Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 15 Staðan á blóðugu taflborði þjóð- arbrotanna sem eitt sinn voru sam- einuð í júgóslavneska ríkjasam- bandinu hefur breyst umtalsvert síðustu daga. Leiftursókn Króata í Krajinahér- aði hefur borið mun meiri og skjót- ari árangur en flestir áttu von á. Um leið hafa alvarlegir brestir komið í ljós meðal forystumanna Serba sem fram til þessa hafa ótrauðir stefnt aö myndun Stór- Serbíu á kostnað nágranna sinna í Bosníu og Króatíu. Þær myndir sem berast frá bar- dagasvæðunum sýna auðvitaö að styrjöldin er jafn ómannúðleg gagnvart almenningi og verið hef- ur. Tugir þúsunda flóttamanna hafa orðið að yflrgefa heimili sín og aðrar eigur af ótta við hefndar- aðgerðir. Munurinn er bara sá að nú eru það Serbar sem flýja frá þeim svæðum sem hermenn þeirra hrifsuðu til sín úr höndum Króata fyrir fjórum árum. Hins vegar hafa ekki borist fréttir af því að Króatar hafi handtekiö serbnesku karlmennina, myrt þá og grafið í fjöldagröfum eins og Serbar gerðu við múslíma eftir að þeir lögðu svokallað griðasvæði Sameinuðu þjóðanna í Srebrenica undir sig fyrir skömmu - en Banda- ríkjamenn telja sig nú hafa fundið staðinn þar sem þessi ólánsömu fórnarlömb voru urðuð. Serbar loks á undanhaldi Styrjöldin í fyrrum Júgóslavíu hefur staðið í fjögur ár. Friður er hvergi í augsýn. Þótt sumir séu að vísu þeirrar skoðunar að hernaðaraðgerðir Króata kunni með afgerandi hætti að þrýsta á um gerð friðarsamn- inga hljóta flestir sem fylgst hafa með þróun mála i þessum heims- hluta að efast um samningsvilja þeirra manna sem ráða ríkjum í rústum Júgóslavíu. Hinu er ekki að leyna að sú stað- reynd að Serbar eru á alvarlegu undanhaldi í fyrsta sinn síðan þeir A flótta. Nú er komið að Serbum að flýja frá Króatiu Símamynd Reuter á það með nokkurri velþóknun að Króatar skuli nú reiðubúnir að tak- ast á við Serba í Krajinahéraði. Á sama hátt erú Rússar, einkavinir Serba, æfir og reyna allt sem þeir geta til að hjálpa vini sínum, Míló- sevits. Sama má reyndar segja um þá vestrænu forystumenn sem iiafa leynt og ljóst legið flatir fyrir Serb- um undanfarin ár og að sjálfsögðu pólitíska sendimenn Sameinuðu þjóðanna. Allt eru þetta aðilar sem hafa með einum eða öðrum hætti stuðlað að því að Serbar fengju að njóta landvinninga sinna og yflr- gangs. Hitt er svo annað mál að engrnn skyldi ætla að Króatar séu einhvers konar riddarar á hvítum hestum. Ferill þeirra í Bosníu er til að mvnda blóðugur. Aðeins eru 2-3 ár síðan þeir sýndu múslímum þar engu minna miskunnarleysi en Serbar. Þau spor hræða. Það eru mörg dæmi um hag- kvæmnisbandalög ólíkra þjóðar- brota á þessu svæði. Stundum hafa Serbar og Króatar staðið saman gegn múslímum. Á öðrum tímum hafa múshmar og Króatar samein- ast gegn Serbum, eins og nú hefur í reynd gerst við Bihac. En slík bandalög hafa oft reynst skammvinn og staðfest að í rikjum fyrrverandi Júgóslaviu er engum að treysta. Mikil óvissa um framtíðina Sókn Króata hefur sett serbneska ráðamenn í vanda. Mílósevits hef- ur orðið að yfirgefa vopnabræður sína í Krajinahéraði. Fyrir það sætir hann ámæli frá leiðtogum Serba í Bosníu og Króatíu sem telja hann hafa svikið málstaðinn. Afhroð Serba í vesturhluta Króa- tiu hefur einnig afhjúpað hat- ramma valdabaráttu meðal helstu leiðtoga Serba í Bosníu, það er fjöldamorðingjanna tveggja, Karadzics og Mladics. Sókn Króata hefur líka dregið úr líkunum á að Serbar í Bosníu geti Enn tala vopnin hófu landvinningastríð sitt árið 1991 kann aö neyða þá til að breyta um vinnubrögð. Þá er Mílósevits, leiðtoga Serbíu, mikið í mun að fá aflétt viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna en það hefur lamað mjög alla atvinnustarfsemi í landinu. Enginn skyldi þó ætla að serb- neskir leiðtogar séu búnir að gefa upp á bátinn drauminn um Stór- Serbíu sem er undirrót júgóslav- nesku martraðarinnar - en það var einmitt sem leið að því marki að serbneskar hersveitir lögðu undir sig um þijátíu prósent af Króatíu og um sjötíu prósent af Bosníu. Með stuðningi Bandaríkjamanna Ljóst er að hernaðaraðgerðir Króata njóta í reynd blessunar tveggja stórvelda: Þýskalands, sem hefur söguleg tengsl við Króata, og Bandaríkjanna. Þar kemur margt til. í þessum löndum, eins og reyndar víðar, hefur almenningi fyrir löngu blöskrað getuleysi Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandsins og Norður-Atlantshafsbandalagsins andspænis hörmungunum í Bosníu en þar hefur villimennska stríðsins verið í mestum algleymingi síðustu árin. Þar ofbýður einnig mörgum vopnasölubann Sameinuðu þjóð- anna á Bosníu en helstu áhrif þess hafa verið að neita múshmum um vopn til að veija sig gegn hersveit- um Serba sem hafa getað gengið í vopnabúr gömlu Júgóslavíu. Með vopnasölubanninu voru hendur múslíma í reynd bundnar fyrir aft- an bak. Á móti komu loforð Sam- einuðu þjóðanna um að vernda al- þýðu manna á svonefndum griða- svæðum í Bosníu. Þaö loforð var svikið með eftirminnilegum hætti í síðasta mánuði, fyrst í Srebrenica og svo í Zepa, með alþekktum af- leiðingum. Það virtist því enginn hafa vilja Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson aðstoöarritstjóri né getu til að bjóða Serbum birginn. Nema Króatar. Þá hefur lengi dreymt um að ná til baka þeim hluta Króatíu sem Serbar lögðu undir sig með her- valdi árið 1991 og hafa búið sig vandlega undir átök. Þeir hafa þannig sankað að sér vopnum úr ýmsum áttum að undanfórnu, þar á meðal fallbyssum, skriðdrekum og flugvélum. Þessi vopn hafa þeir einkum fengið úr vopnageymslum gamla Varsjárbandalagsins, ekki síst frá Rússlandi, Úkraníu og Sló- vakíu. Talið er að árásir Serba á enn eitt griðasvæði Sameinuðu þjóð- anna, í Bihac, hafi ráðið úrslitum um að Króatar létu til skarar skríða núna. Enginn riddari á hvítum hesti Það er augljóst aö ráðamenn í Bandaríkjunum og Þýskalandi líta lagt undir sig svokallað griðasvæði Sameinuðu þjóðanna í Bihac. Mesta óvissan ríkir þó um hvort Króatar leggja til atlögu við Serba í Austur-Slóveníu en þar misstu Króatar ohuauðugt landsvæði í sókn serbneskra hersveita áriö 1991. Tahð er að tilraunir Króata til að endurheimta olíusvæðið muni óhjákvæmilega leiða til styrj- aldar við Serbíu. Það leggjast því mgrgir á eitt þessa dagana viö að fá Tudjman, leiðtoga Króatíu, til að gæta hófs þrátt fyrir velgengn- ina i Krajina. Til skamms tíma litið hafa að- gerðir Króata styrkt þeirra eigin stööu, og múslíma í Bosníu, en veikt málstað Serba. Hvort það dugar hins vegar til að knýja á um raunverulega friðarsamninga skal ósagt látið. Því miður bendir flest til þess að áfram muni vopnin ein tala á Balkanskaga. Elías Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 181. tölublað - Helgarblað (12.08.1995)
https://timarit.is/issue/196234

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

181. tölublað - Helgarblað (12.08.1995)

Aðgerðir: