Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 13
+ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 13 Bridge Bikarkeppni BSÍ: Tvenn úrslit ultu á útspilinu Eins og kunnugt er af fréttum, þá sigraði sveit Tryggingamiðstöðvar- innar hf. syeit Ragnars Torfa Jónas- sonar frá ísafirði með yfirburðum í bikarkeppni Bridgesambands ís- lands sem spiluð var í nýjum húsa- kynnum Bridgesambandsins við ÞÖnglabakka. Nýju bikarmeistararnir eru Sig- tryggur Sigurðsson, Bragi Hauksson, Hrólfur Hjaltason, Sigurður Sverris- son og Valur Sigurðsson. Fyrirliði án spilamensku er Gísli Ólafsson. Sveit ísfirðinganna er skipuð fimm Umsjón Stefán Guðjohnsen ungum bridgemeisturum, sem heita Ragnar Torfi, Tryggvi Ingason, Hlynur Magnússon, Jóhann Ævars- son og Halldór Sigurðsson. En þótt úrslitaleikurinn væri ekki spennandi þá gilti öðru máli um und- anúrslitaleikina. Þeir voru mjög spennandi og raunar réðust úrslit þeirra beggja á einu útspih í sama spilinu. Þú átt að spila út með þessi spil í austur: 9753 64 95 K10764 eftir að hafa hlustað á þessar sagnir: Vestur Norður pass 1 lauf Austur Suöur pass pass pass ltígull pass lhjarta pass lspaöi pass 2grönd pass 3tíglar pass 4hjörtu pass 6hjörtu pass pass pass Þetta voru sagnirnar í öðrum leiknum en í hinum sagöi suður fimm tígla við fjórum hjörtum og norður síðan sex hjörtu. Fyrstu fjórar sagnirnar eru gervi- sagnir, tvö grönd sýna 23-24 hp og jafna skiptingu, þrír tíglar eru yfirfærsía og fimm tíglar eru fyrirstöðusögn. Hverju spilar þú út? Allt spilið var þannig: a/a-v ? KG ¥ ÁKDIO ? KG82 + ÁD5 ? Á862 V 97 ? D1043 ? G82 N V A S * 9753 *64 ? 95 + K10764 4- * D104 ¥ G8532 ? Á76 + 93 í leik ísfirðinganna við sveit S. Ármanns Magnússonar sátu n-s Tryggvi Ingason og Ragnar Torfi, en a-v Sveinn R. Eiríksson og Hrannar Erlingsson. Þar gengu sagnir eins og ofan greinir og Sveinn spilaði laufa- fjarkanum. Unnin slemma og tapað- ur leikur. Við hitt boröið létu Jakob Kristins- son og Matthías Þorvaldsson sér nægja að segja fjögur hjörtu og unnu fimm eftir trompútspil. í hinum undanúrslitaleiknum sátu n-s Sigurður Sverrisson og Valur Sig- urðsson, en a-v Guðmundur Sv. Her- mannsson og Helgi Jóhannsson. Þar gengu sagnir líka eins og að ofan greinir, nema Valur sagði fimm tígla við fjórum hjörtum. Guðmundur spilaði einnig út laufi með sömu afleiðingum. Á hinu borö- inu stoppuðu Aðalsteinn Jörgensen og Björn Eysteinsson vandvirknis- lega í fimm hjörtum og unnu sex eft- ir laufútspil. Ég er ekki sammála laufútspilinu, en mér finnst það athyghsvert að tveir bridgemeistarar skuli velja að spila út frá kóng í slemmu, upp til handar með yfirlýsta 23-24 hp. P.S. Ef einhverjir völdu tígulníuna, Enn aukum við þjónustuna! ** 99* 56*70** þá gefur hún slemmuna líka. Þú drepur á tígulás, spilar meiri tígli og svínar áttunni. Síðan áttu innkomu á trompgosann til þess að svína fyrir tíguldrottningu og kasta síðan laufa- taj^gnum í tígulkóng. I Sveit Tryggingamiðstöðvarinnar, nýkrýndir bikarmeistarar í bridge, vann öruggan sigur i úrslitaleiknum en var hætt komin i undanúrslitaleiknum. Frá vinstri eru Bragi Hauksson, Sigurður Sverrisson, Sigtryggur Sigurðsson og Hrólfur Hjaltason en fimmta liðsmann sveitarínnar, Val Sigurðsson, vant- ar á myndina. DV-mynd Sveinn VETRARSKOÐUN Verðdæmi kr. 5.950,- F. 4 cyl. án efnis. Pjónusta í ATAK SF. bílaverkstæði Nýbýlavegi 24 200 Kópavogi Símar 46040 - 46081 Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn. Svarþjónusta DV opnar þér nýja möguleika á að svara smáauglýsingum DV. Svarþjónusta DV er sjálfvirk símaþjónusta sem sparar þér tíma og vinnu. í beinu sambandi allan sólarliringinn! Þegar þú augiýsír í smáauglýsingum DV getur svarþjónusta DV tekiö viö svörum fyrir þig allan sólarhringinn. Ef þú ert aö svara smáauglýsingum í svarþjónustu DV getur þú tekið upp símtólið hvenær sem þér hentar. Allir í stafræna kerfinu með tónvalssíma geta nýtt sér þessa þjónustu. Einföld í notkun! Svarþjónusta DV er einföld og þægileg. Sem dæmi er húsnæðisauglýsing sem birtist í DV: 3ja herbergja fbuð í Breiðholtí tíl leigu. Laus fljótíega. Aðeins reglusamt fólk Twrmir tjj fj|jffo"^ Svarþjónusta DV, simi 99-5670, tíWffllf67994J I Svarþjónusta DV leiðir þig áfram Þú hringir í sfma 99-56-70 og velur eftirfarandi: 1 til þess að svara auglýsingu «*>,! til þess að hlusta á svar auglýsandans Ssj (ath.! á eingöngu vi6 um atvinnuauglýsingar) ||| ef þú ert auglýsandi og vllt ná í svör ^ eða tala inn á skilaboöahóifiö þitt 4 sýnishorn af svari til þess að fara til baka, áfram eða hætta aðgerð Þú svarar^uglýsingunni með því að hringja í síma 9^6-70, velur 1, og slærð inn tilvísunarnúmer auglýsingar og að því búnu leggur þú inn þín skilaboð. Þá færð þú að heyra skilaboðin sem þú lagðir inn. Ef þú ert ánægð/ur með skilaboðin geymir þú þau, ef ekki getur þú talað þau inn aftur. Ef þú vilt fá meiri upplýsingar um svarþjónustu DV getur þú haft samband við smáauglýsingadeild DV í síma 91-63-27-00 vinnum með þér! Kllpptí úl og eermið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.