Þór Kormáksson Þorvaldur Geirsson - Jólin koma: ★ '/2 Blendinn jólaglaðningur Á plötukápu á Jólin koma með jólasöngvum segir tónlistarmaðurinn Þorvaldur Geirsson: „í gegnum tíðina hef ég átt mér nokkra drauma. Einn af þeim var aö gefa út jólaplötu...“ Og Þorvaldur er ekki einn af þeim sem aðeins dreymir dag- drauma, hann hefur látið draum sinn rætast og er það meira en margur gerir. Svo er það spurning- in hvort útkoman sé í samræmi við drauminn. Þorvaldur segir einnig á plötukápu að hann vonist til að hlustandinn hafi jafnmikla ánægju af plötunni og hann hafi haft af vinnslu hennar og þar skfiur með honum og hlustandanum. Ekki er hægt að efast um einlægni Þorvalds í garð þess viðfangsefnis sem hann hefur valið sér. Af tólf lögum hefur hann samið níu þeirra. Lögin era einfóld með auðlærðum laglínum en flutningur er oft og tíðum flatneskjulegur, kemur þar tfi ofnotkun í hljóm- borðstækni, samfara þvi að framsömdu lögin heföu mörg hver mátt lenda í glatkistunni, era aðeins ómur af því sem áöur hefur verið gert. Textam- ir eru engin meistarasmíð en hæfa þó jóltmum. Þrjú þekkt jólalög, Þorláksmessukvöld, Hvít jól og Litli trommuleikar- inn, lífga upp á frekar einhæfa hlustun, lög þessi era alltaf áheyrfieg þegar flutningur er góður og Bjarni Arason, Rakel María Axelsdóttir og Barnakórinn fara vel með þessi lög. Hilmar Karlsson Rut Reginalds og James Olsen - Trúarleg tónlist: ★ ★ Með trúna að leiðarljósi íslendingar era kristinnar trúar og við eigum í fórum okkar tónlist sem tilheyrir kirkju og trúarlegum athöfnum, tónlist sem er alþjóðleg og einn- ig frumsamin, þá hefur sú tegund trúartónlistar sem kennd er við gospel ekki mikið veriö flutt hér á landi, hvorki við guðsþjónustur né á öðram samkomum. Skýringin er einfold, þetta er tónlist sem á sér rætur í allt öðra umhverfi, í kirkjum svartra í Bandaríkjunum. Guðs- þjónustur hjá þessum hópi era allt ööra vísi guðsþjónustur en við hér heima eigum að venjast, þótt text- inn, sem borinn er fram í töluðu máli og lögum, sé byggður á sama grunni og það er fyrst og fremst tónlistin sem aðskflur, tónlistar- flutningur sem er mun frjálslegri en sá hefðbundni flutningur sem við eigum að venjast í kirkjum. Trúarleg tónlist, sem hefur undirtitilinn Lofsöngvar, er safn laga sem era með trúarlegum textum. Það er Magnús Kjartansson sem hefur átt veg og vanda af útsetningu laganna og hefur sú vinna tekist vel. Þótt á plötukápu standi einnig gospel, þá era það aðeins nokkur lög sem geta talist í þeim hópi, önnur tengjast trúnni í gegnum texta lagsins, má þar nefna Þú gætir mín sem Karen Carpenter flutti upprunalega en Rut Regin- alds syngur mjög vel á plötunni. Annars er það frammistaða Rutar sem á mest hrós skilið, hún hefur tilfinningu fyrir lögunum, sem mér finnst James Olsen vanta, þá er kórinn mjög misgóður eins og best kemur fram í Himnafarið/Ó guð en sá morgunn. Hilmar Karlsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.