Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 37 Trimm Knútur Óskarsson, framkvæmdastjóri FRI: Verður besta mara- þon til þessa Myndin sýnir keppendur í Reykjavíkurmaraþoni í fyrra. Knútur Óskarsson, framkvæmda- stjóri Frjálsíþróttasambands Íslands, er einn guöfeöra Reykjavíkurmara- þons en 1983 var hann starfsmaður ferðaskrifstofu og var staddur í Gautaborg þegar þar fór fram mara- þonhlaup. Knútur er maöur fram- kvæmda og sá strax að hér var skemmtilegur atburður á ferð. Þegar hann kom heim skrifaði hann Umsjón Páll Ásgeir Ásgeirsson Reykjavíkurborg og fleiri aðilum bréf þar sem hann sóttist eftir stuðn- ingi þeirra til þess að koma á mara- þonhlaupi í Reykjavík. Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið var svo 1984 og síðan hefur Knútur alltaf verið viðriðinn hlaupið og situr í stjórn þess nú. „Ég fékk þá flugu í höfuðið að þetta gæti verið eitthvað sem skemmtilegt væri að halda hér. Við vorum með 280 keppendur fyrsta áriö og það þótti hreint stórkostlegt. Annar eins fjöldi hlaupara hafði aldrei sést,“ sagði Knútur í samtali við trimmsíðuna. Síðan hefur fjöldi þátttakenda vaxið jafnt og þétt en tekið nokkur stökk fram á við sem Knútur þakkar fyrst og fremst góðri samvinnu hlaupastjórnar við fjöl- miðla sem hann segir hafa sýnt mál- inu mikinn skilning allt frá upphafi. Knútur vill engu spá um þátttak- endafjölda í Reykjavíkurmaraþoni 20. ágúst nk. en minnir á að nú séu í fyrsta sinn sett tímamörk hvað varðar skráningu en eftir 16. ágúst hækkar þátttökugjaldið um helming. „Við erum að reyna að létta af okkar fólki þeirri gífurlegu vinnu sem hef- ur orðið síðasta skráningardaginn þegar allir hafa þyrpst að í einu. Fólk bíður til síðasta dags eftir góðri veð- urspá en þetta gengur bara ekki leng- ur. Mér finnst ekkert fráleitt að það í þessari viku er mikilvægt að hvíla sig vel, sofa mikið og borða ríkulega kolvetnisríkt fæði. Um morguninn fyrir maraþonið ætti ekki neyta fæðu síðar en þremur tímum fyrir hlaup. 12. vika 13/8-19/8 geti orðið rúmlega 5000 þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni en hvort það verður núna veit ég ekkert um.“ Knútur segir að frá upphafi hafi ver- ið lögð áhersla á að hafa hlaupið sem tryggast og öruggast fyrir keppendur og reynt aö skipuleggja það með þaö í huga. Reykjavíkurmaraþon hefur nær frá upphafi verið aðili að alþjóðasam- tökum maraþonhlaupa, AIMS, en þeim samtökum hefur reyndar vaxið svo fiskur um hrygg á alþjóðavísu aö nú heita þau Alþjóðasamtök maraþon- og götuhlaupa. „Þessi mikli áhugi og aukna þátttaka hér er auðvitað ekkert sem Reykjavík- urmaraþon getur sérstaklega þakkað sér. Það hefur verið mikil vakning í þessum efnum um allan heim og það þykir æskilegur lífsstíll að hlaupa." Oft er spjallaö meðal hlaupara um Þá ætti aö borða eitthvað létt s.s. te og ristað brauð með marmelaði eða sultu. Fyrir hlaup ætti að fara gaum- gæfilega yfir allan búnað. Smyrja með vasilíni staði sem verða fyrir það hvort æskilegt sé að breyta hlaupaleiðinni í heilu og hálfu mara- þoni í Reykjavík. Knútur segir að þessi umræða sé stöðugt í gangi og þá horfi menn einkum til þess að stækka hringinn þegar stígakerfið gegnum Fossvog og Nauthólsvík verður komið í gagnið. „Ég get vel séð þetta fyrir mér árið 1997 t.d. Þá næðist mjög stór hringur þar sem hlauparar væru aldrei á umferðar- götum.“ En að hvaða leyti verður hlaupið í ár betra en í fyrra? „Við fjölgum enn starfsfólki, sem verður sennilega nálægt 200 á hlaupadag, og leggjum stöðugt aukna áherslu á hnökralausa framkvæmd gagnvart hlaupurum. Stórt skref í rétta átt er að loka þeim götum sem verður hlaupið eftir, þ.e. Sæbraut frá Kalkofnsvegi að Skeið- arvogi. Umferðin hefur alltaf verið núningi, s.s. nára og geirvörtur og undir handarkrikum. Mikilvægt er að binda skóþveng kirfilega tvöfalt. Verið tilbúin á ráslínu tímanlega og munið að geysast ekki af stað í byrj- vandamál hér. Það hafa orðið smá- vægileg óhöpp en aldrei stórvægi- leg.“ Reykjavíkurmaraþon skipuleggur ekki aðeins þetta nafntogaða hlaup heldur hefur það staðið fyrir mið- næturhlaupi á Jónsmessu í þrjú ár við góðar undirtektir. í sumar bætt- ist svo Skúlaskeið í Viðey á kortið. „Það er alltaf gaman að skipuleggja atburði sem laða fólk að, utan lands og innan. Þaö voru rúmlega 200 er- lendir keppendur í Reykjavíkur- maraþoni í fyrra, sumir með fjöl- skyldur með sér. Ég vissi um banda- rísk hjón sem komu hingað sérstak- lega í vor í Jónsmessuhlaupið. Ég finn að við erum á réttri leið.“ Stöð- ugt fleiri taka þátt í Reykjavíkur- maraþoni og Knútur Óskarsson, einn aðstandenda hlaupsins, spáir góðu hlaupi 20. ágúst nk. un. Það er nógur tími til að staðsetja sig vel í hlaupinu. Haldið jöfnum hraða og fylgið tímaáætlun. Umfram allt munið að þið eruð vel undirbúin og ekkert á að koma ykkur á óvart. Strax á mánudaginn eftir skuluð þið reyna að skokka pínulítið eða ganga, það flýtir fyrir að strengir hverfi. Aö lokum óska ég ykkur góðs gengis og vona að allt gangi ykkur í haginn. Jakob Bragi Hannesson Skráið ykk- ur snemma og sparió Muniö að láta skrá ykkur tímanlega. Það nýmæli er við skráningu í Reykjavíkurmara- þon í þetta sinn að þeir sem láta skrá sig í síðasta lagi 16. ágúst, sem er miðvikudagur, komast ódýrar frá því en hinir. Eftir 16. ágúst hækkar skráníngargjaldið um helming. Spariskokkarar og tilboðshlauparar láta ekki þetta happ úr hendi sleppa. Munið að götunum verður lokað í Reykjavíkurmaraþoni 20. ág- úst nk. verður í fyrsta sinn í sögu maraþonsins gerð tilraun tíl þess að loka götum og gefa vöskum hlaupurum og skokkurum á öll- um aldri forgang fram yfir vara- samar blikkbeljumar. Að vísu verður ekki fullkomlega lokað fyrir umferö en mjór er mikils vísir. Frá Lækjartorgi og áleiðis'' út á Seltjarnarnes og inn að Geirsgötu aftur verður haldið aft- ur af umferöinni með hefðbundn- um hætti. Þegar hlauparar koma svo að horninu viö Seðlabankann geta þeir andað léttar því Sæ- braut veröur lokuð alla leið inn aö Skeiðarvogi þar sem beygt er upp á Langholtsveg. Eftir það tek- ur við hefðbundiö umhverfi á ný. Vonandi verða þessar ráðstafanir til þess að á næstu árum verði umferðin alveg lokuð úti þessa fjóra til flmm klukkutima sem það tekur einn dag á ári að halda Reykjavíkurmaraþon. Að minnsta kosti gerir þetta hlaup- urum hinn gríöarlanga legg með fram sjónum ögn léttbærari. Hver er skrýtnastur? Að vanda verða í Reykjavík- urmaraþoninu veitt ein verðlaun þeim keppanda sem hleypur í furðulegasta búningnum. Þetta er flokkur sem allir geta keppt i, burtséð frá því hvaða vegalengd þeir hlaupa. Alls konar furðuver- ur hafa skotiö upp kollinum í gegnum árin og í fyrra hreppti Pétur Frantzson Námsfiokka- skokkari verðlaunin fyrir vegleg- an bjarnarbúning. Búist er viö harðri keppni í ár og biöa margir eftir framlagi Péturs og ekki síö- ur eftir innleggi Ragnars Sigur- jónssonar, ljósmyndara og hundatemíara, semoft hefur vak- ið verðskuldaöa athygli á þessu sviöi, en í fyrra keppti hann sem Björk Guðmundsdóttir. Kannski verður þaö Michael Jackson í ár?? 10 km 21 km 42 km Sunnudagur 6 km ról. 8 km ról. 12km ról. Mánudagur Hvíld Hvíld Hvild Þriðjudagur 2-4 km ról. 4-6 km ról. 6-8 km ról. Miðvikudagur Hvíld Hvíld Hvíld Fimmtudagur 4km ról. 5 km ról. 7 km ról. Föstudagur Hvíld Hvíld Hvíld Laugardagur 2-4 km 4kmról. 4km ról. Samt.: 14-16 km 21 -23 km 29-31 km Reykjavíkurmaraþon 20. ágúst: Hvíla sig vel þessa vikuna -10 km, hálfmaraþon og maraþon er styrktaraðili Reykjavíkurmaraþonsins FLUGLEIÐIRp* dSÍ MMk 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 181. tölublað - Helgarblað (12.08.1995)
https://timarit.is/issue/196234

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

181. tölublað - Helgarblað (12.08.1995)

Aðgerðir: