Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1994, Page 30
38 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1994 Séra Jón Dalbú Hróbjartsson er prestur íslendinga í Svíþjóð og Noregi: Gott að tala við íslenskan prest þegar ástvinir eru fjarri „Þaö er auðsjáanlega heilmikið af vandamálum hjá íslendingum hér eins og gengur og gerist heima á ís- landi. En þetta er kannski erfiðara að því leyti að fólk er fjarri ástvinum sínum. Þegar farið er tala um tilfinn- ingar talar fólk um hvað það er gott að mega tala íslensku," segir séra Jón Dalbú Hróbjartsson sem verið hefur prestur íslendinga í Svíþjóð og Noregi frá því 1. maí síðastliöinn. Eftir að samningurinn milli ís- lenskra og sænskra heilbrigðisyfir- valda um líffæraflutninga gekk í gildi fyrir um tveimur árum kom fljótlega í ljós þörfin á því að einhver tæki á móti sjúklingum og aðstandendum þeirra og annaðist þá, að því er Jón greinir frá. „Reynslan sýndi að það þyrfti aö vera íslendingur. Þegar það var gerö könnun á því hvers konar starfskraftur það þyrfti einna helst að vera var engin spuming um að þeir sem hér voru vildu hafa prest.“ Aðstoó í erfiðleikum Jón, sem er búsettur í Gautaborg, segir starf sitt tvíþætt. Hann hefur ákveönar skyldur við Trygginga- stofnun ríkisins og þjónar jafnframt íslenska samfélaginu í Svíþjóð og mmm a MÁN U DAGS j'jJ OJiUj'j Uj'jJ Á mánudögum verðurDV komið í hendur áskrifenda á suðvestur- hominu um klukkan 7.00 að morgni og aðrir áskrifendur fá blaðið í hendur með fyrstu ferðum frá Reykjavík út á land. Helgarblað DV berst einnig til áskrifenda á sama tíma á laugardögum. BREYTTUR AFGREIÐSLUTIMI: Blaðaafgreiðsla og áskrift: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 Helgarvakt ritstjórnar: Sunnudaga 16-23 Smáauglýsingar: Laugardaga: 9-14 Sunnudaga: 16-22 Mánudaga - föstudaga: 9-22 Ath.: Smáauglýsing í Itelgar- blað verður að berast fyrir klukkan 17 á föstudag. 63.27.00 BEINN SIMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 63 27 77 KL. 6-8 LAUGARDAGS- OG MANUDAGSMORGNA Noregi með höfuðáherslu á Gauta- borg og Ósló. „Ég tek á móti sjúkling- um, er þeim innan handar og er túlk- ur í sumum tilfellum. Oft er þetta ekki síður spurning um að annast aðstandendur þegar um stórar að- gerðir er að ræða. Ég hef eytt löngum dögum með aðstandendum þegar þannig hefur staðið á.“ Hringt hefur verið í Jón frá íslandi og hann látinn vita af erfiðum að- stæðum fólks í Svíþjóð. „Ég reyni aö sinna slíkum beiðnum eftir bestu getu. Það er kannski um veikan ein- stakling að ræða hér í landi sem hef- ur ekkert af sínu fólki í kringum sig. Ef ekki er um gífurlegar vegalengdir að ræða reyni ég aö heimsækja við- komandi," greinir Jón frá. Messuhald og barnastarf Jón messar mánaðarlega í Norsku sjómannakirkjunni í Gautaborg. Hann gengur inn í barnastarf íslend- ingafélagsins og er með kirkjulega fræðslu einu sinni i mánuði. í vetur gdnga fjórtán íslensk fermingarböm til prestsins einu sinni í mánuði. Ráðgert er aö fermingarbörn og prestur eyði saman langri helgi í vor í sumarbúðum sænsku kirkjunnar úti á landsbyggðinni. Kirkjusókn er góð að sögn Jóns og eftir síðustu messu í Ósló, þar sem hann messar mánaðarlega, komu um 100 manns saman í kafíi. Jón annast barnastarf og fermingarundirbúning í Ósló eins og í Gautaborg. Hann kveðsj vera með gott vinnuherbergi í sendiráðinu í Ósló'þangað sem fólk getur leitað til hans. 5 þúsund íslendingar íslendingar í Gautaborg og ná- grenni eru um 1500 en alls eru um 5200 íslendingar í Svíþjóð, að sögn Jóns. íslenskir námsmenn eru marg- ir í Gautaborg og einnig iðnaðar- menn sem komu þangað á sjöunda áratugnum. Læknar eru einnig stór hópur í borginni eða um 50 talsins. Jón segir félagsstarf íslendinga í Gautaborg og nágrenni mjög öflugt. „Hér er mjög gott fólk í forsvari sem sinnir margvíslegum menningar- málum. íslendingar hér kunnu til dæmis vel að meta heimsókn leikar- anna Helga Skúlasonar og Helgu Bachmann sem lásu úr Brekkukots- annál. íslenski kórinn syngurvið messu í Gautaborg er starfandi kór ís- lendinga og hefur áhugafólk úr kórn- um sungið við messur og stundum allur kórinn. „í kórnum, sem er fimm ára, eru um 40 manns. Ég messaði nýlega í Stokkhólmi og fór allur kór- inn með mér þangað. Þetta var mikil menningarferð og voru haldnir tón- leikar í leiðinni." Þann 17. júní og 1. desember halda íslendingar hátíð og gera sér þá margt til skemmtunar. Jólatrés- skemmtun og þorrablót eru auðvitað á dagskrá eins og í öðrum íslendinga- byggðum á erlendri grund og þykja hin bestu mannamót. Á vegum íslendingafélagsins í Gautaborg er starfandi bridsklúbbur og íþróttafélag. Eins og í fleiri borg- um í Svíþjóð rekur íslendingafélagið útvarp sem sendir út tvær klukku- stundir í senn á sunnudögum. Er þá útvarpað fféttapistli frá íslandi, Séra Jón Dalbú Hróbjartsson, prestur íslendinga i Svíþjóð og Noregi, við Norsku sjómannakirkjuna í Gautaborg. barnaefni, íslenskri tóniist og við- tölum viö íslendinga, bæði gesti og búsetta. Samastaður íslendinga í Gautaborg er hús í miðborginni sem félagið hefur á leigu. 26 fengið líffæri Sjálfur hefur Jón einnig skrifstofu í miðborginni við hliðina á skrifstofu aðalræðismanns íslendinga. Vinnu- dagur hans er oft langur. Hann er með viðtalstíma á skrifstofunni á morgnana og eftir hádegi fer hann í sjúkravitjanir. Núna bíða 6 íslend- ingar eftir að fá ígrætt nýra og nokkrir eftir öðrum líffærum. Frá því að samningurinn um lífíæra- flutninga milli íslendinga og Svía tók giidi hafa 26 íslendingar fengið líf- færi í Svíþjóð. Margir íslendingar, bæði börn og fullorðnir, koma í rann- sóknir til Gautaborgar vegna vænt- anlegra lífíæraflutninga. Eiginkona og dæturvið nám Eiginkona Jónp, Inga Þóra Geir- laugsdóttir, og tvær dætur, Heiðrún Ólöf og Margrét, fluttu til Gautaborg- ar 1. júlí síðastliðinn. Tveir synir þeirra hjóna eru uppkomnir og býr annar þeirra með flölskyldu sinni á íslandi en hinn er við nám í Þýska- landi ásamt eiginkonu. „Okkur hður mjög vel héma. Þetta er frekar rólegt að öðm leyti en því að ég er í sænsku- námi fyrir útlendinga í háskólanum hér í Gautaborg. Þetta er fullt nám og meira krefjandi en ég hélt,“ segir Inga Þóra sem heima á Islandi starf- aði sem kennari og síðar í Kirkjuhús- inu. Námið hjá dætrunum gengur vel en þeim þótti þó sænskan strembin í fyrstu. Heiðrún Ólöf er í fyrsta bekk framhaldsskóla en Margrét er í 9. bekk grunnskólans. Reyndar eru þær báðar í sama skólanum sem er einkaskóli þar sem kennt er eftir Montessori-kerfinu. Nemendur eru þjálfaðir í að taka sjálfir ábyrgð á sínu námi, að því er Inga Þóra grein- ir frá. Hún kveðst í raun ánægð með íslenska skólakerfið því Heiðrún Ól- öf og Margrét komu vel undirbúnar í skólann. Heiðrún Ólöf er komin i Sinfóníuhljómsveit æskunnar í Gautaborg þar sem hún leikur á fiðlu og Margrét er komin í besta fótbolta- hð stúlkna í borginni. Það er því í nógu að snúast hjá öhum í fjölskyld- unni sem mun dvelja í Gautaborg næstu þrjú árin. Þann 18. september síðastliðinn var Jón settur formlega inn í emb- ættið af biskupi íslands, Ólafi Skúla- syni. Innsetningin vakti athygli í Gautaborg og var greint frá henni í dagblaöinu Göteborgsposten. Jón tekur þaö fram að það sé mjög spennandi fyrir sig sem prest frá Reykjavík að starfa í Gautaborg. „Biskupsdæmið er þekkt fyrir mjög blómlegt kirkjustarf. Ég ætla að nýta mér tímann til að kynnast því eins og ég get og læra af því.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.