Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 Sérstæð sakamál Sök bítur sekan Deborah Buchmeister. Aöfaranótt 12. desember í fyrra gerðist í Þýskalandi atburður sem átti eftir að hafa afdrifarík áhrif á þá sem honum tengdust. Það var dauði Douglas Buchmeister. Hann var í bandaríska herliðinu í Frank- enthal, kvæntur og tveggja barna faðir. Dauðsfalliö var óvenjulegt því Douglas fannst látinn fyrir neð- an háhýsi sem hann bjó í og var ljóst að hann hafði fallið af sautj- ándu hæð. Slíkt fall lifa menn ekki af. Enginn var í neinum vafa um að um sorglegt slys hefði verið að ræða, utan eiginkona Douglas Buc- hmeister, Deborah, og aðstoðar- menn hennar. Hún hafði bruggað manni sínum banaráð og á svo út- sjónarsaman hátt að það var síðar nefnt „háhýsismorðið fullkomna". Og fullkomið heíði það orðið hefði ekki dálítið sagt til sín sem stund- um ber htið á. En að því verður síðar vikið. Brúðkaupsafmæli Þann 11. desember höfðu þau Douglas og Deborah, kona hans, haldið upp á sjö ára brúðkaupsaf- mæli sitt. Undanfarin ár hafði hjónabandið ekki gengið vel. Oft haföi komið til rifrildis og um tíma hafði litið út fyrir aö skilnaður yrði ekki umflúinn. En svo ákváðu hjónin að gera enn eina tilraun til að bæta sambúðina og á brúð- kaupsdaginn ákváðu þau að leggja áherslu á þann ásetning með því að fara út að borða. Og það gerðu þau. En Douglas sá aldrei næsta dag. Veitingahúsið sem þau ' hjón völdu bauð góða rétti og vín og í raun má segjáað þar hafi þau snætt „sáttarmálsverð", eða svo hafði aö minnsta kosti Douglas fulla ástæðu til að ætla. Þessi málsverður reynd- ist hins vegar aðeins þaulhugsaður þáttur í undirbúningi morðs. Draumur Deborah var alls ekki sá að halda áfram að búa með Dou- glas. Hún hafði gert allt aðrar áætl- anir um framtíðina og þær tengd- ust mjög tuttugu og fjögurra ára gömlum manni, Stephan Tanski. Honum hafði hún kynnst þegar hjónaband hennar stóð ekki sem best og í honum sá hún fljótlega hinn fullkomna aðdáanda og elsk- huga, mann sem bar hana á hönd- um sér, jós í hana gjöfum og gaf henni, meö allri þessari athygli sinni, fyrirheit um það sem margar konur láta sig dreyma um en fáar upplifa. Þar kom, eftir aö kynni þeirra höfðu staðið um hríð, að Deborah fór að skoða hug sinn með tilliti til hjónabandsipg og framtíðarinnar. Hún yrði auðvitað aldrei það sem hún þóttist nú sjá fyrir nema Dou- glas hyrfi úr lífi hennar. Og gerði hann það á „viðunandi" hátt fengi hún útborgaða líftrygginguna sem bandaríski herinn hafði keypt handa honum. Týndi Douglas líf- inu heföi hún því í raun tvítryggt framtíðarhamingju sína. Voðaverkið Nokkru fyrir miðnætti komu þau Douglas heim, hann vel kenndur af „sáttavíninu". Þau hjón sátu um stund í íbúðinni á sautjándu hæð en þar kom að syfjan sem fylgdi víndrykkjunni bar Douglas ofurhði og sofnaði hann fóstum svefni á sófa í stofunni. Tveimur hæðum fyrir neðan, á fimmtándu hæð, biðu tveir sam- særismanna Deborah. Þeirra hlut- verk var að koma Douglas yfir í annan heim. Annar þessara manna var elskhugi Deborah, Stephan Tanski, en hinn félagi hans, Diet- mar Siebert, tuttugu og tveggja ára. Douglas Buchmeister með óþekktri konu. Stephan Tanski. Buchmeisters-hjónin bjuggu á sautjándu hæð í þessu háhýsi. Allt í einu hringdi síminn hjá þeim félögum. Þaö var Deborah, sem sagði að stundin til verksins væri runnin upp. Tvímenningarnir fóru inn í lyftuna og upp á sautj- ándu hæð. Tanski hafði meðferð hafnaboltakylfu, en hún skyldi not- uð til að rota Douglas. Var það þannig gert að Deborah brá púða undir höfuð manns síns, en síðan sló Tanski hann með kylfunni, eftir aö hafa vafið um hana teppi. Það og púðinn komu í veg fyrir að blæddi út fórnardýrinu og blóð- blettir fyndust í íbúöinni. Lokaáfanginn Siebert og Tanski virtu um stund fyrir sér hinn lífvana mann. Síðan tóku þeir undir handleggi hans og fótleggi og báru hann fram að svefnherbergisglugganum, en hann hafði Deborah þá opnað. Nokkrum augnablikum síðar sveif Douglas Buchmeister út af sautjándu hæð og hafnaði á göt- unni fyrir neðan. Dietmar Siebert hafði fallist á að taka þátt í morðinu gegn greiðslu og fyrir sinn þátt fékk hann jafn- virði um hálfrar annarrar milljón- ar króna. Morðið var tahð sjálfsvíg. Hinni syrgjandi ekkju var sýnd mikil samúð og hún lék hlutverk sitt vel, klædd svörtu. Og þannig flaug hún til Bandaríkjanna þar sem hún hitti ættingja Douglas við útforina. Elskhuginn og féð beið Allt benti til aö hið fullkomna morð hefði verið framið. Enginn gerði neina athugasemd. Foreldrar Douglas voru sannfærðir um að hann hefði svipt sig lífi og dánar- vottoröið var eins og það átti að vera því krufning hafði ekki farið fram og því kom ekki í ljós hinn mikli áverki sem hinn látni hafði orðið fyrir þegar hann var sleginn' með hafnaboltakylfunni. Af þess- um sökum sá hvorki lögregla né aðrir ástæðu til að kanna málsatvik frekar. Það var heldur ekki eins- dæmi að eiginmenn sem lent höfðu í hjónabandsvandræðum sviptu sig lífi. Líklega hefði Douglas ekki haft trú á því að þeim hjónum tækist að ná saman þrátt fyrir fyrirheit um það yfir góðum mat og víni. Þegar tryggingafélagið hafði fengið umbeðin skjöl var Deborah tilkynnt aö hún fengi útborgað líf- tryggingarfé mannsins síns fyrr- verandi, jafnvirði um sjö milljóna króna. Hún fékk það sent og virtist nú fátt geta varpað skugga á fram- tíð hennar og Stephans Tanski. Eftirþankarnir Um hríð gat Deborah sagt við sjálfa sig að henni og Tanski hefði í raun tekist það sem sumir sögðu að væri ekki hægt. Að fremja hið fullkomna morð. Og telja má víst að aldrei hefði upp um það komist hefði Deborah ekki opinberað sannleikann. Hún hafði tekið allt með í reikn- inginn, utan eitt. Það var hennar eigin innri rödd, samviskan. Hún fór nú að segja til sín og það í æ ríkari mæh. Og brátt var svo kom- ið að þessi þrítuga ekkja og móðir fann engan frið. Hún komst í sann- kallaða sálarkreppu því henni var að verða ljóst að hún myndi aldrei geta horfst í augu við það sem gerst hafði og ekki byggt hina nýju fram- tíð sína á glæp, það er aftöku. Tilraun til lausnar Um nokkurra mánaða skeið ghmdi Deborah við samviskubitið. Þegar ár var liðið frá morðinu á Douglas, þann 11. janúar í ár, sem hefði orðið áttunda brúðkaupsaf- mæliö hefði hann lifað og þau hjón haldiö saman eins og þau hétu hvort öðru ári áður, gafst hún upp. Hún lokaði sig inni í búðinni sinni og þegar upp rann sú stund nætur þegar Tanski og Siebert köstuðu Douglas út um svefherbergis- gluggann brá hún beittum hníf á púlsinn. Henni tók að blæða og um alhanga hríð fylgdist hún með því er blóðið rann úr æðinni. En á end- anum varð dulin lífslöngun sjálfs- vigsásetningnum yfirsterkari. Klukkan nákvæmlega hálftvö hringdi hún í neyðarnúmerið og sagði að sér væri alveg að blæða út. Hún sagði samt að hún vildi ekki að sér yrði bjargað. Hún vildi aðeins tryggja að börn hennar kæmust í góðar hendur eftir að hún væri öll. Lokaþátturinn Deborah hafði varla skýrt frá því hvernig var komið fyrir henni þeg- ar lögreglubíll og sjúkrabíll óku til háhýssins á miklum hraða. Fáum minútum síðar var brotin upp hurðin á íbúð hennar, henni gefið blóð og hún flutt í skyndi á her- sjúkrahúsiö í Heidelberg. Þar hóf- ust læknar svo strax handa við að bjarga lífi hennar, og það tókst. Rannsóknarlögreglumenn fóru nú að leggja saman tvo og tvo og þá kom fram kenning um hver gæti verið hin raunverulega orsök þess að Deborah ætlaði aö fremja sjálfsvíg. Var hún tekin til yfir- heyrslu um leið og hún hafði náð sér nóg og strax í upphafi skýrði hún frá því hvernig hinn skelfilega dauða manns hennar hafði boriö að. „Það var morð,“ sagði hún dapur- lega. „Að vísu framdi ég þaö ekki með eigin höndum, en... “ Síðan fylgdi sagan eins og hún er sögð hér að framan. Strax af lok- inni skýrslugerð var gefin út hand- tökutilskipun á hendur þeim Step- han Tanski og Dietmar Siebert. Síðar var tekinn til yfirheyrslu tuttugu og þriggja ára gamall maö- ur, Evan Dammeier, en hann hafði lagt til hafnaboltakylfuna og þótti síðar sannaö að hann hefði vitað til hvers nota átti hana. Aðalsakbomingamir, Deborah og Stephan Tanski, eiga nú ekkert sameiginlegt nema það að hafa bæði fengið lífstíðarfangelsisdóma. Og Dietmar Siebert og Evan Dam- meier fengu báðir langa fangelsis- dóma fyrir að eiga þátt í „morðinu fullkomna".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.