Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993 - Chicago. í nótt fór hann á kostum og skor- esota. alsdeildin: mgurinn lewcastle Staða efstu liða: Manch. Utd 21 16 4 1 43-17 52 Leeds 22 11 7 4 37-25 40 Blackbum 20 11 5 4 28-17 38 Newcastie 21 10 6 5 38-20 36 Arsenal 21 9 7 5 20-13 34 -JKS NBA-deiIdin í nótt: Pippenvar óstöðvandi - og Chicago Bulls sigraði Minnesota, 106-98 Scottie Pippen átti enn einn stórleikinn í nótt með meisturum Chicago BuIIs í NBA-deiIdinni er liðið sigraði Minnesota Timberwolwes nokkuð örugglega, 106-98. Pippen skoraði 26 stig og er greinilegt að hann er búinn aö ná sér af slæmum meiðslum sem hann varð fyrir fyrr í vetur. Eftir að Pippen kom aftur í lið Chicago hefur það unnið níu af síð- ustu tíu leikjum sínum og meistar- amir frá í fyrra eru til alls líklegir þrátt fyrir að Jordan leiki ekki leng- ur með þeim. Isaiah Rider var stiga- hæstur í liði Minnesota og skoraði 25 stig. Boston tapaði heima Boston tapaði á heimavelli sínum gegn Atlanta, 103-108, og er ósigrandi í NBA-deildinni þessa dagana. Mað- urinn á bak við sigur Atianta í Bos- ton Garden var Kevin Willis. Hann skoraði 32 stig og tók 11 fráköst. Rice skoraði 29 stig Philadelphia 76ers tapaði illa á heimavelii gegn Miami, 90-98. Glen Rice skoraði 29 stig fyrir Miami og átti stórleik en í liði 76ers var nýlið- inn frá í fyrra, Clarence Weatherspo- on, stigahæstur með 19 stig. Enn eitttapið hjá Dallas Dallas er enn heillum horfið og tap- aði í nótt 21. leiknum í vetur og liðið hefur aðeins unnið einn leik og er langlélegasta liðið í deildinni. í nótt tapaöi það fyrir Milwaukee, 96-86. Todd Day skoraði mest fyrir Mil- waukee eða 21 stig en Jamal Mash- bum var stigahæstur hjá Dallaes með 29 stig. Los Angeles Clippers vann góðan heimasigur í nótt gegn Washington Bullets, 109-96. -SK Fyrsti sigur Trinkl á heímsbikarmóti Argentanumenii Argentínska knattspyrnusam- bandið hefur fariö þess á leit við Alþjóðaknaltspymusambandið, FIPA. að keppnisbann argent- ínska landsliðsmannsins Claudio Cajiniggia, sem fyrr á þessu ári var dæmdur sekur um hafa neytt kókaíns, verði stytt. Canniggia var dæmdur í 13 mánaða keppn- isbann sem á að renna út 8. mai eða einum og hálfúm mánuði fyr- ir HM en Argentínumenn vilja fá bannið stytt svo að Canniggia i geti tekið þátt í undirbúningi liðs- ins fyrir átökin í Bandaríkjunum. Knattspyrnufikiar verðaaðvaka framánætur Knattspyrnufíklar í Evrópu verða að vaka fram á nætur ef þeir ætla að fylgjast með fyrstu átta keppnisdögunum í HM i knattspymu í sjónvarpinu. Leik- irnir þessa fyrstu átta daga hefj- ast nefnilega þegar klukkan er 23 eða 23.30 í Evrópu. En það eru aðeins 11 leikir af þeim 52 sem fara fram svo seint, segja tals- menn FIFA. Flestir leikirnir verða flautaðir á þegar skammt er liðið á kvöldið i Evrópu. Opn- unarieikur Þjóðvetja og Bólivíu- manna fer til að mynda fram klukkan 18 að íslenskum tímaog úrslitaleikurinn klukkan 18.30. -GH Austurríkismaðurinn Hannes Trinkl sigraði nokkuð á óvænt í risa- stórsvigi karla í heimsbikarmótinu á skíðum í gær sem var jafnframt hans fyrsti sigur á heimsbikarmóti. Besti árangur Trinkl fyrir mótið í gær var þriðja sæti í tveimur brunmótum á síðasta ári. Margir af bestu skíða- mönnum heims urðu aftarlega á merinni og má þar nefna nöfn á borð Norðmanninn Kjetil Aamodt og Gu- enther Mader frá Austurríki. Trinkl fékk tímann 1:04,42 mínútur og Wemer Perathoner, Ítalíu, sem varð annar, fékk tímann 1:05,02 mín- útur og Armin Assinger, Austurríki, þriðji á 1:05,10 mínútur. Fijálsaríþróttir: Þrjúmetí Baldurshaga Þijú íslandsmet voru sett á inn- anfélagsmóti UBK í Baldurshaga í gærkvöldi. Rakel Tryggvadóttir, FH, bætti eigið met í meyjaflokki þegar hún stökk 11,45 metra í þrístökki. Rakel Jensdóttir, UBK, setti telpnamet í hástökki, fór yfir 1,55 metra. Þá setti Hafsteiim Sigurðsson, UBK, sveinamet í þrístökki, stökk 13,66 metra og var öruggur sigur- vegari. -JKS Kjetil-Andre Aamodt er efstur á stigum að loknum 12 mótum í vetur, hefur hlotið 479 stig. Annar er Al- berto Tomba, Ítalíu, með 454 stig og þriðji er Gunther Mader, Austurríki, með 449 stig. Keppni í risastórsvigi kvenna fór fram í Flachau í Austurríki og þar sigraði hin 18 ára gamla Katja Koren frá Slóveníu á 1:15,62 mínútum. Sig- urinn kom henni í opna skjöldu, hún sagðist alls ekki hafa átt von á því að sigra. ítalska stúikan Bibiana Perez varð önnur á 1:15,70 mínútum og Katja Seizinger, Þýskalandi, lenti í þriðja sæti á 1:15,87 mínútum. -JKS Katja Koren fagnar sigri. 53 íþróttir ventus, er talinn mjög líklegur til að veröa útnefndur knattspymumaður Ewópu 1993 á sunnudaginn þeg- ar úrslitum í kjörinu verður lýst. Baggio var á dögunum útnefnd- ur knattspyrnumaður ársins 1993 og þar kusu Jandsliðsþjálfarar víðs vegar að úr heiminum. Ef Baggio verður kjörinn á sunnu- dag skipar hann sér á bekk með mestu knattspymuhetjum sög- unnar. Þar má nefna Stanley Matthews, Alfredo Di Stefano, Johan Cruyff, Michel Platini, Ruud Gullit og Marco van Basten. IMðMflf ttdf tVHUfík ■■■•» IMWMR a Manchester City og Leeds United hafa slupt á leikmönnum. Hér er um aö ræöa þá David WTdte og David Rocastle. White hefur veriö lengst allra leikmanna hjá Man. City og var markaliæsti leikmaður liðsins í fyrra og skoraði þá 19 mörk. í ár hefur liann alls ekki náð sér á strik og aðeins skorað eitt mark i 20 leikjum. Rocastíe var keyptur til Leeds frá Arsenal á sínum tíma og hefúr ekki náö sér á strík og reyndar undarlega lítið fengið aö spreytasig. -SK AfkinsonvHI halda í Neil Cox Ron Atkinson, framkvæmda- stjóri Aston Villa, hefur boðið vamarmanninum Neil Cox nýjan tveggja ára samning. Óvíst er hvort Cox tekur boði Atkinsons en hann hefur lýst yfir áhuga á að fara frá Villa. Atkinson vill að málin gangi fljótt fyrir sig og segir aö bolfinn sénúhjáCox. -SK hvoráannan Ómar Bragason, þjálfari 3. flokks karla hjá Haukum í knatt- spyrnu, vill koma á framfæri varðandi umfjöllun DV um slags- mál í leik Hauka og Stjörnunnar í 3. flokki á dögunum, að strák- arnir, sem um ræðir, hafi rifist eftir leikinn og hrækt hvor á ann- an. -SK T-'l • / / Jolagjoiin í ar er EKKERT MÁL! ítojHi á Uí utö 'fón 'Páí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.