Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995
Erlend bóksjá
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. Tom Clancy;
Debt of Honor.
2. Celeb Carr:
The Alienist.
3. Carol Shields:
The Stone Diaries.
4. John Grisham:
The Chamber.
5. Michael Crichton:
Congo.
6. Mary Higgins Clark:
Remember Me.
7. NancyTaylor Rosenberg:
First Offense.
8. Sandra Brown:
Charade.
9. Anne Rivers Siddons:
Downtown.
10. Meave Binchy:
Circle of Friends.
11. Steve Martini:
Undue Influence.
12. Jackie Collins:
Hollywood Kids.
13. Elizabeth Lowell:
Only Love.
14. Jack Higgins:
On Dangerous Ground.
15. Peter Benchley:
White Shark.
Rit almenns eðlis:
1. J. Lovell 8i J. Kluger:
Apollo 13.
2. Richard Preston:
The Hot Zone.
3. B.J. Eadie & C. Taylor:
Embraced by the Ught.
4. Mary Pipher:
Reviving Ophelia.
5. Thomas Moore:
Care of the Soul.
6. Hope Edelman:
Motherless Öaughters.
7. Maya Angelou:
I Know why the Caged Bird
Sings.
8. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
9. M. Knox 8r M. Walker:
The Private Diary of an O.J.
Juror.
10. Bailey White:
Mama Makes up Her Mind.
11. Thomas Moore:
Soul Mates.
12. Delany, Delany 8i Hearth:
Having Our Say.
13. Nicholas Dawidoff:-
The Catcher Was a Spy.
14. Nathan McCall:
Makes Me Wanna Holler.
15. Karen Armstrong:
A History of God.
(Byggt á New York Times Book Review)
Með barna-
legu hjarta
Líklega er Dr. Seuss í senn vinsæl-
asti og óvenjulegasti höfundur
barnabóka í Bandaríkjunum á þess-
ari öld. Sögur hans og teikningar eru
kunnar viöa um heim, enda halda
börn af ólíku þjóöerni mikiö upp á
sumar sérkennilegra persóna hans,
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
svo sem „Köttinn meö hattinn" og
Trölla sem stal jólunum.
Fyrr á þessu ári birtist fyrsta ævi-
sagan sem samin hefur verið um
þennan afkastamikla höfund. Hún
heitir Dr. Seuss & Mr. Geisel og er
eftir hjónin Judith og Neil Morgan.
útgefandi er Random House í New
York ($25).
í Dartmouth
og Oxford
Dr. Seuss er reyndar höfundar-
nafn; hann hét Theodor Seuss Geisel
og fæddist árið 1904 í borginni
Springfield í Massachussetts. Hann
var annaö barn foreldra sinna sem
voru af þýskum ættum bakara og
ölgerðarmanna og í ágætum efnum.
Áriö 1921 var Geisel sendur til
náms viö Dartmouth háskólann. Að
loknu prófi þar stundaði hann fram-
haldsnám í eitt ár í Oxford.
En heföbundið nám freistaði hans
lítið í skóla. Samkvæmt nýju ævisög-
unni hafði hann miklu meiri áhuga
á að skemmta sér og öörum. Hann
skrifaði í gamanrit sem gefið var út
í Dartmouth og var mikið fyrir alls
konar samkvæmi. Myndasögur voru
helsta ástríða hans og sjálfur var
hann alltaf að teikna einKverjar
furðumyndir.
í Oxford kynntist hann Helen
Marion Palmer sem varð fyrsta eig-
inkona hans og náinn samverkamað-
ur allt þar til hún framdi sjálfsmorð
árið 1967. Hún sá myndir hans og
hvatti hann ákaft til að helga sig því
sem heillaði hann mest: að teikna.
Afdrifaríkar
tilviljanir
Geisel fór að ráðum hennar og hóf
störf viö blaðamennsku og auglýs-
ingagerð í New York.
Þar réð tilviljun því að hann sló í
gegn; eiginkona auglýsingastjóra
nokkurs sá eina af teikningum Geis-
els í tímariti sem hún fletti á hár-
greiðslustofu og hvatti mann sinn
snarlega til að ráða þennan teiknara
til sín. Það var upphafið að 17 ára
auglýsingaherferð sem byggðist á
teikningum og texta Geisels. Varan
sem hann auglýsti með þessum hætti
var skordýraeitur framleitt af stór-
fynrtækinu Standard Oil.
Árið 1936 samdi Dr. Seuss, eins og
hann var þá farinn að kalla sig opin-
berlega, fyrstu barnabók sína. Til-
viljun réð því að hún komst loks á
markað. Þegar 27 útgáfufyrirtæki
höfðu hafnað handriti hans rakst
hann á gamlan skólafélaga frá
Dartmouth á götu. í ljós kom að
skólafélaginn starfaði hjá forlagi,
Vanguard Press, og hann lofaði að
gefa barnabókina út. Það var upphaf-
ið aö einstæðum ferli höfundar sem
náði augum og eyrum barna vegna
þess að hann var sjálfur barn í hjarta
sínu, eins og það er orðað í ævisög-
unni.
Margar af bókum Dr. Seuss teljast
nú þegar til sígildra bandarískra
barnabókmennta og verða vafalítið
vinsælar um langa framtíð.
Metsölukiljur
Bretiand
Skáldsögur:
1. Patricia D. Cornwell:
The Body Farm.
2. Anais Nin:
A Model.
3. Maeve Binchy:
The Glass Lake.
4. Gabriel Garcia Marquez:
Bon Voyage, Mr. President.
5. Oscar Wilde:
The Happy Prince.
6. Italo Calvino:
Ten italian Folk Tales.
7. Roald Dahl:
A Lamb to the Slaughter.
8. Stephen King:
Insomnia.
9. Jackie Collins:
Hollywood Kids.
10. Jeffrey Archer:
Twelve Red Herrings.
Rit almenns eðlis:
1. Albert Camus:
Summer.
2. Sigmund Freud:
Five Lectures on
Psycho-Anafysis.
3. Marcus Aurelius:
Meditations.
4. Virginia Woolf:
Killing the Angel ín the House.
5. James Herriot:
Seven Yorkshire Tales.
6. Paul Theroux:
Down the Yangtze.
7. Elizabeth David:
l'll Be with You in the
Squeezing of a Lemon.
8. Spike Milligan:
Gunner Milligan 954024.
9. Dirk Bogarde:
From Le Pigeonnier.
10. Kahlil Gibran:
Prophet, Madman. Wanderer.
(Byggt á The Sunday Times)
Danmörk
1. Juliane Preisler:
Kysse Marie.
2. Jung Chang:
Vilde svaner.
3. Jostein Gaarder:
Sofies verden.
4. Jorn Ríel:
En underlig duel.
5. Hanne-Vibeke Holst:
Til sommer.
6. Kirsten Hammann:
Vera Winkelwir.
7. A. de Saínt-Exupéry:
Den lille prins.
(Byggt á Politiken Sendag)
Vísindi
Andlegt áfall kann
að skenuna heilann
Mikilvægur hluti heilans í mörgum hermönnum úr Víetnamstríðinu skrapp
saman af völdum andlegs áfalls sem þeir urðu fyrir.
Þrýstingurvex
við hátóna
Tveir vísindamenn við Kali-
forniuháskóla í San Diego hafa
uppgötvaö að því hærra sem
hornleikari fer upp tónstigann á
hljóðfæri sínu þeim mun hærri
verður blóðþrýstingur hans.
Rannsóknin var gerð á einum
hornleikara sem fékk svimaköst
í hvert skipti sem hann lék nótu
sem er hærri en G, þrátt fyrir að
hann tæki lyf við háþrýstingi.
Blóðþrýstingsmælir var festur
við homleikarann sem var síöan
beðinn um að leika upp tónstig-
ann frá miðju C til háa C og aftur
niður. Hann var beöinn að halda
hverjum tóni í 15 sekúndur hið
minnsta. í ljós kom að þanþrýst-
ingur spilarans, sem er þrýsting-
urinn milli slaga hjartans, steig
úr 96 á miðju C upp í 113 á háa C.
Gleraugu vond
Sjón nærsýnna barna getur
hugsanlega versnað ef þau eru
látin fá gleraugu. Aö minnsta
kosti voru það áhrifin sem sterk
gleraugu höföu á þróun sjónar í
öpum. Apagleraugun voru hins
vegar sterkari en þau sem börn
fá og því er ekki sannað að áhrif-
in veröi hin sömu hjá börríum.
Josh Wallman, líffræðiprófess-
or við New York háskóla, segir
að augu sem eru að þroskast
reyni að bæta upp nær- eða fjær-
sýni.
Umsjón
Guðlaugur Bergmundsson
Alvarlegt sálrænt áfall getur haft
afdrifaríkar afleiðingar fyrir þann
sem verður fyrir þvi. Ekki einasta
skilur það eftir djúp sár í sálu við-
komandi heldur getur það hreint og
beint skemmt heilann sem slíkan.
Nýjar rannsóknir á fórnarlömbum
sálræns áfalls, hvort sem það eru
fyrrum hermenn úr Víetnamstríðinu
eða fómarlömb kynferöislegrar mis-
notkunar á barnsaldri, benda til þess
að sá hluti heilans sem heitir dreki
minnki að umfangi. Drekinn gegnir
mikilvægu hlutverki þegar fólk lærir
og leggur eitthvað á minnið.
Rannsóknirnar leiða líkur að því
að hormónarnir, sem flæða um heil-
ann til að búa hann undir yfirvof-
andi ógnun, geti verið eitraðir fyrir
frumur í drekanum.
„Hugmyndin um að alvarleg streita
eða áfall geti skemmt heilann er at-
hyglisverð," segir Dennis Chamey,
yfirmaður geðdeildar hermanna-
sjúkrahússins í West Haven í
Connecticut.
Einkenni áfallastreitu geta meðal
annars verið martröð og ljóslifandi
endurupplifun á því sem olli áfallinu.
Þá er fólk oft óttaslegið, úrillt og á
erfitt með að einbeita sér, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Fyrram hermenn úr Víetnamstríð-
inu, sem enn glíma við afleiðingar
lífsreynslu sinnar þar, reyndust vera
með 8 prósent minni dreka hægra
megin en þeir sem ekki urðu fyrir
neinu áfalli, segir í júlíhefti tímarits
ameríska geðlæknafélagsins.
Þá reyndust bæði fyrrum hermenn
og fórnarlömb kynferðislegs oíbeldis
standa sig 40 prósent verr á yrtu
minnisprófi en fólk á svipuöum aldri
og með sambærilega menntun.
Drekarnir eru tveir, í laginu eins
og sæhestur, og eru djúpt inni í heil-
anum, á hvorri hlið hans. Drekinn
gegnir mikilvægu hlutverki við úr-
vinnslu minnis. Hann er þó sérstak-
lega mikilvægur fyrir skammtíma-
minnið þar sem minning um atburði
geymist örskamma stund áður en
henni er annaðhvort varpað út í ystu
myrkur eða komið fyrir í langtíma-
minninu.
Minni þeirra sem veröa fyrir alvar-
legu andlegu áfalli svíkur þá einkum
þegar orö af innkaupahstanum fyrir
matarkaupin eða símanúmer eru
annars vegar. Almenn hæfni þeirra
á greindarprófum minnkar þó ekk-
ert.
Minnkun drekans bendir til að
frumumassi hafi tapast. Hvort þaö
er af völdum rýrnunar á taugagripl-
um, löngu þráöunum sem teygja sig
á milli taugafrumna, eða af völdum
dauða taugafrumna, er ekki ljóst
enn.
Sumir visindamenn benda á að
ekki sé heldur ljóst hvort andlegt
áfall valdi minnkun drekans. Þeir
segja aö þeir sem eru viðkvæmir fyr-
ir slíkum áföllum kunni að hafa ver-
iö með minni dreka en hinir þegar í
upphafi.
Rafstuð í end-
urvinnslu
Endurvinnsla er lausnarorö
dagsins. Það getur þó stundum
verið hægara um að tala en í aö
komast að endurvinna efni sem
eru svo fóst saman eða eru svo
hörð að flóknar og dýrar aöferðir
einar duga til að brjóta þau upp.
Vísindamenn í Karlsruhe í
Þýskalandi eru að reyna að ráða
bót á þessu með því að rannsaka
notkun á rafstraumi til að skilja
að efni og mylja steinsteypu, gler,
granít og önnur hörð efni.
Úrgangseíhunum er sökkt í
vökva sem fær straum úr 250
þúsund volta rafkerfi. Með þess-
ari aðferð er hægt aö mala um
það bil eitt hundraö kíló af efni á
klukkustund svo úr verður fin-
gerðasta duft.
Segulsvið
hættulegt
Fólki, sem vinnur í návígi við
tiltölulega sterkt segulsvið, er
hættara við að fá krabbamein af
ýmsu tagi en hingað til hefur ver-
ið haldið. Það á til dæmís við um
eimreiðarstjóra, logsuöumenn,
flugmenn og rafeintatækna.
Ný rannsókn í Svíþjóð leiöir í
ljós að þeir sem verða fyrir áhrif-
um af sterkasta segulsviðinu séu
í 11 til 14 prósents meiri hættu á
aö fá krabbamein en þeir sem
stunda störf þar sem segulsviðið
er veikt.
Til þessa hefur segulsvið ein-
göngu veriö tengt fremur sjald-
gæfum tegundum krabbameins
eins og bamahvitblæði eða
krabbameini í heila.