Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Hátíð kærleikans
Jólahald þessu sinni mun bera þess merki, hversu
gæðunum er misskipt á íslandi um þessar mundir. Það
er fátækt hér á landi, meiri en löngum áður, þótt meiri-
hlutinn komist vel af og haldi úti kaupæði sem fyrr.
Þeir aðilar, sem veita neyðaraðstoð fyrir jólin, þurfa nú
að leggja miklu meira af mörkum en áður. Neyðin er
einna átakanlegust fyrir þessa stórhátíð.
Skjólstæðingar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur-
borgar voru 2500 einstaklingar og íjölskyldur fyrstu ell-
efu mánuði ársins. Það er íjórðungsaukning frá í fyrra.
Á fyrsta úthlutunardegi Rauða krossins handa bágstödd-
um fyrir jólin bárust tæplega 300 umsóknir. Þar stefnir
í mikla aukningu aðstoðar. Tugir umsókna um neyðar-
hjálp fyrir jólin bárust Hjálparstofnun kirkjunnar. Þar
hefur verið úthlutað pökkum með heimilisvöru og úttekt-
arkortum í stórmarkaði. Á þriðja hundrað manna hafa
fengið fatnað hjá Hjálpræðishemum og hann hefur gefið
út yfir tvö hundrað gjafabréf. Á áttunda hundrað manna
hafa leitað til mæðrastyrksnefndar og fengið matarkort
og fót.
Þessar tölur segja ömurlega sögu. Þær sýna stöðuna
rétt fyrir jólin, og munu því enn hækka verulega. Þann-
ig hefur fimm ára samdráttur og stöðnun í efnahagslífinu
leikið okkar þjóð. Aðstæður fólks hafa versnað vegna
atvinnuleysis og lágra launa. Fréttir hafa borið þess
merki, að hagur margra hefur verið bágur. Skuldir heim-
ilanna hafa margfaldazt síðustu árin. Gjaldþrot fyrir-
tækja og heimila hafa sett svip á fréttir. En á meðan
heldur þorri fólks ríkmannleg jól. Hver eltir annan í
þeirri lenzku, að sem mestu skuh eytt í gjafir, mat og
drykk, um þessa hátíð. Sjálfsagt er, að gera vel við íjöl-
skyldur og vini, en vissulega hefur glysið farið út í öfgar
hjá stórum hluta þjóðarinnar.
Það skiptir mestu við jólin, að þau eiga að vera hátíð
kærleikans. Kristindómurinn hefur það einmitt umfram
önnur trúarbrögð að vera trú kærleika og fyrirgefning-
ar. Þar rís hann hæst. Það skyldu menn virða eftir megni
um þessa hátíð.
Þetta skyldu kristnir menn ávallt hafa að leiðarljósi.
Fæðingarhátíð frelsarans á að tileinkast því.
Neyð hinna mörgu hér á landi og annars staðar og
erfiðleikar þeirra við jólahald ættu að ýta við okkur.
Geta menn ekki fallizt á, að við göngum alltof langt í
íburði um jól og gleymum inntaki hátíðarinnar? Þjóð-
kirkjan hefur reynt að vekja athygli fólks á þessu en
yfirleitt talað fyrir daufum eyrum.
Við skulum nota þessa hátíð til að treysta vináttu- og
fjölskyldubönd. En hætt er við, að margir hafi nú þegar
reist sér hurðarás um öxl við jólaundirbúninginn. Það
mun reynast þúsmidum fiölskyldna erfitt að greiða
greiðslukortaskuldimar, þegar kemur að reikningsskil-
um, og komandi ár lofar ekki ýkja góðu efnahagslega.
Líklegt er, að árið 1994 verði áfram samdráttur í efnahags-
lífi, enn eitt árið af því tagi.
Ólafur Skúlason biskup leggur áherzlu á það í kjallara-
grein í DV í dag, að bezt sé að hafa jákvæðan huga, sem
hafinn sé í hæðir á fund hans, sem allt gjörir vel og í
árdaga skóp allt og staðfesti kærleika sinn með hinni
miklu gjöf. Vissulega trúum við því, að hagur lands og
lýðs muni brátt fara batnandi. En við skulum ekki temja
okkur óhóf, heldur leitast við, með nauðsynlegum stuðn-
ingi kirkjunnar, að hafa raunverulegt inntak kristinnar
trúar í fyrirrúmi.
Haukur Helgason
„Þá sameinuðust lúterskir og katólskir á eftirminnilegan hátt..
fred Jolson, biskup katólskra á íslandi.
. “ - Ólafur Skúlason, biskup íslands, og Al-
Bjartsýni á jólaföstu
Enginn gerir sér greiða með því
að vera ekki raunsær svo að hann
virði ekki staðreyndir. Jafnsatt er
hitt að sá sem htur allt gegnum
dökk sjóngler og sér því flest sem
svart og óaðlaðandi gerir sér síður
léttara að lifa.
Með þetta í huga tel ég málshátt-
inn, sem mörgum er svo ótrúlega
tamur, að heimurinn fari versn-
andi, stuðla að svartsýni og dragi
úr fólki þrótt.
Að vænta frekar góðs en ills
Nú held ég að ég sé ekki meiri
bjartsýnismaður en hollt er en þó
hef ég tamið mér að vænta frekar
góðs en ills af þeim sem ég um-
gengst eða hef einhver samskipti
við. Ég lít þannig frekar möguleika
góðrar lausnar, heldur en að ganga
út frá því að allt hljóti að mistak-
ast. En enginn tími eykur eins
bjartsýni mína eins og aðventan.
Eðlilegt er ég líti til kirkjunnar í
þessu sambandi - eins og ég geri
reyndar í flestum tilfellum. Þegar
ég bypaði hér prestsskap fyrir rétt-
um þijátíu árum, á nýársdag 1964,
þá var aðventan með allt öðrum
svip en nú er. Þá var kirkjusókn
t.d. í öfugu hlutfalli við nálægð jól-
anna. Þeim mun færri sunnudagar
sem voru til jóla, þeim mun færri
sóttu messumar.
Núna er þessu öfugt farið. Aö-
ventusamkomur hafa helgaö sér
fastan sess í undirbúningi fyrir
hina hæstu hátíð. Þar hljómar
söngur og hljóðfærasláttur og orð
er flutt af alvöru og íhugun, oft af
þeim, sem ekki em vanir að tala í
kirkju og knýja sig því til að skoða
mál út frá nokkuð öðrum sjónar-
hóh. Miöla þeir þá líka kirkjugest-
um í samræmi við sjálfsskoðun og
svipta af persónu sinni þeim hjúpi
sem endranær kann að hafa verið
meir áberandi.
Kirkjukórar, hæði fullorðinna og
barna, miðla ríkulega og þeim fer
stöðugt fjölgandi, sem sinna annars
konar listflutningi en tengist kirkj-
um.
KjaJIarinn
Ólafur Skúlason
biskup íslands
Tveir viðburðir
En tvennt hefur gerst á þessari
aðventu sem rís hátt í huga mér
og kallar á ríkulega þakkarkennd.
Hiö fyrra er það að á fulltrúafundi
kaupmannasamtakanna fyrir
skömmu lýsti fulltrúi Kringlu-
kaupmanna því yfir að þeir hefðu
ákveðið að hefja skírskotun sína til
jóla og jólaundirbúnings með sölu-
kynningu, viku seinna en gert hef-
ur verið í ár og undanfarið. Þetta
tel ég tvímælalaust af hinu góða.
Að höfða til jóla í nóvember miðj-
um eða jafnvel fyrr sviptir mann
réttri viðmiðun og ruglar börn al-
gjörlega í ríminu.
Hinn viðburðurinn átti sér stað
síðasta sunnudag, eða þann fjórða
í aðventu. Þá sameinuðust lútersk-
ir og katólskir á eftirminnilegan
hátt í að halda á lofti minningu
Þorláks biskups Þórhallssonar sem
kallaður hefur verið hinn helgi. En
á Þorláksmessu nú eru 800 ár frá
dauða hans. Af því tilefni steig
hiskup katólskra í prédikunarstól
dómkirkjunnar og er það í fyrsta
skipti í sögu þess helgidóms sem
katólskur biskup prédikar þar við
guðsþjónustu, og ég prédikaði síðar
þann sama dag í Kirkju Krists í
Landakoti.
Fyrr þótti sjálfsagt að senda hver
öðrum tóninn þegar ekki var verið
í sömu fylkingu. Nú er verið að
leita eftir því sem kirkjudeildir eiga
sameiginlega og leggja frekar rækt
við það heldur en þá þætti sem
sundurskilja.
Ljósið frá Betlehem
Um leið og ég bið lesendum og
landsmönnum öllum blessunar
Guðs á jólum, vona ég, að nýtt ár
færi aukna möguleika til þess að
stuðla að farsælu lífi. Og hver og
einn getur lagt sitt fram með hæfi-
legum skammti af bjartsýni já-
kvæðs hugar. Og nauðsynlegt er
að leggja af nöldur sífelldrar gagn-
rýni sem fáu góðu skilar.
Heimurinn getur farið versnandi,
sá möguleiki er til staðar. En hverj-
imi og einum ber aö leggja sitt fram
til þess að stöðva þá afturför. Það
er best gert með jákvæðum huga,
sem hafinn er í hæðir á fund hans,
sem allt gjörir vel og í árdaga skóp
allt og staðfesti kærleika sinn með
hinnu miklu gjöf.
Ljósið skín í myrkrinu, Ijósið sem
stafar frá Betlehem og mönnum
hefur ekki enn tekist að slökkva.
Ólafur Skúlason
„Heimurinn getur farið versnandi, sá
möguleiki er til staðar. En hverjum og
einum ber að leggja sitt fram til þess
að stöðva þá afturför.“
Skoðanir aimarra
Langtíma
atvinnuleysi festir rætur
„Árstíðasveiflur hafa alltaf sagt til sín í íslenzku
atvinulífi. Nú virðist sem langtíma atvinnuleysi hafi
einnig fest hér rætur. Nærri fjórðungur atvinnu-
lausra hefur verið án vinnu sex mánuði eða leng-
ur... Öll ábyrg öfl í samfélaginu þurfa að láta sig
þann efnahags- og félagslega vanda varða, sem af
atvinnuleysi hlýzt. Þetta á bæði við um aðila vinnu-
markaðarins, svokallaða, vinnuveitendur og verka-
lýðsfélög, og þá sem búa atvinnulífmu starfsramma,
löggjafann/ríkisvaldið og sveitarfélögin.“
Ur forystugrein Mbl. 21. des.
Fjölmiðlar og óánægjuöf lin
„Núverandi ríkissljóm hefur heitt sér fyrir raun-
verulegum efnahagslausnum til framtíðar. Rikis-
stjórnin hefur orðið fyrir óréttlátum og heiftarlegum
árásum stjórnarandstöðunnar vegna stefnufestu
sinnar. Stjórnarandstaðan hefur magnaö krepputal-
ið og álasað ríkisstjóminni fyrir það að koma ekki
með hinar hefðbundnu framsóknaraðferðir. Fjöl-
miðlar hafa keppst um að taka upp hið óábyrga tal
stjórnarandstöðunnar og kynt undir óánægjuöflum
í þjóðfélaginu." Úr forystugrein Alþbl. 21. des.
Þeir f ara í ffríið
„Hvaö kemur þingmönnum til aö halda að þeir
eigi heimtingu á meira og betra fríi en aðrir lands-
menn er aldrei útskýrt. Hallærislegar afsakanir eins
og þær að þingliðið þurfi að komast heim til sín úti
á landi era ekki fullorðnu fólki bjóðandi... Mikhr
annadagar era hjá flestu vinnandi fólki um þetta
leyti árs og daglegu amstri á vinnumarkaði lýkur
ekki fyrr en að kvöldi Þorláksmessu eða á hádegi á
aðfangadag. En hjá þingmönnum er allt orðið heilagt
viku fyrir jól annarra landsins bama.“
OÓ í Tímanum 21. des.