Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 Erlénd bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Terry Pratehett: Men at Arms. 2. Stephon King: Nightmares and Dréem- scapes. 3. Catherine Cookson; The Golden Straw. 4. Peter Hoeg: Miss Smilla's Feeling for Snow. 5. lain Banks: Compliclty. 6. Susan Hiil: Mrs. de Winter. 7. Barbara Erskine: Midnight is a Lonely Place. 8. RuthRendeil: The Crocodile Bird. 9. Margaret Atwood: Tbe Robber Brida. 10. Robert Jordan: Fires of Heaven. Rit almenns eölis: 1. Artdy McNab: Bravo Two Zero. 2. Jung Chang: Wild Swans. 3. Bíll Watterson: Homícidal Psycho-Jungle Cat. 4. Dírk Bogardo: A Short Watk from Harrods. 5. W.H. Auden; Tell Me theTruth about Love. 6. J. Cleese & R. Skynner: Life and how to Survíve It. 7. J. McCartiiy & J. Morrell: Some Other Rainbow. 8. Carl Giles: Giles Cartoons 1995. 9. Alan Clark: Diaries. 10. Terry Waite: Taken on Trust. (Byijyt & The Sunday Titnes) Danmörk Skáldsögur: 1. Herbjorg Wassmo: Lykkens son. 2. Leif Davídsen: Den troskyldige russer. 3. Peter H«eg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 4. Antonia Byatt: Besœttelse. 5. Johannes Mollehave: - Læsehest med æselorer. 6. Tom Clancy: Dodens karteller. 7. John Grisham: Klionten. (Byggt á Politiken Sondag) Var Brecht ritþjófur? J Þýska leikskáldið og leikstjórinn Bertolt Brecht hefur löngum verið talinn einn af risunum í leikbók- menntum tuttugustu aldar. Hann sló í gegn með Túskildingsóperunni sem var frumleg útgáfa af Betlaraóperu átjándu aldar Englendingsins John Gays, árið 1928. Brecht lagði á flótta undan þýsku nasistunum á fjórða áratugnum en settist svo að í Aust- ur-Þýskalandi eftir stríðið og rak þar leikhús sem.margir töldu eins konar Mekka epískrar leiklistar. En var Brecht kannski risi á brauð- fótum? Bandaríski rithöfundurinn John Fuegi, sem var lengi einn af aðdáend- um Brechts og sem slíkur einn stofn- félaga alþjóðlegra Brecht-samtaka, hefur kannað gögn um feril Brechts - en það verk er auðveldara nú þegar Berlínarmúrinn er fallinn og leynd- inni þar með svipt af heimildum um þessa menningarhetju austurþýska sósíahsmans. Niðurstaða Fuegis birtist í nýrri bók sem ber heitiö: The Life and Lies of Bertolt Brecht - já, Líf og lygar! Nafnið gefur til kynna að ekki reyndist allt sem sýndist á yfirborð- inu þegar Fuegi fór að kafa ofan í lífsferil leikskáldsins. Zeldu-áráttan Fuegi fullyrðir að Brecht sé öfga- fullt dæmi um það sem hann kallar Zeldu-áráttuna. Með þeirri nafngift vísar hann til eiginkonu bandaríska Bertolt Brecht. Umsjón Elías Snæland Jónsson rithöfundarins F.S. Fitzgeraids en ýmsir halda því fram að hún hafi í reynd skrifað margt af því sem birt var undir hans nafni. Brecht hafði alltaf í kringum sig hóp samstarfsmanna, aðallega kvenna, enda var hann að sögn töfr- andi maður í persónulegum sam- skiptum og mikill kvennamaður. Fuegi segir hann um leið hafa sett sitt eigið nafh á skáldverk sem kon- urnar í hirð hans hafi átt mestan þátt í að semja. Skýrasta dæmiö um þetta er að hans sögn Túskildingsóperan. Fuegi segir sannað mál að í þaö minnsta áttatíu prósent af því verki hafi verið samin af ástkonu Brechts, Elisabeth Hauptmann. Brecht hafi engu að síð- ur sýnt þekktum leikhússtjóra hand- ritið sumarið 1928 sem sitt eigið. Sá hreifst snarlega af yerkinu og keypti það á stundinni. í þessu handriti Hauptmanns hafi verið langmest af endanlegum texta og níu af átján söngtextum verksins eins og það var frumsýnt nokkrum mánuðum síðar. Fuegi segir að Brecht hafi síðan tekið traustataki sex ljóð eftir þýska ljóð- skáldið og þýðandann K.I. Ammer en líklega samið einn söngtexta sjálf- ur. Þannig hafi verkiö verið sýnt undir nafni Brechts eins, þótt hann hafi átt í mesta lagi fimm prósent í verkinu. Hauptmann hafi fengið lítiö brot af höfundarlaununum í sinn hlut - en enga viðurkenningu. Þvert á móti hafi Brecht gert allt sem hann gat upp frá því til að koma í veg fyr- ir að hún fengi sjálfstæða stöðu sem rithöfundur. Með þessari sýningu varö Brecht frægur í heimalandi sínu sem leik- skáld. Fuegi fullyrðir að hann hafi viöhaft sams konar vinnubrögð alla tíð síðan; notað vinnu hæfileikaríkra ástkvenna sinna, en þær voru marg- ir, sem sín eigin - stoliö og stælt. Þótt aðdáendur Brechts hafi sumir hverjir reynt að snúast til varnar goöinu virðist ljóst að þeir geta ekki fært fram neinar sannanir gegn mörgum ásökunum Fuegis. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Dean Koontz: Mr. Murder. 2. Anne Rice: Interview with the Vampire. 3. Michael Crichton: Disclosure. 4. £. Annie Proulx: The Shipping IMews. 5. Dean Koontz: The Door to December. 6. Daniello Steel: Vanished. . 7. Judith McNaught: A Holiday of Love. 8. Tom Clancy: Without Remorse. 9. Peter Hoeg: Smilla's Sense of Snow. 10. V.C. Andrews: Pearl in the Mist. 11. Winston Groom; Forrest Gump. 12. Laura Esquível: Líke Water for Chocolate. 13. W.E.B. Griffin: Honor Bound. 14. Sandra Brown: The Devil's Own. 15. Hcrman Wouk: The Hope. Rit almenns eölis: 1. B.J. Eadie 8i C. Taytor: Embraced by the Light. 2. Rush Limbaugh: See, I Told Vou so. 3. Thomas Moore: Care of the Soul. 4. Delany, Delany 8i Hearth: Having Our Say. 5. Maya Angelou: Wouldn't Take Nothing fqr My Journey now. 6. Howard Stern: Private Parts. 7. M. Scott Peck: The Road Less Travelled, 8. Karen Armstrong: A History of God. 9. Erma Bombeck: A Marriage Madein Heaven... 10. M. Scott Peck: Further along the Road Less Traveled. 11. M. Hammer & J. Champy: ftesngineering th« Corporation. 12. Joan W. Anderson: Where Angets Walk. 13. Peter D. Kramer: Listening to Prozac. 14. Kathleen Norrís: Dakota, 15. Maya Angelou: IK i)o w w h y t he Caged Bird S ings. (Byggt á Now York Times Book Review) Vísindi Prozacgerir rottur ákveðnari Þunglyndislyfiö Prozac, sem hefur gefíð góöa raun við raeöfer ð á persónuleikatruflunum, veldur því að rottur sem fá það verða miklu ákveðnari en áðar. Þannig hafa vísindamenn vest- ur í Bandaríkjunum komist að því að undirsátar meðal karl- rottnanna risa upp gegn hús- bóndanura við lyfjatökuna. Rott- ur byggja upp mjög flókið sara- skiptakerfi þar sera eítt karldýrið ræður raestu. Sú rotta er með afbrigðura árásargjörn og ver raat sinn með kjafti og klóra. Svínafrumur græddarí mannfólk Frumur úr brisi svínafóstra hafa verið græddar í sjálfboöaliða i Svíþjóð án aukaverkana eh ýmislegt þykir benda tíl að þetta gæti gagnast sykursjúkura. Það voru læknar viðHuddinge- sjúkrahúsið í Stokkhólmi sem gerðu töraurána. Sjálfboðalið- arnir voru aUir sykursjukir og í sumum tílvikura leiddi firurau- flutmngurmn til framleiðslu lik- amans á insúlíni. Eitthvað er um að gerviinsúlín sé framleitt úr brisi svina. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Forn-Egyptar ekki fyrstir til að gera múmíur: Sjö þúsund ára múmí- ur varðveittust í Chile Það var dag nokkurn árið 1983 að verkamenn sem voru að grafa fyrir vatnsleiðslum utan við bæinn Arica í suðurhluta Chile komu niður á tugi mannslíkama grafna ofan í sandinn, með leirgrímur fyrir andhtunum og hárkollur á höfðinu. En þetta voru engir venjulegir Ukamar. Hér voru á ferðinni^eins konar múmíur sem voru meira en þrjú þúsund árum eldri en elstu múrmurnar á Egypta- landi, reyndar eldri en elstu múmíur sem menn þekktu til þessa. Múmíurnar, sem reyndust vera um eitt hundrað að tölu, voru sjö þúsund ára gamlar og höfðu varðveist alveg ótrúlega vel í eyðimerkurhitanum þar sem loftrakinn var nær enginn. En ástand þeirra er ekki alveg jafn gott nú, ellefu árum eftir fundinn. „Múmíurnar eru mjög brothættar og'þeim hefur hrakað mjög hratt," segir Mariela Santos sem hefur yfir- umsjón með varðveislu þeirra í safn- inu San Miguel de Azapa í Arica. Hinir fornu skrokkar hafa ekki þolað vel loftslagsbreytinguna eftir að upp á yfirborðið var komið, svo og meðferð í pakkhúsi safnsins og geymslu í pappakössum. „Vandinn var sá að þetta var björg- unaraðgerð og það þurfti að hafa hraöar hendur. Það var því ekki-allt gert á kórréttan hátt," segir Santos. Það voru Chinchorró-indíánar sem stóðu fyrir greftri líkanna fyrir allt að sjö þúsund árum og þeirra aðferð- ir við múmíugerð voru mjög frá- Hér er múmian af Ramsesi 2. Egyptalandsfaraóa en nú hafa fundist mun eldri múmíur i Chile. brugðnar því sem gerðist í Egypta- landi hinu forna. Forn-Egyptar smurðu líkin en Chinchorróar höfðu þann háttinn á að þeir fjarlægðu fyrst allt hold af beinunum og mótuðu síðan fingerð- an hvítan leir utan um beinagrindina til að ná fram lögun líkamans. í flestum tilfellum vöfðu þeir svo hörundinu aftur utan um leirinn til þess að skapa þannig styttu sem var að hálfu leyti úr leir og að hálfu leyti mannleg. „Hörund hins látna var oft varð- veitt og sett á líkamann og húð af sæljóni var sett með ef hörund manneskjunnar dugði ekki," segir Bernardo Arriaza, fornleifafræðing- ur við háskólann í Nevada, sem hefur rannsakaö Chinchorrómúmíurnar í tíuár. Múrníur af börnunum voru vafðar inn í skærbleikt pelíkanaskinn. Chinchorróarnir voru fiskimenn góðir og því voru fiskveiðitæki þeirra, þar á meðal önglar úr skeljum eða kaktusi og net, jörðuð með þeim. Smá- skammta- lækningar gagnslausar Svokallaðar smáskammta- lækningar gera ekkert meira gagn gegn meinura í eyrum, hálsi og nefi barna en bara samúð og skilningur á íasleikanum. Þetta kemur fram í breska Íæknablaðinu. Þar er sagt frá rannsókn hollenskra vísinda- manna sem skipru bamahópi í tvennt. Annar hópurinn fékk smáskararatalyf en hinn óvirkt efni og báðir voru áfram á Mkka- lyfjum. Eftir eitt ár höfðu Mrnin á sraá- skammtalyfjunum færri ein- kenni en mumirinn var svo litílí að hann var ekki marktækur. Kanaryngja alheiminn Bandarískir vísindamerm frá Indíana hafa nú koraist að því að alheimurinn er allnokkru yngri: en hingað til hefur verið trú manna. Alheanurinn er ekki milli 15 og 20 milljaröa ára gam- all heldur kannski ekki nema sjö milbarða ára. Vísindamennirnir í Indíana komust að þessari niðurstöðu; með því að skoða sláttinn í þrera- ur svokölluðura syeiflustjörnum. Áður höfðu starfsbræður þeirra við Hárvardháskóla tilkynnt að alheimurinn væri yngri en 14 milljarða ára gamall og byggðu; það á glampanum frá fimra sprengisrjörnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.