Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 35
4 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 Fólki fannst ekki skynsamlegt að Jónína Kjagan færi í verslunarferð til Amsterdam. Allir vissu um knappan fjárhag hennar og vandamál í samskiptum hennar við Sveinjón. Að gefa ráð „Ég er löngu hættur að gefa fólki ráð," sagði Nökkvi læknir. „Það er gjörsamlega tilgangslaust. Skipta má fólki í tvo hópa. Annars vegar eru þeir sem stöðugt leita ráða sem þeir ætla ekki að fara eftir. Hins vegar eru þeir sem gefa ráð án þess að nokkur hafi beðið um það. Hann hallaði sér aftur í stól og sagði dreymandi við viðmælanda sinn: Jónínu Kjagan lang- ar í verslunarferð „Tökum dæmi. Jónínu Kjagan vinkonu mína langaöi í tveggja vikna verslunarferð til Amsterdam í fyrrahaust. Hún vissi þó í hjarta sér að eiginlega haföi hún ekki efni á slíkri ferð. Auk þess hafði hún áhyggjur af Sveinjóni unnusta sín- um sem hafði fótbrotnað skömmu áður í fjallgöngu. Vinnuveitandinn vildi ekki gefa henni frí. En hana langaði til Amsterdam og allar ferðaskrifstofur landsins birtu dag- lega fiennistórar auglýsingar í Mogganum um Amsterdamferðir á góðu verði og viöráðanlegum kjör- um. Jónína velti þessu fyrir sér og ákvaðaðleitaráða. „Finnst ykkur að ég ætti að fara til Amsterdam í október?" sagði hún við vini sína. „Ég er að hugsa um að létta mér skammdegið og fara til Amsterdam í október," sagði hún við systkini sín. „Hvað finnst ykkúr um það?" „Mamma, finnst þér ekki í lagi að ég fari til Amsterdam?" sagði hún við aldr- aða móður sína. „Finnst þér ekki að ég eigi rétt á því að vera ham- ingjusöm og fara til Amsterdam eins og allir aðrir?" sagði hún við pabbasinn. En fólki fannst þetta ekki skyn- samlegt. Allir vissu vel um knapp- an fjárhag Jónínu og vandamál í samskiptum hennar við Sveinjón. Mamma hennar sagði að hún ætti að bíða með slíka ferð. Pabbi henn- ar taldi að ferðin yrði miklu dýrari en hún gerði ráð fyrir. Hann sagð- ist óttast að hún gæti misst vinn- una. Vinirnir ráðlögðu henni að fara heidur með Sveinjóni með sumrinu þegar hann væri gróinn sára sinna. Eignlega fannst engum þetta sérlega góð hugmynd. Gamlan skólafélaga rekur á fjörur Jónínu Jónína sætti sig illa við þessi svör og leitaði sér annarra ráðgjafa. Laugardag nokkurn í lok septemb- er var hún stödd á Lækjartorgi og hitti þar fyrir gamlan skólafélaga. „Hvað ert þú að gera þessa dag- ana?" sagði Jónína. „Ekkert sér- stakt," sagði félaginn gamli. „Hvað um þig?" „Ekkert heldur," sagði Jónína, „en ég er að hugsa um aö fara til Amsterdam í október." „Það Á læknavaMjTiú Óttar Guðmundsson læknir er æðisgengið," sagði skólafélag- inn, „þangað væri ég til í að fara." Jónína muldraði eitthvað um óviðráðanlegar skuldir og Sveinjón í gipsinu en skólafélaginn sagðist blása á slíkt. „Maður lifir bara einu sinni," sagði hann glaðlega, „drífðu þig til Amsterdam og skilaðu frá mér kveðju til stúlknanna í Rauða hverfmu!" Hann hraðaði sér upp í næsta vagn. Jónína dreif sig á ferðaskrifstofuna og keypti sér miða til Amsterdam. Hún sagði af- greiðslustúlkunni að hana langaði eignlega ekki neitt. „En öllum finnst að ég eigi að fara," bætti hún við. Óskemmtileg heimkoma Þegar Jónína kom heim tveimur vikum síðar komst hún að raun um að skuldasúpan var mun þykkari og bragðverri en áður. Hún hafði eytt langt um efni fram. Hún var búin að missa vinnuna og Sveinjón var kominn úr gipsinu og fluttur til sjúkraþjálfarans sem hafði hann í æfingum. Jónína brotnaði niöur. Hún skildi ekki hvernig Sveinjón gat gert henni þetta. „Hvernig datt honum í hug að láta mig fara úr því aö þetta var svona mikið mál? Hvers vegna lét fólk mig fara úr því að svona mikið var í húfi." Hún var öskureiðogsár. „Fann hún ekki til neinnar ábyrgðar sjálf?" spurði viðmælandi Nökkvalæknis. „Nei," sagði Nökkvi, „enda var þetta ekki henni að kenna heldur öllu þessu fólki sem ráðlagði henni að fara. „Mig langaði eiginlega aldrei til Amst- erdam," sagði Jónína. „En allir sem ég talaði við töldu mig á það." „Skilurðu núna af hverju ég vil ekki gefa neinum ráð?" spurði Nökkvi. „Já," sagði viðmælandinn. „En finnst þer að ég eigi að skilja við konuna mína, skipta um bíl, kaupa mér nýtt hús, hta á mér hárið og flytja til Tælands?" „Hvaða svar viltu fá?" sagðí Nökkvi og hallaði sér aftur í stólinn sinn og sofnaði nokkru síðar. 43 Barnamyndatökur Kr. 10.500 Vönduð albúmfylgja 10 myndir í stærðinni 9x12 2 stækkanir í stærðinni 13x18 Ljósmyndastofa Reykjavíkur Hverfisgötu 105, 2. hæð - s. 621166 LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! ~~ MJUMFEROAR KlNVeRSKA RIKIS FDÓLLeiKAHOSlF T'K'O 0G PH1LL'P GANDEY KYNNA: í c l A N r\ TIL STYRKTAR UMSJÓNAR I Ö L A n U\ FÉLAGI EINHVERFRA é FORSYNING HÁSKÓLABÍÓ - 22. NÓVEMBER. UPPSELT ÍÞRÓTTAHÖLLIN AKUREYRI - 23. NÓVEMBER. Miðasala í Leikhúsinu Akureyri. Sími 96-24073. HÁSKÓLABÍÓ 24. - 25. - NÓVEMBER. KL. 20:30. 26. - NÓVEMBER KL. 14:30 -17:30 - 20:30. Sala með greiðslu- Miðaverð í forsölu aðeins Kr. 1.500 \ síma 99 66 33 QREIÐIO MEÐ | VISA ISLASD Munið miðasölunaí Háskólabíói, í Kringlunni og Eymundsson Austúrstræti. t* ^eppniídans,^ 1994 »ffr %. Sunnudaginn 27. nóvember ^ *9 12-13 ára 09 14-15 ára keppa 14 og 4 dönsum Jafnframt verður keppnl I einum dansi fyrir alla aldursflokka. Oh 16-18 ára 16 ára og eldri og atvinnumenn keppa f 5 og 5 dönsum Jafnframt verður keppni f einum dansi fyrir alla aldursflokka. Keppnin verður haldin f íþróttahúsinu við STRANDGÖTU, HAFNARFIRÐI Keppnin hefst ki. 14.00. Húsið opnar kl. 13.00. Forsala aögöngumiöa hefst á keppnisstað kl. 11.30 á keppnisdegi. Aðgangseyrir: Böm Kr. 400 Fullorðnir Kr. 600 Sæti viö borð Kr. 1000 Dómarar keppninnar eru þrfr og koma frá Norogi, Hollandi og Englandi. Dansráðið óskar eftir að keppendur verði komnir tfmanlega f húsið LÁTTU ÞIG EKKI VANTA! GÓÐA SKEMMTUN +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.