Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994
Fréttir dv
Viðvarandi hallarekstur ríkissjóðs undanfarin ár:
Skuldasöf nunin hef-
ur kaffært tekjurnar
- hlutfall skulda ríkissjóðs af tekjum stefnir 1127,2 prósent
Viðvarandi hallarekstur ríkissjóðs
hefur kallað á auknar lántökur og
nú er svo komið að tekjurnar duga
ekki fyrir skuldum. Samkvæmt fjár-
lagafrumvarpi Friðriks Sophussonar
er gert ráð fyrir að hreinar skuldir
ríkissjóös verði rúmir 139 milljarðar
í árslok 1995. Ætlaðar tekjur á árinu
eru hins vegar einungis 109,4 millj-
arðar. Hlutfall skulda af tekjum
verður samkvæmt því 127,2 prósent.
í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð
fyrir að ríkissjóður veröi rekinn með
6,5 milljarða halla á næsta ári. Hrein
lánsfjárþörf ríkissjóðs er áætluð 8,7
milljarðar sem samsvarar tveimur
prósentum af landsframleiðslu. í lok
ársins 1995 má gera ráð fyrir að bein-
ar skuldir ríkissjóðs verði orðnar
139,1 mUljarður sem samsvarar tæp-
lega þriðjungi landsframleiðslunnar.
Frá árinu 1991, þegar ríkisstjóm
Davíðs Oddssonar tók við völdum,
hcifa hreinar skuldir ríkissjóðs auk-
ist úr 64,3 milljörðum í 131,6 millj-
arða í ár. Sé tekiö mið af fjárlaga-
frumvarpinu fyrir næsta ár hafa
skuldir ríkissjóðs aukist um 74,9
milljarða undir verkstjórn Friðriks
Sophussonar í fjármálaráðuneytinu.
Halli ríkissjóðs á kjörtímabilinu
nemur nú samtals um 40,2 milljörð-
um. Á sama tíma jukust erlendar
skuldir þjóðarbúsins um 67,8 millj-
arða og afborgunarbyrðin þyngdist
verulega. Erlend langtímalán eru nú
komin upp fyrir 60 prósent af lands-
framleiðslu og eru rétt undir alþjóð-
lega viðurkenndum hættumörkum. í
upphafi kjörtímabihsins fóru 22,9
prósent af útflutningstekjum þjóðar-
innar í afborganir á erlendum lánum
en nú er hlutfalliö 32,7 prósent.
í ár stefnir hlutfall skulda af tekj-
um ríkissjóðs í aö veröa 123,3 prósent
en það er hærra hlutfall en áður hef-
ur sést á pappírum í fjármálaráðu-
neytinu. Til samanburðar má geta
þess að fari tekjur sveitarfélaga upp
fyrir helming af tekjum á aö grípa
til varúðarráðstafana samkvæmt
viðmiðunarreglum sem félagsmála-
ráðuneytið hefur sett. Fari skuldirn-
ar hins vegar upp fyrir 80 prósent
er hins vegar talað um hættuástand
sem leitt getur til gjörgæslu.
Jóhanna Tryggvadóttir:
Hefur auglýst
eftir lögmanni
„Ég hef orðið að gera þetta sjálf.
Ég get ekki látið mál falla á mig
án þess aö reyna að verja mig,“
segir Jóhanna Tryggvadóttir sem
á fimmtudag var samkvæmt
dómi Hæstaréttar talin vanhæf
til aö flytja mál sem hún er aðili
að fyrir réttinum.
Jóhanna segist ítrekað hafa
reynt að ráða hæstaréttarlög-
mann til að flytja mál sín. Hún
hafi meðal annars auglýst í dag-
blööum eftir hæstaréttarlög-
manni en án árangurs. Hún bend-
ir á að samkvæmt sfjórnar-
skránni sé henni heimilt að flytja
sitt eigiö mál fyrir dómstólunum.
„Afþeim sökum tel ég þetta gróft
brot á mannréttindum," segir
Jóhanna.
Kvennaathvarfið:
Guðrún Ágústs-
dóttir hætti f yrir
kosningar
„Ég notfærði mér ekki fyrir-
framgreiðslu launa og hafði ekki
vitneskju um það fyrr en skýrsla
endurskoðenda athvarfsins leit
dagsins ljós,“ sagði Guðrún Ág-
ústsdóttir, forseti borgarstjórnar
og fyrrum fræðslu- og kynningar-
fulltrúi Kvennaathvarfsins, að-
spurð hvort hún væri ein starfs-
kvenna athvarfsins sem hefði
nýtt sér fyrirframgreiðslu launa
í ríflegum mæli.
Eins og fram hefur komið í DV
voru töluverð brögö að því meöal
starfskvenna athvarfsins að fá
laun sín greidd út fyrirfram ósk-
uðu þær þess. Meðal annars
skulduðu þrjár starfskonur at-
hvarfsins tæplega hálfa aðra
milljón vegna fyrirframgreiddra
launa í október síðastliðnum.
í DV kom einnig fram að fram-
kvæmdanefnd athvarfsins hefði
ákveöið að hækka laun sín 19.
júlí síðastliðinn þannig að þaö
reyndist fjárhagsgetu samtak-
anna ofviða. Aðspurð að því
hvort hún hefði átt þátt að þess-
arrí ákvöröun segir Guörún svo
ekki vera. „Ég hætti fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar í vor og var
þvi hætt fyrír þann tíma sem
þessi ákvörðun var tekin.“
Frammistada fjármálaráðherranna
- hlutfall hreinna skulda af tekjum ríkissjóös frá 1981 til 1995 -
127,2
o
'81 '82 '83 '84 '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95
PV
Dagvörukaupmenn óhressir með sölumál ATVR:
Fólk er teymt í stórmarkaðina
- segir formaður Félags dagvörukaupmanna
Um leið og fjármálaráðherra er að
undirbúa frumvörp um fijálsan inn-
flutning á áfengi senda dagvöru-
kaupmenn frá sér ályktun þar sem
skorað er á stjórnvöld að dagvöru-
verslanir fái heimild til að selja bjór
og léttvín. Þórhallur Steingrímsson,
formaður Félags dagvörukaup-
manna, sagði í samtali við DV aö
áskoranir af þessu tagi hefðu veriö
samþykktar árlega í mörg ár án þess
að stjómvöld hreyfðu legg né lið.
„Okkur fmnst eöhlegt, miðað við
fyrirkomulagiö í nágrannalöndum
okkar, að menn sem eru að selja
steikur og annað til veislunnar geti
líka haft rauðvíns- eða hvítvínsflösk-
ur til að selja. Okkur er alveg eins
treystandi eins og-ríkinu til aö selja
þetta. Við verum meö vel búnar
verslanir með hæfu starfsfólki,"
sagði Þórhallur.
Dagvörukaupmenn eru óánægðir
með þróun verslunarhátta ÁTVR að
undanfömu þar sem útsölurnar era
komnar í stórmarkaöina.
„Okkur fmnst að það sér verið aö
teyma fólkið í stórmarkaðina. Áfengi
er nú einu sinni vara sem fólk vili
og það fer á þessa stóra staði. Við
viljum sitja viö sama borð og geta
þjónaö okkar viöskiptavinum til
fulls. Ef einhvern vantar rauðvíns-
flösku á hann að geta keypt hana í
sinni búð. Auðvitað verða aö gilda
áfram strangar reglur um söluna.
Okkur er bannað að selja hér ungl-
ingum sígarettur innan 16 ára ald-
urs. Af hveiju ættum við ekki að
geta bannaö unglingum sem hafa
ekki aldur til að kaupa bjór?“ sagði
Þórhallur.
Skref að einkavæðingu ÁTVR
Fiármálaráöuneytið er núna á
fullu að undirbúa frumvörp um
breyttan rekstur Áfengis- og tóbaks-
verslunar ríkisins, ÁTVR. Breyting-
amar era taldar skref í átt að einka-
væðingu ÁTVR. í framvörpunum er
gert ráð fyrir fijálsum innflutningi á
áfengi og aö sala áfengis til vínveit-
ingahúsa, fríhafna og sendiráða
verði gefm fijáls. Þannig fer inn-
flutningurinn alfarið til heildsalanna
sem hafa þurft aö dreifa áfenginu til
vínveitingahúsa í gegnum ÁTVR.
ÁTVR mun áfram sjá um sölu og
dreifingu áfengis til almennings í
gegnum útsölur sínar.
Stimpilpenni merktur fyrirtækinu
og/eða starfsmanninum og með
þeim upplýsingum sem hver vill.
- Glæsileg gjöf !
DaDsstos
KRÖKHÁLSI 6- P.O. BOX 10280
SlMI 91 - 67 1 900 • FAX 91 - 671901 • 110 REYKJAVÍK