Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 23 Vinnuskólinn í Reykjavík: Unglingamir hjálpa öldruðum Þjónusta viö ellilífeyrisþega og ör- yrkja hefur verið starfrækt innan Vinnuskólans í mörg ár og hefur eft- irspurn eftir henni aukist mikið und- anfarin ár. Margir þeirra sem óska eftir slíkri þjónustu hafa ekki heilsu tii að sinna görðum sínum sjálfir og eru því fegnir þessum kosti. Ungling- amir sinna allri almennri garðvinnu í þessum hópum, þeir slá og raka, hreinsa beð, sópa, tína rusl og gróð- ursetja. Þeir hópar sem vinna þessi verkefni eru yfirleitt smáir og í þeim eru eingöngu elstu unglingarnir, þ.e.a.s. þeir sem eru á 15. ári. Sam- skiptin við garðeigendurna eru oftast mjög jákvæð. Unga fólkiö er upp til hópa mjög kurteist og reynir að vinna verk sín samviskusamlega. Fólk sýnir oft þakklæti sitt með því að færa unglingunum eitthvað í svanginn. Það er alltaf vel þegið af krökkunum og gott fyrir þá að fmna að vinna þeirra er einhvers metin. Fegin hjálpinni Margrét Richter er 86 ára ekkja sem hefur notið þessarar þjónustu síðustu 3 árin. Eiginmaður Margrét- ar hafði alltaf séð um umönnun og skipulagningu garðsins en hann lést fyrir nokkrum mánuðum og síðan hefur Margrét verið ein. Hún segist vera fegin þessari þjónustu Vinnu- skólans sem hefur reynst henni mjög vel. Fyrir utan aldurinn hefur Margrét ekki verið heilsuhraust undanfarin ár og getur því engan veginn sinnt garðyrkjunni sjálf. Hún hefur þó fullan hug á að halda garð- inum yið enda er hann bæði stór og fallegur. Fæstir ellilífeyrisþegar hafa efni á að ráða til sín sérhæft garð- yrkjufólk en Vinnuskólinn veitir þessa þjónustu á viðráðanlegu verði fyrir gamalt fólk og öryrkja. Aðspurð segist Margrét vera ánægð með þjón- ustuna. Unga fólkið er mjög kurteist og lipurt í umgengni og virðist ekki eiga í nokkrum erfiðleikum með að gera það sem því er sagt. Það er mjög jákvætt og skilningsríkt enda nauð- synlegt þegar um svona þjónustu er að ræða. Unga fólkinu er vel stjóm- að, segir Margrét. Eins og í skólum hefur aginn og stjórnunin sjálf mikið að segja í unglingavinnunni. Böm á þessum aldri þurfa mikla leiðsögn og hjálp því þau vita víst lítið ef eng- inn segir þeim það. Kennsla nauðsynleg Henni finnst nauðsynlegt að kenna börnunum rétt vinnubrögð og passa rigning og rok geti stundum gert dagana langa og erfiða. Öll voru þau sammála um að þessi þjónusta væri nauðsynleg og mikilvægt aö vinna fyrir það fólk sem ekki getur sinnt görðum sínum sjálft. Það er mikils virði að fá hrós fyrir vel unnið verk og þakklæti fólks gerir vinnuna enn ánægjulegri. Sú gagnrýni og það nei- kvæða umtal sem Vinnuskólinn fær oft út á við fellur ekki í góðan jarð- veg hjá unga fólkinu. Því fmnst öll gagnrýni eiga rétt á sér en segir að oft sé hún óréttlát og neikvæð. Það þarf oft ekki nema einn til aö skemma fyrir öllum hinum. Þegar allir eru að tala um hvað unglinga- vinnan sé ómerkileg og léleg vinna verður áhuginn takmarkaður hjá unglingunum sjálfum. Sjálfir vita krakkarnir best hversu mikið er til í þessari gagnrýni og voru að lokum sammála um aö þeir einir gætu breytt því neikvæða áliti sem fólk virtist hafa á vinnu þeirra. -VJ Margrét Richter naut þjónustu unglinganna og var ánægð meö hana. DV-myndir VJ Hulda Hrönn, Haukur, Ólafur, Guðrún og Silja störfuöu í Vinnuskólanum i sumar og höfðu ánægju af. vel upp á að þau séu ekki látin gera það sem þau ráða ekki við, t.d. að bera of þunga hluti. „Það er mikil- vægt að garðar séu þrifalegir, það hefur mikið að segja fyrir hverfið í heild,“ segir Margrét. „Það er mikil prýði að fallegum garði og endalaust hægt að horfa á og njóta hans.“ Þess vegna hefur þessi þjónusta reynst Margréti og öðrum ellilífeyrisþegum mikil hjálp og segist hún strax vera farin að hlakka til að fá unglingana í garðinn næsta sumar. Félags- skapurinn góður Þau Hulda Hrönn, Haukur, Ólafur, Guðrún og Silja mynda einn af’fjöl- mörgum hópum Vinnuskólans sem vinna í görðum eUilífeyrisþega og öryrkja. Flest eru þau í ungUnga- vinnunni vegna þess að ekki var annað að fá. Félagsskapurinn hefur þó einnig aðdráttarafl og þegar vel viðrar er mjög gott að vera að vinna úti. Flestir dagar eru ágætir þó aö RALLY zmm sunnudaginn 13. ágúst 14.00 á brautinni við Krýsuvíkurveg Nú er spennan í hámarki! Hver verður LUMEX-meistari? Fjallabílameistari? 3T-meistari? Aðgangseyrir: 500 kr. fyrir fullorðna frítt fyrir 12 ára og yngri Wajua íjtAur 'CROSS KLXIBBURINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.