Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995
Fréttir
Landverðir í Herðubreiðarlindum mótmæla Fljótsdalslínu um Ödáðahraun:
Allt að átta sinnum dýr-
ara að leggja hana í
- segir Steinar Friðgeirsson, verkfræðingurhjáRARIK
Landverðir í Herðubreiðarlindum
mótmæla harðlega lagningu fyrir-
hugaðrar Fljótsdalslínu um Ódáða-
hraun. Settu þeir upp línu síðastlið-
inn fimmtudag þar sem þeir sýndu
gestum í Herðubreiðarlindum
hvernig sjónmengun verður ef línan
verður lögð á þeim stað sem auglýst-
ar tillögur Skipulags ríkisins gera
ráð fyrir. Sagði Kári Kristjánsson
landvörður að um 200 manns hefðu
verið á svæöinu.
Ef nauðsynlegt er talið aö leggja
háspennulínuna frá Fljótsdalsvirkj-
un yfir Ódáðahraun vaknar sú
spurning hvort ekki er hægt að leggja
hana í jörð rétt eins og gert er með
rafstrengi í þéttbýli.
„Þetta er ósköp eðlileg spurning.
Lágspennukerfm eru svo til öll í jörð
hjá okkur. Þegar komið er upp á svo
kallaöa millispennu, 11 til 20 kíló-
vött, er kostnaðurinn við að leggja
kapal í jörð eða byggja línu mjög
svipaður. Þegar svo er má segja að
það sé ekkert mál að leggja kapalinn
í jörð. Þegar komið er að hærri
spennu, 30 til 60 kW, verður kostnað-
urinn við jarðstreng heldur meiri eða
allt aö því tvöfalur á móti því aö
byggja rafmagnslínu. En þegar kom-
ið er yfir á enn hærri spennu, eins
og með fyrirhugaða Fljótsdalslínu,
þar sem við erum að tala um 220 kW,
er kostnaðurinn við jarðstreng orö-
inn margfaldur. Ég gæti trúað að
hann væri svona sex- til áttfaldur,"
sagöi Steinar Friðgeirsson, verk-
fræðingur hjá RARIK, í samtali við
DV.
Hann sagði aö einnig væru ákveðin
rekstrartæknileg atriði sem gerðu
það að verkum að þegar komið væri
upp í hærri spennuna kæmu upp
vandamál varðandi stöðugleika,
launafl og fleira sem erfitt væri að
útskýra. Þau gera það að verkum að
ekki er hægt að vera með nema mjög
takmarkaða lengd af svona rið-
straumsstreng í jörðu. Þar væri hann
að tala um svona 6 til 8 kílómetra.
■ ■■ X
jorð
Hann sagði að ef leggja ætti raf-
magnskapal tugi eða hundruð kíló-
metra í jörð yrði að fara yfir í jafn-
straumstækni. Þegar talað er um að
leggja sæstreng til Bretlandseyja þá
er gert ráð fyrir jafnstraumi en ekki
riðstraumi eins og er hér á landi nú.
Steinar segir að það sé ekki hag-
kvæmt að fara út í jafnstraumstækn-
ina nema um mjög langar vegalengd-
ir sé að ræða og mikinn raforkuflutn-
ing.
Mötuneyti Iönskólans verður fyrir baröinu á skjalaþjófi:
Verkalýösfélagiö í Keflavík:
Undrandi yfir ummælum ráðherra
- fljótfæmi í nýjum manni, segir Kristján Gunnarsson
„Menn hafa lýst,yfir undrun sinni
á því að ráðherra skuh taka afstöðu
með Varnarliðinu. Verkalýðshreyf-
ingin hefur oft verið óánægð með
störf nefndarinnar en í fyrsta skipti
sem Varnarliðið er óánægt stekkur
ráðherra upp á nef sér og talar um
að skipta út mönnum og fá Hæsta-
rétt í máhð. Mig grunar að þetta sé
fljótfærni hjá nýjum manni í starfi,"
segir Kristján Gunnarsson, formað-
ur Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur.
í byijun apríl kvað Kaupskrár-
nefnd varnarsvæða upp úrskurð um
að tæplega 30 vinnuvélstjórar á
Keflavíkurflugvelli skyldu hafa
sömu laun og bæjarstarfsmenn í
Keflavík-Njarðvík-Höfnum. Varnar-
liðið hefur ekki greitt vinnuvélstjór-
um laun í samræmi við urskurðinn
og því hefur verkalýðsfélagið sett
lögfræðing í innheimtu.
„Ég hef ekki tekið neina afstöðu í
málinu. Ég tel að það beri að hlíta
úrskurði nefndarinnar en Varnarlið-
ið treystir úrskurðinum ekki nægi-
lega vel og þvi þurfum við að fmna
sáttaleiðir," segir Halldór Ásgríms-
son utanríkisráðherra. Hann telur
mögulegt að Hæstiréttur skipi í
Kaupskrárnefnd en utanríkisráð-
herra hefur gert það fram að þessu.
-GHS
EmeraldAir:
Vélin var
í verk-
efnum ytra
„Okkar vél er í verkefnum milli
Frakklands og Afríku. Þetta var eitt-
hvert mjög gott verkefni og okkar
vél hentaði betur í það. Miðlarinn
sem við höfum verið í sambandi við
miðlaði til okkur DC-10 þotu í staö-
inn,“ sagði Stefán Ásgrímsson hjá
Emerald Air en enn þurfti flugfélagið
að notast viö nýja leiguvél fyrir áætl-
unina í gær. Stefán sagði að vélin
hefði alveg verið á áætlun þótt aðrar
upplýsingar hefðu verið gefnar í upp-
lýsingasíma Flugleiða og á skjánum.
Það heföi gerst þótt hann hefði verið
búinn að láta vita um tímasetning-
una í þrígang.
„Þeir virðast hafa tekið við upplýs-
ingum að utan og tekið enskan tíma
fyrir íslenskan eða eitthvað svoleiö-
is,“ sagði Stefán. -sv
Keppt var um titilinn Sterkasti maður íslands í Fjölskyldugarðinum í Laugardal í gær. Hér tekur Auðunn Jónsson
hressilega á og hjá honum stendur mótsstjórinn, Sveinbjörn Guðjohnsen. Auðunn er nýkominn frá Indlandi þar
sem hann varð annar á heimsmeistaramóti unglinga í kraftlyftingum. Mótinu lýkur á sunnudag. DV-mynd JAK
HM í ftjálsum íþróttum:
Sigurður úr leik
í spjótkastinu
- árangur íslensku keppendanna slakur
Sigurður Einarsson spjótkastari metra og setti nýtt heimsmeistara-
undirstrikaði slakan árangur ís- mótsmet.
lenskukeppendannaáheimsmeist- Þar með lauk þátttöku íslensku
aramótinu í frjálsum íþróttum í keppendanna á heimsmeistara-
Gautaborg í gær. Sigurður keppti i mótinu og verður að segjast eins
undanrásunum í spjótkasti. Hon- og er aö árangur þeirra var langt
um tókst ekki að komast í úrslit, undir þeim væntingum sem til
kastaði lengst 74,10 metra og haih- þeirra voru hafðar. Ljóst er að ár-
aði í 23. sæti. angurinn hlýtur að koma af stað
Tékkinn Jan Zelezny kastaði umræðu um stöðu ftjálsra iþrótta
manna lengst i undankeppninni í hér á landi.
gær. Hann þeytti spjótinu 90,12
Stuttar fréttir
Lenging humarvertíðar
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
ákveðið að fresta lokum humar-
vertíðar til 31. ágúst.
Lagabreyting vegna Gatt
Fjármálaráðherra boðar laga-
breytingar vegna framkvæmdar
Gatt-samningsins þannig að inn-
fluttar matvörur komist hjá
háum tollum, samkvæmt Bylgj-
unni.
7.000 tonnveidd
íslenskir togarar hafa veitt
rösklega 7.000 toim af þorski í
Smugunni á þessu ári en í fyrra
veiddust þar 36.000 tonn, skv.
Útvarpinu.
Togararnirfara
Færeysku togararnir í Hafnar-
firði láta úr höfn á næstu dögum.
Útgerðin hefur náð samningi ura
gi-eiöslu skulda, skv. útvarpinu.
Túikun ákvæðis
Ágreiningur er um túlkun
ákvæðis um fastráðningu í kjara-
samningi flögurra verkalýðsfé-
laga á Vestfjörðum. Málið endar
líklega fyrir dómstólum, skv.
RÚV.
Hnúfubakar í Hafnarf irði
Tveir hnúfubakar syntu inn í
Hafnarijarðarhöfn í gær, skv.
RÚV.
Auglýst eftir umsóknum
Menningarsjóður útvarps-
stööva hefur auglýst eftir um-
sóknum um styrki úr sjóðnum.
Formaður sjóðsins segir gagn-
rýni réttmæta, skv. Bylgju.
-GHS
Matarúttektarbók sumarsins stolið
- tapið allt að 200 þúsund - nemendum samt boðið til grillveislu í gær
„Þetta gerðist á nokkrum sekúnd-
um. Ég hafði verið að afgreiða tvo
kennara og tvær stúlkur og sneri
mér við til að gera eitthvað og þegar
ég kom aftur að afgreiðsluborðinu
voru bækurnar horfnar. Ég varð
samt ekki vör við neinn,“ segir Anna
Björnsdóttir, matráðskona í mötu-
neyti Iðnskólans.
Lögreglurannsókn fer nú fram á
þjófnaði á þremur matarsjóösbókum
úr mötuneytinu sl. þriðjudag. í mat-
arbækurnar voru skráðar matarút-
tektir nemenda í sumarnámi Iðn-
skólans. Telur Anna að í bókinni
hafi verið skráðar matarúttektir að
andvirði 150 til 200 þúsund krónur
og einhver skuldseigur séð það
vænst að láta bókina hverfa.
„Nemendurnir spurðu fyrst hvern-
ig færi með skuld þeirra og ég sagði
svona í hálfkæringi að við yrðum
bara að áætla á þá. Þeir voru fljótir
upp og fæstir vildu kannast við að
skulda einhverjar fjárhæðir. Flestir
sögðust bara hafa skrifað einu sinni
hjá sér þannig að þetta gekk ekki
upp,“ segir Anna.
Liklega innheimtist lítið sem ekk-
ert af matarsölu mötuneytisins þetta
sumariö og þaö líklega rekið með
tapi. Óvíst er hver ber þaö tap en
mötuneytisreksturinn er aðskilinn
frá öðrum rekstri skólans. Þrátt fyrir
það létu starfsmenn og rekstaraðili
mötuneytisins það ekki á sig fá. Var
nemendum skólans boðið til grill-
veislu í gær í tilefni skólaloka og
snæddu réttlátir og kannski ranglát-
ir grillaða hamborgara og skoluðu
þeim niður með gosdrykk.
-pp