Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994
25
Hissa á leikaravalinu
Nú kom þessi maður upp í huga
mér og ég talaði við Theodór um að
þennan mann frá Möðrudal yrði ég
að fá, hvað sem það kostaði. Diddi
sagði að ef lagið yrði of flókið fyrir
sveitamanninn myndi hann bara
einfalda það.
Ég hringdi í Möðrudal til að leita
manninn uppi en fékk þær upplýs-
ingar að hann væri fluttur suður til
Reykjavíkur og stæði fyrir hljóm-
sveit. Nú voru hæg heimatökin. Ég
greip manninn og bauð honum hlut-
verk Huds, hins kolsvarta, sem hann
þáði hinn glaðasti.
Ég gleymi ekki upphtinu á hópnum
þegar ég leiddi hann inn á æfingu.
Krakkarnir voru þegar komin með
stjömur í augun yfir að vera hin út-
völdu og nú leiði ég þennan sveita-
lubba inn og tilkynni að hann eigi
að leika eitt stjörnuhlutverkið!
Einhverjir mölduðu í móinn og
töldu hann alls ekki passa í hópinn,
ég samþykkti það fúslega og sagði:
- Þið haflð rétt fyrir ykkur, þetta
er íslenski negrinn ykkar. Eftir það
tóku þau Adda mjög vel.
Nú þurfti ég að flnna leikara sem
gæti túlkaö spánska minnihlutann í
Ameríku, Portóríkana eða Mexíkana
sem áttu erfitt uppdráttar í Guðs út-
valda landi.
Heimsfrægir
úr Keflavík
Á þessum árum voru nokkrar
hijómsveitir úr Keflavík heimsfræg-
ar á íslandi og kanaútvarpið og kana-
sjónvarpið búið að ala upp nýja kyn-
slóð aðeins ameríkaníseraðri en
Reykjavíkurliðið. í Keflavík fann ég
stúlku af bandarísku bergi brotna
sem hafði músíkina í kroppnum og
minnti mig á Suður-ameríkana.
Hún hét Magnea Reynalds og fóður
sinn hafði hún ekki hugmynd um.
Hann hafði veriö á beisnum hjá am-
eríska hernum, og það eina sem hún
vissi var eftirnafnið Reynalds.
Magnea lagði hvorki söng né dans
fyrir sig seinna á lífsleiðinni, hún
lærði til sjúkrahða eftir Hárævintýr-
ið og hún gerðist seinna búddatrúar
og stofnaði samtök barna hermanna
sem höfðu að markmiði að leita uppi
týnda feður sína.
Magnea leitaði árum saman að sín-
um týnda fóður og nú þegar þetta er
rifjað upp er hann fundinn; uppnum-
inn yfir að eiga hér dóttur sem hann
hafði ekki hugmynd um, tvær upp-
komnar dótturdætur og tvö langafa-
börn. Þegar hann fékk fréttirnar tók
hann fyrstu flugvél frá New York,
þar sem hann á fimm önnur vel
menntuð börn.
Og það merkilega er: Hann er
Portóríkani.
Við bættum inn nýjum atriöum um
Leif heppna, fund Ameríku og skræl-
ingja. Nú vantaði mig fulltrúa mon-
gólska kynstofnsins og þá lá beint
við að leita til Kjuregej vinkonu
minnar, konu Magnúsar Jónssonar.
Leikkona frá Moskvu
Kjuregej Alexandra Argúnova,
leikkona frá Moskvu, var ein þeirra
fáu sem gátu tahst atvinnuleikarar í
leiksýningunni á Hárinu. Hún hafði
verið send úr heimalandi sínu, Ja-
kútíu í Síberíu, tólf ára gömul, til
leikhstarnáms í Moskvu, var vahn
ásamt tíu öðrum Jakútum. Jakútar
eru hirðingjaþjóðflokkur, um kvart-
mihjón, og tala tungumál sem er
skylt tyrknesku. Fyrsta „vestræna“
tungumáhð sem Kjuregej lærði var
rússneska.
Eftir að þau Magnús komu til ís-
lands hafði hún einangrast inni á
heimili tengdaforeldra sinna sem
voru henni afar góð. Fyrsta barn
þeirra Magnúsar, Sunna, fæddist í
Moskvu, en hún var búin að eignast
þrjú börn til viðbótar þegar ég fékk
hana til að leika hjá mér í Hárínu.
Það var mikið átak fyrir Kjuregej
að fara út að vinna og ekki síst að
blanda geði við þennan unglingahóp
sem var svo gjörólíkur henni að öllu
leyti. En uppruni og framandi menn-
ing Kjuregej varð okkur öhum til
uppörvunar.
Ég setti hana í hlutverk eskimóa
og Asíu-ameríkanans í sýningunni.
Hún söng yndislegt jakútskt lag sem
féh eins og flís við rass í rytma Hárs-
ins.
En nú kom babb í bátinn, ég fékk
þau skilaboð frá vini mínum og koh-
ega, Magnúsi, að ég mætti ekki láta
Kjuregei taka þátt i nektaratriðinu
sem hann hafði haft spurnir af að
væri í uppfærslunni. Konan hans
mátti ekki bera sig fyrir almenningi.
Ég varð undrandi, ég hafði kviðið því
að fá krakkana til að taka þátt í nekt-
inni, feimin og ung, en þessu bjóst
ég ekki við af hinum gáfaða, frjáls-
lynda og víðsýna félaga. Hann gat
ekki að þessu gert, hann var afbrýði-
samur og fúll þegar Kjuregej fór á
æfingar.
Leifur Hauksson
lékhommann
í raun og veru skipti engu máli
hvort væri einum leikara fleira eða
færra í þessari nektarsenu. Leikhóp-
urinn hverfur undir stóra shkifah-
hiíf, afklæðist þar í ljósaskiptunum
og í flöktandi lituðum ljósum koma
þau undan og halda fallhlífinni uppi
í hring fyrir aftan bak og syngja ynd-
islegt lag th áhorfenda. Fólk viknaði
þegar það sá þetta atriði og ekki vissi
ég th að nokkur hneykslaðist, enda
hafði atriðið tilgang og forsendur.
Leifur Hauksson var valinn í hlut-
verk hommans í Hárinu. Það var
mjög vandasamt hlutverk. Hommar
voru kahaðir kynvilhngar í þá daga
og um kynvillu var aðeins pískrað í
hornum og skúmaskotum. Éf átti að
rógbera menn og eyðheggja mannorð
þeirra var áhrifaríkast að koma á þá
hommaóorði. Á leiksviði voru þeir
sýndir mjög ósympatískir, alltaf
hiægilegir á sama hátt og gleðikonur
voru leiknar, óskiljanlegar fígúrur,
heimskar og fáfengilegar.
Ég varð að finna einhveija leið með
Leifi th að koma hommanum Woof
til skila til íslenskra áhorfenda öðru-
vísi en þeir væru vanir. Forðast af
öllum mætti gamla khsjuleikinn.
Þegar ég gekk með mitt fyrsta og
eina bam, hann Benedikt okkar, átti
ég að vinum tvo homma sem bjuggu
saman í vesturbænum. Þeir höfðu
trúað mér fyrir þessu voðalega
leyndarmáli sínu og þeim hafði tekist
að halda því leyndu að mestu leyti,
enda voru þeir hvorki leikarar né
gegndu hefðbundnum kvennastörf-
um, en karlmenn sem gegndu slíkum
störfum fengu oft og iðulega á sig
slíkt orð.
Þjónustu-
lundaðirvinir
Þessir vinir mínir tóku að snúast
eins og skopparakringlur í kringum
mig þegar ég fór að þykkna undir
belti. Þeir elduðu ofan í mig hollan
mat, þjónuðu mér th borös og gerðu
mér allt th geðs. Ég var eldhress á
meðgöngutímanum en stundum
þreytt eftir langan vinnudag.
Á þessum tíma var ég að setja upp
Höll í Svíþjóð eftir Sagan fyrir Leik-
félag Kópavogs. Undir það síðasta
var ég orðin svo þung að ég þurfti
að halda með báðum höndum undir
bumbuna þegar ég klifraði upp á
leiksviðið th að tala við leikarana.
Þessi hommavinir mínir elskuðu mig
ófríska og fengu að taka þátt í óléttu
minni. Ólétta var nokkuð sem þeir
myndu ahtaf fara á mis við sem for-
eldri.
Þessa þjónustulunduðu vini fékk
ég til liðs við mig þegar Hárið komst
á dagskrá. Þeir ákváðu að bjóða okk-
ur Leifi í ekta hommapartí til skiln-
ings og fræðslu á þessu svokallaða
óeðli sem var þeirra rétta eðh. Þessi
aðferð er nú kölluð vettvangskönnun
í leikhúsunum og þykir góð.
. Partíið var haldið í rúmgóðum
kjahara í bænum, í íbúð eldri homma
sem var bankamaður. Veislugestir
vissu fyrirfram erindi okkar Leifs og
tóku okkur vel en grínuðust í fyrstu
með því að leika gömlu hommakhsj-
umar. Þetta kvöld var ógleymanlegt.
Alúð var lögð í góðan mat og aha
huggu, blóm og kertaljós.
Þegar menn voru búnir að borða,
drekka ljúf vín og orðnir hreifir
brugðu nokkrir á leik. Þeir drógu
fram stóra kistu og upp úr henni
göldruðu þeir ahs konar gardínur og
dulur, vöfðu þessu um sig og sveifl-
uðu í eins konar upphöfnum slæðu-
dansi.
Þarna fengum við Leifur stórkost-
legt „show“. Þessir kjallaragestir
komu hvorki úr röðum leikara né
áberandi aðila í þjóðfélaginu. Þeir
stunduðu ýmiss konar vinnu, en þeir
áttu sameiginlega vináttu, ást og
samkennd - sem á þessum tíma var
eins konar samsekt.
Við aukagemsarnir skemmtum
okkur konunglega og skhningur og
samúð Leifs var þar með vakin. En
hann dreif mig aö vísu heim þegar
honum fannst einn eða tveir vinanna
vera farnir að stíga óþæghega mikið
í vænginn við sig!
Leifi tókst að koma Woof til skila
á leiksviöinu á jákvæðan hátt, án
þess þó að persónan týndi húmom-
um.
Hann var viðloðandi leikhúsið í
nokkur ár en lagði aldrei fyrir sig
leikhstarnám. Hann lék hjá mér í
Þjóðleikhúsinu, bæði í Dags hríðar
sporum Valgarðs Eghssonar og í
Helenu fogru, og fékk ghmrandi
móttökur, en hann valdi sér aö lok-
um hlutverk útvarpsmannsins.
Nektaratriðið
Ég hafði vahð ákveðinn dag th að
æfa og útskýra nektaratriðið fyrir
unglingunum og ætlaði sannarlega
Leikarar i Hárinu voru margir hverj-
ir þekkt tónlistarfólk og má hér sjá
Halldór Kristinsson og Drífu Krist-
jánsdóttur á æfingu ásamt fleirum.
Árni Blandon fór með aðalhlutverk-
ið í Hárinu.
að fara fínt í það til að sjokkera þau
ekki. Fyrir sjálfa mig heföi verið átak
að sýna mig nakta á sviði.
Ég gaf kaffipásu og á eftir sagði ég
að við myndum eyða einum eða
tveimur klukkutímum í þetta atriði.
Við vorum búin að æfa sönginn og
hreyfingarnar áður og nú átti stóra
stundin að renna upp. En ég komst
að því þarna að stóra stundin var
bara fyrir mig.
Þegar kaffitíminn var útrunninn
bólaði ekki á börnunum, þau voru
horfin svo ég fór að leita að þeim. Jú,
yfirhafnir þeirra voru enn frammi
svo einhvers staðar hlutu þau að
vera í húsinu. Og mikið rétt, á efstu
hæð kem ég að þeim hinum róleg-
ustu, öllum kviknöktum haldandi á
ímyndaðri fahhlif í skjannaljósi:
- Við erum bara að æfa okkur svo
þetta verði þér ekki of erfitt, sögðu
þau. Þau voru þá búin að æfa sig í
heila viku uppi á lofti í hveijum kaffi-
tíma.
Berstrípaðir
strákar og stelpur
Við höíðum forsýningu fyrir frum-
sýninguna, buðum blaðamönnum,
háskólastúdentum og fleirum:
Þá verður Háríð frumsýnt n.k.
mánudag og mun ríkja mikil eftir-
vænting hjá almenningi. Ekki mun
hún þó vera almennt, listræns eðlis,
heldur hlakkar fólk til að sjá stráka
ogstelpur berstrípaðar á sviðinu, því
stykkið er ómerkilegt, utanmúsíkur.
Það er furðuleg afstaða leikstjórans,
eflaust vegna kröfu leikara, að banna
ljósmyndir af þessu iistafólki, sem
sýnir nekt sína og skakar sér fyrir
peninga. Svona sjálfsblekking er eins
búraleg og hún er fáránleg, „lista-
fólk“ neitar að sýna sig. Haíiö þið
heyrtþað betra? Oghvað segir Frey-
móður? (Mánudagsblaðið, 5. apríl
1971.)
„Nei“ svaraði Freymóður, „ég hef
ekki hugsað mér að skipta mér af
nektarsenu leikaranna íHárinu. Það
kemur þó ekki til af því, að ég sé að
skipta um skoðun á kynferðismál-
um“... „Án þess að hafa séð sýning-
una get ég nú litið talað mig út um
skoðun mína á stripli leikaranna, en
með fyrirvara mundi ég segja svona
sýningu afar óheppiiega fyrir þjóð-
ina...“ (Vísir, 14. apríl 1971.)
„Frumsýningin“ var í gærkvöldi í
Glaumbæ oghrifning viðstaddra var
geysimikil... ílok leiksins flykktust
áhorfendur upp á leiksviðið og tóku
þátt í lokadansatriði HÁRSINS. Eftir
sýninguna var það að heyra á fólki,
að sýningin heíðifaríð fram úr bjart-
sýnustu vonum. En það voru ekki
einungis áhorfendur sem voru
ánægðir, því eftir sýninguna „toller-
uðu“ leikendur leikstjórann Brynju
Benediktsdóttur og söngstjórann
SigurðRúnar. (Alþýðublaðið, 2. apríi
1971.)
Vegna nektaratriðisins lenti ég í
vandræðum með sjónvarpið. Fyrir
frumsýninguna þurftum við sárlega
að fá umfjöllun og leitaði ég þá á
náðir fréttastjórans, síra Emhs, og
bað hann um að við fengjum viðtal
og tekinn yrði upp bútur af æfing-
unni.
Hann brást hinn versti við og sagði
að shkur ósómi sem þessi sýning
væri, klám og strípaðir leikarar, ætti
ekkert erindi inn í hina virðulega
stofnun, sjónvarpið. Og þar við sat.
- Sama gilti um útvarpið. Samt
komumst við einhvem veginn það
langt að hópurinn fór í upptöku og
söng inn nokkur lög niðri á Skúla-
götu þar sem útvarpið var til húsa.
En aldrei var þessum upptökum
hampað, hvað þá útvarpað, og áfram
hljómuðu lögin úr Hárinu á ensku í
gömlu gufunni.
Úr Kópavogi
í Glaumbæ
Eftir látlausar æfingar, þegar ég
var farin að sjá fyrir endann á vinnu
okkar, var mér orðið ljóst að hús-
næði Leikfélags Kópavpgs hentaði
ekki þessari sýningu. Ég gat ekki
hugsað th þess eftir aha þessa vinnu
að hafa bara örfáar sýningar og ef
th vhl tap. Svo við fengum Glaumbæ
th sýningahaldsins, reyndar eftir
nokkurt stríð við Leikfélag Kópa-
vogs.
Úr Bréfi Brynju til Leikfélags Kópa-
vogs:
... Við viljum gera það ljóst nú
þegar, að verði frumsýningu enn
frestað afþeim ástæðum, að viðkom-
umst ekki til æfínga í því húsi, sem
félagar leikfélagsins hafa valið til
sýninga, teljum við að starf okkar
hafí allt farið til ónýtis, þar eð próf-
lestur stendur fyrir dyrum hjá fíest-
um, og aðrír hafa ekki efni á að
sleppa vinnu lengur en hálfan mán-
uð í viðbót.
Treysti Leikfélag Kópavogs sér
ekki til að standa að sýningunni á
sama tíma og leikflokkurinn og
framkvæmdastjóri féiagsins hafa
miðað að og er eini framkvæmdar-
möguieikinn, virðist okkur eðliiegt
að stjórn Leikfélags Kópavogs selji
leikfíokknum sýningarréttinn í
hendur svo þríggja mánaða vinna
allra þessara aðila verði ekki bóta-
laust að engu gerð...
Jón Þórisson vann leikmyndina
sem átti að vera sáraeinfold; amer-
íski fáninn á lofti og hahandi pallur
til að leika á. Ég vildi aftur á móti
leggja aðaláherslu á búninga og leik-
muni, en þá sníkti ég flesta hjá Sölu
varnarliðseigna, svo sem shkifall-
hlífina stóru sem skreytti nektarsen-
una. Brúðkaupsgjafir okkar Erlings
og fót mín flest höfnuðu í Hárinu og
þetta dót átti ekki afturkvæmt, það
brann flest eða týndist í brunanum
sem varð um haustið þegar Glaum-
bær brann.
Miklarvinsældir
Hárið var svo frumsýnt mánudags-
kvöldið 5. apríl 1971.
Sýningin á Hárínu var sannkallað-
ur „success". Ég hélt utan um hveija
sýningu, gaf nótur á eftir og gætti
þess að ekki yrði sjúskað með neitt.
Þar fór ég eins og yfirleitt ævinlega
síðan eftir orðum kennara míns úr
leiklistarskólanum, Haralds Björns-
sonar leikara og leikstjóra:
- Oh, auðvitað er þetta erfitt, þetta
er allt óskaplega erfitt sem viðkemur
kúnstinni, en erfiðast af öllu er þó
„successinn", hann verður maður að
halda utan um, hann verður að passa
upp á, því annars komast hýenurnar
á kreik.
En ég passaði ekki nógu vel upp á
successinn okkar. Fólkið fór að
þreytast, ég skipti um í minni hlut-
verkum vegna forfalla sem var ekki
mikið mál fyrir mig. En þegar sá sem
lék aðalhlutverkið, hann Árni Blan-
don, var búinn að sannfæra hópinn
um að enginn kæmi í sinn stað og
nú þyrfti hann að fara í háskólann
og sinna merkilegri hlutum, lét ég
undan. Við ákváðum að hætta. Auð-
vitað hefði ég getað fundið annan í
hlutverkið og haldið áfram að leika
í heht ár - og Árni hefði þess vegna
getað haldið sínu striki með sitt nám
í háskólanum - sem mér skilst að
hann stundi enn af fuhum krafti.
Þegar við hættum að sýna Hárið í
Glaumbæ náði biðröðin við miðasöl-
una niður aö Tjörn. Eftir á hélt fólk
að við hefðum hætt vegna brunans
sem varð í Glaumbæ stuttu seinna
en það er ekki rétt. Við áttum aö vísu
ýmsa persónulega muni ósótta, ég
aht mitt drasl og hljómsveitin Nátt-
úra tapaði öllum sínum hljóðfærum
og fékk aldrei bætt.
Þeir sem unnu við þessa sýningu
urðu htlu fjáðari að verkefnu loknu,
en veitingamaðurinn hafði stórgróða
af og Leikfélag Kópavogs hefði getað
blómstrað á eftir, fjárhagslega að
minnsta kosti.
Á þessum árum hirti maður ekki
mikið um að fá réttlátlega greitt fyrir
vinnu sína, maður var svo lukkuleg-
ur yfir að fá að vinna að sinni list-
grein sem var líf manns allt að um
slíka smámuni eins og aura eða
gróða var ekki að ræða.
Vildu endur-
vekja Hárið
Rúmum tuttugu árum seinna
ákváðum við Sigurður Rúnar viö
þriðja mann að setja upp Hárið á eig-
in vegum. Við fundum húsnæði í
miðbænum og náðum sambandi við
lögfræðinga höfunda í New York og
fengum sýningarrétt. En þegar við
skoðuðum samninginn nánar kom í
ljós í smáa letrinu að þessi réttur var
fyrir flutning á ensku, skandínavíska
réttinn þurfti að sækja til Kaup-
mannahafnar. Við sendum umboðs-
manni þar símbréf og fengum svar
um hæl að við þyrftum að greiða sem
svaraði rúmlega hálfri milljón ís-
lenskra króna við undirskrift og rétt-
urinn væri okkar, en Þjóðleikhúsið
og eitthvað sem héti West Side The-
atre hefði rétt í þessu beðið um rétt-
inn en ekki gengiö eftir honum með
greiðslu. Við vorum það langt komin
með undirbúning þennan júnímánuð
1993 að greiðslan stóð ekkert í okkur
en þá fáum við óvænt bréf um að
fyrrnefndir aðhar séu búnir að öðlast
réttinn og inna greiðsluna af hendi.
Þarna fannst okkur ríkisstofnun
bregða fæti fyrir einkaframtakið að
ástæðulausu.
(Ath.: Flestar millifyrirsagnir
eru blaðsins.)