Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993
21
Menning
Ráðið i splundr-
aðar myndir
Bókin Ósýnilegar sögur eftir Sindra Freysson geymir tólf kaíla þar sem
gerðar eru tilraunir með ólík sjónarhom á sama atburðinn, eilifð augna-
bliksins og þser minningar sem þjóta um mannshugann þegar golan snert-
ir vangann, og reynt er að lýsa viðleitni manna til að endurgera horfna
mynd veruleikans í gömlum munum eða rituðu máh. Það meginstef kafl-
anna hljómar kannski sterkast í þeim síðasta, Spili, þar sem segir frá
gamalli konu sem hefur raðað púsluspilum og brotið þau síðan upp og
safnað brotunum í stóra tunnu
uppi á lofti. Þar hrærast þau saman
og slík brot mannlífsins verða seint
sameinuð í mynd. En samt er þetta
einmitt eilíf viðleitni skáldanna: að
móta veruleikann í sögur, koma
reiðu á óreiðu tilverunnar og segja
frá henni þannig að einn atburð
leiði af öðrum. Þrátt fyrir tilraunir
höfunda til að skila óreiðunni
óskipulegri á blað hljóta þær alltaf
að mistakast vegna þess eins að
orðin, efniviður skáldskaparins,
koma böndum á veruleikann og
breyta honum í skipulega veröld.
Öðru vísi er ekki hægt að tala um
hann, jafnvel þótt menn vaði úr
einu í annað.
í bók Sindra er víða skemmtilega tekið á þessum vanda veruleikasmíð-
innar, ekki síst í þeim sögum sem vinna með ólíkar hugsanir persónanna
eins og í Torreki, um hjón sem stöðva bifreið sína og stíga út svolitla
Bókmenntir
Gísli Sigurðsson
stund áður en þau halda áfram, og í Sunnudagsspegli þar sem við fylgj-
umst meö heimkomu timbraðs einkasonar frá sjónarhomi hans sjálfs,
móðurinnar og loks foðurins sem hkt er ástatt um.
í Dagbók hringjarans tekst sögumanni ágætlega að endurskapa liðinn
atburð á grundvelli ritheimilda sem hann fléttar saman við það sem síð-
ar hefur orðið en skyld tilraun í Horfna stafrófinu heppnast ekki eins
vel þar sem reynt er að ausa upp htiö spennandi alfræðikenndum sögu-
fróðleik. Og í Lyklavöldum þykir þessum lesanda hér á köflum reynt
fuhmikið á skilninginn; stundum er eins aht sé í lagi en svo svífur text-
inn út á einhver dularsvið þar sem ekki er vel gott að fylgja honum eftir.
Sama vandamál loðir reyndar við fleiri sögur. StíUinn er mjög knappur
og ljóðrænn, jafnvel bældur, en þó svó ábúðarmikih að hrekklaus les-
andi gæti hneigst tíl að ásaka sjálfan sig fyrir að vera ekki nógu klókur
að ráða í krossgátuna sem lögð er fyrir hann. Þeir hörðu og djörfu gætu
hent bókinni frá sér með skömmum um thgerð. í þessum ofurknappa
stíl er vandi bókarinnar sennUega fólginn. Þrátt fyrir skemmtUegar og
oft vel útfærðar hugmyndir vantar einhvern kraft sem keyrir sögumar
áfram og lokkar lesandann til að fletta yfir á næstu opnu. Þetta einkenni
kemur oft fram hjá þeim sem skrifa einmana texta á bók en skortir tilfinn-
ingu sögumanns sem þarf að halda athygh áheyrenda sinna og getur
ekki treyst á þohnmæði þeirra að fylgja honum hvert á hugarlendumar
sem er. En með örhtilh viðhorfsbreytingu ætti sá vandi að verða úr sög-
unni. Og líklega þurfum við hka að rækta viðhorf lesandans sem þarf
að vera viðbúinn því að fyrstu sögur frá ungum höfundi séu einmitt ekki
eins og ahar hinar sögumar sem hann er búinn að lesa áður.
Sindri Freysson
Ósýnilegar sögur
Forlagið 1993
Sviðsljós
Jóhann, Aðalbjörg og Pétur Sveinsson skipstjóri með fjölskyldum sinum
í brúnni á nýja Andvara. DV-myndir Ómar Garðarsson, Vestmannaeyjum
Rækjutogari til Vestmannaeyja
Rækjutogari sem útgerðarfé-
lagið Andvari í Vestmannaeyj-
um keypti ffá Grænlandi kom
nýlega í fyrsta sinn tU heima-
hafnar í Eyjum og var fagnað
vel. Skipið var smíðað í Dan-
mörku 1987 og htur vel út. Eig-
endur eru hjónin Jóhann Hall-
dórsson skipstjóri og Aðalbjörg
Bemódusdóttir.
Andvari siglir inn í höfnina í Eyjum i
fyrsta sinn.
Mikið var það gaman
„Enginn ætti að skopast að þeim sem leitar á vit
furðunnar" segir á einum stað í nýjustu bók Álfrúnar
Gunnlaugsdóttur, Hvatt að rúnum (125). Það er sögu-
kona bókarinnar sem þannig tekur tU orða, sú sem
opnar frásögnina og sú sem allir þræðir sögunnar
hggja tU þó hún sé ekki aUtaf sjálf í brennideph frá-
sagnarinnar. Hér fara þijár sögur saman, saga sögu-
konu sem gerist á okkar tímum: ofsafengin og losta-
fuh ástarsaga tveggja kvenna og karlmanns, saga Stef-
áns draugs sem var uppi á 18. öld og riddarasagan um
Diafanus sem Stefán las í æsku og segir sögukonu, en
Stefán, þessi svipur úr fortíðinni, tekur sér um tíma
bólfestu í húsi hennar. Meðan Stefán segir frá heldur
sögukona sig yfirleitt fjarri en stundum þrengir hún
sér óþohnmóð fram og spyr áleitinna spuminga, viU
Bókmenntir:
Sigríður Albertsdóttir
þvinga frásögnina áfram. Þetta háttalag konunnar
bendir til þess að hún sé að leita að skýringum á sinni
eigin sögu í frásögnum Stefáns. Enda kemur á daginn
að allar tengjast sögurnar á einn eöa annan hátt og
endurspegla kannski fyrst og síðast þá staðreynd að
eðh mannsins breytist Utið frá einum tíma th annars.
Atburður á einu tímaskeiði kaUar fram svipaðan at-
burð á öðm, á öUum tímum verða menn ástríðum og
svikum aö bráð.
Endurtekningamar ljá sögunni óhugnanlegan blæ
og ýta undir tilfinninguna fyrir varnarleysi mannsins
í veröld þar sem allt virðist fyrirfram ákveðið. En aU-
ir vUja hafa eigið líf í sinni hendi og söguna á valdi
sínu eins og hnykUhnn, sem kemur hvað eftir annað
fyrir í sögunni, sýnir en hann er eitt af aðaltáknum
sögunnar. í kringum sögukonu er stöðugt verið að
pukrast með og spyija um hnykU í bauk og í sögu
Stefáns hnoða í buðk. Þessir hnyklar skipta um eigend-
ur með reglulegu mUhbUi og sá sem hefur þá undir
höndum hveiju sinni hefur söguþráðinn á sínum
snæmm. Hann fær tækifæri til að velja og hafna því
þegar hann fær hnykihnn í hendur fylgja eigendaskipt-
unum viss fyrirmæli sem honum ber að fara eftir.
Sögukona fær hnykihnn og Stefán hnoðað og þegar
þau brjóta fyrirmæhn, meira af klaufaskap en hrein-
um ásetningi, þá er það þeirra val. Um leið kaUa þau
yfir sig hræðUega atburði sem þau geta engan veginn
afstýrt. En í sögulok ræður sögukona bæði yfir hnoða
og hnykli og vefur þá sigrihrósandi saman í einn. Um
leiö gefur hún höfundinum sem ávallt er nálægt langt
nef en hann virðist þegar hér er komið hafa misst frá-
sögnina í hendur konunnar. Þannig tengir Álfrún við
Álfrún Gunnarsdóttir.
söguna hugleiðingar um galdra frásagnarhstarinnar
en hnyklunum tengjast einnig hugleiðingar um áhrifa-
mátt kvenna. Það era yfirleitt þær sem ráða yfir hnykl-
unum, höfundurinn sem tapar er karlkyns og sú sem
sigrar er konan sem leitar á vit furðu og ævintýra í
byijun. Og enginn ætti að skopast að þeim sem það
gera því í þeirri leit kemur ýmislegt fram eins og best
sannast á sögukonu. Hvatt að rúnum fer hægt af stað
enda margar persónur sem em kynntar til sögu og
frásagnaraðferðin þess eðhs að þaö tekur smátíma að
átta sig á framvindu mála. Þar sem sagan gerist á
þremur tímaplönum verður lesandinn að vera reiðu-
búinn að meðtaka þær sviptingar sem því fylgja og
ýmis undur sem skynsemin hafnar undir venjulegum
kringumstæðum. En þetta er heldur engin venjuleg
saga. Hér hafa allir atburðir sitt vægi og undarlegur
atburður í einni sögu endurspeglar venjulegt atvik í
annarri sögu þannig að þegar yfir lýkur mynda sög-
urnar þrjár eina heildstæða og afar vandaða sögu.
Ekki spihir það fyrir hve spennandi hún er, maður
er ekki í rónni fyrr en ljóst er hvemig persónunum
hefur reitt af í veröldinni og endalok þeirra sumra eru
óttaleg og ógnvekjandi. Með þessari nýjustu bók hefur
Álfrún bætt á sig einni rósinni enn og ekki annað
hægt að segja að lestri loknum en: mikið var það gam-
an.
Álfrún Gunnarsdóttir:
Hvatt að rúnum
Mál og menning 1993
Góðsaga
fyrir unglinga
Bækumar sem út koma fyrir hver jól era fjölbreytt-
ar og óhkar. Þó em alltaf ákveðnir höfundar sem telja
verður íhaldssama í efnisvah og framsetningu sögu.
En aðrir reyna að fara nýjar leiðir. Einn þeirra er
Eyvindur P. Eiríksson en frá hans hendi er komin út
bókin Á háskaslóð.
Sagan fjahar um tvo stráka sem fara með pabba sín-
um í ævintýralega siglingu á skútu. í upphafi ferðar
fljúga þeir til Kaupmannahafnar og þaðan hggur leið
þeirra í austurátt. í þessu ferðalagi lenda þeir í marg-
víslegum ævintýrum og eins og vera ber lenda þeir
einnig í sjávarháska. Sagan er sögð með orðum ann-
ars bróðurins en hann lýsir öllu því sem fyrir ber með
skemmtilegum hætti og ekkert er dregið undan.
Bókmenntir
Sigurður Helgason
Einhvem veginn hef ég á tilfinningunni að ferð af
þessu tagi hafi verið farin. Greinilegt er að höfundur
skrifar af þekkingu um aðalefni sögunnar en auk þess
er hann fundvís á skemmtileg atriði í umhverfinu og
mannbfinu. Og umframt aht reynir hann að sjá skop-
legu hliðamar á tilverunni.
Þaö að segja sögu af þessu tagi er talsverð hst. Það
er hst að halda lesandanum við lesturinn, þaö er hst
að viðhalda hæfilegri spennu. Þetta tekst Eyvindi
ágætlega. Það er ekki verið aö búa til neina ævintýra-
veröld heldur tekst honum að setja daglega atburði í
skemmtilegt samhengi og úr verður góð saga. Og ekki
sakar að hver maður sem söguna les sér að hana skrif-
ar maöur sem hefur stundaö sighngar og veit um hvað
þær snúast.
Stíh sögunnar er léttur og hpur og finnst mér stund-
um eins og að verið sé að lýsa veröld þeirra sem skútu-
sighngar stunda. Haldið er á lofti orðum sem eru
dæmigerð í því sambandi. Um miðja blaösíöu 13 eru
th dæmis nokkrar hnur sem flest börn og unglingar
hafa gott af að lesa, einfaldlega af því að þar er að finna
ýmis orð tengd sighngum sem við rekumst ekki oft á.
Ekki má gleyma því að höfundi er greinhega umhug-
að um umhverfið, það að sjórinn haldist hreinn og
átok um mengunarmál eiga greinilega að vekja lesend-
ur almennt til umhugsunar um hvað er að gerast og
hvað getur gerst í umhverfinu sé ekki varlega farið.
Og meðal annars kemur fram að það sé kannski ekki
illmennska eða heimska ein sem ráði því aö menn
geri eitthvað sem geti valdið mengun, heldur sé þetta
fyrst og síðast spuming um mikla hagsmuni og þeir
ráði ótrúlega oft afstöðu manna.
Ég hafði gaman af að lesa þessa bók. Maöur skynjar
í henni th dæmis töfra þeirra staða sem við sögu koma,
eins og til dæmis Kaupmannahafnar. Hún felur einnig
í sér skemmthegan ferðamöguleika þar sem gistingin
og farkosturinn er sameinaður.
Eyvindur P. Eiríksson hefur að því er ég veit aldrei
áður skrifað bók fyrir böm og unglinga. Honum ferst
það hins vegar vel úr hendi og ætti hann að halda því
áfram. Teikningar Önnu Cynthiu Leplar í upphafi
hvers kafla setja skemmthegan svip á bókina. Mál og
menning á heiður skilinn fyrir vandaða útgáfu á barna-
og unghngabókum mörg undanfarin ár, ekki síst þar
sem ekki em ahtaf famar troðnar slóðir.
Eyvindur P. Eiríksson: Á háskaslóð
Teiknlngar: Anna Cynthia Leplar
Reykjavfk, Mál og menning, 1993