Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995
7
Fréttir
íslandsflug eignast stóran hluta í Flugfélagi Austurlands:
Hyggst fljúga á
flugleið Flugleiða
- gengur ekki, segir Einar Sigurðsson
Hamrahlíðarkór-
mnfulttrúiEvrópu
Alþjóðlega kórahátíðin Zímriya
er haldin í Jerúsalem dagana
7.-17. ágúst. Hamrahlíðarkórinn
er fulltrúi Noröurlandanna á há-
tíðinni. Hann er skipaður 63
yngri félögum kórsins á aldrinum
16-23 ára. 40 kórar frá 17 löndum
úr öllum heimsálfum með alls um
1200 kórsöngvurum taka þátt i
hátíðinni.
Hamrahlíðarkórinn söng á opn-
unartónleikum hátíðarinnar þar
sem einn fulltrúi hverrar heim-
sálfu kom fram og er kórinn full-
trúi Evrópu.
„Val hluthafa Flugfélags Austur-
lands stóð á milli okkar og Flugleiða,
þegar búið var að ákveða að auka
hlutafé um 7 milljónir króna og bœði
félögin höfðu lýst sig reiðubúin að
leggja þetta fé tÚ. Hluthafarnir völdu
okkur. Frá kaupunum á hlutabréf-
unum var gengið í vikunni og nú eig-
um við þriðjunginn í félaginu," sagði
Gunnar Þorvaldsson, framkvæmda-
stjóri íslandsflugs. Hann sagði þetta
skref íslandsflugs vera eðlilegt fram-
hald af því sem félagið hefði verið
að gera, það væri með daglegt flug
til Egilsstaða, væri því með starfs-
menn þar eystra, væri með leigu- og
sjúkraflug og ætti sams konar vélar
og Flugfélag Austurlands.
„Flugfélag Austurlands er vel
kynnt fyrir austan og nýtur mikillar
velvildar í fjórðungnum. Því erum
við ánægðir með þróun þessara
mála. Þetta feflur vel að okkar
rekstri og við munum reyna aö hag-
ræða í fluginu þannig að þær flug-
leiðir sem ekki skila hagnaði verði
felldar niður. Lögð verður áhersla á
Borgarfjörð eystri og Vopnafjörö frá
Egilsstöðum og það tengist svo okkar
flugi frá Reykjavík. Flugfélag Aust-
urlands hefur, á eigin ábyrgð, flogið
á flugleiðinni Reykjavík - Horna-
fjörður þrátt fyrir einkaleyfi Flug-
leiða. Nú, í kjölfar þess að við eignuð-
umst þennan meirihluta, hafa síðan
Flugleiðir sagt að það flug verði ekki
liðið. Ég hugsa að við munum bara
láta reyna á það,“ sagði Gunnar.
„Meðan Flugleiðir voru í samstarfi
við Flugfélag Austurlands flaug það
síðarnefnda á leyfi Flugleiða frá
Hornafirði til Reykjavíkur en hafði
sjálft leyfi til þess að fljúga Horna-
fjörður - Kirkjubæjarklaustur -
Reykjavík og Hornafjörður - Fagur-
hólsmýri - Reykjavík. Það gengur
auðvitað ekki að framselja flugleyfið
Hornafjörður - Reykjavík til íslands-
flugs því Flugfélag Áusturlands hef-
ur ekki það leyfi. Samgönguráðu-
neytiö hefur lýst sig sammála þeirri
túlkun okkar,“ sagði Einar Sigurðs-
son, upplýsingafulltrúi Flugleiða, við
DV í gær. Hann sagði að hluthafar
fyrir austan hefðu valið íslandsflug
fremur en Flugleiðir og því hefðu
Flugleiðir sagt upp þeim samningum
sem félagið hefði veriö með við Flug-
félag Austurlands. -sv
Nýtt
kvöldverðartilboð
11/8-17/8
Laxarönd
með piparrótarsósu
■Jb
Grillað lambaspjót
með hrísgrjónum,
grænmeti
og kryddsósu
Vanilluís
m/ferskum ávöxtum
Kr. 1.995
Hagstæð hádegisverðartilboð
alla virka daga -
/p (juffnijíamm)
N—s Laugavegi 178,
s. 588 9967 4
Komið, skoðið og reynsluakið
Pathfinder/
Terrano
3000cc
4ra dyra
Sjálfskiptur
Samlœsingar
Rafdrifnar rúður
75% driflæsing
Sóllúga
Hraðastilling
Hiti í sœtum
Stillanleg jjöðrun
Double Cab
4WD 2,4L
12 ventla, bensín með
beinni fjölinnsprautun
5 gíra
Aflstýri
Sjálfvirkar driflokur
75% driflœsing
Vönduð innrétting
Með öllum Nissan bílumfylgirfríttþjónustueftirlit ieitt ár, eúa 22.000 km.
Islensk ryðvörn og hljóðeinangrun auk verksmiðjuryðvarnar.
Umboðsmenn um allt land:
Akranes: Bjöm Lámsson, Bjarkar grund 12, sími 431-1695
Borgames: Bílasala Vesturlands, Borgarbraut 58, sími 437-1577
Isafjörður: Bílasalan Emir„Skeið 5,r sími 456-5448
Sauðárkrókur: Bifreiðaverkstæðið Áki, Sæmundargötu 16, sími 453-5141
Akureyri: Bílasala B.S.V., Óseyri 5, sími 461-2960
Húsavik: Víkurbarðinn, Haukamýri 4, sími 464-1940
Reyðarfjörður: Lykill hf., Búðareyri 25, sími 474-1199
Höfn: Bílverk, Víkurbraut 4, simi 478-1990
Selfoss: Betri bílasalan, Hrísmýri 2A, sími 482-3100
Vestmannaeyjar: Bílverk, Flöhtm 27, sími 481-2782
Keflavik: B.G. bílasalan, Grófmni 7-8, simi 421-4690
NISSAN
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfða 2
Sími 525 8000
Minnum á nýtt símanúmer - 525 8000
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■