Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Page 26
26 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 Fyrsti sunnudagur í aðventu á morgun: Jólaundirbún- ingurinn hafinn VAl EMTIMA PO.Box 12176-132 Reykjavík Sími 91-874337/861195 - Fax 91-873601 Strákarnir vilja bardagakarlana Power Rangers úr vinsælum sjón- varpsþætti. Stelpurnar vilja dúkkur sem pissa og gráta og mjúk dýr. eða á veitingahúsum. Þeir breiddust mjög hægt út og urðu ekki umtals- verð söluvara fyrr en milli 1960 og '70. Samtímis því færðist í vöxt að fólk byggi til sína eigin aðventukr- ansa,“ segir í bókinni Saga daganna. Mismunandi óskir eftir kynjum Sjálfsagt eru einhverjir byrjaðir að kaupa jólagjafirnar, sérstaklega ömmur og afar sem þurfa að gefa mörgum. í dagblaðinu Jyllands- Posten var fyrir stuttu grein þar sem segir að svo virðist sem hin svo- nefndu telpnaleikfong höíöi æ meir til stúlkna og hin týpísku drengja- leikfóng höfði sífellt meira til stráka. Þannig er nú mikill munur á hvaða leikföng stelpurnar velja eða strák- arnir. Þrátt fyrir alia kvenréttinda- baráttu og jafnrétti kynjanna vilja stelpur barnslegar dúkkur sem þær geta leikið sér með, skipt á, látið gráta og pissa og þess háttar en strák- arnir vilja bardagakarla. í Dan- mörku eru það svokallaðir Power Rangers karlar úr samnefndum sjón- varpsþætti sem strákana dreymir um. Þættir þessir voru reyndar bannaðir í Noregi eftir morö á litlu stúlkubarni en sýningar hefjast aftur í desember. Jólasalan er þegar hafin í Dan- mörku og er áætlað að Danir munu eyða um hálfum milljarði danskra króna í leikfóng á næstu vikum svo htlu börnin sjái óskir sínar rætast á aðfangadagskvöld. Hjá stærsta leik- fangasala Danmerkur fer 40% af árs- sölunni fram á sex vikum fyrir jólin. Meðalleikfangið kostar 33 krónur danskar (363 kr. ísl.) svo allmörg leik- fóng lenda undir jólatrjám lands- manna. Því miður lenda þessi leik- íong í barnaherbergjum sem þegar eru yfirfull. Tölvur og spil Leikfangasalar í Danmörku segja að vinsælustu leikfóngin til.jólagjafa í ár séu Power Rangers karlar, Barbi- e-dúkkur og nýtísku fylgihlutir í þeirri seríu, mjúk dýr, dúkkuhús, bílar og Lego-kubbar. Leikfangasalar um alla Danmörku voru sammála um að stelpur vilja dúkkur í ár og strákar bíla og bar- dagakarla. Hvort svo er einnig hér á landi skal ósagt látið. Dýr leikfóng eins og Nintendo og Sega leikjatölvur munu seljast mikið í Danmörku fyrir jólin en þær kosta 2000 krónur danskar (22 þúsund ísl.) og ein verslunin hafði keypt inn fjar- stýrðan bíl sem kostar 5000 krónur danskar (55 þúsund íslenskar) og á von á að hann seljist. í Danmörku eins og á íslandi eru fjölskylduspil alltaf vinsæl jólagjöf. Trivial Pursuit hefur verið vinsælt í nokkur ár og Danir bjóða nýtt spil fyrir þessi jól sem þeir nefna Villtir víkingar. Margir leikfangasalar veðja svo á sölu þessa spils að þeir hafa lækkað verðið úr 199 krónum dönskum í 129 krónur. Og Jyllands Posten bendir á mismunandi verðlag hjá leikfangasölum og aö þaö borgi sig að gera verðsamanburð. Það á væntanlega við hér á landi líka. KRAKKAR, KRAKKAR! Leikur með konungi ijónanna! Fljúgðu með Flugleiðum og konungi Ijónanna í Tívolíið í Kaupmannahöfn Þú getur líka unnið einhvern af aukavinningunum. í boði eru 200 Ijónabolir, 10 barnapítubox frá Pítunni og 5 leikfanga- vinningar frá Hagkaupi. Fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun. Sjálfsagt eru margar hús- mæður þegar farnar að huga að hreingerningum og jólabakstri. Margir munu sennilega leggja loka- hönd á aðventukransana í dag enda á að kveikja á fyrsta kertinu á morg- un. Aðventuljósin verða þá líka sett í gluggann. Þar sem jólin verða „stutt“ í ár, aðeins einn aukafrídagur hjá vinnandi fólki, er sjálfsagt að gera umhverfiö jólalegt með skreyt- ingum og kertaljósum. I bókinni Saga daganna eftir Árna Björnsson þjóöháttafræðing, sem oft er vitnaö til, segir að aðventukransar séu tiltölulega ungt fyrirbæri. „Suö- ur í Evrópu er að vísu gamall siður að skreyta híbýli sín með sígrænum greinum við hátíðleg tækifæri. Það var þó ekki fyrr en snemma á 19. öld að sá heimilisiðnaður kom upp í Norður-Þýskalandi að útbúa að- ventukransa til að selja á jólamark- aði. Á kransinum voru fjögur kerti, eitt fyrir hvern sunnudag í jólafóstu. Seinna hafa þróast ýmis afbrigði sem meðal annars koma fram í sérstök- um lit á skreytilindum fyrir hvern sunnudag. Um aldamótin hafði þessi skreyti- siður borist til Suður-Jótlands og breiddist þaðan hægt og sígandi norður til annarra héraða. Það var þó ekki fyrr en á hernámsárunum eftir 1940 sem aðventukransar urðu algengir um alla Danmörku. Þá var fátt hægt eða leyft að gera til að prýða heimili fyrir jólin en þýska hernáms- liöið amaðist síst við aðventukröns- um sem upprunnir voru í þeirra eig- in landi. Fáeinir heimildarmenn þjóðhátta- deildar telja sig hafa séð aðventu- krans fyrir 1940, helst í Reykjavík og á Akureyri. Þetta gæti vissulega staðist því margir íslendingar voru á þeim tíma kunnugir þýskum sið- um. Almennt fóru aðventukransar þó ekki að sjást á íslandi fyrr en eft- ir síðari heimsstyrjöld og þá fyrst sem skraut í einstaka búðargluggum Jólin eru „stutt“ þetta árið og aðeins einn aukafrídagur hjá vinnandi fólki. Til að gera stemninguna skemmti- legri í desember er sjálfsagt að skreyta heimilið og nota kertaljós. Fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun og þá á að kveikja á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Margir munu nota daginn í dag til að búa til kransinn en hann er hægt að gera á margvislegan hátt og láta hugmynda- flugið ráða. Skilaðu inn fullri bók frá 20. janúar til 20. febrúar og þú get- ur unnið! 10 fyrstu til að skila inn fullri Ijónabók á Pítuna, Skipholti 50c, Reykjavík, fá barnapítubox og Ijónabol. 90 næstu til að skila inn fullri bók á Pítuna fá Ijónabol. 100 fyrstu utan af landi, sem ekki komast á Pítuna en senda okkur fulla bók á tímabilinu 20. janúar til 20. febrúar, fá Ijónabol frá Valentínu hf. Allir sem skila á þessu tímabili og eftir 20. febrúar eru með í pottinum þegar dregið verður um aðalvinninginn. Lokafrestur er til 1. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.