Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Síða 11
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 11 Valgerður Hildibrandsdóttir forstöðumaður hefur ásamt starfsfólki sínu skil- að miklum árangri í sparnaði í eldhúsi Ríkisspítalanna. fólks eftir breytinguna. „Viö vorum áður meö allt of stóra skammta af kjöti og fiski og þar af leiðandi of dýran mat. Nú förum við eftir mann- eldisráðgjöf og höfum aukið kolvetn- isskammta, svo sem kartöflur, græn- meti og brauð. Við gerum því rétt samansetta máltíð fyrir minni pen- inga,“ segir Valgerður ennfremur. Kvöldmatur undirbúinn en flestir fá kaldan mat á kvöldin. Aldraðir og börn fá hins vegar tvær heitar mál- tíðir á dag. Valgerður segir að þaö átak sem gert var í eldhúsinu hafi skilað mikl- um árangri og hún er þess fullviss að víöar væri hægt að ná sambæri- legri rekstarhagræðingu og þar með sparnaði. „Það er mjög skemmtilegt þegar maður flnnur árangur af því sem við höfum verið að gera. Það er mikið vinnuálag á starfsfólkinu hérna en allir taka höndum saman um að láta þetta ganga upp,“ segir Valgerður Hildibrandsdóttir. Góðurstarfsandi í eldhúsinu er, að sögn þeirra Valgerðar, Guðnýjar Jónsdóttur og Olgu Gunnarsdóttur matarfræðinga, mjög góður starfsandi og mikið lagt upp úr sem bestum vinnuanda. Á fimmtudaginn, þegar helgarblaðið kom í heimsókn, voru soðnar kjöt- bollur í matinn með jafningi, blönd- uðu grænmeti, kartöflum og hrásal- ati fyrir allflesta. Á meðgöngudeild fæðingardeildarinnar er kominn nokkurs konar vísir aö matseðli fyrir þær konur sem þurfa að dvelja lengi á spítalanum en þær geta nú valið um tvo rétti. Einnig er sú nýjung á kvennadeild Landspítalans að þar er nú boðið upp á morgun- og kvöld- hlaðborð þannig að enn er verið að þróa eldhúsið. Tökum upp nýjar vörur í dag Opið alla helgina Grensásvegi 3 • Sími 88 4011 Hversu stór verður "ann? Tvöfaldur fyrsti vinningur á laugardag!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.