Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Qupperneq 2
2
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994
Fréfdr
Sigurður Nordal.
Norrænahúsið:
verkiNordals
í dag klukkan 14 gengst stofnun
Siguröar Nordals fyrir dagskrá í
Norræna húsinu i tilefni af út-
komu þriggja nýrra binda í rít-
safni hans um íslenskar fornbók-
menntir.
Þar flytja Jónas Kristjánsson,
fv. forstöðumaöur Stofnunar
Áma Magnússonar, dr. Gunnar
Karlsson prófessor og dr. Gunnar
Harðarson lektor erindi um Síg-
urð, verk hans og áhrif, og Þor-
leifúr Hauksson cand. mag. les
úr áður óbirtum drögum aö 2.
bindi íslenskrar menningar en
þau kailaöi Siguröur Fragmenta
ultima.
Öllum er heimiU aðgangur
meðan húsrúm leyfir.
Þjófarstela
frá listamönnum
Brotist var inn í húsakynni
Bandalags íslenskra listamanna
aðfaranótt fimmtudags og stolið
þaöan tölvu. Þjófarnir hafa ekki
náðst.
Hér er um talsvert tjón fyrir
Bandalagiö að ræða þar sem mik-
ið af gögnum var á haröa diskin-
um og er skoraö á þjófinn eða
þjófana að skila tölvunni þar sem
hún er verðlítil en gögnin illmet-
anleg.
Einnig var brotist inn á skrif-
stofu Kvikmyndasjóös sem er til
húsa á sama stað og bandalagiö.
Þaðan var stolið tveimur mynd-
bandstækjum, af Panasonic gerð,
og Macintosh tölvu.
___ 6»*« Mii - h*I lijl rinnri ti liihrljíti
?£:£££llílrwwkU Ifib Smtunj i) Sik* kji Buit Riii«
99«S 886 l-” '- '• 1'-:
.S£SffiU:SABA-S
Spntitil Killiiiijilm nti IjilJi {Itsilijn littítji I - Sji hkiiki
Jólagjafahandbók Bónus Radíó fylg-
ir DV í dag. í handbókinni er að finna
upplýsingar um fjölmargar vörur
verslunarinnar. Að auki er er boöið
upp á þátttöku i jólaleik Bónus Rad-
ió þar sem í vinning eru meðal ann-
ars Samsung þráðlausir símar, 29"
sjónvarpstæki, myndbandstæki og
margt fleira.
Kanadískt fyrirtæki með umdeild umsvif á íslandi:
Þetta hafa verið
svik á svik ef an
- segir framkvæmdastjóri Hafnarsels hf. á Selfossi
„Þaö er ekki hægt að eiga viðskipti
viö þetta fyrirtæki. Þaö er ekki oröi
treystandi af því sem þessi maöur
segir og ástæöa til aö vara við hon-
um. Þetta hafa verið svik á svik ofan
og það er raunar óskiljanlegt hver
ástæðan er fyrir þessum svikum þar
sem hann græddi ekki einu sinni á
þeim,“ segir Baldur Sigurðsson, ann-
ar eigenda fiskvinnslunnar Hafnar-
sels hf. á Selfossi, vegna viðskipta
hans viö fyrirtæki sem íslendingur
rekur í Kanada. Framkvæmdastjóri
fyrirtækisins var aö sögn Baldurs á
ferð í sumar hérlendis þar sem hann
fór víða og leitaði viöskipta varöandi
m.a. útflutning á saltfiski og inn-
flutning á timbri.
Baldur segir að hann og Grétar
Pétursson meöeigandi hans hafi tap-
aö umtalsverðum fjárhæðum á viö-
skiptum við fyrirtækið sem heitir
Can-Ice. Þá segir hann að önnur fyr-
irtæki hafi skaðast á viðskiptum við
fyrirtækið bæði fjárhagslega og
vegna þess að svik hins kanadíska
fyrirtækis hafi oröið til þess að við-
komandi hafi lent í slæmum málum
gagnvart öðrum viðskiptaaðilum.
„Við teljum okkur hafa tapað
þremur mfiljónum á þessum við-
skiptum. Hann setti rekstur okkar í
verulega hættu og ef við heföum ekki
áttað okkur í tíma heföi þetta getað
komið okkur í koll. Við erum í fullri
starfsemi í dag í samvinnu við mjög
góða útflytjendur," segir Baldur
Rekið af íslendingi
Can-Ice fyrirtækið er rekið af ís-
lendingi sem fór til Kanada fyrir um
aldarfjórðungi. Hann kom hingaö til
lands í vor og fór þá víða um land
Eigendur Hafnarsels. þeir Baidur Sigurðsson og Grétar Pétursson, sem
átt hafa í viðskiptum við Can-lce og segja fyrirtækið hafa svikið sig um allt
aö þremur milljónum króna. Á myndinni eru þeir með saltfisk sem þeir
vinna.
og falaöist eftir viðskiptum. Slóðina
má rekja um Suðurland, á Reykja-
víkursvæðinu og á Norðurlandi. DV
hefur rætt við forsvarsmenn tiu fyr-
irtækja sem átt hafa í viðskiptum við
Can-Ice og ber þeim saman um að
viðskipti við fyrirtækið hafi ails ekki
verið með eölilegum hætti. Það hafi
ekki getað staðið viö tryggingar
vegna vöru og krafist verðlækkana
þegar viðskipti hafi veriö komin á
og varan komin í hendur kaupanda.
Einn oröaöi það sem svo að öll þessi
viðskipti hafi verið með stórundar-
legum hætti. Af þeim fyrirtækjum
sem rætt var við vildi enginn mæla
DV-mynd Reynir Traustason
með viðskiptum við Can-Ice og flestir
höfðu slæma sögu að segja.
Neitaði að greiða
„Við vorum með litla starfsemi í
Þorlákshöfn þegar þessi maður ósk-
aði eftir sérunnum saltfiski. Þá lögð-
um við út í að stækka við okkur og
fluttum starfsemina á Selfoss. Við
framleiddum fyrir hann upp í þessar
pantanir eftir hans forskrift og send-
um honum prufur sem honum leist
vei á. Síðan hefur á ýmsu gengið.
Fyrstu pöntunina tók hann aldrei,
þaö voru fisklundir sem er viðkvæm
vara og eyðilagðist á endanum. Síðar
Halldór Asgrímsson, formaður Framsóknarflokksins:
Stærsta skuldbreyting ís-
landssögunnar óumf lýjanleg
„Við getum ekki sætt okkur við að
heimilin haldi áfram að safna skuld-
um upp á einn milljarö á mánuði og
íslendingar mega aldrei sætta sig við
að þúsundir manna gangi um at-
vinnulausir. Við vitum að þetta
ástand heggur að rótum lýðræðisins.
Við vitum líka að þetta var helsta
ástæðan fyrir þeim trúnaðarbresti
sem er milli stjórnmálamanna og
kjósenda. Það er ekki nóg að setja
upp samúðarsvip og segja að ástand-
ið muni lagast í óljósri framtíð. Við
verðum aö sýna aö við ætlum að lag-
færa ástandiö og benda á raunhæfar
leiðir til úrbóta.
Stærsta skuldbreyting íslandssög-
unnar er óumflýjanleg. Með sam-
íXSi. fý
FRAMÍ' r, ÁRMáHHA
Þú getur svaraö þessarí
spurningu meö því aö
hringja í síma 99-16-00.
39,90 kr. mínútan.
Já jJ
Nei
,r ö d d
FOLKSINS
99-16-00
Er skylduáskrift að
ríkisútvarpinu réttmæt?
Aðelns iielf sem eru 1 stafræna kerflnu oe eru mei> tónvalssiina geta tekltt þýtt.
Halldór Ásgrímsson flytur ræöu sina
á flokksþinginu i gær. DV-mynd BG
vinnu ríkis, peningastofnana, laun-
þegahreyfingar og fleiri aðila, verður
að gera fólki kleift að standa í skilum.
Ríkisvaldinu hefur mistekist að við-
halda þeim grundvell^ sem skuld-
bindingar heimilanna býggðust á og
ber því aö skap nýjan. Hjá þessu
verður ekki komist. Tillögur þessa
efnis liggja fyrir flokksþinginu."
sendum við honum saltfiskbita sem
við höfðum sérunnið og pakkað að
hans forskrift. Þessi sending var að
verðmæti 1250 þúsund krónur hann
greiddi inn á hana 65 prósent af
umsömdu verði eða rúm 800 þúsund.
Hann neitaði aö borga afganginn og
fer aö auki fram á það aö við endur-
greiðum honum 200 þúsund krónur
þannig að hann viil aðeins greiða um
helming af umsömdu veröi. Athuga-
semdir hans komu svo ekki fyrr en
tveimur mánuöum eftir að hann fékk
vöruna," segir Baldur.
Segja sömu sögu
Baldur segist vita það að fleiri fyr-
irtæki séu í svipuöum sporum varð-
aridi þetta sama fyrirtæki. Það virð-
ist vera viðtekin venja hjá fyrirtæk-
inu að fá senda vöru og verðfella
hana síöan á grundvelli þess að um
sé að ræða skemmda vöru.
„Ég vil taka það skýrt fram að hann
skoöaði þessa vöru hjá okkur og var
sáttur viö hana en segir nú að h'in
sé skemmd. Við eigum afgang .ú
þessari vöru hér í húsi og þaö er á
hreinu að þetta er góð vara. Við telj-
um okkur skylt að vara aðra útflytj-
endur og framleiðendur við þessu
fyrirtæki," segir Baldur.
„Þetta er loftkastalafyrirtæki sem
þykist allt geta en ræður svo ekki
við neitt. Mér er kunnugt um að fyr-
irtæki hafa skaðast á viðskiptmu á
við hann. Ég get ekki mælt með þessu
fyrirtæki en þessi maður hefur ein-
staka hæfileika til aö kjafta fólk upp
úr skónum," segir forsvarsmaður
fyrirtækis sem átt hefur umtalsverð
viöskipti viö hið kanadíska fyrir-
tæki.
Stuttar fréttir
Þetta sagöi Halldór Asgrímsson,
formaður Framsóknarflokksins,
meðal annars í yfirhtsræðu sinni í
upphafi flokksþings Framsóknar-
flokksins í gær.
Halldórs fór í ræðu sinni vítt og
breitt yfir sviðið. Hins vegar má full-
yrða að þessi tillaga framsóknar-
manna að standa að mestu skuld-
bi'eytingu íslandssögúnnar til bjarg-
ar fjárhag heimilanna var sá kafli
ræðu formannsins sem mesta at-
hygli vakkti.
HaUdór sagöi varðandi skattamál
að ef Framsóknarflokkurinn fái að
ráöa verði ekki um frekari skatta-
hækkanir að ræða á næsta kjörtíma-
bih. Hann sagðist heldur ekki ætla
aö lofa skattalækkun nema um um-
talsverðan hagvöxt veröi aö ræða.
Hann sagðist telja að allt umfram 2
prósent hagvaxtaraukningu aö meö-
altali á næsta kjörtímabili kæmi til
góða í lægri sköttum.
„Ég tel engar líkur á að við getum
á þessari stundu fengið þær undan-
þágur í samningurn við Evrópu-
bandalagið sem hugsanlega gæti
réttlætt aðild íslendinga aö því. Þess
vegna hafna ég því að við sækjum
um aðild,“ sagði Halldór Ásgrímsson
í umfiöllun sinni um Evrópusam-
bandiö.
Þinginu lýkur á morgun, sunnu-
dag.
Kröfur kennara
Samtök kennara settu fram
launakröfur sinar hjá samninga-
nefrid ríkisins í gær. Samkvæmt
RÚV hljóöa kröfumar upp á allt
að fiórðungshækkun iauna.
Fækkun slysa
Ríkisstjórnin samþykkti í gær
að stefria að verulegri fækkun
alvarlegra umferöarslysa fram til
ársins 2000.
Launþegasamtök og Samvinnu-
ferðir-Landsýn hafa samið viö
fiölmargaferðaþjónustuaðiia um
að bjóða sérstakt stéttarfélags-
verð á ferðum innanlands í vetur.
Gjafiríþjóðaráfak
Sendiráð Bandaríkjanna og
Þýskaiands hafa gefið vegiegar
bókagjafir í þjóðarátak stúdenta
vegna nýju Þjóðarbókhiöðunnar,
Hlutabréf Itfeyrissjóða
Lífeyrissjóðimir keyptu hluta-
bréf á síðasta ári fyrir 790 milfión-
ir króna sem er 200 miRjónum
minni kaup en árið 1992.
Litilarðsemi
Samkvæmt könnun VSÍ var
arðsemi islensks atvinnulifs árin
1987-1992 nánast engin á meðan
hagnaður af veitu fyrirtækja í
OECD-ríkjum var um 5 prósent.