Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993
63
Erlend bóksjá
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur;
1. Dick Francis;
Driving Force.
2. Danielle Steel:
Mixed Blessings.
3. Robert James Waller:
The Bridges of Madison
County.
4. Ben Elton:
This Other Eden.
5. Terry Pratchett:
Lords and Ladies.
6. Sue Townsend:
The Queen and I.
7. Catherine Cookson:
The Maltese Angel.
8. Wilbur Smith:
River God.
9. Douglas Adams:
Mostly Harmless.
10. Ellis Peters:
The Holy Thief..
Rit aimenns eöíis:
1. Jung Chang:
Wild Swans.
2. Brian Keenan:
An Evil Cradling.
3. Paul Merton:
History of the 20th Centu ry.
4. Nick Hornby:
Fever Pitch.
5. Stephen Fry:
Paperweight.
6. Carl Giles:
Gites Annual.
7. Gary Larson:
The Far Side Gallery 4.
8. James Herriot:
Every Living Thing.
9. Gary Larson:
The Chickens are Restless.
10. Bill Watterson:
The Days Are Just Packed.
(Byggt & The Sunday Tímes)
Danmörk
Skáldsögur:
1. Peter Hoeg:
Froken Smilias
fornemmelse for sne.
2. Isabel Allende:
Andernes hus.
3. Jette Kjærboe:
Albertines fortællinger.
4. Niels Vinding:
Hog over hog.
6. Edíth Wharton:
Uskyldens ár.
6. John Grisham:
Firmaets mand.
7. Michael Crichton:
Jurassic Park.
(Byggt S Polítíken Sondag)
Bækur ársins
í Ameríku
Ritstjórar The New York Times
Book Review velja fyrir hver jól það
sem þeir kalla bestu bækur ársins í
Ameríku. Fjöldi þeirra bóka sem
komast á þennan eftirsótta bsta er
misjafn frá einu ári til annars, allt
eftir gæðum bókaútgáfunnar.
Að þessu sinni völdu ritstjórarnir
ellefu, sem rætt hafa kosti og galla
37 nýrra bóka á vikulegum fundum
síðustu þrjá mánuðina, íjórtán bestu
bækur ársins; tvær skáldsögur, fjög-
ur smásagnasöfn og átta bækur al-
menns eðlis.
Cela og Klima
Báöar skáldsögumar á Ustanum
eru eftir evrópska höfunda.
Önnur heitir Mazurka For Two
Dead Men og er eftir spænska rithöf-
undinn Camilo José Cela sem fékk
bókmenntaverðlaun Nóbels áriö
1989. Sagan gerist á heimaslóðum
höfundarins í Galisíu á fyrstu íjórum
áratugum aldarinnar og hún lýsir
miskunnarlausri grimmd mannlífs-
ins fyrir og í spænsku borgarastyrj-
öldinni.
Hin er Judge on Trial eftir tékk-
neska höfundinn Ivan Kbma sem
flúði land á valdatímum kommún-
ista. Sagan var fyrst samin á áttunda
áratugnum og þykir mikilvæg lýsing
á mannlífi undir ráöstjóm.
Across the Bridge er safn ellefu
smásagna eftir skáldkonuna Mavis
Gallant. Sögumar gerast allar í borg-
um, einkum París og Montreal. Rit-
stjóramir em sérstaklega hrifnir af
Spænski rithöfundurinn Camilo José
Cela.
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
tveimur smásagnanna sem þeir segja
að geri þetta að einu besta smásagna-
safni síöari ára.
í Jesus’ Son eftir Denis Johnson
em einnig 11 smásögur en þær em
nátengdar líkt og kaflar í skáldsögu.
Wilbam Trevor er eitt kunnasta
sagnaskáld íra. The Collected Stories
hefur að geyma ríflega 80 smásögur
sem hann hefur samið síðustu þijá-
tíu árin.
í The Island eftir Gustaw Herling
em þijár sögur. Herling skrifar á
pólsku en býr nú á Ítalíu. Verk hans
voru öll bönnuö í Póllandi í tíð
kommúnista.
Samtíð og saga
í Balkan Ghosts fjallar Robert D.
Kaplan blaðamaður um þróun mála
að undanförnu í Búlgaríu, Grikk-
landi, Albaníu, Rúmeníu og fyrrum
Júgóslavíu.
Before Night Falls er ævisaga Rein-
aldo Arenas, kúbansks rithöfundar
sem var fangelsaður og pyntaður í
heimalandi sínu en tókst að flýja land
árið 1980. Hann var með eyðni og
framdi sjálfsmorð í New York.
i The Fate of the Elephant rekur
Douglas H. Chadwick ferð sína um
fllaslóðir Afríku og Asíu og á fila-
beinsmarkað í Hong Kong og Japan.
George B. Schaller, sem fékk árið
1980 leyfi yfirvalda til að kynna sér
líf pöndunnar í Kína, fjallar í The
Last Panda um þetta sérkennilega
dýr sem er í útrýmingarhættu.
í Lenin’s Tomb segir David
Remnick blaðamaöur frá endalokum
Sovétríkjanna.
A Moment of War eru minningar
enska skáldsins Laurie Lee sem
barðist meö lýöveldissinnum í
spænsku borgarastyrjöldinni.
í Shylock fjallar John Gross um
íjögur hundruð ára sögu Feneyjar-
kaupmanns Shakespeares.
Travels With Lizbeth er flakkara-
saga Lars Eighners sem fór „á putt-
anum“ um Bandaríkin meö hund sér
við hlið.
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. Stephen Ktng:
Dolores Claiborne.
2. Danielle Steel;
Mixed Blessings.
3. John Grisham;
The Petican Brief.
4. Michael Shaara:
The Killer Angels.
B. James Patterson:
Along Came a Spider.
6. Amy Tan:
The Joy Luck Club.
7. Kazuo Ishiguro:
The Remains of the Day.
8. Martin Cruz Smith:
Red Square.
9. John Grisham:
A Time to Kill.
10. Philip Fríedman:
Inadmtssible Evidence.
11. W.E.B. Griffin:
Close Combat.
12. Nelson DeMtlle:
The General's Daugbter.
13. Anne Rice:
Interview with the
Vamptre.
14. Lawrence Sanders:
Private Pleasures.
15. Edith Wharton:
The Age of Innocence.
Rit almenns eölis:
1. Michaet Jordan;
Rare Air.
2. Rush Limbáugh:
The Way Things Ought
to Be.
3. M. Scott Peck;
The Road Less Travelied.
4. Ann Rule:
Everything She ever
Wanted.
5. Tom Clancy:
Submaríne.
6. Maya Angetou:
I Know why the Caged Bird
Sings.
7. Peter Mayle:
A Year in Provence.
8. Martin L. Gross:
A Call for Revolution.
9. Norman Maclean;
Young Men 8. Fire.
10. Benjamin Hoff:
The Te of Piglet.
11. Robert Fulghum:
Ub-oh.
12. James Glelck:
Genius.
13. Tha President's Health
Security Plan.
14. Gail Sheehy:
The Silent Passage.
15. Peter Mayle:
Toujours Provence.
(Byggt á Now York Tímes Book Revíew)
Vísindi
Geislavirk
samvera
Bandarískur kjarneðhsfræð-
ingur heldur þvi fram að viö nán-
ar samvistir karls og konu verði
bæði fyrir meiri geislun en ef þau
hölluðu sér upp að vegg kjam-
orkuvers.
Visindamaðurinn taldi rétt að
benda á þessa staðreynd vegna
ótta almennings við nýtingu
kjarnorku. í náttúrulegu um-
hverfi manna er lítils háttar
geislun og mannskepnan sjálf er
geislavirk eins og annað í náttúr-
unni.
Skottið er
ekkitilbóta
Það hefur vakið furðu dýrafræð-
inga aö skottlausu kettimir á eyj-
unni Mön era ekki síðri músa-
veiöarar en kettir með skott. Yfir-
ieitt er litið svo á að skottiö auki
á jafnvægið í hreyfingu katta svo
sem fleiri dýra.
Kettir roeð skott ættu þvi að
vera glúmari við veiðar en þeir
skottlausu. Staðreyndin er hins
vegar sú að skottlausu Manar-
kettirnir eru eftirsóttar veiöiklær
og engir aðrir tamdir kettir
standast þeim snúning í músa-
veiðum.
Skottinu glötuðu Manarkettir
fyrst vegna stökkbreytingar í
erfðaefni. Síðan var farið að ala
þá sérstaklega vegna veiðihæfi-
leikanna.
Umsjón
Gísli Kristjánsson
Teygt á þeim stuttu
Bandaríska heilbrigðisstofnunin
hefur fengið leyfi til að halda áfram
með tilraun til að auka líkamsvöxt
hjá hópi lágvaxinna bama. Þetta er
gert með því að gefa bömunum vaxt-
arhormón sem annars eru aöeins
gefin bömum með dvergvöxt því lík-
ami þeirra framleiðir ekki rétta
hormónið.
Tilraun þessi er mjög umdeild því
margir telja að verið sé að gera til-
raunir á fólki aö nauðsynjalausu.
Umrædd böm fái öll eðlilegan
skammt af vaxtarhormónum úr lík-
amskirtlum sínum og þurfi ekki
meira. Þessi böm séu í eðli sínu lítil
og verði lágvaxið fólk á fulloröins-
árum.
Vísindamennimir vilja hins vegar
í komast að því hvort hægt sé að auka
vöxt hjá fólki sem ekki á viö hor-
mónavandamál að stríða. Þetta er
gert vegna þess að fjölmargir foreldr-
ar vilja að böm þeirra veröi stór og
stæðileg á fullorðinsárum því þaö hái
öllu lágvöxnu fólki að vera svona
stutt í annan endann.
Læknar deila um hvort heilbrigt
í Bandaríkjunum stendur yfir tilraun
til að stækka eðlilega sköpuð börn
með vaxtarhormónum.
fólk verði stærra við að fá vaxtar-
hormón. Tilraunin á bömunum á að
skera úr því deilumáli. Börnin em
níu ára þegar tilraunin hefst og 14
ára þegar henni lýkur.
Gagnrýnendurnir segja að tilraun-
ir af þessu tagi séu aðeins gerðar
vegna þess að lágvaxið fólk sæti for-
dómum. Því sé ekki verið að ráðast
gegn vandamálinu sjáifu, þ.e. for-
dómunum heldur að hækka fólkiö
sem þykir of lágvaxið.
Því er einnig haldiö fram að börnin
geti beðið tjón á heilsu sinni með til-
rauninni. Oeðlilegt sé að auka magn
vaxtarhormóna í líkamanum meö
sprautum. Börnin geti lent í sömu
vandræðum og margir íþróttamenn
sem freistast til aö taka hormónalyf.
Vitað er að of mikið af hormónum
skaðar bæði lifur og hjarta og getur
auk þess haft óæskileg áhrif á skap-
gerðina. Aðstandendur tilraunarinn-
ar segja að engin hætta sé á þessu
enda sé vandlega gætt að heilsu
barnanna meðan tilraunin stendur
yfir.
Olían gufaði upp á fáum dögum
Nú er ljóst orðið að mengun vegna
strands olíuskipsins Braer við Hjalt-
landseyjar í upphafi ársins er óvem-
leg og hefur ekki varanleg áhrif á
lífríkið við eyjamar. Olían hvarf eins
og dögg fyrir sólu á fáum dögum og
mun færri dýr drápust en í upphafi
var taliö.
Af spendýrum drápust aöeins 10
selir og fjórir otrar. Tveir otranna
létu lífiö þegar ljósmyndarar, sem
vildu ná hörmungunum á filmu, óku-
yfir þá. Hinir tveir vom komnir að
fótum fram vegna elli.
Ekki er vitað hve margir fuglar
drápust. Um fimmtán hundmð hræ
fundust en vitað er að enn fleiri báru
beinin á hafi úti. Á hveijum vetri
drepast þúsundir fugla af náttúruleg-
um orsökum þannig að ohumengun-
in bætti þar litlu við.
Nú sjást vart nokkur merki þess
að þúsundir tonna af olíu hafi farið
í sjóinn við Hjaltland. Olían leystist
mjög fijótt upp og hvarf. Mikið óveð-
ur geisaði fyrstu dagana eftir slysið
og átti þaö þátt í að ekki fór verr.
Þá voru engin efni notuð til hreins-
unar. Þaö er talið hafa bjargað miklu
því hreinsiefnin era í mörgum tilvik-
um verri en olían sjálf. Sú varð raun-
in við strand olíuskipsins Exxon Val-
des við Alaska. Þar urðu dýr og
plöntur illa úti, m.a. vegna hreinsi-
efnaogsjóðandivatns semnotaðvar
til að þvo olíuna af íjörugijótinu.
Fiskurinn
Laxafræðing-
ar hafa komist
aðþvtaðlaxinn
notar hljóð til
samskiptaíeig-
in torfum.
Margt bendir
til að laxar noti
Wjóðekkisíður ----------;-----
en lykt til að rata og að einn lax
sendi öðrum boð með hljóðraerkj-
um. Laxirm er því fiskur með fóg-
ur hljóð.
Með itarlegri rannsóknum á
hljóðfræöi laxa kann svo að fara
að hægt verði aö lokka hann í
kvíar með hljóðmerkjum, Þetta
ætti að létta lif laxabænda, eink-
um þeirra sem stunda hafbeit, því
laxinn vill oft ekki koma heim.
Strandaglóp-
aríJapan
Mannfræðingar geta ekki með
nokkru rnóti. komist til botns í því
hvar frumbyggjar Japanseyja
em upprunnir. Aðeins er vitaö
að þetta fólk kom frá Asíu í lok
ísaldar og dagaði uppi í Japan.
Síðar komu Japatúr nútlmans til
sögúnnar.
Enn erutil nokkriralkomendur
frumbyggja Japans. Þeir eru Ijós-
ir á hömnd og mjög hárprúðir.
Sumir halda að þeir séu náskyld-
ir Georgíumönnum vestur í
Kákasus. Aðrir segja að þeir séu
sömu ættar og pólýnesar á eyjun-
um sunnar í Kyrrahaflnu.