Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995
Fordstúlkan stefnir á vit ævintýranna:
Að grípa gæsína
meðan hún gefst
„Ljósmyndurum úti í Frakk-
landi leist mjög vel á möguleika
mína til aö koma mér á fram-
færi sem fyrirsæta. Ég fór í
þrjár myndatökur úti í París en
upphaflega áttu þær að vera
fimm. Ekki reyndist dvöl mín
úti nógu löng til aö komast í
nema þrjár tökur,“ sagði Þór-
unn Þorleifsdóttir, Fordstúlkan
sem nýkomin er frá París.
FerðintilParísarvarhluti *
verðlauna þar sem Fordstúlkan
á íslandi 1995 fékk að kynnast
starfl fyrirsætunnar í nokkra
daga og vinna með frægum
tískuljósmyndurum. FaðirÞór-
unnar fór með henni til halds
og trausts.
„Ég hitti Elísabetu Davíðs-
dóttur, sigurvegarann í Ford-
keppninni 1994, í París en hún
hefur veriö í hálft ár við fyrir-
sætustörf víða um heim. Henni
gengur mjög vel og virðist vera
á góðri leið með að ná frama í
starfi. Elísabet sagði mér að
henni fyndist mjög gaman að
starfinu en benti þó á að fyrir-
sætur þyrftu alltaf að vera við-
búnar því að vinna óreglulegan
vinnutíma.
Það var mjög þroskandi og
skemmtilegt fyrir mig að fara
til Parísar. Ég stefni á fyrir-
sætustörfin ef ég verð svo hepp-
in að komast á samning að lok-
inni Fordkeppninni í Banda-
ríkjunum. Ég vona bara að sú
keppni lendi ekki á prófunum
hjá mér en ég er við nám í
Menntaskólanum við Hamra-
hlíð.
Mér finnst það í lagi að fresta
námi eitthvað um ókomna
framtíð ef mér bjóðast störf sem
fyrirsæta, sérstaklega af því ég
er ári á undan í skóla. Ekki
skaðar að foreldrar mínir styðja
mig með ráðum og dáð, enda
fær maður varla svona tæki-
færi aftur. Maður verður að
grípa gæsina meðan hún gefst.“
París er spennandi
Þórunn sagði aö ljósmyndar-
inn, sem tók myndirnar af
henni úti í París, hefði verið
mjög almennilegur við hana og
keyrt hana á milli myndatöku-
staða á mótorhjóhnu sínu. Það
fannst henni skemmtileg
reynsla. „Ef ég kemst á samn-
ing er ég spenntari fyrir því að
starfa í Evrópu heldur en vest-
anhafs. París er sérstaklega
spennandi og áhugaverð borg.“
Þórunn minntist á að sér-
fræðingar úti hefðu taliö mögu-
leika hennar góða ef hún
grennti sig og kom það blaða-
manni heilmikið á óvart. Þór-
unn er 181 cm á hæð og var
augljóslega tággrönn. En kröf-
urnar, sem gerðar eru um útlit
og holdafar þeirra stúlkna sem
eru í fyrirsætustörfum, eru
greinilegaóheyrilegar. „Égfór
í stranga megrun áður en ég fór
til Parísar en þegar ég kom út
var strax haft á orði að ég væri
of feit. Þegar ég kom heim
syndgaði ég og fékk mér eina
kók og Prins Polo en ég læt það
ekki eftir mér aftur í bráð. Þó
að ég væri talin of feit kvartaði
enginn undan hæðinni hjá mér
og ég sá reyndar enga sem var
Fordstúlkan Þórunn Þorleifsdóttir er óvenju hávaxin eða um 181 cm á hæð. Hávaxnar stúlkur eiga oft meiri
von um frama í fyrirsætustörfum en þær sem lægri eru.
hærri en ég. Ég sjálf kæri mig
ekkert um að vera hærri en ég
er.“
Kröfurnar sem gerðar eru eru
mjög miklar og því verða fyrir-
sætur stanslaust að hugsa um
útlitið og nánast lifa meinlæta-
lífi hvað mat snertir. Fyrirsæt-
urnar eru oft hvattar til þess
að neyta einungis grænmetis
og sneiöa hjá kjöti og flski en
Þórunn er lítið spennt fyrir því.
Hún viðurkennir að það geti
stundum verið óþægilegt að
vera í mjög strangri megrun.
„Maður verður að vera dugleg-
ur að drekka mikið af vatni og
taka inn vítamín."
Komastfyrir
framan linsuna
„Ferðin í Fordkeppnina úti í
Bandaríkjunum í desember
verður í svona 7-10 daga en ég
veit afskaplega lítið um þaö
hvernig hún fer fram. Hún á
eftir að hafa töluverðan kostnað
í fór með sér því að ég þarf að
fá mér fot við hæfi og þessu
fylgja margir gjaldaliðir.
Mér hefur verið sagt að virka
hressileg og vera dugleg að
koma mér á framfæri fyrir
framan linsuna. Það er það sem
gildir í þessu.
Þó að sú sem sigrar í keppn-
inni sé næsta örugg um frama
eru samt margar aðrar í loka-
keppninni sem komast á samn-
ing. Ef stúlkurnar komast á
samning fá þær hálfgert fram-
færslulán hjá umboðsskrifstofu
sinni fyrir myndatökum og öðr-
um kostnaðarliðum sem þær
síðan endurgreiða þegar tekj-
urnar byrja aö streyma inn.“
- Dæmi eru um allt niður í 13-14
ára stúlkur sem fara í fyrir-
sætustörfm. Heldur þú að það
sé ekki skaðlegt fyrir barnung-
ar stúlkur að leggja út í þetta?
„Nei, ég held að það hafi fyrst
og fremst þroskandi áhrif á
ungar stúlkur. Ég sjálf held að
ég hafi þroskast mikið á þessu.
Viðmót fólks úti í tískuheimin-
um er oftast nær mjög alúðlegt
en þegar kemur að peningamál-
unum í tengslum við starfið
breytast menn oft í úlfa.“
Ljósmyndurum úti í Frakklandi leist mjög vel á möguleika
Þórunnar til að koma sér á framfæri sem fyrirsæta.
Illtumtal
er leiðinlegt
„Ég hef orðið nokkuð vör við
illt umtal hjá fólki. Því miður
er það oftast nær frá fólki sem
þekkir mann ekki neitt og því
er það undarlegt ef það getur
gefið yfirlýsingar um breyttan
karakter hjá mér. Það gengur
yfir en ég tók svoleiðis uinital
mjög nærri mér fyrst í stað.
Maður heyröi alls konar sög-
ur um aö ég væri allt önnur
manneskja eftir Fordkeppnina,
óþolandi montin og hvaðeina.
Ég held því fram að ég hafi ekk-
ert breyst og er algerlega sama
manneskjan. Hins vegar verð
ég stöðugt að hugsa um útlitið,
það fylgir þessu starfi og er lífs-
nauðsynlegt," sagði Þórunn að
lokum.
-ÍS