Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 36
44 I LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 Iþróttir Andrés önd: Búistvið um þúsund keppendum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Andrésar andar leikarnir í vor veröa þeir tuttugustu í róðinni og við ætlum að vanda alveg sér- staklega til þeirra," segir Gísli Kr. Lórenzson, formaður Andrés- arnefhdarinnar sem sér um Andrésar andar leikana í Hlíðar- fjalli ár hvert. Andrésar leikarnir eru skíða- mót fyrir böm á aldrinum 7-12 ára og eru langfjölmennasta skíðamót sem haldið er hér á landi ár hvert og eitt af fjölmenn- ustu íþróttamótum landsins. „Keppendur undanfarin ár hafa veriö á bihnu 750-800 og ég reikna með svipuðum fjölda nú þótt við búum okkur undir það að taka við allt að þúsund keppendum," segir Gísli. Standa yfir í 4 daga í stað þrjá áður Hann segir að leikarnir nú muni standa yfir í fjóra daga eða einum degi lengur en venjulega. M.a. nýjunga má nefna samhliða svig fyrir elstu keppendurna og það að mótið standi yfir einum degi lengur en venjulega þýði að hægt verði að gera meira fyrir krakk- ana en venja er. Þá stendur til að bjóða norskum krökkum til keppni í mótinu og ýmislegt fleira til að halda upp á 20 ára afmæli leikanna. Leiðrétting í helgarblaði DV fyrir tveimur vikum voru vinnubrögð Þor- steins Gunnarssonar á rás 2 gagnrýnd nokkuð harðlega. Gagnrýnin var á misskilningi byggö og er viðkomandi beðinn afsökunar á mistökunum. Til dómara á launum á að gera auknar kröfur Gyffi Kristjánssart, DV, Akureyri: Að vera dómari í flokkaíþróttum er án efa eitt allra vanþakklátasta starflð sem unnið er innan íþrótta- hreyfingarinnar. Dómarar eru gjarnan bitbein leikmanna, for- ráðamanna og áhangenda þeirra liða sem ganga af velli með tap á bakinu enda virðist sem svo að þegar finna þurfi sökudólga til að afsaka tap, vegi mistðk þeirra þyngra en t.d. leikmanna sem gera fiölmörg mistök í hverjum einasta leik. Dómarar eru vissulega stór hluti af leiknum og geta tvímælalaust ráðíð úrslitum leikja með ákvörð- unum sínum; Þeir þiggja orðið laun fyrir störf sín og því ekkert sjálf- sagðara en gera til þeirra auknar kröfur. Jafnvel miðlungsleikmenn eru einnig flestir hvertir farnir að „heimta" peninga fyrir þátttöku sína. Það er því ekki út í loftið að gera samanburð á því hvernig þessir aðilar undirbúa sig fyrir átökin á vellinum. Með„kút" i knattspyrnu, handknattleik og körfuknattlelk er nánast orðíð um heilsársiþróttir að ræða sem þýðir að þegar keppnistímabili lýkur og þar til það næsta hefst, standa yfir strangar æfingar. En hvað gera dómarar á þeim tíma? - Ég leyfi mér að fullyrða að undirbúningur þeirra sé langt frá því þannig að hann standist samanburð: Þó mæl- ir sennilega enginn á móti því að dóraarar verða að vera í geysilega góðu líkamlegu ástandi, þeir þurfa að hlaupa mikið og gott líkamlegt ástand þeirra hefur það í för með sér að husgun þeirra er skýrari og þeir gera færri mistök. En geri þeir afdrifarík mistök vega þau þungt og það er oft haft á orði að mikill undirbúningur leikmanna getí far- ið fyrir lítíð vegna þeirra mistaka. Það er ekM erfitt að standa við þá fullyrðingu að meðal dómara sem dæma i efstu deildum hand- boltans og körfuboltans í vetur eru menn sem háfa ekki unhið heima- vinnú sína á undirbúningstímabil- inu, þeir eru jafnvel með „kúf" um mittið og eru fljotír að þreytast í leikjura- Annað sem ávallt stingur í augun er misræmið i dómgæsl- unni, eítt dómarapar dæmir td. ruðning á sóknarmann en annað dæmir brot á varnarmann fyrir nákvæmlega sams konar samstuð. Víð eigum vissulega mjög góða dómara í þessum íþróttum. Þeir eru hins vegar því miður allt of fáir og sumir hinna eru hreinlega ekkí hæfir til að dæma harða leiki bestu hðanna og kemur þá fleira til en likamlegt atgervi. Þessir menn eru eins og gefur að skflja gagnrýndir fyrir frammistöðu sína og ekkert er sjálfsagðara. Taki þeir ekki jákvætt þeirri gagnrýni og reyni að bæta sig eiga þeir einfald- lega að sriúa sér að öðru en ekki þumbast við ár eftir ár. Skussarnir varðir Þegar þessir menn eru gagngrýnd- ir, geysast þá gjarnan fram á rit- völhnn einhverjir úr þeirra hópi og af einhverjum ástæðum helst þeir sem síst eru gagnrýndir en finna hjá sér hvöt til að verja skuss- ana. Þeir setja þá fram fullyrðingar eins og þær að dómarar hafi' ekki vinnufrið, dómgæslan sé „yfir höf- uð'* mjög góð og fleira í þeimdúr. Þá finna þeir að því að gagnrýni á störf þeirra í umsögnum fjölmiðla um leiki sé ekki ítarleg enþað staf- ar einfeldlega af því að pláss á íþróttasíðum hýður ekki upp á slíkt. HIxfisMldi er sem sagt haldið yfir lélegustu dómurunum sem halda því sinu striM ár eftir ár, sýria engar framfarir og valda ekM verkefnum sínum. Dæma hjá f eröaf élögunum Eitt af því sem gagnrýnt hefur verið undanfarin ár og snýr aðal- lega að hðum á iandsbyggðinni er að dómarar skuh ferðast með að- komuliðunum í leiM úti á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Hand- knattieikssambandi íslands og Körfuknattleikssambandi íslands er þetta sú lína sem vinna á eftír og tilgangurinn er einfaldlega sá að spara peninga. Það sé ódýrara að kaupa sæti fyrir dóraarana í leiguvélum félagaima en senda þá með áætlunarflugi sem kostar yfir- leitt einnig gisttngu eða aö leigja undir dómarana einkavélar. Handknattleikssambandið legg- ur áherslu á að þessi ferðamátí sé viðhafður í sparnaðarskýni en Körfuknattieikssambandið bein- Unis skyldar félögin til að taka dómarana með sér í flugferðir. Hins vegar neita körfuboltadómar- ar að ferðast með liðunum í leiM ef farið er i langferðabifreiðum og röMn eru þau-aö þá geti leikmenn- irnir komist að þeim, nokkuð sem ekki sé hægt í flugvélunum! Þessi ferðamátí er sMljanlegur út frá sparnaðarsjónarmiðinu en hefur því raiður í för raeð sér stórt og miMð vandamál um leið. Dóm- arar setjast upp í flugyél qg ferðast meö leiMnönnum þeirra liða sem þeir eiga að dæma hjá og þegar út í leiki erkomiö dæma þeir vafaatr- iðin í leikjunum ferðafélögum sín- ' um i vil. Það er ekM erfitt að setja sig í spor dómara sem lenda í þessari aðstöðu enda eru dæmi þess að þeir hafi ekM fengið far heim hafi ferðafélagarnir verið óhressir með frammístóðu þeirra. í handbolta- leik norður á Akureyri á dögunum vakti mikla athygli að vafaatriðin féllu nær öll heimamönnum í vil og var þar um svokailaða heiraa- dómara að ræða. Slíku eru KA-merm óvanir enda kom í hós eftir leikinn að íþví til- felh höföu domararnir ferðast norður með einkafiugvél en ekM með aðkomuiiðinu. UmsMptin frá því sem venjulega er boðið upp & þegar dómararnir dæma hjá ferða- félögum sínum voru miMI og stungu í augun. Góðirerlendis Sem fyrr sagði er það rnat undir- ritaðs að við eigum góða dómara en því miður of fáa. Dómarar okkar með alþjóðleg réttíndi fá nær und- antekningarlaust góða einkunn fyrir frammistöðu sífha erlendis og það er fagnaðarefni. Þetta eru þeir dómarar sera yfirleitt fá bestu eín- kunn hér heima fyrir störf sín en þó ekM alitaf. Þeir eiga, ef allt er eðhlegt, ekM að verja slöku dómarana opinber- lega þegar þeir eru réttilega gagn- rýndir, þeir ættu frekar að taka undir þá gagnrýni og beita áhrifum sínum í þann farveg að harðar verði teMð á málunum 1 heild sem myndi leiða til betri dómgæslu og vinnufriðar fyrir allardómara. FH og Haukar standa sig vel í handboltanum: Áhangendur mæta illa á leikina Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: Það er furðulegt að forsvarsmönn- um handboltaliöa FH og Hauka skuli hafa verið það efst í huga eftir að lið þeirra voru búin að tryggja sér sæti í 8-liða úrshtum Evrópumótanna, hversu miMð tapið á þátttökunni var orðið. Meira tap er fyrirsjáanlegt Gleðin yfir árangrinum mátti sem sagt víkja fyrir þeirri ótrúlegu stað- reynd að fólk mætti ekM á leikina til að styðja hðin og félógin standa eftir með hundruð þúsunda króna tap á baMnu og enn meira tap er fyrirsjá- anlegt vegna frekari þátttöku ef að líkum lætur. Bæði FH og Haukar náðu samning- um við andstæðinga sína um að þeir lékju heimaleiM sína hér á landi. Það kostar auðvitað sitt eins og t.d. það að greiða erlendu félögunum ferða- kostnað og e.t.v. einhverja peninga- upphæð. Þetta hefur verið gert í þeirri trú að aðgangseyrir á leikina myndi mæta þessum kostnaði, en útkoman er önnur. Vaismenn tóku áhættu og komust ekki áfram Valsmenn fóru hins vegar aöra leið, þeir tóku ekki áhættuna af að leika á heimavelli en seldu þess í stað heimaleik sinn og léku báða leikina í Danmörku í 1. umferð. Og þar gerð- ist það að heimavöllurinn réð úrslit- um og Valsmenn komust ekki áfram í keppninni. Haldi bestu handboltalið okkar áfram að taka þátt í Evrópumótun-' um er það e.t.v. það sem koma skal að þau selji heimaleiM sína úr landi. Fjárhagshhðin yrði þá tryggð en annað yrði upp á teningnum hvað það varðar að ná árangri. Önnur leiö er auðvitað sú að hærta einlega þátt- töku í þessum mótum, en þá er auð- vitað viðbúið að einhverjir myndu kvarta. Fuil ástæða til að óska FH og Haukum til hamingju Það er full ástæða til að óska Hafnar- fjarðarliðunum til hamingju með ár- angurinn í Evrópumótunum. Hand- boltaáhugamenn á höfuðborgar- svæðinu eiga Mns vegar ekkert ann- að skilið en skömm í hattinn enda hafa þeir með áhugaleysi sínu e.t.v. valdið því að EvrópuleiMr í hand- bolta hér á landi heyri brátt sögunni til. Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar hafa staðið sig framar vonum á Evrópumótunum i handknattleik og bæði eru liðin komin í 8-liöa úrslit. Á myndinni er Petr Baumruk að skora mark fyrir Hauka gegn Bratislava.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.