Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 34
58
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993
Hafsteinn á Eldingunni heitir ævi-
saga Hafsteins Jóhannssonar sem er
komin út hjá Iðunni. Bókin lýsir af-
reki Hafsteins að sigla einn umhverf-
is hnöttinn á heimasmíöaðri skútu
án þess að hafa nokkurs staðar við-
komu á leiöinni. Hér er brot úr kafla
bókarinnar.
Þegar líða tekur að aðventu árið
1990 siglir sæfarinn Hafsteinn Jó-
hannsson einsamall á skútu sinni,
fjarri allri mannabyggð úti á regin-
hafi, langt undan ströndum Asíu og
Austur-India, gegnum beljandi
vindgnauð og öldurót hinna ill-
ræmdu fimmtugsgráða, með suður-
jaðri Indlandshafs norðan Kerguelen
í átt að Tasmanhafi og Nýja-Sjá-
landi, án þess að hafa annað fyrir
augum en himin og haf allan þann
tíma er sú sigling tók - endalausa
víðáttu á alla vegu. Eini félagsskap-
urinn sem hann hefur eru íbúar him-
inhvolfsins og þær lífverur sem eiga
hafdjúpin að vettvangi tilveru sinn-
ar. Maðurinn er þarna einn í um-
komuleysi sínu andspænis þeim ógn-
aröflum náttúrunnar sem hann
kappkostar ekki að sigrast á fremur
en fuglar himins eða fiskarnir í djúp-
inu - allt sem hann sækist eftir er
að fá að þreyja þorrann og góuna í
samhljómi við þær aðstæður sem
upp kunna að koma hverju sinni -
þrauka, líkt og forfeður hans í því
harðbýla landi íslandi hafa mátt gera
um aldir. Hann hefur sett sér það
mark að komast aftur heill á húfi á
Komið til Egersund í Noregi aö aflokinni hnattsiglingu.
hann er ekki meira en 2 cm á lengd
og silfurgljáandi. Ég var búinn að
vera að velta því fyrir mér hvort fugl-
inn væri í einhverju æti þama úti á
reginhafi og fékk nú staðfestingu á
því að það er þessi litli fiskur sem
hann étur.
Sunnudagur 9. desember 1990:
Gervihnötturinn sýnir 44”38’ S og
98°53’ A á hádegi. Sjávarhiti mældist
12°C og lofthiti 15°C - norðankaldi og
skýjað, loftvog: 1028 millíbör. Skútan
er nú stödd nokkurn veginn miðja
vegu milli Kergueleneyjar og Nýja-
Sjálands, um það bil 2.000 sjómílur
eða 3.650 km norður af Suðurskauts-
landinu.
Ég tók efdr því að leki virtist vera
kominn að skútunni. Hún er öll úr
trefjaplasti svo það á hvergi að geta
komist inn sjór nema þá helst um
lúkarsopið sem ekki var raunin. Ég
fór því að leita orsaka fyrir þessum
kynlega leka og byrjaði á að kanna
svæðið í kringum siglufótinn ef ske
kynni að mastrið væri á leið niður
úr skútunni, en þar var sem betur
fer ekkert að sjá. Þá var að kanna
málið fyrir aftan vélina og þar kom
í Ijós að lekinn kom inn með púströr-
inu sem er sjókælt. Ekki var um
annað að gera en finna út hvar
sprunga væri á púströrinu og þegar
hún var fundin að vefja rörið ræki-
lega með einangrunarbandi - og það
hélt. Vegna kælingarinnar verður
rörið aldrei neitt verulega heitt þó
vélin sé keyrð svo einangrunarband-
ið dugði alveg þar til heim var kom-
Brot úr kafla bókarinnar Hafsteinn á Eldingunni:
Einsamall
kringum jörðina
þann stað sem lagt var upp frá. Til
að það megi takast verður hann að
laga sig að kringumstæðum og haga
athöfnum sínum í samræmi viö
duttlunga þeirra grimmu afla sem
ríkjandi eru allt umhverfis hann og
ein vesæl mannskepna fær engu um
ráðið.
Þekkirhafið
En Hafsteinn Jóhannsson er að
sönnu enginn veifiskati pg hann er
svo vel að manni aö fáir íslendingar
sem uppi hafa verið á seinustu ára-
tugum hafa verið jafnokar hans að
því leyti. Hann þekkir einnig hafið
og duttlunga þess öðrum betur þó
hann hafi ekki setiö lengi á skóla-
bekk til að nema siglingafræði. Hins
vegar hefur hann aldrei þurft á því
að halda að bera mannkosti sína á
torg til að miklast af sjálfum sér.
Hann hefur jafnvel verið talinn ein-
rænn og dulur, vegna þess að hann
hefur kosið að fá að banga við sitt í
friði, án þess að útbásúna það eða
gefa gaum hvemig aðrir mundu
kjósa að haga gerðum sínum í hans
sporum.
Hafsteinn Jóliannsson var fyrir
löngu orðinn þjóðsagnapersóna á ís-
landi þegar hann kvaddi fósturjörð-
ina og hélt út í veröldina þrjátíu og
fimm ára gamall og hefur síðan að-
eins komið heim sem gestur þó hann
hafi aldrei sleppt sínu íslenska ríkis-
fangi. Sjómenn sem voru á síldveið-
um fyrir norðan og austan land á
sjöunda áratugnum eða þeir sem
muna eftir honum frá vetrarvertíö-
um á Suðumesjum allt fram að þeim
tíma er hann hvarf úr landi kunna
margar ótrúlegar sögur af hreysti
hans við köfunarstörf. Hafsteinn ger-
ir yfirleitt hvorki að játa né neita
þegar slíkar sögur em bomar undir
hann - hallar venjulega kímileitur
undir flatt og spyr á móti: „Ja, ef
þeir segja það, hlýtur það þá ekki að
vera satt?“
Hugsum okkur bát sem veltist um
vélarvana úti fyrir brimsorfinni
strönd og færist óðfluga nær landi.
Rauður bátur kemur aðvífandi á
fullu stími og nálgast án þess að sleg-
ið sé af. í stafni stendur samanrekinn
maður í froskmannsbúningi meö
stóra sveðju hangandi við belti og
■ hamar í hendi. Um leið og sá rauði
fer hjá hinum bátnum varpar maður-
inn sér útbyrðis og syndir hratt og
ákveðið gegnum öldumar að skut
þess sem berst um vélarvana í rót-
inu. Aðeins líða fáeinar mínútur þar
til kafarinn hefur lokið verki sínu
og höggvið og skorið burt það sem
heftir snúning skrúfunnar. Hann
syndir aftur frá bátnum að Elding-
unni sem kemur þar að á nýjan leik,
eftir aö hafa farið í stóram sveig um
bátinn, og kippir manninum inn fyr-
ir borðstokkinn um leið og farið er
hjá og siglir þegar í burtu. Báturinn
sem áður var hjálparþurfi og í bráðri
hættu heldur nú áfrcim veiðum eins
og ekkert hafi í skorist. Eitthvað
þessu líkt hljóma flestar frásagnir
sjómanna sem orðið hafa vitni að
björgunarafrekum Hafsteins Jó-
hannssonar.
Akurnesingar
fyrirgáfu honum
strákapörin
Skriffinnska og reglufesta hafa alla
tíð verið honum eitur í beinum -
hann skortir allan skilning og samúð
með þeim hugsunarhætti sem setur
bókstafinn ofar mannlegri skynsemi.
Hann er langt frá því að vera alvöra-
gefinn maður og stundum hefur
stráksskapur komið honum í bobba,
einkum á yngri áram þegar uppá-
tæki hans vora heldur en ekki litin
homauga af virðulegri samborgur-
um í fæðingarbæ hans. Akumesing-
ar hafa kannski ekki allir gleymt því
hvemig hús þeirra skulfu og rúöur
nötraðu í gluggum - brotnuðu meira
að segja sums staðar - þegar Haf-
steinn og félagar hans, Skarfurinn
og Hressilegur, voru að halda upp á
jól og áramót með magnþrungnari
áramótasprengjum en dæmi voru til
um fyrir meira en þrjátíu árum.
Þó svo allt þeirra brambolt sé ef til
vill ekki að fullu gleymt er það áreið-
anlega löngu fyrirgefið og þegar Haf-
steinn var hér á ferð á skútunni Eld-
ingu fyrir skömmu ásamt átta norsk-
um skólastrákum sem hann bauð
með sér, þá sátu þeir veislu á Akra-
nesi sem haldin var Hafsteini til heið-
urs í boði bæjarstjórans. Byggða-
safnið í Göröum þar í bæ geymir
margan góðan grip sem Hafsteinn
hefur í áranna rás sótt í fang Ægis,
ásamt minjagripum um hnattsigling-
una, þar á meöal íslenska fánann
sem uppi var á Eldingunni alla leið.
Og þegar Hafsteinn og Elding hafa
lokið hlutverki í þessari hérvist hef-
ur Hafsteinn mælt svo fyrir að
Byggðasafnið skuli hljóta skútuna til
varðveislu.
Smíðaði skútuna
sjálfur
Afar fáir þeirra siglingakappa sem
siglt hafa einir umhverfis jörðina
hafa sjálfir smíðað fleytuna sem þeir
sigla, ef það era þá nokkrir. Joshua
Slocum endurbyggði að vísu frá
granni skútu sína Spray en aðrir
hafa flestir verið á tilbúnum bátum.
Hafsteinn segir að það hafi veitt sér
til muna aukna ánægju af hnattreis-
unni að skútan var hans eigin smíð.
Ferðin var honum ekki einungis
ögrandi viðfangsefni, hún var að
sjálfsögðu einnig mikil þolraun fyrir
hann sjálfan og þá ekki síður próf-
raun á Eldinguna. Margoft kom það
sér vel hvað hann gjörþekkti farkost-
inn og vissi hvað mátti bjóða honum.
Helsta áhyggjuefnið meðan á leið-
angrinum stóð var vegna hluta sem
hann hafði orðiö að treysta öðrum
til að útbúa; einkum átti það viö inn
virafestingar á stögunum sem héldu
mastrinu. Minnstu mátti muna aö
hinir svikulu stagvirar úr ryðfríu
sænsku gæðastáli gerðu að engu
draum hans um að ljúka hringferð-
inni án viðkomu í landi nokkurs
staðar. Þrisvar þurfti að skipta um
hvert stag, fyrst þegar þrír þættir
voru famir, þá var næsta stag látið
endast þar til fjórir þættir vora slitn-
ir og að lokum var beðið með að
skipta um þar til sex þættir af nítján
höfðu kubbast í sundur.
Þó reynt væri að sæta lagi og skipta
þegar lygndi kom einnig fyrir að
skipta þurfti um stag í snörpum vindi
og veltingi á rúmsjó þar sem sér-
hverja mínútu var háð barátta upp
á líf og dauða og minnstu mistök
gátu þýtt að sæfarinn hrykki útbyrð-
is eða yrði ófær um að bjarga sér
vegna meiðsla. Hafsteinn var með
öryggisbelti um sig miðjan með
áfastri tveggja metra.taug sem á var
lokukrókur á endanum, sem hann
gat með einu handtaki lásað á vírinn
á lunningunni eða annars staðar
hvar sem hann var við störf ofan-
þfija. Eftir á að hyggja segir hann þó
aö það hefði komið að litlu haldi þótt
hann hefði hangið í festinni ef hann
hefði fallið út fyrir borðstokkinn þar
sem hæst var upp í bátinn og byrðing
hallaði inn niður að sjólínu, eins og
til dæmis við stefni, því þá hefði ver-
ið alls óvíst að hann hefði getað veg-
ið sig upp aftur og enga viðspymu
eða handfesti var að fá á hálum byrð-
ingnum.
Leki gerði vartvið sig
Laugardagur 8. desember 1990:
Klukkan tólf á hádegi segir leiðar-
bókin Eldingu stadda á 44°06’ S og
94°35’ A. Sjávarhiti mældist 11°C og
lofthiti 14°C- það er sólskin og norö-
ankaldi, loftvog sýnir 1030 millíbör.
Mikið er um höfrunga og aðra smá-
hvali kringum skútuna. Kannski eru
þeir á eftir smásíld sem heldur sig í
torfum á þessu hafsvæði, svokallaðri
laxasíld. Þegar öldumar hætta að
ganga yfir skútuna í bili má stimdum
finna þennan smáfisk á dekkinu,
ið. Auk þess notaði ég vélina sáralít-
ið, ég setti hana í gang tvisvar í mán-
uði að meðaltali eins og til að full-
vissa mig um aö hún tæki við sér og
ganga úr skugga um ásigkomulag
hennar. Þá gekk hún aðeins ör-
skamma stund í senn sem sést best
á því að ég tók með mér eitt þúsund
lítra af gasolíu í ferðina og þegar ég
fyllti á tankinn eftir að heim var
komið vantaði aðeins á hann um
fimmtíu lítra. Inm í þeirri tölu er það
sem ljósavélin fór með en ég þurfti
alltaf að láta hana ganga öðru hvoru
til að halda hleðslu á rafgeymunum.
Þegar þarna var komiö hafði ég þó
komist að raun um að nóg var að
keyra ljósavélina eina klukkustund
í senn til að hlaða geymana, áður lét
ég hana ganga miklu lengur. Væri
sólskin og einhver vindur að ráði
dugðu sólarsellurnar og vindmyllan
líka alveg til aö halda á þeim fullri
hleðslu.
Ínávígivið hákarl
Miðvikudagur 12. desember 1990:
Gervihnöttur segir Eldingu stadda á
45°38’ S og 104°56’ A klukkan tólf á
hádegi. Sjávarhiti mældist 12°C og
lofthiti 12°C - það er skýjað og NA-
andvari, loftvog sýnir 1032 millíbör.
Klukkan fimm eftir hádegi verð ég
var við stóran hákarl í kjölfarinu.
Þetta var einn af þessum stóra gráu
djöfsum, áreiðanlega fjögurra til
fimm metra langur. Ég sat á fríholt-
inu aftur í skut bakborðsmegin, það
var sætið mitt þegar skútan hallaði
á stjómborö. Ef hún hallaði á hinn
veginn sat ég á lóðabelg sem var
sljómborðsmegin. Sem ég sit þama
heyri ég undarlegan þyt í sjónum
fyrir aftan mig og þegar ég lít um þxl
sá ég hvar þessi líka ógnvekjandi
bakuggi skar sjóinn rétt fyrir aftan
skútima, hviss ... hviss ... og vissi
um leið hvaðan hljóðið kom. Hins
vegar var ég alveg öraggm- þar sem
ég sat, meðan ég fór ekki að dýfa
neinum líkamspörtum í sjóinn. Ég