Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 56
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ASKRIFT - DREIFING. 63 27 00 BLABAAFGREIÐSLA OG' ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokaö Mánudaga: 6-20 Þriöjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 63 27 77 KL. 6-8 LAUGARDAGS- OG MÁNUDAGSMORGNA LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994. V7 Arni Sigfússon: Siðleysi að fá pólitískar auglýsingar „Þegar við vorum í meirihluta þótti . siðleysi að biðja borgina um auglýs- ingar í pólitískt blað. Við gáfum út blað sem hét Höfuðborgin og við stóðum undir því sjálfir. Borgin var hvorki beðin um að auglýsa í blaðinu né birta styrktarlínur í því," segir Árni Sigfússon, oddviti sjálfstæðis- manna í Reykjavík, í tilefni frétta um auglýsingar á vegum Reykjavíkur- borgar í blaði R-listans nýverið. Samkvæmt heimildum DV gætir mikillar óánægju meðal sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Reykjavíkur með þessar auglýsingar sem sagt er að eigi sér ekki fordæmi þegar um pólitíska blaðaútgáfu er að ræða. Þykir hér um misnotkun á borgar- sjóði að ræða. Búist er við þvi að sjálfstæðismenn taki málið upp á borgarráðsfundi á þriðjudaginn. „Meginreglan er að birta auglýs- ingar í dagblöðum eftir auglýsinga- gildi hverju sinni. Á miöju kjörtíma- bili höfum við ekki agnúast út í að setja auglýsingar í pólitísk blöð en við höfum ekki sett auglýsingar í blöð stjórnmálaflokka kringum kosningar. Þetta eru sömu reglur og giltu á síðasta kjörtímabili. Ég hef ekki ferigið fyrirskipun um að aug- lýsa í blöðum Reykjavíkurlistans," segir Ólafur Jónsson upplýsingafull- trúi í ráðhúsinu. Mál Lindu Pétursdóttur: Senttilsak- \*f~* Rannsóknarlögregla ríkisins hefur sent mál Lindfl Pétursdóttur til sak- sóknara ríkisins sem ákveður fram- hald málsins. Málið er tvíþætt, ann- ars vegar er það kæra Lindu á hend- ur lögreglunni vegna meints harð- ræðis og hins vegar kæra lögregl- unnar á hendur Lindu. Vöruflutn- ingabíll valt Vöruflutningabíll valt í Staðardal í botni Steingrímsfjarðar í fyrrakvöld. Haft var samband við lögregluna á Hólmavík í gærmorgun og var gær- dagurinn notaöur til að koma bílnum á réttan kjöl. Ökumann sakaði ekki þegar óhappið varð og er bíllinn lítið skemmdur þar sem ökumaðurinn náði að draga mikið úr ferðinni áður en bíllinn valt á hliðina. LOKI Hvað eru nokkrar auglýsingar ámillivina? Óvæntur dómur vegna ákæru í vopnamáli í Héraðsdómi Reykj avíkur í gær:, Lögreglan má ekki taka stóra hnífa - vísað í götótta reglugerð sem á sér ekki lagastoð - „butterflyhnífar" þó ólöglegir Héraðsdómur Reykjavikur kvað í gær upp óvæntan dóm þar sem því var algjöríega hafnað að stoð væri i lögum fyrir því að heímilt væri að gera upptæka hnifa með lengra blaöi en 12 sentímetrar. Vegna þessa sýknaði dómurinn mann af ákæru um að hafa flutt til landsins og síðan átt 20 hættulega hriífa með biöðum allt upp í 22 sentímetra að lengd. Dómurinn taldi að reglugerð í þessum efnum, sem lögregla og önnur yfirvöld hafa fram að þessu unnið sam- kvæmt, hafi ekki lagastoð. Lögregl- an um allt land hefur á síðustu árum lagt hald á mikinn fjölda af hnífum samkvæmt reglugerðinni, Dómurinn sakfelldi framan- greindan mann hins vegar af ákæru um að hafa átt 27 „butt- erfly-" og fjaðrahnífa - heimilt sé að leggja hald á þá vegna réttarör- yggis enda „verði ekki annað séð áð þeir geti verið til nokkurra ny tja né til annars gerðir en að stinga með". Dómurinn taldi að þessir hnífar gætuverið mjög hættuleg vopn í höndum óvita og illvirkja og heimilt væri að banna þá eins og gert er með reglugerð um skot- vopn og skotfæri frá 1988. Um hina hnífana, sem maðurinn yar ákærður fyrir, lerigri en 12 sentímétrar, og algengt er að lagt sé hald á enda eru þeir taldir hættulegir, segir dómurinn hins vegar: „Alkunna er að margar gerðir nytjahnífa í almannaeigu, s.s. búr- hnífar, fisk- og kjötvinnsluhnífar og veiðihnífar eru oft blaðlengri en 12 sentímetrar enda hafa slíkir hnífar til þessa yfirleitt verið taldir meðfæri landsmanna. Verður 3. greín skotvoþnalaganna heldur ekki skilin svo að ætlunin hafi ver- ið að heimila ráðherra að banna slíka hnífa með reglugerð. Verður að telja að reglugerðina skorti laga- stoð að þessu leyti. Ber samkvæmt framangsögðu að sýkna ákærða ... Umræddur maöur, sem er 75 ára, var árið 1990 sektaður og látinn þola upptöku á 26 hnífum. Hann var jafnframt uppvís að sölu á hníf- um. Fyrir dómi nú kvaðst hann ekki hafa gert siíkt síðan. Dómur- inn féllst eins og áður sagði á að gera upptæka minni hnífana og dæmdi manninn til að greiða 10 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Keppnin Sterkasti maður jarðarinnar fer fram í Laugardalshöll á morgun kl. 15. Einn Islendingur er á meóal kepp- enda, Andrés Guömundsson, aflraunameistari islands 1991 og 1993 og Evrópu Herkúles 1994. Auk Andrésar keppa fimm erlendir kraftajötnar á mótinu sem allir eiga glæstan feril að baki í aflraunum. Á myndinni taka jötnarnir á fyrir framan pitsustaðinn Pizza 67 sem er styrktaraðili keppninnar. DV-mynd Brynjar Gauti Ásakanir um svindl: Munstefnaþess- um mönnum - segir eigandi Can-Ice „Ég mun svara þessum mönnum með því að stefna þeim fyrir róg og fyrir þann skaða sem þeir hafa vald- ið mér með því að selja mér skemmd- an fisk," segir Þór Nikulásson, eig- andi fyrirtækisins Can-Ice í Kanada, vegna ásakana um að hann hafi stundað óheiðarleg viðskipti. For- svarsmenn íslensks fiskvinnslufyr- irtækis lýsa því í DV í dag að Þór hafi svikið þá í viðskiptum með salt- fisk sem hann flutti út til Kanada. Þór segir þetta alrangt og að þessu sé öfugt farið. - sjá bls. 2 Austfirðir: Ólöglegarveiðar Samkvæmt upplýsingum lögreglu á Austurlandi hafa nokkur brögð verið að því að rjúpnaskyttur hafi verið á veiðum á vélsleðum. Slíkt er með öllu óheimilt samkvæmt gild- andi lögum. Fengust þær upplýs- ingar á Seyðisfirði að mjög hart verði tekið á brotum sem þessum ef upp kemst og meðal annars lagt hald á skotvopn og sektarákvæðum beitt. Veörið á sunnudag og mánudag: Éljagangur um vestan- vert landið Á sunnudag og mánudag verða suðvestlægar áttir, víða hvasst á sunnudag, en mun hægari á mánu- dag. Éljagangur um sunnan- og vestanvert landið en úrkomulaust að mestu á Norðaustur- og Austur- landi. Hiti víðast hvar rétt ofan við frostmark. Veðrið í dag er á bls. 61 X {baksturinn X Á morgunmatinn X f heita og kalda drykki sf Brjóstsykur iC Skemmir ekki tennur 7bragðtegundir og náttúrulcg efni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.