Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993
59
hefði ekki viljað fá mér sundsprett
þama, svo rnikið er víst.
í því skyni að fyrirbyggja að ég
hrýkki útbyrðis var ég búinn að
koma fyrir neti allan hringinn innan
á stoðunum með lunningunni. Og þó
ég hafi lesið um einfara til sjós sem
hafá orðið vitlausir og stokkið fyrir
borö hafði ég aldrei á tilfinningunni
að ég væri kominn nærri því að bil-
ast á þann hátt. Auðvitað er sú hætta
alltaf fyrir hendi að mann taki út
fyrir slysni og þess vegna reyndi ég
að halda mig sem mest neðanþilja
þegar læti voru sem verst í veðrinu.
Auk þess hafði ég öryggislinuna sem
ég notaði þó ekki þegar logn var og
blíða en um leið og eitthvað hreyfði
vind að ráði - þegar kominn var kaldi
eða stinningskaldi - þá setti ég hana
á mig ef ég ætlaði að vera á stjái á
dekkinu.
Hefði ég á hinn hóginn lent í sjón-
um í haugasjó og vondu veðri efast
ég um að ég hefði haft mig um borð
aftur þrátt fyrir öryggislínuna því
þá eru fötin utan á manni orðin gegn-
vot og maöur orðinn þungur og enga
viðspymu að fá til að vega sig um
borð aftur, þannig að þá hefði orðið
að treysta á krafta handleggsvöðv-
anna sem ég efast um að hefðu dugað
til. Eina vonin hefði kannski verið
sú að þaö hefði komið alda og skutlað
manni um borð aftur.
Sigltíþarabreiður
Laugardagur 15. desember 1990:
Gervihnötturinn segir skútuna vera
á 46°35’ S og U7°ll’ A. Sjávarhiti
mældist U°C klukkan tólf á hádegi
og lofthiti 14°C - það er suðvestan-
gola og skýjað; loftvog sýnir 1024
milhbör.
Skrúfan stöðvaðist vegna þess að
það flæktist í henni þari svo ég varð
að setja Volvo-vélina í gang til að
losa hana. Nauðsynlegt var að fá
þetta úr skrúfunni til að sjálfstýring-
in virkaði. Ég keyrði áfram og afturá-
bak á víxl þar til þetta losnaði og
taldi mig hara góðan að það skyldi
takast. Eg var ekki búinn að gleyma
þeim gráa sem heimsótti mig þremur
dögmn fyrr og gat enn verið skammt
undan, þannig að ég hefði ógjaman
viljað kafa þarna. Þegar þetta sama
gerðist aftur gekk ekki að losa þar-
ann úr skrúfunni með þessum hætti
og þá varð ég að kafa og skera hann
úr.
Þriðjudagur 18. desember 1990:
Fjórir þættir vora í sundur í aftari
undirvanti stjómborðsmegin svo ég
skipti um hann klukkan níu um
morguninn. Ég setti upp tóg og talíu
til að halda þessu strekktu á meðan
ég gerði við. Norðvestan golukaldi
var og nokkur sjór. Ekki kemur mik-
iö að sök þó það sé svolítill veltingm-
þegar skipt er um undirvant vegna
þess að þá fer maður ekki nema upp
í átta metra hæð, upp að neðri reiða-
slánni á mastrinu.
Klukkan tólf á hádegi segir leiðar-
bókin Eldingu stadda á 46°40’ S og
128°11’ A. Hitastig sjávar mældist
11°C og lofthiti 14°C - það er sólskin
og norðvestan golukaldi, loftvog sýn-
ir 1013 millíbör. Klukkan eitt eftir
hádegi fékk ég aftur þara í skrúfuna
og tókst að losa hann úr á sama hátt
og áður eftir nokkurt þóf. Afar mikið
hlýtur að vera um þara á þessum
slóðum því með tveggja daga milli-
bih hefur Elding siglt gegnrnn tvær
risastórar þarabreiður.
Stuttístorminn
Fimmtudagur 20. desember 1990:
Gervihnöttur segir: 47°14’ S og 140°01’
A klukkan tólf á hádegi. Hitastig
sjávar er 12°C og lofthiti mælist 14°C
- skýjað og NNV-gola, loftvog sýnir
1013 milhbör.
Skriðmælirinn datt út klukkan tíu
um kvöldið vegna sambandsleysis í
raftengi við drifið sem knýr hann
niðri viö kjöl. Ég hafði smurt vasilíni
á þessa tengingu þegar ég gerði aht
klárt fyrir túrinn en það hafði greini-
lega ekki dugað svo það hafði komist
raki að plústenginu og síðan sest á
það spanskgræna og valdið sam-
bandsleysinu.
Mánudagur 24. desember 1990:
Loftvog hafði verið fahandi ahan
Þorláksmessudag og klukkan fmun
síðdegis þann dag var hún komin í
980 milhbör. Þá fór hún að stíga aft-
Hafsteinn tók þessa mynd af sjálfum sér þegar Eldingin var komin fyrir Biscayaflóa á ieió suður Atlantshaf.
Hafsteinn sýnir leiðarbók Eldingar-
innar við komuna til Egersund. Ferð-
inni umhverfis jörðina lauk utan við
Southampton í Englandi.
ur. Reynslan hafði kennt mér að þeg-
ar loftvog tók að stíga eftir að hafa
fahið mjög bratt var stutt í storminn.
Kvöldið áður hafði verið vestankaldi
og stinningskaldi. En klukkan þijú
aðfaranótt aðfangadags var loftvog
komin í 989 milhbör og þá brast á
vestanstormur. Loftvog var áfram
stígandi og klukkan fimm um nóttina
var hún komin í 990 milhbör, klukk-
an sex í 991 milhbar og klukkan tólf
á hádegi aðfangadag sýnir loftvogin
992 millíbör. Þá segir leiðarbókin
Eldingu stadda á 47°47’ S og 149°24’ A
og hitastig sjávar mæhst 12°C.
Klukkan þrettán þijátíu fékk Eld-
ing síðan á sig brotsjó og lagðist á
hliðina. Skútunni sló alveg flatri svo
mastrið fór í sjóinn. Þetta gerist í
þann mund sem ég hefði með réttu
átt að vera að búa mig undir að mat-
reiða jólasteikina. Ég var niðri í lúk-
amum og vissi ekki fyrri til en ég
stóð á stj órnborðssíðunni og rigndi
yfir mig koppum og kimum og allri
matvörunni sem geymd var í kojun-
um bakborðsmegin. Gula skáhn sem
ég var vanur að snæða úr stóð við
diskarekkann á bakborða. Hún hvarf
og ég fann hana ekki fyrr en löngu
síðar í afturkojunni stjómborðsmeg-
in. í sama mund og þetta gerist sé
ég kolgræna holskefluna steypast
inn úr lúkarslúgunni sem stóð opin.
Mér varð það fyrst til að segja á
íslensku: „Hver andskotinn gengur
eiginlega á?“ því þetta var á þeim
tíma sem ég var fyrir alvöru farinn
að tala við sjálfan mig. Svo datt skút-
an niður og lá smástund á hhðinni
niðri í öldudalnum - og rétti sig síðan
hægt við aftur. Ég fór ekki strax upp
á dekk. Sem betur fór var það ekki
mikih sjór sem komst niður í skút-
una, svona 200-300 htrar. Það var
samt of mikið th að ég gæti látiö það
eiga sig. Mitt fyrsta verk var að starta
Jólagjöfln
Hafsteinn Jóhannsson ásamt foreldrum og systkinum. Sitjandi eru: Jóhann
Pétur Jóhannsson, faðir þeirra systkina, með Þorgeir f fanginu, þá kemur
Sigrún Sveina og móðir þeirra, Guðrún Magnúsdóttir. Standandi eru f.v.
Hanna Rúna, Hafsteinn, Magnús Ingiberg og Bára.
vélinni og koma lensidælunni af stað
th að byija að dæla sjónum úr skút-
unni. Síðan fór ég að reyna að bjarga
þeim matvælum sem vom á floti um
aht, það vom pakkar með Wasa
hrökkbrauði og kexi, súpupakkar og
margt fleira. Eg heyrði að skrúfan
snerist og var orðinn svo samgróinn
því hljóði sem hún gaf frá sér að ég
gat næstum sagt th um á hvaða ferð
skútan fór eftir hljóðinu frá skrúf-
unni. Þá fór ég loks upp í lúguna th
að htast um og sá að skútan var ekki
lengur á réttri stefnu, og þegar ég
ætlaði að rétta af sjálfstýringuna
virkaði hún ekki.
Ég flýtti mér að setja rofann á sjálf-
stýringunni á núh og hraðaði mér
síðan niður aftur th að aðgæta hvað
væri að rafmagninu. Fyrst skoðaði
ég rafgeymana því mér datt í hug að
þeir hefðu blotnað en þar var aht í
stakasta lagi og kassinn vel lokaður
þar sem þeir em geymdir. Þá datt
mér í hug að sjór hefði komist í raf-
magnstöfluna og nú væri hún ónýt.
Ég sá fyrir mér fleiri mánaða þræla-
vinnu viö að stýra skútunni, því ef
ég hefði átt að stýra henni sjálfur
þangað sem við vorum komin frá
Suður-Afríku hefði ég ekki sofið dúr
á leiðinni. Anton (vindstýrið) hefði
ekki ráðið við að stýra undan vindi
ef Robertson (sjálfstýringin) hefði
klikkað þama. Vísast hefði ég orðið
að láta reka mihi þess sem ég stóð
sjálfur við stýri.
Ekki teljandi
skemmdir
Taflan er í einni kojunni, mér gekk
vel að komast að henni, þrátt fyrir
að ég hefði slegið út aðalrofanum í
öryggisskyni, ég smíðaði skútuna
sjálfur og þurfti ekki einu sinni ljós
th aö finna út hvað að var. Sem betur
fór var aðeins laus þráður. Jörðin
fyrir sjálfstýringuna hafði kippst úr
sambandi þegar varahlutir og kostur
og ýmislegt dót sem ég geymdi í koj-
unni tók á sprett í öhum látunum.
Ég hafði ekki skorðað farangurinn
nóg th að standast það að snúast al-
veg þversum og þess vegna hafði allt
farið af stað. Ég var snöggur að gera
við jarðsambandið þegar ég hafði
áttað mig á hvað að var og setti sjálf-
stýringuna síðan á aftur og kom
skútunni á réttan kúrs. Um teljandi
skemmdir var ekki að ræða aðrar en
að hnúturinn hafði brotið þijár stoð-
ir í riðinu stjómborðsmegin. Neðan-
þhja var aht á rúi og stúi en þar var
aht óskemmt og nógur var tíminn th
að taka almennhega til seinna.
Ég er viss um að Eldingin náði 18
hnúta ferð áður en hún fékk á sig
brotið. Ég var uppi í annað skipti
þegar hún hljóp svona á öldunni á
lensi og þá las ég á skriðmælinn sem
sýndi 18 hnúta. Það sem gerðist var
að skútan fór að minnsta kosti 30M0°
út af stefiiunni sem hún var á þegar
hún tók á rás og fékk um leið á sig
hnútinn og lagðist á hhðina. Ég er
viss um að ef ég hefði haft mikh segl
uppi hefði mastrið farið á bólakaf -
hún hefði lent á hvolfi og farið heha
veltu. Seghð hefði bremsað skútuna
af og við það hefði mastrið stungist
niður í sjóinn og skútan oltið í hring
- kjölurinn hefði ahtaf rétt hana af.
Slíkt henti ítalska skútu tvisvar
sama daginn í Whitebread-keppninni
árið 1982 og er sagt frá því í bókinni
um þátttöku Berge Viking í þeirri
keppni. Það var mannskapur á dekki
þegar þetta gerðist og engan tók út,
þetta gerðist svo snöggt. Eini munur-
inn fyrir mig hefði verið sá, ef Elding
hefði oltið svona hehan hring, að þá
hefði ég líkast th fengið meiri sjó
niöur en ég hefði kært mig um, fyrst
lúgan stóð opin.
Eg var ekkert í uppnámi út af þess-
um tvö th þijú hundruð htrum af sjó
sem ég hafði fengið niður, ég hafði
fuha stjóm á aðstæðum þama. Gólfið
hélt töluverðu vatni sem seytlaði ró-
lega niður í kjölsogið þannig að dæl-
an hafði alveg undan þó ég léti vélina
aðeins ganga hægagang. Ég er ein- *
göngu með eina lensidælu sem er
tomma í þvermál og hún dugði mér
ágætlega við þessar aðstæður. Hefði
ég gefið vélinni inn hefði hún auðvit-
að lensað hraðar, en það var engin
ástæða th þess. Ég hafði nógan tíma
svo það hefði bara verið óþarfa olíu-
eyðsla.
Eftir á að hyggja tel ég mig þó hafa
verið heppinn að fá ekki svo mikinn
sjó niður að hann næði upp á startar-
ann á vélinni. Við það að slá út aðal-
rofanum hefði ég auðvitað rofið
strauminn að honum og með því
kannski getað komið í veg fyrir að
hann snöggtærðist að innan og eyði-
legðist. Þó hefði ég allavega orðið aö
losa startarann frá og taka hann í
sundur og þurrka hann vel og vand-
lega áður en ég hefði getað komið
vélinni af stað th að lensa, því ég sný
henni ekkert í gang með handafli.
Og ég hafði ekki varastartara með
mér, því miður. Áður en ég lagði af
stað var ég með það í huga að útvega
mér annan startara. Eg vissi um
mann sem átti svipaða vél í drash
og bað hann að selja mér startarann.
Hann var ekki á því að selja mér ein-
göngu þennan eina hlut, hann vhdi
fá að selja mér vélina í hehu lagi á
tvö þúsund krónur norskar. Það var
svo sem ekki mikið fyrir vél með öhu
thheyrandi en ég hafði einfaldlega
ekkert við hana að gera, mig vantaði.
aðeins startara. ^
Segja má að þessi stormur hafi ver-
iö jólagjöfin mín. Kannski þettá hafi
gerst af því ég trúi ekki á guð - eða
sýni ekki nógu mikla trúrækni og
held ekki jól. Ég hef ekki verið í hópi
þeirra sem fara í kirkju á aðfanga-
dagskvöld th að fá aflausn syndanna
og flýta sér svo heim á eftir th að
opna jólapakkana og éta á sig gat.
Kannski guð hafi verið aö refsa mér
fyrir það eða minna mig á almætti
sitt. Hver veit? Þetta var einn af
lengstu stormunum sem ég lenti í,
hann stóð í sautján klukkustundir,
hófst klukkan þijú aðfaranótt að-«r
fangadags og stóð th klukkan átta að
kvöldi jóladags. Þá fyrst gafst tæki-
færi til að fara að hta á jólapakkann
sem ég hafði tekið með mér í túrinn
frá vini mínum Kurt Rosenbáck. Það
reyndist vera stærðar konfektkassi
og ég hef áreiðanlega ekki veriö lengi
að gera honum viðeigandi skh.
, (Ath. Millifyrirsagnir eru blaðsins.) *