Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993
25
Meiming
Jón Hjartarson ásamt snoðhausnum syni sínum, Hirti Jóhanni Jónssyni.
Jón Hjartarson leikari hefur sent frá sér bamabók:
Strákar sem
dýrka amer-
ískar körf u-
boltahetjur
Jón Hjartarson er kunnur leik-
ari, sem einnig hefur stundað rit-
störf og þá aðallega fyrir leikhús.
Þessa dagana er Leikbrúðuland að
sýna Jólasveinar einn og átta sem
hann hefur skrifað. Jón hefur samt
ekki skrifað bækur fyrr en nú, en
nýkomin er út skáldsaga hans
Snoðhausar sem ætluð er börnum.
í stuttu spjalli sagði Jón um bók
sína að það væri ekkert nýtt fyrir
sig að skrifa fyrir börn: „Ég hef
verið með bamasýningar í gangi
sem hafa gengið í leikskólum und-
anfarin fjögur sumur, einnig hef
ég samið barnaefni fyrir sjónvarp
og það má segja að það sé afleiðing
þess hversu mikið ég hef verið að
stússast í bamaefni að ég ákvað að
skrifa barnabók. Hugmyndin að
sögunni hefur verið í geijun hjá
mér í ein þijú ár og það má eigin-
lega segja að umhverfið í kringum
okkur sé það sem hefur örvað mig
til að skrifa þessa sögu. Það og
hversu mikið af börnum eru í
kringum mig.
Bókin gerist í nýju hverfí og ég
hef tekið eftir því að á nýjum bygg-
ingarsvæðum eru skemmtileg
svæði fyrir börn að leika sér á, en
þessi sömu svæði geta líka verið
hættuleg og foreldrar em kannski
ekki alveg meðvitaðir um hætturn-
ar. Út frá þessu fór ég að spinna
söguna. Söguhetjurnar eru krakk-
ar sem era í kringum níu ára aldur
og vettvangur sögunnar er hinn
venjulegi leikvangur krakka en
einnig húsgrunnar."
Krúnurakaðir strákar
Bók Jóns heitir Snoðhausar og
það liggur næst að spyija hann
hvemig nafnið er tilkomiö. „Það
kemur til vegna þess að allar sögu-
hetjumar í bókinni eru miklir
körfuboltaaðdáendur og þeirra goö
era amerísku körfuboltahetjurnar
og þar eru margar stjörnurnar
krúnurakaðar. Þótt drengimir í
bókinni hafi nú kannski ekki lík-
amsvöxt þessara risa þá geta þeir
rakað af sér hárið og það er ein-
mitt það sein þeir gera.“
Aðspurður hvort framhald verði
á sögunni-um Snoðhausanna svar-
ar Jón: „Ég efast um það, ég held
að til þess að þannig lagað heppnist
verði menn að leggja upp meö það
hugarfar að framhald verði á og
það gerði ég ekki.“
-HK
Sviðsljós
Nýr bjórstútur, sem minnir á víking til forna, hefur verið hannaður af
listagalleriinu Art Hún fyrir Viking Brugg og verður notaður alls staðar
þar sem bjór fyrirtækisins rennur úr krana. Stúturinn er algerlega ís-
lensk hönnun, leirstútur með sérstaklega þróuðum glerungi. Það tók
fimm vikur að fullgera stútinn. Á myndinni eru, f.v., listakonurnar Sigrún
Gunnarsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir og Elinborg Guðmundsdóttir
ásamt Hafsteini Lárussyni, sölu- og markaðsstjóra Viking Brugg.
DV-mynd Brynjar Gauti
Með formála eftir
Melwin Morse.
fkni og metsöluhöfund
’* i:
Áhrifamikil, sönn saga
sem vakið hefur heimsathygli
Betty Eadie dó eftir uppskurð en vaknaði aftur til lífsins og mundi í smáatriðum
það sem fyrir hana hafði borið. Það sem fyrir hana bar i dánarheimum hefur verið
kaiiað áhrifamesta dauðareynslan fyrr og síðar.
í faðmi ljóssins
kemur um þessar mundir út á 19 tungumálum, auk endurútgáfu á ensku í mjúkri kápu
í meira upplagi en dæmi eru til áður. Bókin hefur undanfarnar vikur verið á „topp
tíu" sölulista Publishers Weekly.
í faðmi ljóssins
bók með boðskap sem hefur gefið fjölda fólks bjartari von og endurnýjaðan lífsvilja.
Áhrifamesta dauðareynslan
fyrr og síðar
Bók til að gefa - bók til að eiga
FRJÁLS i FJÖLMIÐLUN HF.
\3&
Þotta c/ctur verid BILiÐ milli Ufs og dauðal
Dökkklæddur vegfarandi sóst en með endurskinsmerki,
ekki fyrr en í 20-30 m. fjarlægö borin ó róttan hátt sóst hann
frá lágljósum bifreiöar í 120-130 m. fjarlægö.
||UMFERÐAR