Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993 69 Menning Bræöurnir Ossie og Tito sitja hér hinn glæsta hest Tirma sem afi þeirra hefur meðferðis. Regnboginn: Til vesturs: ★★★ Á fáki fráum Til vesturs er afskaplega falleg og seiðandi kvik- mynd sem tvinnar saman írskan nútíma og keltneska sagnahefð í hrífandi ævintýri fyrir alla aldurshópa. Papa Reilly (Gabriel Byrne) hefur snúið baki við þjóðflokki sínum, írskum sígaunum, sem kalla sig „ferðalanga" og lifa flökkulífi í húsvögnum. Eftir að kona hans dó hefur hann búið í hrörlegu.blokkar- hverfi í Dublin ásamt tveim ungum sonum sínum og þeim litlu peningum sem hann aflar sér eyðir hann á kránni. Dag einn kemur tengdapabbi hans til bæjarins með tignarlegan hvítan hest sem varð á vegi hans niðri við sjó. Hann hefur nefnt hestinn Tir na nOg, eftir ævintýralandi handan við hafið, þar sem enginn eld- ist. Hann skemmtir strákunum með sögum og ævin- týrum og skilur eftir hestinn sem er orðinn verulega hændur að strákunum. Pabbinn er of drukkinn til að skipta sér af þvi að hestur deili allt í einu íbúðinni með þeim, en yfirvöld eru fljót að komast að því og handsama Tir na nOg, strákunum til mikillar gremju. Þeir komast að því hvar hann er geymdur og ákveða að frelsa hann og foröa sér út í „villta vestrið". Óvenjulegt efni þessarar myndar heldur athyglinni strax frá byrjun en margþætt sagan vindur upp á sig. Sagan er einfóld en þaö er hægt að skynja hana á margan hátt, þannig getur hún verið skemmtilegt ævintýri fyrir börnin en þeir sem eru eldri geta lesið út úr henni annað og meira. Tveir óþekktir írskir leikarar eru ómótstæðilegir í hlutverki strákanna tveggja, Tito og Ossie. Þeir eru í raun stjömur myndarinnar, en hjónakornin og Holly- woodleikararnir Gabriel Byme og Ellen Barkin standa sig líka vel. Hinn írski Byrne er meðframleiðandi og haíði lengi barist til að fá myndina gerða. Það ekki erfitt að fá samúð með hinum ráðvillta sí- gauna sem þarf að takast á við fortíðina um leið og hann eltist við syni sína en Byrne nær vel að sýna Kvikmyndir Gísli Einarsson togstreituna innra með honum. Hin ameríska Barkin er sannfærandi írsk útlits þótt hreimurinn hafi ekki alltaf verið á sínum stað. Eitt af því sem gerir Into the West minnisstæða er myndræn útfærsla sögunnar. Gamli og nýi tíminn togast á í allri myndbyggingunni og það er sérskalega áhrifamikið hvemig myndin fer frá nöturlegum fá- tækrahverfum höfuðborgarinnar út 1 óspillta, gullfall- ega sveitina. Sjaldan hefur hinn klassíski leikur kvik- mynda að andstæðum borið jafn góðan árangur og hér. Into the West (Bresk/band. - 1992) 102 min. Handrit: Jim Sheridan (My Left Foot, Enchanted April), David Keating eftir sögu Michael Pearce. Leikstjórn: Mike Newell (Dance With a Stranger. Leikarar: Gabriel Byrne (Cool World, Miller’s Crossing), Ellen Barkin (Man Trouble, Switch), Ciaran Fitzgerald, Ruaidhri Conroy, David Kelly. Tilvera barnanna Um hvað snýst líf og tilvera nútímabarna og ungl- inga? Ef nefna ætti eitthvað eitt væri niðurstaðan lík- lega körfubolti og þá fyrst og fremst sá körfubolti sem leikinn er í NBA-deildinni í Bandaríkjunum. Hetjur bama og unglinga em Charles Barkley, Michael Jord- an, Scottie Pippen, Shaquille O’Neill og fleiri. Lífið snýst meðal annars um körfuboltamyndir, sem náð hafa ótrúlegum vinsældum, og fyrir bragðið hefur verið mikill uppgangur í körfuknattleik á íslandi á undanfórnum misserum. Bókin Snoðhausar eftir Jón Hjartarson ijallar um íslensk börn í dæmigerðu íslensku umhverfi og líf þeirra er tengt nútímalegum íslenskum raunvera- leika. Þaö er verið að byggja, koma sér upp þaki yfir höfuðið. Því fylgja örðugleikar í samskiptum fólks en alhr vilja standa sig. Bömin lifa í nálægð lífsbaráttu foreldranna og harö- ast kemur hún fram þegar einhver úr hópnum þaiT að flytja vegna þess að hjónaband foreldranna er úr sögunni. Þá verður einhver að flytja í burtu. Enginn veit hvert og enginn veit hvar sú saga endar. Jón Hjartarson hefur eins og ótrúlega margir leikar- ar sest niður og skrifað sögu. Sagan Snoðhausar er spegilmynd af menningarheimi íslenskra barna með lif fullorðna fólksins í hæfilegri fjarlægð. Það er alltaf þama en verður ekki mjög sýnilegt. Það er helst að amma Pálína komi nokkuð skýrt fram. Hún er í senn áhrifavaldur og bjargvættur. Hún er ákveðin í barátt- unni, stendur með sínu fólki en reynir um leið aö leiða bömin til réttrar hugsunar. Hún er þessi sterki bak- hjarl sem ömmur og afar era oft á tíðum í hfi barna og unghnga, háðum til gleði og ánægju. Ég skynja ritstörf leikara sem aðferð þeirra til sjálf- stæðrar sköpunar. Þeir búa yfir hstrænum hæfileikum og jafnframt yfir næmi á þá sem þeirra hstar vilja njóta. Þeir vita hvað áhorfandanum líkar og nýta þá reynslu við ritstörfin. Mér virðist sagan um Snoð- hausa vera til vitnis um að höfundur hafi reynt að skoða heim barna. Hann gerir sér ljósa grein fyrir hinum sterku tískustraumum sem ná tökum á bömun- um og fá þau til að breyta lífsháttum sínum og jafnvel úthti. Fyrir fáeinum áram hefði engum íslendingi dottið í Bókmenntir Sigurður Helgason hug að unghngar hér á landi ættu eftir að leggja jafnm- ikla áherslu á að klæðast og lifa í samræmi við það sem tíðkast í Bandaríkjunum. Ég hafði gaman af að lesa um Snoðhausana. Mér finnst Jón Hjartarson hafa reynt að koma mikilvægum þáttum í lífi barna á framfæri óbeint. Það er ekki eins og verið sé að hafa áhrif á þau, þó svo sé. Dæmi um það má nefna opnu lóðina sem allir eru sammála um að sé „slysagildra" fyrir börn. Þá hvefja foreldrar böm sín th að setja hjálm á höfuðið þegar farið er út aö hjóla. Ekki mjög áberandi en samt beinskeytt aöferð við að vekja foreldra og böm til vitundar um að þaö geta leynst hættur í daglega lífinu. Brian Pilkington myndskreytir bókina afbragðsvel og eru myndir hans mikilvægar í hehdarmynd hennar. Jón Hjartarson: Snoðhausar Myndskreytingar: Brian Pilkington Reykjavik, Iðunn, 1993 JÓLATRÉSSKEMMTUN 1993 Jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna verður haldin í Átthagasal Hótel Sögu mió- vikudaginn 29.12. 1993 kl. 15-18. Miðar veróa seldir viö innganginn. Verö er kr. 500. Félag járniðnaðarmanna Bíliðnafélagið Félag blikksmiða Nót, sveinafélag netagerðarmanna Iðja, félag verksmiðjufólks á jólum eins og aðra daga Skemmtilegar og spennandi WALTER IVAGER Ódýrar en vel gerðar m ir TmiNaGnHCMiT A bóka- og blaðsölustöðum URVALS BÆKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.