Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 Fréttir -¦¦¦., .- ¦.. ¦ - ¦ Siguröur Nordal. Norrænahúsið: Lesiðúróbirtu verki Nordals í dág klukkan 14 gengst stofhun Siguröar Nordals fyrir dagskrá í Norræna húsinu í tilefhi af út- komu þriggja nýrra binda í rit- safhi hans um íslenskar fornbók- menntir. Þar flytja Jðnas Kristjánsson, fy. forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonár, dr. Gunnar Karlsson prófessor óg dr. Gunnar Haröarson lektor erindi um Síg- urð, verk hans og áhrif, og Þor- leifur Hauksson cand. mag. les úr áður óbirtum drogum að 2. bindi íslenskrar menningar en þau kafiaði Sigurður Fragmenta ultima. Ölium er heimttl aðgangur meðan húsrúm leyfir. Þjófarstela frálistamönnum Broöst var inn í húsakynrá Bandalags íslenskra listamanna aðfaranótt fimmtudags og stolið þaðan tölm Þjofarnir hafa ekki náðst Hér er um talsvert tjón fyrir Bandalagiö aðræðaþar semmik- ið af gögnum var á harða diskin- um og er skorað á þjófinn eða þjófaná að skila tölvunni þar sem hún er verðiítU en gögnin fllmet- anleg; Einnig var brotist inn á skrif- stofu Kvikmyndasjóös sem er til húsa á sama stað og bandalagið. Þaöan var stolið tveimur mynd- bandstækjum, af Panasonie gerð, og Macintosh tölvu. t j «1« Mt (íiíijlj'r i« \v \* Bími 81ÍIÍ - ml lijl nnnrf ,(lt||u|j„| íllhunhj ff'l' Iimm) f j Sin kji Bin, fttl» I Spiiijil! dliiiiijílM m Ijtlii iltsiiim liiéii! - 5ji tiiul Jólagjafahandbók Bónus Radíófylg- ir DV í dag. í handbókinni er að f inna upptýsingar um fjölmargar vörur verstunárinnar. Að auki er er boðið upp á þátttöku í jólaleik Bónus Rad- ió þar sem í vinning eru meðal ann- ars Samsung þráðlausir simar, 29" sjónvarpstæki, myndbandstæki og margt fleira. Kanacn^ktfyrirtæMmeðurndettdu^ . Þetta hafa verið svik á svik of an - segir framkvæmdastjóri Hafharsels hf. á Selfossi „Það er ekki hægt að eiga viðskipti við þetta fyrirtæki. Það er ekki oröi treystandi af því sem þessi maður segir og ástæða til að vara við hon- um. Þetta hafa verið svik á svik ofan og það er raunar óskiljanlegt hver ástæðan er fyrir þessum svikum þar sem hann græddi ekki einu sinni á þeim," segir Baldur Sigurðsson, ann- ar eigenda fiskvinnslunnar Hafnar- sels hf. á Selfossi, vegna viðskipta hans við fyrirtæki sem íslendingur rekur í Kanada. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins var að sögn Baldurs á ferð í sumar hérlendis þar sem hann fór víða og leitaði viðskipta varðandi m.a. útflutning á saltfiski og inn- flutning á timbri. Baldur segir að hann og Grétar Pétursson meðeigandi hans hafi tap- að umtalsverðum fjárhæðum á við- skiptum við fyrirtækið sem heitir Can-Ice. Þá segir hann að önnur fyr- irtæki hafi skaðast á viðskiptum við fyrirtækiö bæði fjárhagslega og vegna þess að svik hins kanadíska fyrirtækis hafi orðið til þess að við- komandi hafi lent í slæmum málum gagnvart öðrum viðskiptaaðilum. „Við teljum okkur hafa tapað þremur milljónum á þessum við- skiptum. Hann setti rekstur okkar í verulega hættu og ef við hefðum ekki áttað okkur í tíma hefði þetta getað komið okkur í koll. Við erum í fullri starfsemi í dag í samvinnu við mjög góða útflytjendur," segir Baldur Rekiö af íslendingi Can-Ice fyrirtækið er rekið af ís- lendingi sem fór til Kanada fyrir um aldarfjórðungi. Hann kom hingað til lands í vor og fór þá víða um land Eigendur Hafnarsels, þeir Baldur Sigurðsson og Grétar Pétursson, sem átt hafa í vioskiptum við Can-lce og segja fyrirtækið hafa svikið sig um allt að þremur milljónum króna. Á myndinni eru þeir með saltfisk sem þeir vinna. DV-myndReynirTraustason og falaðist eftir viðskiptum. Slóðina má rekja um Suðurland, á Reykja- víkursvæðinu og á Norðurlandi. DV hefur rætt við forsvarsmenn tíu fyr- irtækja sem átt hafa í viðskiptum við Can-Ice og ber þeim saman um að viðskipti við fyrirtækið hafi alls ekki verið með eðlilegum hætfi. Það hafi ekki getað staðiö við tryggingar vegna vöru og krafist verðlækkana þegar viðskipti hafi veriö komin á og varan komin í hendur kaupanda. Einn orðaði það sem svo að öll þessi viðskipti hafi verið með stórundar- legum hætti. Af þeim fyrirtækjum sem rætt var við vildi enginn mæla með viðskiptum við Can-Ice og flestir höfðu slæma sögu að segja. Neitaði að greiða „Við vorum með htla starfsemi í Þorlákshöfn þegar þessi maður ósk- aði eftir sérunnum saltfiski. Þá lögð- um við út í að stækka við okkur og fluttum starfsemina á Selfoss. Við framleiddum fyrir hann upp í þessar pantanir eftir hans forskríft og send- um honum prufur sem honum leist vel á. Síðan hefur á ýmsu gengið. Fyrstu pöntunina tók hann aldrei, það voru fisklundir sem er viðkvæm vara og eyðilagðist á endanum. Síðar sendum við honum saltfiskbita sem við höfðum sérunnið og pakkað að hans forskrift. Þessi sending var að verðmæti 1250 þúsund krónur hann greiddi inn á hana 65 prósent af umsömdu verði eða rúm 800 þúsund. Hann neitaði að borga afganginn og fer að auki fram á það að við endur- greiöum honum 200 þúsund krónur þannig að hann vill aðeins greiða um helming af umsömdu verði. Athuga- semdir hans komu svo ekki fyrr en tveimur mánuöum eftir að hann fékk vöruna," segir Baldur. Segja sömu sögu Baldur segist vita það að fleiri fyr- irtæki séu í svipuðum sporum varð- artdi þetta sama fyrirtæki. Það virð- ist vera viðtekin venja hjá fyrirtæk- inu að fá senda vöru og verðfella hana síðan á grundvelli þess að um sé að ræða skemmda vöru. „Ég vil taka það skýrt fram að hann skoöaði þessa vöru hjá okkur og var sáttur við hana en segir nú að h'in sé skemmd. Við eigum afgang ^f þessari vöru hér í húsi og það er á hreinu að þetta er góö vara. Við telj- um okkur skylt að vara aðra útflytj- endur og framleiöendur við þessu fyrirtæki," segir Baldur. „Þetta er loffkastalafyrirtæki sem þykist allt geta en ræður svo ekki við neitt. Mér er kunnugt um að fyr- irtæki hafa skaðast á viðskiptum á við hann. Ég get eklíi mælt með þessu fyrirtæki en þessi maður hefur ein- staka hæfileika til að kjafta fólk upp úr skónum," segir forsvarsmaður fyrirtækis sem átt hefur umtalsverö viðskipti við hið kanadíska fyrir- tæki. Halldór Asgrímsson, formaður Framsóknarflokksins: Stuttar fréttir Stærsta skuidbreyting Is- landssögunnar óumf lýjanleg „Við getum ekki sætt okkur við að heimilin haldi áfram að safna skuld- um upp á einn mfiljarð á mánuði og íslendingar mega aldrei sætta sig við að þúsundir manna gangi um at- vinnulausir. Við vitum að þetta ástand heggur að rótum lýðræðisins. Við vitum líka að þetta var helsta ástæðan fyrir þeim trúnaðarbresti sem er miUi stjórnmálamanna og kjósenda. Það er ekki nóg að setja upp samúðarsvip og segja að ástand- ið mum lagast í óljósri framtíð. Við verðum að sýna að við ætlum aö lag- færa ástandið og benda á raunhæfar leiðir tfi úrbóta. Stærsta skuldbreyting íslandssög- unnar er óumflýjanleg. Með sam- %áSSk ®2s3. FkáM^ ..aRmAHHá Þú getur svaraO þessari spurningu meö því aö hringja ? sima 99-16-00. 39,90 kr. mínútan. ,r ö d á FOLKSINS 99-16-00 Er skylduáskrift að ríkisútvarpinu réttmæt? ns bélr sem-eru í »tafrœna kerflnu oe eru me6 týnvalssíma geta teklft þátt Halldór Ásgrimsson flytur ræðu sina á flokksþinginu i gær. DV-mynd BG vinnu ríkis, peningastofnana, laun- þegahreyfingar og fleiri aðila, verður að gera fólki kleift að standa í skilum. Ríkisvaldinu hefur mistekist að við- halda þeim grundvelli sem skuld- bindingar heimilanna byggðust á og ber því að skap nýjan. Hjá þessu verður ekki komist. Tfilögur þessa efnis Uggja fyrir flokksþmginu." Þetta sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, meðal annars í yfirhtsræðu sinni í upphafi flokksþings Framsóknar- flokksins í gær. Halldórs fór í ræðu sinni vítt og breitt yfir sviðið. Hins vegar má full- yrða að þessi tillaga framsóknar- manna að standa að mestu skuld- br"eytingu íslandssögúnnar til bjarg- ar fjárhag heimilanna var sá kafli ræðu formannsins sem mesta at- hygli vakkti. Halldór sagði varðandi skattamál að ef Framsóknarflokkurinn fái að ráða verði ekki um frekari skatta- hækkanir að ræða á næsta kjörtíma- bili. Hann sagðist heldur ekki ætla að lofa skattalækkun nema um um- talsverðan hagvöxt verði að ræða. Hann sagðist telja að allt umfram 2 prósent hagvaxtaraukningu að með- altak' á næsta kjórtímabili kæmi til góða í lægri sköttum. „Ég tel engar líkur á að viö getum á þessari stundu fengið þær undan- þágur í samningum við Evrópu- bandalagið sem hugsanlega gæti réttlætt aðild íslendinga að því. Þess vegna hafna ég því aö við sækjum um aöild," sagði Halldór Ásgrimsson í umfjöllun sinni um Evrópusam- bandið. Þinginu lýkur á morgun, sunnu- dag. Kröfurkennara Samtök kennara settu fram launakröfur sinar hjá samninga- nefnd ríkisins í gær. Samkvæmt RÚV hljóða kröfurnar upp á allt að fjórðungshækkun launa. Fækkunslysa Ríkisstjórnin samþykkti í gær að stefha að verulegri fækkun alvarlegra umferðarslysa fram til ársins 2000. Launþegasamtök og Samvinnu- ferðir-Landsýn hafa samið við fjölmargaferðaþjónustuaðila um að bjóða sérstakt stéttarfélags- verð á ferðum innanlands í vetur. Gjafiriþjóðarátak Sendiráð Banáaríkjanna og Þýskalands hafa gefið veglegar bókagjafir í þjóðarátak stödenta vegnanýjuÞjóðarbókhlöðunnar, HlutabréHifeyrissjóda Lífeyrissjc^irnir keyptu hluta- bréf á síðasta ári fyrir 790 mflbón- ir krðna sem er 200 milljónum minni kaup en árið 1992. Lítilarðsemi Samkvæmt könnun VSÍ var arðsemi islensks atvinnulífs árin 1987-1992 nánast engin á meðan hagnaður af veltu fyrirtækja í PECD-ríkjnm var um 5 þrósent. -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.