Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 Á toppnum Lagið Engu er að kvíða úr söng- leiknum Superstar situr í topp- sæti íslenska listans aðra vikuna í röð. Það er söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir sem syngur lagið en hún fer með hluverk Maríu Magdalenu í söngleiknum. Guð- rún hefur hlotiö mikið lof fyrir frammistöðu sína og hefur lagið verið mikið spilað á útvarps- stöðvum að undanfömu. Nýtt Diskósmellurinn Ástin dugir með hljómsveitinni Unun og söngvaranum Páli Óskari kemur nýtt inn á listann þessa vikuna og lendir í 8. sæti. Unun hefur not- ið mikilia vinsælda og var m.a. handhafi íslensku tónlistarverð- launanna og höfundur bestu plötu ársins ‘94. Ætlunin er að Páil Óskar troði upp með Unun í sumar eins oft og kostur er. Hástökk Hástökk vikunnar er lagið Here for You með hljómsveitinni Firehouse sem lendir í 21. sæti. Lagið, sem er búið að vera á list- anum í þrjár vikur, var í 31. sæti í síðustu viku. Lagið hefur heyrst nokkuð oft á útvarpsstöðvum að undanfömu og er fastlega búist við að það eigi eftir að færast ofar á listann á næstu vikum. Menningar- vitinn Bowie Nú era uppi hugmyndir um að David Bowie verði nokkurs kon- ar Arthúr Björgvin Bollason þeírra Breta og taki að sér um- sjón með sjónvarpsþætti um list- ir og menningarmál í breska rík- issjónvarpinu BBC. Áhugi manna þar á bæ er talsverður og ekki minnkaði hann þegar Bowie opnaði einkasýningu á verkum sínum í Lundúnum í apríl síðast- liðnum. Bowie á þar að auki sæti í ritnefnd listatímaritsins Modem Painters. Hlédrægur Grohl Dave Grohl, fyrrum liðsmaður Nirvana, sem nýtur nú mikilla vinsælda með hljómsveit sinni Foo Fighters, neitar með öllu að tala við fjölmiðla um nýju hljóm- sveitina sína. Hann segir þó í við- tali að skýringin sé sú að hann sé orðinn langþreyttur á spurning- um um Nirvana og sjálfsvíg Kurts Cobains. Grohl segir líka að alian tímann sem hann var í Nirvana hafi hann samið lög en aldrei þótt þau nógu góð fyrir Nir- vana. Þess má geta að Grohl sem- ur megnið af lögum Foo Fighters og plata þeirra hefur fengið af- bragðsgóða dóma um allan heim. I BOÐI A BYLGJIJMM Á SIJiYiYlJDAIi KL. 14.00 ts. IJ Ifi III ISlil IJSTilp i\R. 130 ÍIJNA 12.15. '95 - 18.«. 95 | ÞESSI VIKA SlÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKUR Á USTANUM TOM* 40 1 1 4 3 ENGU ER AÐ KVÍÐA ÚR SUPERSTAR 2 2 6 4 '74-'75 CONNELS C”i) 4 5 4 BOOM BOOM BOOM OUTHERE BROTHERS c$> 7 - 2 TlÐHNIT ÚR ROCKY HORROR 5 3 1 4 A GIRL LIKE YOU EDWYN COLLINS 6 5 12 3 VILLIDÝR SÁLIN HANS JÓNS MÍNS CD 9 16 3 WATERFALLS TLC ÍJL 1 - NÝTT^USTA - ÁSTIN DUGIR ' -f/ UNUN OG PÁLL ÓSKAR 9 6 2 8 HOLD ME, THRILL ME, KISS ME, KILL ME U2 Ö®. 11 10 7 l'LL BE THERE FOR YOU THE REMBRANTS 11 8 3 5 IT'S OH SO QUIET BJÖRK 12 12 - 2 ALVEG ÆR SIXTIES 13 13 21 3 SAY IT AINT SO WEEZER 14 10 9 4 SCATMAN'S WORLD SCATMAN JOHN (15 17 - 2 1ALONE LIVE NÝTT 1 MISSING EVERYTHING BUT THE GIRL (32) 23 - 2 IT'S IN HER KISS KIKITUP 18 18 26 3 SOMETHING FOR THE PAIN BON JOVI 20 - 2 ALRIGHT SUPERGRASS 20 19 23 3 SEARCH FOR THE HERO M PEOPLE 21 31 38 3 - HÁSTÖKK VIKUNNAR - HERE FOR YOU FIREHOUSE 25 35 3 KEEP ON MOVING BOB MARLEY 23 14 14 7 ALL IT TAKES HANNE BOEL 24 15 7 5 SÖNGUR HERÓDESAR ÚR SUPERSTAR (25) NÝTT 1 YOU ARE NOT ALONE MICHAEL JAKSON 26 35 - 2 EINHVERSSTAÐAR EINHVERN TÍMANN AFTUR MANNAKORN 27 24 33 4 HOLD MY BODY TIGHT EAST 17 28 16 18 5 SOMEWHERE SOMEHOW WET WET WET 29 27 29 3 BEST OF BYLTING 30 21 8 7 COME OUT AND PLAY OFFSPRING 31 32 - 2 NEVERFORGET TAKETHAT 32 34 - 2 KOMDU MEÐ GCD GD 34 NÝTT 1 BÍ BÍ TWEETY 39 2 FUÚGANDI SNIGLABANDIÐ HU NÝTT 1 OUT OF THE BLUE MICHAEL LEARNS TO ROCK 36 38 36 3 SHYGUY DIANAKING 37 - 39 2 WHY DON’T YOU, WHY DON'T I ERIC GADD (38) NÝTT 1 Á 4.H. I 5 HÆÐA BLOKK K.K. (39) 40 2 DON'T MAKE ME WAIT LOVELAND 40 NÝTT 1 SOMEDAY WE'LL BE TOGETHER JIMMY SOMERVILLE Kynnir: Jón Axel Ólafsson Islenski listinn ersamvinnuverkefni Bylgjunnar, DVog Coca-Cola á Islandi. Listinn er niöurstaöa skoöanakönnunarsem er framkvæmd af markaösdeild DVíhverri viku. Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára af öllu landinu. Jafnframt er tekiö miö afspilun þeirra á islenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist á hverjum laugardegi iDV oger frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 'á sunnudögum i sumar. Listinn er birtur, aö hluta, i textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski listinn tekur þátt i vali"World Chart"sem framleiddur er af Radio Express i Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er í tónlistarblaðinu Music & Media sem er rekiö af bandariska tónlistarblaðinu Billboard. Yfirumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og Ivar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón meö framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel ólafsson Joan Collins kærir Prince Tónlistarmaðurinn, sem eitt sinn kallaði sig Prince, er lentur í mjög sérstæðmn málaferlum. Sú sem hefur kært kappann er engin önnur en kynþokkadísin og kvikmyndaleikkonan Joan Collins. Málið snýst um ilmvatn sem prinsinn setti nýlega á mark- að og filmstj aman heldur fram að sé léleg stæling á ilmvatni sem hún selur. Ilmvatn filmstjörn- urnar heitir Wild en ilmvatn popparans heitir Get Wild. Ofan í kaupið segir Collins að lyktin af afurðuniun sé keimlík. Aretha Franklin í kröggum? Souldrottningin Aretha Franklin er komin á flæðisker í fjármálum þrátt fyrir að hafa önglað meiru saman um dagana en flestir aðrir. Henni barst á dög- unum hótun inn lögtak frá tísku- vöraversluninni Saks á fimmtu breiðgötu í New York vegna skuldar upp á tæpar tuttugu milljónir króna. Og á sama tíma tilkynntu bæjaryfirvöld í Bloom- field þar sem stjaman býr að hún skuldaöi tæpar fimmtíu milljón- ir króna í afborganir af húsi sínu. Aldurinn færist yfir Gítarleikarinn Eddie Van Halen er ekki með hýrri há þessa dagana. Hann hefur nefnilega fengið það staðfest að aldurinn færist yfir poppara eins og ann- að fólk þótt ótrúlegt megi virðast. Og það sem aö honum snýr í þessu vandamáli er sú staðreynd að hann þarf að fara í mjaðmaað- gerð aðeins 38 ára að aldri. Poppið borgar sig Ringo Starr kann heldur betur að koma ár sinni fyrir borð þeg- ar peningar era annars vegar. A dögunum tók hann af góð- mennsku sinni þátt í auglýsingu fyrir Pizza Hut fyrirtækið ásamt gömlu apaköttunum The Mon- kees. Samt gat hann ekki slegið hendinni á móti 50 milljóna króna tékk frá þeim Pizza Hut mönnum fyrir viðvikið. Plötufréttir Breska hljómsveitin Blur send- ir frá sér nýj a plötu nú á næstunni og er beðið eftir henni með mik- illi eftirvæntingu. Platan mun bera nafnið The Great Escape og inniheldur 15 lög... Ride er með tvöfalda tónleikaplötu í smíðum sem verður eingöngu gefin út í Bandaríkjunum ... -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.