Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 Sérstæð sakamál DV Umhyggja og öfund Craddocks-fjölskyldan hafði ætíð verið samhent og samkomulag inn- an hennar gott. Það heyrðust sjald- an skammir á heimilinu við Bridle:veg í York, á Englandi. Ken- neth Craddock og kona hans, Monica, rifust aldrei að sögn þeirra sem best þekktu til þeirra, og sam- lyndið náði einnig til Michelle, hin- ar tólf ára gömlu dóttur þeirra. Kenneth stóð á fertugu og menn voru á einu máli um að hann væri friðsemdarmaður. Monica, sem var flmm árum yngri, þótti hins vegar geta svarað fyrir sig væri að henni vegið. Því var það að þegar systur hennar tvær, hin þrjátíu og sjö ára Janet Gamble og hin fjörutíu og tveggja ára Brenda Makin, sökuðu hana um að hafa með rangindum tekið til sín allt sem móðir þeirra þriggja hafði látið eftir sig, sagði hún þeim beint út að þær yrðu að sætta sig við orðinn hlut því það hefði verið vilji móður þeirra að hún fengi meira af arfinum en þær. Deilan varð upphaf flölskyldu- átaka sem náðu hámarki rúmu ári síðar með óvenjulegum og óhugn- anlegum atburði. Erfðaskráin Móðir systranna, frú Ivy Loder, skildi eftir sig erfðaskrá. í henni sagði að Monica skyldi eifa hús hennar, sem var metiö á jafnvirði um þriggja og hálfrar milljónar króna, og innbúið, sem metið var á jafnvirði flögur hundruð þúsunda króna. Janet og Brenda skyldu hins vegar fá jafnvirði um einnar millj- ónar króna, hvor um sig. Frú Loder taldi sig hafa gilda ástæðu til þess að ráðstafa eigum sínum á þennan hátt. Hún hafði verið veik síðustu átta ár ævinnar og ekki komist af heimili sínu. Þar hafði hún þurft margvíslega aðstoð og það hafði verið Monica sem veitti henni hana. Hvorki Janet, sem bjó í flögurra kílómetra flar- lægð frá móður sinni, né Brenda, sem bjó enn nær henni, höfðu nokkru sinni hjálpað henni við húshaldið. Þær tvær höfðu aðeins komið í heimsókn tvisvar á ári, á afmælisdegi móðurinnar og á jól- unum. Monica hafði hins vegar talið sjálfsagt að hjálpa móður sinni með það sem hún gat ekki gert sjálf og var þessi aðstoð, sem hún hafði veitt í átta ár, ástæðan fyrir ákvæð- um erfðaskrárinnar. Monicu fannst ekkert athugavert viö þau en hafði á orði að þau hefðu engu að síður komið sér á óvart því hún heföi ekki vænst sérstaks þakklæt- is fyrir aðstoðina. Sá ofsjónum yfir arfinum Janet reiddist því meira en systir hennar Brenda að arfinum skyldi misskipt á þennan máta. í upphafi mun maöur hennar, Dennis, ekki hafa talið erföaskrána sérstaklega rangláta en Janet las yfir honum langtímum saman og loks hafði „heilaþvotturinn", eins og sumir nefndu ræður hennar, þau áhrif að hann varð konu sinni alveg sam- mála og gerðist helsti talsmaður hennar um þaö ranglæti sem hún heföi verið beitt. Lýsti hann þeirri skoðun aö Monica hefði beitt brögðum til að fá móður sína til að misskipta arfinum. Dennis sótti oft hverfiskrána og þar ræddi hann mikið við vin sinn, Frederick Harrison. Hvað eftir annað fékk Harrison að heyra sög- ur af Monicu og hvemig hún hefði misnotað aðstöðu sína á kostnað systra sinna. Að lokum var það fátt um Craddocks-flölskylduna Monica og Kenneth Craddock. sem Harrison taldi sig ekki vita. Hann vissi hvar hún bjó og þekkti jafnvel nafniö á hundinum sem hin tólf ára Michelle átti, en hann var kallaður Brady. Með byssu- sting í hendi Dag einn sátu þeir Dennis og Frederick Harrison að sumbli á hverfiskránni frá hádegi og fram til klukkan hálfþrjú. Þeir drukku stíft og enn einu sinni snerist um- ræðan um glataða arfinn. Loks yf- irgáfu þeir félagar krána og taldi Harrison þá réttast að fara heim og sofa úr sér. Það gerði hann en þegar hann vaknaði seint síðdegis var ekki runnið af honum. Hann fór þá að hugsa um allt það sem Dennis hafði sagt honum um arfinn og taldi að nú yrði hann að grípa í taumana. Hálfdrukkinn sótti Harrison gamlan byssusting, minjagrip úr síðara stríði. Svo hélt hann í átt að heimili Craddock-flölskyldunnar. Monica og hundurinn Brady. Frederick Harrison. Janet og Dennis Gamble. Þegar hann kom að húsinu við Bridle-veg sá hann stúlku sem var þar meö hundinn sinn. Þóttist hann þar þekkja dótturina Michelle og Brady. Hann kallaði nafn hunds- ins, sem hljóp til hans án þess að eiga sér ills von. Michelle undraðist að ókunnugur maður skyldi vita hvað hundurinn hét en áttaði sig ekki á því að ógnvænlegur atburð- ur væri í þann veginn að gerast. Skyndilega dró Harrison byssu- stinginn undan klæðum og stakk Brady. Hundurinn ýlfraði en Harrison stakk hann hvað eftir annaö uns hann lá dauður. Mic- helle greip fyrir augun þegar hún sá hvað var að gerast og æpti há- stöfum. Morðið Kenneth, faðir Michelle, heyrði ópin. Hann hafði verið að horfa á sjónvarpið en hljóp nú út á götu til að sjá hvað væri um að vera. Kom hann auga á hundinn dauðan í blóðpolli á götunni og dóttur sína í hnipri, grátandi og skelfda. í reiði sinni hljóp Kenneth Craddock að Frederick Harrison en sá síöarnefndi var bæði yngri og sterkari. Þeim lenti saman óg urðu átökin allhörð en eftir nokkra stund þreif Harrison byssustinginn og stakk andstæðing sinn í brjóstið. Kenneth Craddock féll þegar á gangstéttina. Þegar ódæðismanninum varð ljóst hvað hann hafði gert varð hann gripin ótta. Með byssusting- inn í hendinni tók hann á rás og eftir smástund var hann horfinn sjónum þeirra sem séð höfðu þenn- an ógnvænlega atburð. Meðal þeirra var Monica, kona Kenneths. Hún stumraði yfir manni sínum nokkur augnablik en hljóp síðan inn í húsið til að hringja á sjúkra- bíl og lögreglu. Látinn Þegar sjúkrabíllinn kom sat Monica á götunni með höfuð manns síns í kjöltunni og reyndi að hlúa að honum eftir bestu getu. Nágrannar höfðu hins vegar tekið Michelle til sín og reyndu að róa hana. En umhyggja Monicu varð til einskis. Kenneth Craddock lést þama á gangstéttinni. Það tók þá sem orðið höföu vitni að voðaverkunum langan tíma að jafna sig. Lögreglumennirnir sem fyrstir komu á staðinn létu gera boð eftir rannsóknarlögreglu- mönnum þegar þeim varð ljóst hvað gerst hafði. Þeir höfðu þá fundiö jakka sem ódæðismaðurinn hafði kastað frá sér áður en átökin hófust en í honum reyndust vera persónuskilríki. Voru rannsóknar- lögreglumönnunum afhent þau og lá því fyrir að morðinginn myndi vera Frederick Harrison. Hófst nú áköf leit í nágrenninu að morðvopninu og fannst það að lokum í runna nokkuð frá vett- vangi glæpanna. Sjálfur fannst Harrison fljótlega. Sjónarvottar voru beðnir um að votta að það hefði verið hann sem ráðist hafði á hundinn og Kenneth Craddock og vafðist það ekki fyrir þeim að staðfesta að Harrison væri ódæðismaðurinn. Morðákæran Byssustingurinn var sendur tæknideild rannsóknarlögreglunn- ar og reyndust fingrafor hins hand- tekna vera á honum, ásamt blóöi úr blóðflokki Kenneths Craddock. Nokkru eftir að morðákæran hafði verið gefin út var Harrison leiddur fyrir rétt. Kviðdómur sak- felldi hann. Gat verjandi lítið gert til að andmæla sekt hans enda þyk- ir það ekki málsbót þótt glæpur hafi verið framinn undir áhrifum áfengis. Dómarinn kvað upp lifstíðardóm yfir Harrison og á hann enn eftir að sitja inni í tíu ár áður en til greina kemur að hann fái reynslu- lausn. Monica Craddock gleymir að sjálfsögðu aldrei atburðum hins örlagaríka dags þegar maður henn- ar var ráðinn af dögum. Um hann sagði hún meðal annars: „Kenneth hafði tekið sér frí þenn- an dag, því hann vildi vera með mér og Michelle. Ég held að hann hafi haft einhvem fyrirboða um að þetta yrði síðasti dagurinn í lífi hans og þess vegna hafi hann viljað vera með okkur. Nú eigum við að- eins minninguna um besta eigin- mann og fóður sem hægt var að hugsa sér. Kenneth átti ekki skilið að deyja á þennan hátt.“ En hvernig fór deilan um arfinn? Systurnar tvær tala ekki enn við Monicu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.