Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 Séra Jón Dalbú Hróbjartsson er prestur íslendinga í Svíþjóð og Noregi: Gott að tala við íslenskan prest þegar ástvinir eru fjarri „Þaö er auðsjáanlega heilmikið af vandamálum hjá íslendingum hér eins og gengur og gerist heima á ís- landi. En þetta er kannski erfiðara að því leyti að fólk er fjarri ástvinum sínum. Þegar farið er tala um tilfinn- ingar talar fólk um hvað það er gott að mega tala íslensku," segir séra Jón Dalbú Hróbjartsson sem verið hefur prestur íslendinga í Svíþjóð og Noregi frá því 1. maí síðastliöinn. Eftir að samningurinn milli ís- lenskra og sænskra heilbrigðisyfir- valda um líffæraflutninga gekk í gildi fyrir um tveimur árum kom fljótlega í ljós þörfin á því að einhver tæki á móti sjúklingum og aðstandendum þeirra og annaðist þá, að því er Jón greinir frá. „Reynslan sýndi að það þyrfti aö vera íslendingur. Þegar það var gerö könnun á því hvers konar starfskraftur það þyrfti einna helst að vera var engin spuming um að þeir sem hér voru vildu hafa prest.“ Aðstoó í erfiðleikum Jón, sem er búsettur í Gautaborg, segir starf sitt tvíþætt. Hann hefur ákveönar skyldur við Trygginga- stofnun ríkisins og þjónar jafnframt íslenska samfélaginu í Svíþjóð og mmm a MÁN U DAGS j'jJ OJiUj'j Uj'jJ Á mánudögum verðurDV komið í hendur áskrifenda á suðvestur- hominu um klukkan 7.00 að morgni og aðrir áskrifendur fá blaðið í hendur með fyrstu ferðum frá Reykjavík út á land. Helgarblað DV berst einnig til áskrifenda á sama tíma á laugardögum. BREYTTUR AFGREIÐSLUTIMI: Blaðaafgreiðsla og áskrift: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 Helgarvakt ritstjórnar: Sunnudaga 16-23 Smáauglýsingar: Laugardaga: 9-14 Sunnudaga: 16-22 Mánudaga - föstudaga: 9-22 Ath.: Smáauglýsing í Itelgar- blað verður að berast fyrir klukkan 17 á föstudag. 63.27.00 BEINN SIMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 63 27 77 KL. 6-8 LAUGARDAGS- OG MANUDAGSMORGNA Noregi með höfuðáherslu á Gauta- borg og Ósló. „Ég tek á móti sjúkling- um, er þeim innan handar og er túlk- ur í sumum tilfellum. Oft er þetta ekki síður spurning um að annast aðstandendur þegar um stórar að- gerðir er að ræða. Ég hef eytt löngum dögum með aðstandendum þegar þannig hefur staðið á.“ Hringt hefur verið í Jón frá íslandi og hann látinn vita af erfiðum að- stæðum fólks í Svíþjóð. „Ég reyni aö sinna slíkum beiðnum eftir bestu getu. Það er kannski um veikan ein- stakling að ræða hér í landi sem hef- ur ekkert af sínu fólki í kringum sig. Ef ekki er um gífurlegar vegalengdir að ræða reyni ég aö heimsækja við- komandi," greinir Jón frá. Messuhald og barnastarf Jón messar mánaðarlega í Norsku sjómannakirkjunni í Gautaborg. Hann gengur inn í barnastarf íslend- ingafélagsins og er með kirkjulega fræðslu einu sinni i mánuði. í vetur gdnga fjórtán íslensk fermingarböm til prestsins einu sinni í mánuði. Ráðgert er aö fermingarbörn og prestur eyði saman langri helgi í vor í sumarbúðum sænsku kirkjunnar úti á landsbyggðinni. Kirkjusókn er góð að sögn Jóns og eftir síðustu messu í Ósló, þar sem hann messar mánaðarlega, komu um 100 manns saman í kafíi. Jón annast barnastarf og fermingarundirbúning í Ósló eins og í Gautaborg. Hann kveðsj vera með gott vinnuherbergi í sendiráðinu í Ósló'þangað sem fólk getur leitað til hans. 5 þúsund íslendingar íslendingar í Gautaborg og ná- grenni eru um 1500 en alls eru um 5200 íslendingar í Svíþjóð, að sögn Jóns. íslenskir námsmenn eru marg- ir í Gautaborg og einnig iðnaðar- menn sem komu þangað á sjöunda áratugnum. Læknar eru einnig stór hópur í borginni eða um 50 talsins. Jón segir félagsstarf íslendinga í Gautaborg og nágrenni mjög öflugt. „Hér er mjög gott fólk í forsvari sem sinnir margvíslegum menningar- málum. íslendingar hér kunnu til dæmis vel að meta heimsókn leikar- anna Helga Skúlasonar og Helgu Bachmann sem lásu úr Brekkukots- annál. íslenski kórinn syngurvið messu í Gautaborg er starfandi kór ís- lendinga og hefur áhugafólk úr kórn- um sungið við messur og stundum allur kórinn. „í kórnum, sem er fimm ára, eru um 40 manns. Ég messaði nýlega í Stokkhólmi og fór allur kór- inn með mér þangað. Þetta var mikil menningarferð og voru haldnir tón- leikar í leiðinni." Þann 17. júní og 1. desember halda íslendingar hátíð og gera sér þá margt til skemmtunar. Jólatrés- skemmtun og þorrablót eru auðvitað á dagskrá eins og í öðrum íslendinga- byggðum á erlendri grund og þykja hin bestu mannamót. Á vegum íslendingafélagsins í Gautaborg er starfandi bridsklúbbur og íþróttafélag. Eins og í fleiri borg- um í Svíþjóð rekur íslendingafélagið útvarp sem sendir út tvær klukku- stundir í senn á sunnudögum. Er þá útvarpað fféttapistli frá íslandi, Séra Jón Dalbú Hróbjartsson, prestur íslendinga i Svíþjóð og Noregi, við Norsku sjómannakirkjuna í Gautaborg. barnaefni, íslenskri tóniist og við- tölum viö íslendinga, bæði gesti og búsetta. Samastaður íslendinga í Gautaborg er hús í miðborginni sem félagið hefur á leigu. 26 fengið líffæri Sjálfur hefur Jón einnig skrifstofu í miðborginni við hliðina á skrifstofu aðalræðismanns íslendinga. Vinnu- dagur hans er oft langur. Hann er með viðtalstíma á skrifstofunni á morgnana og eftir hádegi fer hann í sjúkravitjanir. Núna bíða 6 íslend- ingar eftir að fá ígrætt nýra og nokkrir eftir öðrum líffærum. Frá því að samningurinn um lífíæra- flutninga milli íslendinga og Svía tók giidi hafa 26 íslendingar fengið líf- færi í Svíþjóð. Margir íslendingar, bæði börn og fullorðnir, koma í rann- sóknir til Gautaborgar vegna vænt- anlegra lífíæraflutninga. Eiginkona og dæturvið nám Eiginkona Jónp, Inga Þóra Geir- laugsdóttir, og tvær dætur, Heiðrún Ólöf og Margrét, fluttu til Gautaborg- ar 1. júlí síðastliðinn. Tveir synir þeirra hjóna eru uppkomnir og býr annar þeirra með flölskyldu sinni á íslandi en hinn er við nám í Þýska- landi ásamt eiginkonu. „Okkur hður mjög vel héma. Þetta er frekar rólegt að öðm leyti en því að ég er í sænsku- námi fyrir útlendinga í háskólanum hér í Gautaborg. Þetta er fullt nám og meira krefjandi en ég hélt,“ segir Inga Þóra sem heima á Islandi starf- aði sem kennari og síðar í Kirkjuhús- inu. Námið hjá dætrunum gengur vel en þeim þótti þó sænskan strembin í fyrstu. Heiðrún Ólöf er í fyrsta bekk framhaldsskóla en Margrét er í 9. bekk grunnskólans. Reyndar eru þær báðar í sama skólanum sem er einkaskóli þar sem kennt er eftir Montessori-kerfinu. Nemendur eru þjálfaðir í að taka sjálfir ábyrgð á sínu námi, að því er Inga Þóra grein- ir frá. Hún kveðst í raun ánægð með íslenska skólakerfið því Heiðrún Ól- öf og Margrét komu vel undirbúnar í skólann. Heiðrún Ólöf er komin i Sinfóníuhljómsveit æskunnar í Gautaborg þar sem hún leikur á fiðlu og Margrét er komin í besta fótbolta- hð stúlkna í borginni. Það er því í nógu að snúast hjá öhum í fjölskyld- unni sem mun dvelja í Gautaborg næstu þrjú árin. Þann 18. september síðastliðinn var Jón settur formlega inn í emb- ættið af biskupi íslands, Ólafi Skúla- syni. Innsetningin vakti athygli í Gautaborg og var greint frá henni í dagblaöinu Göteborgsposten. Jón tekur þaö fram að það sé mjög spennandi fyrir sig sem prest frá Reykjavík að starfa í Gautaborg. „Biskupsdæmið er þekkt fyrir mjög blómlegt kirkjustarf. Ég ætla að nýta mér tímann til að kynnast því eins og ég get og læra af því.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.