Dagur - 19.12.1995, Síða 34

Dagur - 19.12.1995, Síða 34
34 B - DAGUR - Þriðjudagur 19. desember 1995 Þrjár konur búsettar við utanverðan Eyjafjörð; Sig- ríður Hafstað á Tjörn, Valva Gísladóttir á Húsabakka, báðar í Svarfaðardaí, og Sigur- björg Snorradóttir á Krossum í Arskógshrepyi hafa á síðustu misserum framleitt tehettur sem hafa vakið mikla og verðskufd- aða athygli, ekki síst fyrir það að þetta eru mann- eskjur klæddar í t.d. p>eysföt með skotthúfu og fléttur, prestar eða trölla- stelp>ur. Tehetturnar hafa fengið samheitið Freyjur. Einnig hafa þær hafið framleiðslu á kaffihettum, sem nota má t.d. utan um jaressukönnur o.fl. Upphafsmaður þessa alls var Valva Gísladóttir sem á síðasta vetri hafði framleitt eina tehettu sem hún sýndi Sigríði Hafstað og vakti áhuga hennar á að taka þátt í framleiðslunni. Þeim fannst skyn- samlegast að vera þrjár við fram- leiðsluna og fljótlega kom Sigur- björg inn í hópinn. Um mánaða- að sér vandasamasta verkið sem er að gera sjálf andlitin, Sigríður gerði hetturnar sem jafnframt verða þá pilsin og Sigurbjörg gerði slifsið, svunturnar og hend- umar en skotthúfurnar hafa oftast verið gerðar í samvinnu. Vinnan fer þannig fram að fyrst vinna konurnar liver sinn hluta kerling- arinnar eða prestsins heima hjá sér en hittast síðan vikulega að Tjörn og púsla hlutunum saman. Af- rakstur kvöldsins er venjulega fjórar tehettur, stundum meira. Fyrsta kynningin var á hand- verksmarkaði austur á Laugunt í Reykjadal í byrjun maímánaðar þ.á. I lok maímánaðar var svo haldinn önnur handverkssýning í Árskógsskóla, þar sem handverks- konum við Eyjafjörð var boðin þátttaka. Salan hefur ekki verið mikil þrátt fyrir að mörgum hafi fundist tehettumar tnjög skemmti- legar en þær hafa þótt nokkuð dýrar, eða 3.900 krónur stykkið en prestamir aðeins dýrari, eða 4.200 krónur, en þær stöllur segja það sé kannski spegilmynd þjóðfélagsins, vegna þess að karlmenn meti sig hærra, en í raun sé það vegna þess að efnið í hettumar er þó nokkuð dýrt, m.a. 100% bómull í pilsun- um og silki í svuntunum, þó ekki í tröllastelpunum. Sumum finnst þær jafnvel of fínar, vilja frekar hafa þær uppi í hillu sem stofu- djásn. Prestarnir eru með silfur- kross og eru eilítið stærri og nú er hafin framleiðsla á tröllastelpum Sigurbjörg, Sigríður og Valva með nokkrar tehettur í Galleríinu í verslunarmiðstöðinni í Sunnuhlíð á Akureyri sem annast sölu þeirra á Akureyri en í Reykjavík má fá þær í Iði við Vesturgötu. Mynd: GG hreppa sýningarrétt auk þess sem með því fékkst ákveðinn gæða- stimpill. Þegar hafa selst nokkrar tehettur í kjölfar sýningarinnar í ráðhúsinu en í heildina hafa verið framleiddar um eitt hundrað kerl- ingar, prestar og tröllastelpur. Hér gæti því verið lagður grunnur að atvinnu fyrir þrjár konur, sem í upphafi gerðu ekki ráð fyrir því að áhugamálið mundi vinda svona hratt upp á sig eða verða meira en bara skemmtilegt tómstundagam- an. Aukin áhersla á vörur sem minna á tslenska þjóðtnenningu Á undanförnum árum hefur verið mikil fátækt í vöruúrvali fyrir er- Tehettan „Freyja" nýtur vaxandi vinsaelda: „Megum ekki vera svona heimóttarleg - þegar um framleiöslu og sölu d vörum fyrir erlenda feröamenn er aö raeöa", segir Valva Gísladóttir mótin apríl/maí á þessu ári voru þær stöllur búnar að sauma sex te- hettur. Strax varð ákveðin verka- skipting í hópnum; Valva sem upphaflega átti hugmyndina, tók sem eru stærri en kerlingarnar, en á sama verði og prestamir. Engar tvær tehettur eru eins sem gerir þær nokkuð sérstakar, hvorki eins klæddar né með eins hár eða and- lit. Þær fá allar nafn, t.d. séra Sig- urður eða maddama Helga og eru jafnframt kenndar við bæjamöfn, eins og t.d. Hof eða Holt. Sumir hafa þótt sig bera kennsl á ákveðnar persónur á andlitunum. Nokkrar eiginkonur presta hafa pantað „prestatehettur“, þó ekki af mönnum sínum en einnig hafa þeim Sigríði, Völvu og Sigur- björgu borist ljósmyndir með pöntun og er þá andlitið gert sem líkast myndinni. Á jólamarkað t Jónshúsi „Við höfum kannski til þessa ekki tekið þetta allt of alvarlega og í hvert skipti sem vel tekst til og við fengið lof fyrir framleiðsluna höfum við glaðst innilega, líklega vegna þess að væntingamar hafa ekki verið miklar eða við haldið að þessi framleiðsla væri ekki neitt einstök. Við vitum það hins vegar nú að það er hún. Nokkrar tehettur voru sendar á jólamarkað í húsi Jóns Sigurðssonar forseta í Kaupmannahöfn, Jónshúsi, og hafa vakið mikla athygli. Það koma margir til með að kaupa svona hettur til að gefa erlendum vinum eða viðskiptavinum," sagði Valva Gísladóttir. Nýlokið er handverkssýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem „Freyjurnar" voru sýndar, en sýn- ingaraðilar voru valdir úr allstór- urn hópi umsækjenda svo þær Sigríður, Valva og Sigurbjörg voru mjög ánægðar með að lenda ferðamenn, þ.e. fjölbreyttn- in hefur ekki verið mikil og eft- iröpun ráðið miklu á markaðnum og lítið um vörur sem höfða til þjóðlegra einkenna hérlendis. T.d. hefur framleiðsla jólakorta sem höfðar til íslenskra séreinkenna verið á undanhaldi, erlend kort hafa tekið stærri og stærri hluta af markaðnum, enda eflaust ódýrari. I ýmsum galleríum sem tekið hafa til starfa á undanfömum misserum má þó sjá þess merki að íslensk framleiðsla er að aukast, sérstak- lega framleiðsla sem höfðar til hérlendra einkenna. „Við megum ekki vera svona heimóttarleg þegar um framleiðslu og sölu á vöram fyrir erlenda ferðamenn er að ræða og þurfum að líta lengra fram á veginn. Hér er fyrst og fremst boðið upp á ull- arvörur alls konar, en við getum framleitt ýmislegt annað fyrir ferðamennina sem minnir á ís- lenska þjóðmenningu. Ef við vilj- um tryggja að ferðamennimir fari heim með eitthvað sem minnir þá áfram á Island, þá verður það und- anbragðalaust að vera íslensk gæðavara, því þeir vilja ekki kaupa eitthvað „drasl“, heldur eitt- hvað fallegt," sagði Valva Gísla- dóttir, ein þriggja „Freyja“. GG Ónafngreindur tehettuprestur ásamt sinni „ektakvinnu" úti í guðsgrænni nátúrunni á síðasta sumri. Mynd: KH Óskuni viðskiplavinuni okkarsvo og þeim Jáu sem enn haja ekki komið í verslunina gleðilegrctsjála og Jarsœldar á nýju ári. Ráðhústorgi 9 ■ Sími461 1837 4 Sendum öllum velunnuruin blaðsins fuiijfieilar jálar og ngár&kmðjur

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.