Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 Fyrsti sunnudagur í aðventu á morgun: Jólaundirbún- ingurinn hafinn VAl EMTIMA PO.Box 12176-132 Reykjavík Sími 91-874337/861195 - Fax 91-873601 Strákarnir vilja bardagakarlana Power Rangers úr vinsælum sjón- varpsþætti. Stelpurnar vilja dúkkur sem pissa og gráta og mjúk dýr. eða á veitingahúsum. Þeir breiddust mjög hægt út og urðu ekki umtals- verð söluvara fyrr en milli 1960 og '70. Samtímis því færðist í vöxt að fólk byggi til sína eigin aðventukr- ansa,“ segir í bókinni Saga daganna. Mismunandi óskir eftir kynjum Sjálfsagt eru einhverjir byrjaðir að kaupa jólagjafirnar, sérstaklega ömmur og afar sem þurfa að gefa mörgum. í dagblaðinu Jyllands- Posten var fyrir stuttu grein þar sem segir að svo virðist sem hin svo- nefndu telpnaleikfong höíöi æ meir til stúlkna og hin týpísku drengja- leikfóng höfði sífellt meira til stráka. Þannig er nú mikill munur á hvaða leikföng stelpurnar velja eða strák- arnir. Þrátt fyrir alia kvenréttinda- baráttu og jafnrétti kynjanna vilja stelpur barnslegar dúkkur sem þær geta leikið sér með, skipt á, látið gráta og pissa og þess háttar en strák- arnir vilja bardagakarla. í Dan- mörku eru það svokallaðir Power Rangers karlar úr samnefndum sjón- varpsþætti sem strákana dreymir um. Þættir þessir voru reyndar bannaðir í Noregi eftir morö á litlu stúlkubarni en sýningar hefjast aftur í desember. Jólasalan er þegar hafin í Dan- mörku og er áætlað að Danir munu eyða um hálfum milljarði danskra króna í leikfóng á næstu vikum svo htlu börnin sjái óskir sínar rætast á aðfangadagskvöld. Hjá stærsta leik- fangasala Danmerkur fer 40% af árs- sölunni fram á sex vikum fyrir jólin. Meðalleikfangið kostar 33 krónur danskar (363 kr. ísl.) svo allmörg leik- fóng lenda undir jólatrjám lands- manna. Því miður lenda þessi leik- íong í barnaherbergjum sem þegar eru yfirfull. Tölvur og spil Leikfangasalar í Danmörku segja að vinsælustu leikfóngin til.jólagjafa í ár séu Power Rangers karlar, Barbi- e-dúkkur og nýtísku fylgihlutir í þeirri seríu, mjúk dýr, dúkkuhús, bílar og Lego-kubbar. Leikfangasalar um alla Danmörku voru sammála um að stelpur vilja dúkkur í ár og strákar bíla og bar- dagakarla. Hvort svo er einnig hér á landi skal ósagt látið. Dýr leikfóng eins og Nintendo og Sega leikjatölvur munu seljast mikið í Danmörku fyrir jólin en þær kosta 2000 krónur danskar (22 þúsund ísl.) og ein verslunin hafði keypt inn fjar- stýrðan bíl sem kostar 5000 krónur danskar (55 þúsund íslenskar) og á von á að hann seljist. í Danmörku eins og á íslandi eru fjölskylduspil alltaf vinsæl jólagjöf. Trivial Pursuit hefur verið vinsælt í nokkur ár og Danir bjóða nýtt spil fyrir þessi jól sem þeir nefna Villtir víkingar. Margir leikfangasalar veðja svo á sölu þessa spils að þeir hafa lækkað verðið úr 199 krónum dönskum í 129 krónur. Og Jyllands Posten bendir á mismunandi verðlag hjá leikfangasölum og aö þaö borgi sig að gera verðsamanburð. Það á væntanlega við hér á landi líka. KRAKKAR, KRAKKAR! Leikur með konungi ijónanna! Fljúgðu með Flugleiðum og konungi Ijónanna í Tívolíið í Kaupmannahöfn Þú getur líka unnið einhvern af aukavinningunum. í boði eru 200 Ijónabolir, 10 barnapítubox frá Pítunni og 5 leikfanga- vinningar frá Hagkaupi. Fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun. Sjálfsagt eru margar hús- mæður þegar farnar að huga að hreingerningum og jólabakstri. Margir munu sennilega leggja loka- hönd á aðventukransana í dag enda á að kveikja á fyrsta kertinu á morg- un. Aðventuljósin verða þá líka sett í gluggann. Þar sem jólin verða „stutt“ í ár, aðeins einn aukafrídagur hjá vinnandi fólki, er sjálfsagt að gera umhverfiö jólalegt með skreyt- ingum og kertaljósum. I bókinni Saga daganna eftir Árna Björnsson þjóöháttafræðing, sem oft er vitnaö til, segir að aðventukransar séu tiltölulega ungt fyrirbæri. „Suö- ur í Evrópu er að vísu gamall siður að skreyta híbýli sín með sígrænum greinum við hátíðleg tækifæri. Það var þó ekki fyrr en snemma á 19. öld að sá heimilisiðnaður kom upp í Norður-Þýskalandi að útbúa að- ventukransa til að selja á jólamark- aði. Á kransinum voru fjögur kerti, eitt fyrir hvern sunnudag í jólafóstu. Seinna hafa þróast ýmis afbrigði sem meðal annars koma fram í sérstök- um lit á skreytilindum fyrir hvern sunnudag. Um aldamótin hafði þessi skreyti- siður borist til Suður-Jótlands og breiddist þaðan hægt og sígandi norður til annarra héraða. Það var þó ekki fyrr en á hernámsárunum eftir 1940 sem aðventukransar urðu algengir um alla Danmörku. Þá var fátt hægt eða leyft að gera til að prýða heimili fyrir jólin en þýska hernáms- liöið amaðist síst við aðventukröns- um sem upprunnir voru í þeirra eig- in landi. Fáeinir heimildarmenn þjóðhátta- deildar telja sig hafa séð aðventu- krans fyrir 1940, helst í Reykjavík og á Akureyri. Þetta gæti vissulega staðist því margir íslendingar voru á þeim tíma kunnugir þýskum sið- um. Almennt fóru aðventukransar þó ekki að sjást á íslandi fyrr en eft- ir síðari heimsstyrjöld og þá fyrst sem skraut í einstaka búðargluggum Jólin eru „stutt“ þetta árið og aðeins einn aukafrídagur hjá vinnandi fólki. Til að gera stemninguna skemmti- legri í desember er sjálfsagt að skreyta heimilið og nota kertaljós. Fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun og þá á að kveikja á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Margir munu nota daginn í dag til að búa til kransinn en hann er hægt að gera á margvislegan hátt og láta hugmynda- flugið ráða. Skilaðu inn fullri bók frá 20. janúar til 20. febrúar og þú get- ur unnið! 10 fyrstu til að skila inn fullri Ijónabók á Pítuna, Skipholti 50c, Reykjavík, fá barnapítubox og Ijónabol. 90 næstu til að skila inn fullri bók á Pítuna fá Ijónabol. 100 fyrstu utan af landi, sem ekki komast á Pítuna en senda okkur fulla bók á tímabilinu 20. janúar til 20. febrúar, fá Ijónabol frá Valentínu hf. Allir sem skila á þessu tímabili og eftir 20. febrúar eru með í pottinum þegar dregið verður um aðalvinninginn. Lokafrestur er til 1. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.