Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 Glýkolsýrumeðferð getur hjálpað fólki með húðvandamál: Hefur gefið mér aukið sj álfstr aust segir Bergdís Sveinjónsdóttir sem hefur verið í meðferð hjá Hönnu Kristínu Didriksen snyrtisérfraeðingi „Eg hef í gegnum árin átt í miklum erfiðleikum með húö mína og reynt allt sem ég hef komist yfir. Árið 1992 fór ég á sýningu í Englandi þar sem glýkolsýra var kynnt og var spennt að prófa hana eftir að ég sá myndir af fólki sem hafði náð mjög góðum árangri. Ég keypti því efnin á sýning- unni og byrjaði á sjáifri mér með góðum árangri," segir Hanna Kristín Didriksen snyrtifræðingur sem er brautryðjandi í glýkolsýrumeðferð hér á landi. Eftir að hún hafði prófað efnin á sjálfri sér fékk hún unga konu, Bergdísi Sveinjónsdóttur, til að gerast „fórnarlamb" hjá sér. „Ég var að vinna í World Class qg þar var Bergdís að æfa leikfimi. Ég tók eftir að hún var með mjög bólótta og illa farna húð sem hún reyndi að fela með miklu hári. Mér fannst að ég gæti gert heilmikið fyrir hana með glýkolsýrum og spurði hvort hún væri tilbúin í slíka meðferð með mér. Bergdís var strax jákvæð gagn- vart því og nú hefur árangurinn komið í ljós," segir Hanna Kristín og sýnir blaðamanni myndir af Bergdísi fyrir og eftir meðferð. Það eru aðeins þrír mánuðir síðan Hanna Kristín fór að vinna með M.D. Formulations glýkolsýrur á stofunni hjá sér og hún segist vera farin að sjá árangur hjá mórgum viöskipta- vinum sínum, jafnt konum sem körl- um. Árangurinn kemur fram á mis- munandi löngum tíma eftir því hversu húðin er illa farin í upphafi. Hjá Bergdísi var kominn góður ár- angur eftir sex mánuði. Varmjögslæm „Ég var mjög slæm í andliti og nið- ur eftir hálsi og hafði verið það nokk- uð lengi. Maður hafði auðvitað próf- að eitt og annað án nokkurs árang- urs. Þegar Hanna Kristín bauð mér að prófa þessi efni hafði ég enga trú á þeim og bjóst ekki við árangri frek- ar en áður. í dag er stór munur á mér, meðférðin hefur hjálpað mér mikið og gefið mér aukið sjálfs- traust," segir Bergdís. Hanna Kristín segir að allir sjái einhvern árangur strax að lokinni fyrstu meðferðinni eða „peeling" eins og þetta er kallað. „Viðskipta- vinurinn sér árangur daginn eftir en ekki nægan til að vera fullkomlega ánægður. Við höfum miðað við sex „peelingar" sem lágmark og leggjum höfuðáherslu á að viðskiptavinurinn fái nægilega fræðslu hjá okkur til að nota efnin heima hjá sér. Það er ekki eingöngu meðferðin á stofunni sem hjálpar því viðskiptavinurinn þarf að kaupa sér efni til að nota heima og nota þau minnst tvisvar á sólar- hring til að ná sem bestum árangri. Þeir sem kaupa sér efnin og ætia að nota þau án leiðbeiningar snyrtisér- fræðinga lenda í alls kyns erfiðleik- um, t.d. koma einkenni í húðina, hiti, roði, yfirborðsflögnun, jafnvel ein- hvers konar æðasláttur þannig að fólk verður hrætt. Það er því mjög nauðsynlegt að vera undir leiðsögn snyrtifræðings allan tímann," segir Hanna Kristín enn fremur. Ekki skaðleg Margir spyrja sig væntanlega hvort þessi meðferð geti á einhvern hátt skaðað húðina eða verið hættu- leg. „Nei,, þetta er ekki hættulegt. Hins vegar er fólk hrætt við orðið glýkolsýra. Þessi glýkolsýra sem við Hanna Kristín Didriksen snyrtisérfræðingur hefur sérhæft sig í meðhöndlun glýkolsýra með mjög góðum árangri, bæði á sjálfri sér og öðrum. Hér hreinsar hún húð Bergdísar Sveinjónsdóttur eftir að hafa sett á haná glýkol- sýru. DV-mynd GVA notum er búin til á rannsóknarstof- um vegna þess að hún þarf að inni- halda mjög hrein efni. Upprunalega er glýkolsýra unnin úr sykurreyr en þar sem miklar rannsóknir liggja að baki þeirri sýru sem notuð er í snyrtivörur og til að sýran geri sem mest gagn er hún að mestu vísinda- lega unnin á rannsóknarstofu Herald Pharmacal Inc. Það voru tvefr pró- fessorar, dr. Van Scott og dr. Yu, sem fundu þetta efni upp árið 1976 og hafa síðan reynt að koma því á fram- færi. Það var þó ekki fyrr en árið 1983 sem þeir fengu Herald Pharma- cal til að framleiða efnið fyrir sig. Prófessorarnir fundu út að með nofkun á glýkolsýru væri hægt að laga stórlega uppbyggingu á efra lagi húöarinnar. Á yfirborði húðarinnar myndast bólur, hrukkur eða annars konar vandamál og þar safnast sam- an gamlar frumur sem eiga að losna af sjálfkrafa með endurnýjun húðar- innar. Með glýkolsýrunni er hægt að fiýta fyrir endurnýjun húðarinnar og efnið losar gömlu húðfrumurnar af yfirborðinu og nýjar frumur kom- ast fljótar fram þannig að finar línur og hrukkur mildast," segir Hanna Kristín. Erfiðtilfellitillækna Þeir sem eiga við mjög erfið húð- vandamál að stríða þurfa að leita læknis þar sem læknar hafa enn sterkari og áhrifaríkari efni undir höndum sem flokkast undir lyf en þau eru eingöngu notuð í mjög erfið- um tilfellum. Hanna Kristín segist stundum þurfa að vísa viðskiptavin- um sínum til húðsjúkdómalækna. Bergdís var búin að fara til lækna og hafði prófað ýmis efni og lyf án árangurs. „Ég fékk áburð sem ég varð mjög rauð undan, auk þess sem hann lyktaði illa. Þessi meðferð hent- ar mér betur og ég hef náð betri ár- angri," segir hún. Bergdís segist hafa fengið mikil viðbrögð hjá fólki sem hún þekkir eftir aö hún lagaðist í húðinni. „Það hafa margir haft á orði að það sé allt annað að sjá mig og spurt hvernig ég hafi farið að þessu." Hanna Kristín bendir á að þegar Bergdís var farin að lagast í andliti lét hún klippa hár sitt stutt. „Hún þurfti ekkert að fela lengur," útskýr- ir hún. Hanna Kristín segir að glýkolsýru- meðferðin sé í raun bylting varðandi öll húðvandamál. Það tekur þó tíma að ná árangri og eftir að honum er náð þarf að halda meðferðinni við, t.d. með „peeling" á nokkurra vikna fresti. Dýrmeðferð Aflir viðskiptavinir spyrja fyrst um veröið og Hanna Kristín segir aö það geti verið mjög mismunandi. Éinn tími i húðhreinsun með glýkolsýru kostar 2.290 kr. og í upphafi þarf að koma í „peeling" einu sinni í viku. Ef viðskiptavinurinn kaupir hreinsi- efni til nötkunar heima, sem Hanna Kristín telur nauðsynlegt, hækkar upphæðin talsvert því andlitskrem kostar rúmar fimm þúsund krónur en það dugar í sex mánuði. Bergdís Sveinjónsdóttir var með mikið hár til að fela slæma húð þegar Hanna Kristín fékk hana til að prófa glýkolsýrur. Bergdís hafði fengið mun betri húð eftir sex mánuði í meðferðinni og siðan hefur hún þurft að halda henni við með reglulegu millibili. Á þessari mynd er hún óförðuð. Hér hefur Bergdís verið förðuð og ekki hægt að sjá að hún hafi átt við nein húðvandamál að striða. í Norsk Ukeblad var fjallað um glý- kolsýrumeðferð sl. sumar en blaða- menn þar höfðu valið sér tvö „fórn- aflömb", sextán ára pilt og 39 ára konu. Konan, sem heitir Benta, var mjög ánægð með meðferðina og taldi sig hafa fengið góðan bata enda var það að sjá á myndúm sem teknar voru fyrir og eftir meðferð. Pilturinn sagðist vera miklu betri í húðinni eftir meðferðina en vildi þó hafa var-. an á því að hann væri alltaf betri í húðinni á sumrin en vetrum. Piltur- inn, Carl Einar, hafði átt við bólu- vandamál að stríða frá tólf ára aldri en hafði þó aldrei leitað til lækna vegna þess en notað Clearsil og önn- ur slik hjálparmeðul án árangurs. Carl Einar var þó alveg tilbúinn að prófa glýkolsýru og munurinn var sjáanlegur. Benta hafði leitað til Hér sést vel hvernig Bergdís var húðinni í upphafi meðferðarinnar. ' lækna og prófað allt, m.a. A-vítamín- sýrur, en hafði ekki náð þeim bata sem hún óskaði eftir. Hún var því alveg tilbúin að prófa glýkolsýrur þótt hún byggist ekki við krafta- verki. Benta náði hins vegar mik'lu betri árangri en hún átti von á. Glýkolsýrumeðferð hefur verið þekkt í Bandaríkjunum í meira en tíu ár. Galdurinn er sá að dauðar frumur á efsta lagi húðarinnar fjar- lægjast með sýrunni og undirhúðin þykkist, styrkist og kemur frískar fram. Sagt er að glýkolsýrur henti best fyrir bólótta og óhreina húö, húð með þurrkbletti, hrukkur og mislita húð. Það er ljóst að glýkolsýra getur gefið góðan árangur en enginn ætti að reyna að nota þessi efni nema undir leiðsögn snyrtisérfræðinga og lækna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.