Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 59 Afmæli Sesselja Einarsdóttir Sesselja Einarsdóttir húsmóðir, Frakkastíg 15, Reykjavík, er níræð ídag. Starfsferill Sesselja fæddist á Helgastöðum í Biskupstungum og ólst þar upp fyrstu fjögur árin en fór þá í fóstur til Egils Þórðarsonar og Katrínar Sigurðardóttur á Kjóastöðum í sömu sveit. Hún fór átján ára í kaupavinnu í eitt ár að Torfastöð- um, var í vist í Reykjavík einn vetur og vann síðan við saltfiskverkun og útskipun í Viðey, stundaði nám við Hvítárbakkaskóla 1926-28 og var þau sumur í kaupavinnu í Hrauns- nefi í Norðurárdal. Hún ílutti al- komin til Reykjavíkur tuttugu og þriggja ára, vann eftir það lítilshátt- ar við fiskverkun en stundaði síðan einkum húsmóðurstörf upp frá þvi. Sesselja hefur sungið með ýmsum kórum um ævina. Hún söng sópran með Hundrað manna kórnum á Al- þingishátíðinni 1930, með Samkórn- um, Biskupstungnakórnum en lengst af með Alþýðukórnum og með Laugarneskirkjukórnum í rúm tuttuguár. Fjölskylda Sesselja giftist 7.10.1928 Guð- mundi Olafssyni, f. 26.12.1893, d. 5.12.1989, húsa-oghúsgagnasmið. Hann er sonur Ólafs Guðmundsson- ar, b. að Hólum í Dýrafirði, og Sig- ríðar Kristínar Jónsdóttur ljósmóð- ur. Börn Sesselju og Guðmundar eru Ólafur, f. 30.12.1928, bifvélavirki og starfsmaður hjá Sjávarfiski hf. í Hafnarfirði og fyrrv. methafi í sundi, kvæntur Unni Ágústsdóttur, starfsmanni hjá Sjávarfiski og eiga þau sex börn; Ramón, f. 6.10.1934, d. 20.5.1935; Gylfi, verkamaöur í Reykjavík og fyrrv. methafi í sundi, var fyrst kvæntur Signýju Sigur- laugu Tryggvadóttur en þau skildu og eiga þau þrjú börn en seinni kona Gylfa er Helga Sigurbjörnsdóttir símavörður og eiga þau eift barn; Einar Örn, f. 31.5.1938, d. 17.1.1943; Hrafnhildur, f. 9.7.1943, sundþjálf- ari og skrifstofumaður í Þorláks- höfn og marfaldur íslandsmeistari í sundi, gift Ólafi Guðmundssyni, rafvélavirkja og vöruflutningabíl- stjóra, og eiga þau fjögur börn sem öll hafa veriö í röð fremstu sund- manna hér á landi; Klara Kolbrún, f. 13.1.1947, húsmóðir og kennari á Kjalarnesi, giftÁrnaS. Snorrasyni vörubílstjóra og eiga þau tvö börn. Alsystkini Sesselju: Kristín Ólafía, f. 26.7.1899, d. 25.11.1977, húsmóðir í Reykjavík; Sigurveig, dó tvítug; Sigurmundur, f. 24.1.1902, d. 19.7. 1989, trúboði hjá Hvítasunnusöfn- uðinum í Vestmannaeyjum og á Sel- fossi; Runólfína Sigrún, f. 16.9.1903, d. 21.8.1948, húsmóðir á Stokkseyri; Júnína Kristín, f. 11.4.1906, d. 27.8. 1981, húsmóðir í Reykjavík; Lovísa, f. 13.9.1907, lengst af handavinnu- kennari við Laugarnesskólann, nú vistmaður á Grund; Einar, f. 1908, dóáfyrsta ári. Hálfbræður Sesselju, sammæðra: Einar, f. 11.12.1911, d. 28.2.1941, sjó- maður á Súgandafirði; Stefán, f. 30.10.1914, verkamaður í Reykjavík. Foreldrar Sesselju voru Einar Ei- ríksson, f. 25.fl. 1860, d. 3.5.1909, b„ söngvari og organisti á Helgastöð- um, og k.h., Margrét Sigurmunds- dóttir, f. 7.1.1870, d. 3.7.1935, hús- freyja. Ætt Einar var sonur Eiríks, b. á Helga- stöðum Jóhannssonar, b. í Hamars- koti Einarssonar, b. í Heimalandi í Flóa Ingimundarsonar. Móðir Ei- ríks var Guðríður Jónsdóttir, b. 1 Syðraseli í Hreppum, Sigmundsson- ar, og Vilborgar Ólafsdóttur. Móðir Einars var Kristín Árna- dóttir, b. á Stórahofi í Hreppum, Magnússonar, b. í Stórahofi, Gests- sonar. Móðir Árna var Guðrún Ey- vindsdóttir. Móðir Kristínar var Valdís Andrésdóttir, hreppstjóra og sáttarnefndarmanns í Álfhólum og á Oddhól, Illugasonar, og Kristínar Þóroddsdóttur. Margrét var dóttir Sigurmundar, Sesselja Einarsdóttir. b. á Iðu, Friðrikssonar, b. á Iðu, Sig- urðssonar. Móðir Sigurmundar var Margrét, systir Þorsteins í Brúna- vallakoti, afa Þórðar Þorsteinssonar á Reykjum. Margrét var dóttir Jör- undar, smiðs á Laug, Illugasonar, hreppstjóra og Skálholtssmiðs á Drumboddsstöðum, Jónssonar. Móðir Margrétar var Ólöf Sigurðar- dóttir, b. í Ormskoti, Halldórssonar, og Þórdísar Árnadóttur frá Klömbr- um. Sesselja tekur á móti gestum milli kl. 16.00 og 20.00 í dag, í SEM-saln- um, Sléttuvegi 3, Reykjavík. Til hamingju með afmælið 27. nóvember 95 ára Vesturbergi 70, Reykjavík. Herdis Ellertsdóttir, Mýrarbraut 8, Blönduósi. Úlfur Indriðason SigríðurK. Jónsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði. 90 ára_______________________ Óskar Jóhannsson málarameistari (á afmæli 28.11), Meðalholti 7, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum sunnu- daginn 27. nóvember að Hæðar- garði31 frákl. 15.30-19. 80ára Steingrimur P. Sigursteinsson, Bjarmastíg3, Akureyri. 75ára AdolfGislason, Árgerði, Akureyri. 60 ára Haraldur Valsteinsson, Skeljagranda 17, Reykjavík. Ásta Sveinbjörnsdóttir, Bárugötu 7, Ðalvík. Eggert Bragi Ölafsson, Suðurgötu 47, Keflavík. Vigfúsína Guðlaugsdóttir, 50ára Guðrún Egilsdóttir, Árkvörn 2, Reykjavík. Húneraðheiman. Höskuldur Guðmundsson, Lindarseli 13, Reykjavík. ÓskarKarlsson, Árholti 16, Húsavík. Sigurrós Helgadóttir, Hrafnhólum 6, Reykjavik. 40ára Dagný Guðnadóttir, Víðihlið 24, Reykjavik. Jóna Helgadóttir, Lindarbyggð 22, Mosfellsbæ. Ólöf Hulda Sveinsdóttir, Múlavegi 16, Seyðisfirði. Einar Helgason, Njálsgerði 12, Hvolsvelli. GunnhildurE. Halldórsdóttir, Holtabrún 15, Bolungarvík. Inga Gústavsdóttir, V ikurbraut 3, Vík í Mýrdal. Guðný Helgadóttir, Eikjuvogi 1, Reykjavík. Sigurborg Borgþórsdóttir, Logafold 83, Reykjavík. Bridge Bridgedeild Barðstrendinga Nú er lokið 4 umferðum af 5 í hraðsveitakeppni félagsins. Sveit Leifs K. Jóhannessonar hefur náð forystu í keppninni eftir að hafa náð góðu skori á síðasta spilakvöldi. Staða efstu sveita er nú þannig: 1. Leifur K. Jóhannesson 2311 2. Edda Thorlacius 2288 3. Þórarinn Árnason 2280 Eftirtaldar sveitir náðu hæsta skorinu á síðasta spilakvöldi: 1. Leifur K. Jóhannesson 614 2. Halldór B. Jónsson 607 3. Óskar Karlsson 593 Bridgefélag Breiðfirðinga Aðalsveitakeppni félagsins lauk síðasta fimmtudag en þá var spiluð 11. og síðasta umferðin. Sveit Jóns Stefánssonar tryggði sér sigurinn með öruggum sigri, 25-5, í síðustu umferðinni. Lokastaða efstu sveita varð þannig: 1. Jón Stefánsson 218 2. Ragnheiður Nielsen 205 3. Sveinn R. Eiríksson 200 Síðari hluta kvöldsins var spilaöur Mitchell-tvímenningur, 14 spil. Efstu pör í NS urðu: 1. Inga Lára Þórisdóttir Unnur Sveinsdóttir 93 1. Hrafnhildur Skúladóttir-Jönmdur Þórðarson 93 3. Þórður Jónsson-Björn Jónsson 91 - og hæsta skor í AV: 1. Geirlaug Magnúsdóttir-Torfi Axelsson 106 2. Sigríður Pálsdóttir-Eyvindur Valdimarsson 98 3. Óskar Karlsson-Lárus Hermannsson 94 Næstu keppnir félagsins verða eins kvölds Mitchell-tvímenningar og taka sigurvegararnir í NS og AV jólaglaðning meö sér heim. Spilað er í Þöngla- bakka 1. Úlfur Indriðason, fyrrv. bóndi á Héðinshöföa á Tjörnesi, nú heimilis- maður í Hvammi, dvalarheimili aldraðra á Húsavík, veröur níræður ámorgun. Starfsferill Úlfur fæddist að Fjalli í Aðaldal og ólst þar upp í fóðurgarði. Auk venjulegs barnaskólanáms stundaði hann nám við unglingaskólann á Breiðumýri hjá frænda sínum, Arn- óri Sigurjónssyni. Úlfur hóf búskap á Héðinshöfða á Tjörnesi 1927 á hálílendu jarðarinn- ar sem síðar var skráö Héðinshöfði I. Úlfur var formaður Ungmennafé- lagsins Geisla í Aðaldal í þrjú ár, formaður Búnaðarfélags Tjörnes- inga 1932-63, sat í hreppsnefnd Tjör- neshrepps 1935-82 og oddviti öll árin nema eitt, hreppstjóri í Tjörnes- hreppi 1962-83, sýslunefndarmaður 1935-82 og allan timann endurskoð- andi sveitarsjóðsreikninga og reikn- inga sýslusjóðs, deildarstjóri Tjör- nesdeildar K.Þ. 1935-82, í félags- stjórn K.Þ. 1946-75 og formaður fé- lagsstjórnar 1971-75, auk þess sem hann gegndi margvíslegum nefnd- ar- ogstjórnarstörfum. Fjölskylda Úlfur kvæntist 27.7.1931 Líneyju Björnsdóttur, f. 22.1.1904, d. 11.9. 1991, húsfreyju. Hún var dóttir Björns, b. og smiðs í Ytri-Tungu, Helgasonar og k.h., Guðrúnar Snjó- laugar Jóhannesdóttur af Laxamýr- arætt. Sonur Úlfs og Líneyjar er Indriði, f. 3.6.1932, rithöfundur og fyrrv. skólastjóri á Akureyri, kvæntur Helgu Þórólfsdóttur og eiga þau tvö börn, Úlfar Þór, f. 4.9.1959, útibús- stjóra Búnaðarbankans í Kópavogi, oglngunniLíneyju, f. 14.1.1962, hjúkrunarfræðing og deildarstjóra við Sjúkrahús Húsavíkur. Systkini Úlfs: Ketill, f. 12.2.1896, d. 22.9.1971, b. og skáld á Ytrafjalli; Þrándur, f. 4.7.1897, d. 27.5.1978, b. og sparisjóðsstjóri á Aðalbóli; Ólöf, f. 6.5.1900, húsfreyja á Brúum í Aðaldal; Högni, f. 17.4.1903, nú lát- inn, b. og organisti á Syðrafjalli; Hólmfríður, f. 3.7.1906, fyrrv. hús- freyja á Skjaldfónn, nú búsett á Dvalarheimilinu Hlíf á ísafirði; Indriði, f. 17.4.1908, rithöfundur og ættfræðingur á Húsavík; Sólveig, f. 13.5.1910, fyrrv. húsfreyja á Syðri- brekkum, nú búsett á Dvalarheimil- inu Hvammi á Húsavík; Óttar, f. 21.4.1920, d. 25.6.1994, fram- kvæmdastjóri í Burlington í Ver- mont, síðast búsettur á Héðinshöfða áTjörnesi. Foreldrar Úlfs voru Indriði Þór- kelsson, f. 20.10.1869, d. 7.1.1943, b„ skáld, ættfræðingur og oddviti á Ytraíjalli í Aðaldal, og k.h„ Kristín Sigurlaug Friölaugsdóttir, f. 16.7. 1875, d. 28.3.1955, húsfreyja. Ætt Föðurbróðir Úlfs var Jóhannes, Úlfur Indriðason. faðir Þorkels háskólarektors. Ind- riði var sonur Þorkels, b. á Syðra- Qalli Guðmundssonar, b. á Sílalæk, Stefánssonar, b. á Sílalæk, Indriða- sonar, b. á Sílalæk, Ámasonar, ætt- fóður Sílalækjarættarinnar. Kristín var dóttir Friðlaugs, b. á Hafralæk, bróður Friðjóns, föður Guðmundar, skálds á Sandi, föður Bjartmars alþm. og Heiðreks skálds, en bræður Guðmundar voru Erhng- ur, kaupfélagsstjóri og alþm., og Sig- urjón, skáld, alþm. og oddviti á Litlu-Laugum, faðir Arnórs, skóla- stjóra og rithöfundar, Braga, fyrrv. alþm., ritstjóra og ráðherra, Dags skólastjóra, Unnar, móður Inga Tryggvasonar, ogHalldóru skóla- stjóra, móður Kristínar Halldórs- dóttur, fyrrv. alþm. Friðlaugur var sonur Jóns, b. á Hafralæk, Jónsson- ar, b. á Hólmavaði, Magnússonar, b. á Hólmavaði og ættföður Hólma- vaðsættarinnar. Jón Otti Sigurðsson Jón Otti Sigurðsson tæknifræðing- ur, Birkihæð 2, Garðabæ, er sextug- urídag. Starfsferill Jón Otti er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp í vesturbænum. Jón Otti vann við áætlanagerð og rekstur rannsóknarstofu hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur 1958-69. Hann er einn af stofnendum Raf- hönnunur (1969) og vinnur nú þar við hönnun og V0|kefnastjórnun. Jón Otti gerðist félagi í Odd- fellow-reglunni 1961 og hefur gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum. Hann er nú formaður golfklúbbs Odd- fellow. Fjölskylda Jón Otti kvæntist 20.11.1960 Sig- ríði Kristjánsdóttur, f. 7.1.1939, röntgentækni. Foreldrar hennar: Kristján Þorsteinsson og Vilborg Þjóðbjarnardóttir, þau eru bæði lát- in, þau bjuggu lengst af á Akranesi. Sonur Jóns Otta og Sigríðar: Sig- urður Jón Jónsson, f. 6.10.1961, raf- magnstæknifræðingur, maki Guðný Jónsdóttir, f. 12.4.1961, mat- arfræðingur, þau era búsett í Reykjavík og eiga tvo syni, Jón Otta, f. 12.12.1985, og Pálmar, f. 11.9.1990. Bróðir Jóns Otta: Helgi Sigurðs- son, f. 22.5.1937, framkvæmdastjóri, maki Erla Þórisdóttir, f. 22.4.1941, þau eru búsett í Reykjavík og eiga íjögurbörn. Foreldrar Jóns Otta: Sigurður Jón Jónsson, f. 12.2.1899, d. 17.5.1963, skipstjóri og Margrét Ottadóttir, f. 3.9.1901, d. 28.7.1980, húsmóöir, þau bjuggu á Bárugötu 31 í Reykjavík. Ætt Sigurður Jón var sonur Jóns Sig- urössonar sjómanns og Oddrúnar Elísabetar Jónsdóttur, en þau voru Jón Otti Sigurðsson. bæði ættuð af Álftanesi. Margrét var dóttir Otta Guð- mundssonar, skipasmiðs frá Engey, og Helgu Jónsdóttur. Jón Otti og kona hans taka á móti gestum í Oddfellow-húsinu frá kl. 11-14 á afmælisdaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.