Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993 Sérstæð sakamál Stefnumótid Hollendingurinn Lodovicus La- enen og kona hans fluttust með átta böm, fjórar stúlkur og fjóra drengi, til Brisbane í Ástralíu til aö byija nýtt líf. Fyrstu þrettán árin gekk allt vel en þá lét einn sonanna, Chris, þá tuttugu og tveggja ára, lífið í umferðarslysi. Fjölskyldan var nokkum tíma að komast yfir sorgina. En þá dró aft- ur til ótíðinda í Laenens-fiölskyld- unni. í þetta skipti kom yngsta dótt- irin, Mary Yvonne, við sögu. í raun má segja að vandi Mary Yvonne hafi verið dæmigerður fyr- ir mörg ungmenni í Brisbane. Hún var aðflutt, einmana og reyndi það sem hún gat til að komast í kynni við jafnaldra. Eitt var það ráð sem dugði mörg- um ungmennanna betur en önnur í baráttunni við einmanakenndina og það var Fjarskiptaklúbbur, Ci- tizen Band Radio Alfa-Sierra Club, sem notaöi fjarskiptatíðnisviðiö sem almenningi er ætlað. Allan sólarhringinn mátti heyra ungt fólk ræða saman á dulmáb sem enginn skildi nema það. Nýr klúbbfélagi Á hveijum degi mælti ungt fólk sér mót með því að tala saman í fjarskiptatækjunum. Samtölin ein- kenndust mjögaf uppfinningasemi, og mátti nefna dulnefni eins og „Rauðhaus", „Silfurfurstinn", „Little Richard", „Hetiaskaðinn" og önnur af svipaðri tegund. Þannig gátu menn heyrt „Cas- anova“ segja „Candyfloss" að hann væri YMS og heyra hann svo spyija hvort hún væri YLS. YMS stóð fyr- ir ungur maður undir tuttugu og fimm ár aldri og spumingin var á þá leið hvort hún væri einmana og á svipuðu reki. Þegar stefnumót voru ákveðið notuðust klúbbfélagar við talna- kort, en með því að nota það mátti búa til dulnefni úr tölustöfum og sagði það tti um staðinn þar sem hist skyldi. Staðimir vom aldrei nefndir með réttu nöfnum. Dag einn bættist nýr félagi í klúbbinn. Hann tók sér afar óvepjulegt nafii, „Hin blikandi tá“. Þaö var Mary Yvonne Laenen. Stefnumót Rúmum tveimur mánuöum eftir að Mary Yvonne gekk í klúbbinn fór hún að heiman kvöld eitt og settist undir síýri í Datsun-bílnum sínum. Á honum var hið vel kunna Alfa-Sierra loftnet. Mary Yvonne var að fara á stefnumót við einn klúbbfélaganna. Þegar hún var ekki komin heim um miðnætti hringdi faðir hennar, Lodovicus „Louis“ Laenen tti Alfa- Sierra klúbbsins og bað um aðstoð. í skyndi var lesin hjálparbeiðni og allir félagar beðnir að skýra frá öllum sem þeir vissu um og tengst gætu „Hinni blikandi tá“. Enginn lét þó tti sín heyra þá nótt. Laenen gerði boð fyrir vini og kunningja og skipulagði leit á eigin vegum. Hún stóð fram tti morguns en bar engan árangur. Þá kom lög- reglan tti sögunnar og var nú hafin umfangsmikti leit. Var farið víða um Brisbane en árangurinn varð ekki í hlutfalli við erfiðið. Bíllinn fínnst Þótt lögreglan hefði ttikynnt að hún myndi leita að Mary Yvonne gafst Laenen ekki upp á að leita með vinum og kunningjum og það var einmitt þrautseigja þeirra sem bar árangur. Þegar klukkan var orðin hálffimm um daginn fann Laenen og hans menn bti Mary Yvonne þar sem honum hafði verið Lodovicus „Louis“ Laenen. lagt í hliðargötu, ekki langt frá heimtii fjölskyldunnar. Bíllinn var mannlaus. Hann var opnaður en í honum fannst ekkert sem bent gat tti þess hvað orðið hefði um stúlkuna. Laenen vtidi þó opna farangursgeymsluna ef vera skuldi að þar væri einhveijar vís- bendingar að finna. Var hún opn- uð. Kom þá 1 ljós líkið af Mary Yvonne. Það var klæðlaust og var ljóst að stúlkunni hafði verið misþyrmt, en likinu síðan troðið í farangurs- geymsluna og fótunum kastaö yfir það. Erfítt viðfangsefni Lögregla var nú kvödd á vett- vang. Komu rannsóknarlögreglu- menn og tæknimenn. Var bíllinn gandskoðaður, fingrafór tekin og líkinu komið í hendur réttarlækn- is. Hann skýrði svo frá því þegar hann hafði lokið rannsókn sinni að hin látna hefði fengið höfuðhögg og bæri þess greinileg merki aö hún hefði verið tekin kverktaki. Bæru flestir áverkamir með sér aö hún hefði barist ákaft fyrir því að halda lífi. En þrátt fyrir það ofbeldi sem hún hafði verið beitt hafði henni ekki verið nauðgað, og mátti af því draga tvær ályktanir. Annars veg- ar að morðinginn hefði ekki komið fram vtija sínum eða að hann hefði aðeins haft í huga að myrða Mary Yvonne. Rannsóknarlögreglumennimir sáu fljótlega að fiarskiptatækið í bílnum var stillt á rás sex, en þaö sýndi að hún hafði svaraö kalli. Spumingin var hins vegar við hvem hún hafði talaö. Væri hægt að upplýsa það væru allar líkur á að morðinginn væri fundinn. Varúðarorð Yfirmaður rannsóknarlögregl- unnar í Brisbane, Tony Murphy, var sannfærður um að öllu skipti að tækist að hafa uppi á klúbbfélag- anum sem kallað hafði Mary Yvonne upp. En honum var fleira í huga, eins og hann sagði við fréttamenn: Tom Murphy. bane. Datsun-billinn. „Við vitum að kynferðisafbrota- menn hafa notað borgarabylgjuna tti þess að lokka ungar stúlkur á afskekkta staði og við höfum marg- oft varað við því að ungar stitikur fari á stefnumót við menn sem þær þekkja ekkert tti. Margar af þeim stúlkum sem em í Alfa-Sierra klúbbnum em aðeins fimmtán eða sextán ára og gera sér enga grein fyrir þeirri hættu sem þær sefia sig í. Mary Yvonne Laen- en er sú fyrsta sem týnir lífinu af þssum sökum, en viö em mjög hræddir um að hún verði ekki sú síðasta.“ Svo mörg vom orðs Murphys, og víst er að þau höfðu nokkur áhrif. Reiður og sorg- mæddurfaðir Um tvö hundmð og fimmtíu manns komu tti aö vera við útfór Mary Yvonne, en hún var gerð frá kirkju kaþólikka, St. Martins. Þar strengdi faöir hennar, Lodovicus Laenen, þess heit að hann myndi ekki hætta fyrr en hann hefði hefnt dauða dótturinnar. Að athöfninni lokinni ræddi hann sérstaklega við vini og kunn- ingja, gerði þeim grein fyrir ttifinn- ingum sínum og lét jafnframt í ljós þá skoðun að hann héldi að lögregl- unni tækist ekki aö upplýsa málið. Eina leiðin væri því sú að haldið yrði áfram þeirri leit sem hann hafði hafið á sínum tíma og haföi orðið tti þess að bíllinn fannst. „Lögreglan og dómstólamir sýna allt of mikla linkind," sagði Laenen við þetta tækifæri. Þessi glæpur var drýgöur gegn ungri og sak- lausri stúlku og finni ég þann sem ábyrgöina ber skal ég sjálfur hengja hann. Ég kemst aldrei yfir það áfall sem ég varð fyrir þegar ég fann lík dóttur minnar í farang- ursgeymslunni. Hver getur gert slíkt við glaða og kærleiksríka stúlku?“ Vandi lögreglunnar Murphy, yfirmaður rannsóknar- lögreglunnar, var ekki sérstaklega ánægður með þá yfirlýsingu sem Laenen gaf, en hún barst blaða- mönnum tti eyma og birtist í blöð- um daginn eftir. En Laenen hafði sitt málfrelsi og við þessu var því ekkert að gera. Rannsóknarlögreglan hélt áfram leitinni. Var meðal annars reynt að nýta loftmyndir til að leysa morðgátuna, en sú ttiraun bar ekki árangur. Murphy átti sér þó þá von að hann og starfsfélagar hans fyndu morðingjann, en ekki Laen- en og leitarsveit hans. Margir félagar í Alfa-Sierra klúbbnum vom yfirheyrðir og þá kom í ljós að nokkrir þeirra höfðu heyrt „Hina blikandi tá“, Mary Yvonne, ræða við mann og ákveða stefnumót við hann kvöldið sem hún var ráðin af dögum. Enginn þeirra sem á samtalið höfðu hlust- að hafði þó lagt á minnið talnaröð- ina sem sagði tti um hvar stefnu- mótið var ákveðið. Hinnfull- komni glæpur? Þótt ttimælum væri beint tti klúbbfélaganna um að gefa sig fram, hefðu þeir eitthvað að segja sem orðið gæti tti að varpa ljósi á hver hafði misnotað klúbbinn í svona skelfilegum ttigangi, gaf eng- inn sig fram. Þó mátti vera að ein- hver félaganna vissi eitthvað, þvi þeir vom alls 60.000. En það sagði sig sjálft að rannsóknarlögreglan gat ekki yfirheyrt allan þann fjölda. Miklum tíma var varið í að reyna að komast að því hvar Mary Yvonne hafði hitt óðdæðismann- inn. Það tókst þó ekki. Og Laenen og vinum hans tókst ekki betur. Þeirra leit bar engan árangur. Leitin mikla bar engan árangur Lodovicus „Louis“ Laenen lifði í allmörg ár eftir morðið, en dó loks úr hjartabtiun. Hann fékk aldrei þá ósk uppfyllta að koma fram hefnd eða sjá morðingjann dreginn fyrir lög og dóm. Málsskjölin vom lögð á hilluna. Og þar með má segja að sannast hafi enn einu sinni hve erfitt verk kemur í hlut rannsóknarlögregl- unnar við aðstæður sem þessar, þegar morðingi lætur tti skarar skríða án þess að hægt sé að hafa annað tti vísbendingar en afbrigði- legar hvatir sem leitt geta tti árása á nær hvem sem er ... og hverfur svo út í náttmyrkrið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.