Dagur - 19.12.1995, Page 38

Dagur - 19.12.1995, Page 38
38 B - DAGUR - Þriðjudagur 19. desember 1995 Grundarkirkja íEyja- fjarðarsveit hefur œtíð þótt glœsilegt hús og tákn mikillar framsýni og stór- hugar Magnúsar Sigurðs- sonar, bónda og kaup>- manns á Grund, sem byggði kirkjuna. Kirkjan er mjög stór, af sveita- kirkju að vera, en stairðin er ekki það eina sem vek- ur athygli heldur ekki síð- ur hönnunin og smíðin. Þann 12. nóvember síð- astliðinn voru liðin rétt 90 ár frá því kirkjan var vígð og i tilefni af afmazlinu var hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni. Margt er breytt á 90 árum, ekki síst samgöngurnar og því er ólíku saman að jafna, ferðalagi kirkjugesta til guðsþjónustunnar í haust og vígsluhátíðarinnar fyrir 90 árum. Núna tekur ekki nema um 15 mínútur að aka á malbikuðum vegi frá Akureyri að Grund en sama ferðalag krafðist mikils undirbún- ings á sínum tíma. Guð- laugur Asmundsson í Fremstafelli í Köldu-Kinn var meðal kirkjugesta á vígsluhátíðinni og hann festi minningar um þenn- an eftirminnilega dag á blað og sú frásögn birtist í tímaritinu Súlum fyrir 16 árum. Við hœfi er við lok afmœlisárs kirkjunnar að rifja þessa frásögn upp>. Fjölbreytilegir vagnar fluttu kirkjugesti „Af því ég var staddur á Akureyri um þessar mundir, hafði ekki mik- ið fyrir stafni og þurfti þó að dvelja þar lengur, þar sem ég beið eftir sjúklingi sem lá á spítalanum, brá ég mér frameptir. Það var mesti ys og þys í bæn- um kveldið áður, eða þann 11. nóv., því þá var fólk að búa sig undir ferðina. Þurfti þá á sem flestum ferða- áhöldum að halda, því fjöldi manna gimtist að vera við vígslu- hátíðina, sem búist var við að yrði sérlega viðhafnarmikil. Ekki gátu allir haft og ekki heldur ekið í Iok- uðum fjaðravögnum, menn urðu „Þegar sá heim að Grund blöstu við manni skrautleg og reisuleg timbur- hús. Bar kirkjan að vísu af þeim bæði að stærð og fegurð, þó að ytra skraut hennar sé lítils háttar í sam- anburði við hið innra.“ því að sætta sig við mykjukerrur og hvað eina sem hægt var að sitja á og draga eptir brautinni. Sýndist mér það heldur munur fyrir Ey- firðinga að geta notað þessi flutn- inga-áhöld, eða fyrir okkur sem ekki höfum svo að segja neinn brautarstúf, hvað þá vagna. Ekki fór nema fátt eitt af hinum svokölluðu helstu „burgeisum“ bæjarins því þeir sátu að sumbli fram á nótt - vóru að halda upp á sjötíu ára afmæli séra Matthíasar. Var þar fagnaður mikill, organ troðið, bumbur barðar og ræður flutu þar látlaust eins og freyðandi bjór og kampavín. Flestir sem þar vóru þurftu að liggja úr sér lúrinn á sunnudaginn. Samt fór séra Matthías gamli frameptir og flutti þar snjalla ræðu og var ekki að sjá á honum svefn né þreytu, þótt vakað hefði um nóttina og væri orðinn sjötugur. Veður var hið fegursta hér innra þennan dag og alauð jörð svo ekki var ástæða til þess að sitja heima fyrir þá er farið gátu. Enda var mannstraumurinn mikill og mér sýndist að nokkurs konar sögulegur fomaldarblær mundi vera á því að sjá heilar fylkingar gangandi, ríðandi og akandi manna selfærast og líða heim að hinum fagra og veglega stað í hér- aðinu, eins og þeir þekkja sem kunnugir eru.“ Gestir skiftu hundruðum Guðlaugi þótti mikið til guðshúss- ins koma þegar að Grund var komið. Og ekki var hrifning hans minni þegar inn var komið. „Þegar sá heim að Grund blöstu við manni skrautleg og reisuleg timburhús,“ segir Guð- laugur. „Bar kirkjan að vísu af þeim ✓ Á vígstudegi Grundar- kirkju fyrir 90 árum - frásögn Guðlaugs Asmundssonar af vígslunni bæði að stærð og fegurð, þó að ytra skraut hennar sé lítils háttar í samanburði við hið innra. Klukkan tólf var saman safnað á áttunda hundrað manns á renni- sléttum fleti suður undan kirkju- dyrunum, því hún snýr út og suð- ur; kváðu þá við hvell og há klukknahljóð, var þar samhringing og ekki hringt annað fyrir messu. Pessi mynd var tekin i Grundarkirkju a vigsludaginn, aður en kirkjugestir tóku að streyma að. Að hringingunni lokinni vóm opnaðar afarstórar bogadyr á suð- urgafli kirkjunnar og tók mann- fjöldinn að streyma inn í forkirkj- una sem mun rúma á að giska tvö bundruð manns. Er hún mjög vönduð að smíði og máluð smekklega, en ekki er hún skreytt til muna. Ur henni liggja tveir stigar sinn til hvorrar handar þeg- ar inn er gengið og fast út við hliðveggi kirkjunnar. Setja þeir fót norður en höfuð suður og upp á lopt sem er yfir allri forkirkj- unni. Þaðan er svo gengið norður á lopt aðalkirkjunnar sem eru all- breiðar skarir fyrst fyrir gafli og síðan inn með hliðarveggjunum allt að kór. Þiljað er l'rá brúnum skaranna upp að hvelfingu en al- sett er það bil bogadyrum svo þéttum að aðeins er dálítill stólpi á milli þeirra. A skörinni sem er fyrir gafli stendur orgelið og eru bogadymar fyrir þeirri skör jafn- breiðar bilinu milli hliðarskar- anna. Loptið rúmar nálega jafn marga menn og aðalkirkjan niðri; en í henni munu geta setið nær þrjú hundruð manns, og er þó ekkert sæti í kórnum. Loptskarir þessar hvíla á tíu súlum afar mikl- um haglega renndum og gulli greiptu. Standa þær í röðum inn og fram gólfið fremst við sætin. I kórnum eru engir bekkir til að sitja á eins og áður er sagt en af- þiljaðar stúkur eru til beggja hliða með dyrum á miðju og á að giska tveggja álna breiðar, er því að- alkórinn þessum mun mjórri en framkirkjan. Engir bekkir eru heldur í stúkum þessum, en í þetta sinn sátu prestarnir þar á stólum. Skilrúm þessi ná saman undir miðju risi, svo að hvelfing kórsins er þeim mun neðar en hvelfing framkirkjunnar. Framan á stalla þeim sem myndast við þessa af- þiljun stendur ritað gullnu rósa- letri frá öðrum enda bogans til hins: „Dýrð sé guði í upphæðum“. Má bæði letur það, mál og smíði á boga þessum heita fullkomið lista- verk að minnsta kosti samanborið við það sem kostur er á að sjá hér norðanlands. Altaristaflan er fal- leg mynd af frelsaranum, en ekki sýndist mér hún taka verulega fram þeim töflum sem ég hefi séð fegurstar. Svo er og um altari og prédikunarstól að ekki er það neitt verulega skreytt en mjög smekk- lega smíðað og málað. Framan við grátur eru tveir upphleyptir pallar í hálfhring, sá fremri breiður um

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.